Þjóðviljinn - 25.01.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 25.01.1985, Blaðsíða 17
FISKIMAL Fréttir víösvegar að Verð á bræðslufiski í Danmörku á s.l. ári Fiskimjölsverksmiðjurnar í Esbjerg á Jótlandi tóku á móti 579,459 tonnum af hráefni til fiskimjölsframleiðslu á s.l. ári og greiddu fyrir það samtals 441,056 d.kr. Þetta kom fram á aðalfundi verksmiðjanna sem haldinn var 17. desember s.l. Árið 1983 tóku verksmiðjurn- ar á móti 593,794 tonnum og greiddu fyrir það 390,908,962 d.kr. Þá hækkaði verðið til sjó- manna og skipa við uppgjör úr 65,8 d.aurum í 76,2 d.aura á kg. Metár í olíu og gasframleiðslu í Noregi Á árinu 1984 varð olíufram- leiðsla Norðmanna 60,2 miljón tonn, á móti 55 miljón tonna framleiðslu árið áður. Þetta er átta til níu sinnum meiri olía held- ur en Norðmenn nota sjálfir. Tekjur norska ríkisins af olí- uframleiðslunni þegar allt er með reiknað, eru á árinu 1984 sagðar vera 38,5 miljarðar norskar krón- ur, sem er 8 miljörðum hærra en árið 1983. Verslunarsamningur á milli Svíþjóðar og Grænlands Nýlega var gerður verslunar- samningur á milli Svíþjóðar og Grænlands. Svíar fá að flytja toll- frítt til Grænlands iðnaðarvörur. Grænlendingar flytja hinsvegar til Svíþjóðar á sama hátt rækjur, frosinn fisk og selskinn. Útflutn- ingur Grænlendinga til Svíþjóðar á síðustu árurn hefur verið á bil- inu 55-80 miljónir d.kr. á ári. Skreiðarbirgðir í Noregi fyrir Nígeríumarkað Talið er að nú liggi í Noregi skreið fyrir markað í Nígeríu að verðmæti n.kr. 700 miljónir. Norska veður- athugunarskipið Polarfront Búist hafði verið við að verður- athugunarskipið hætti starfsemi sinni við árslok 1985, en þá rann út sá samningur sem í gildi var á milli 15 Evrópulanda sem standa straum af útgerð skipsins. Nú hefur hinsvegar þessi samningur verið endurnýjaður og á hann að gilda til ársloka 1988. Á skipinu er 30 manna áhöfn. Hátt verð á saltfiski á Sunnmæri í Noregi Rétt fyrir síðustu jól barst á land í Sunnmæri 1500 tonn af saltfiski. Meðalverð á fiskinum var n.kr. 16.25 fyrir kg. f desemb- er 1983 var meðalverð hinsvegar n.kr. 11.00 fyrir kg. Mörg skip áttu að leggja út á veiðar í salt frá Sunnmæri nú í janúarmánuði. Saltfiskverðið sem skipin fengu fyrir jólin leiddi til bjartsýni hjá skipshöfnum sem þessar veiðar stunda. Hér er eingöngu um fisk veiddan á línu að ræða. Syning a fiskafurðum í Los Angeles 5.-7. febrúar Sýning á fiskafurðum víðsveg- ar úr heiminum verður haldin í Los Angeles í Kaliforníu í Banda- ríkjunumdagana5. til 7. febrúarí ár. Sýnine þessi ber heitið Sea Fare ’85. Búst er við að margt nýtt komi fram á sýningunni. Rækjuafli Norðmanna Á árunum 1977 til 1984 tvö- faldaðist rækjuafli Norðmanna. Árið 1983 unnu 130 rækjuverk- smiðjur í NoregiJO þús. tonn af rækju. Á árinu 1984 voru rækju- vinnslustöðvarnar orðnar 180 og var reiknað með að þær mundu fá það ár 65 þús. tonn af rækju. Fiskimjöl til manneldis Norðmenn hafa um nokkurra ára skeið verið að þróa fram- leiðslu á fiskimjöli til manneldis. Á s.l. ári framleiddu þeir af þessu mjöli 1100 tonn, en sú fram- leiðsla var uppseld í nóvember- mánuði þegar þeir ætluðu að senda slíkt mjöl til Eþíópíu. Ástæðan fyrir þessu er sögð sú, að íþróttamenn frá Norðurlönd- unum eru farnir að nota þetta mjöl, segja að það auki bæði kraft og úthald. Flokkur dauðra gráhvala Á sl. hausti fannst stór flokkur dauðra gráhvala í sundinu á milli Vancovereyju á Kyrrahafsströnd Kanada og lands. Þá fundust líka dauðir gráhvalir á Georgiugrunn- inu. Vísindamenn telja að eitur- efni frá iðnaði sem sleppt hefur verið í hafið sé orsökin fyrir þessu. Ostruskelframleiðsla í Mexíkó í hættu í Mexíkó hefur ársframleiðslan af ostruskel verið 27 þús. tonn á ári. Á s.l. ári bárust eiturefni frá iðjuveri sem kastað var í fljót inn á eldissvæði þar sem 8500 tonn af ostruskel voru í ræktun. Talið er að þetta óhapp leiði til þess að- heildar ostruskelframleiðslan minnki um 25%. Rækjuafli Græn- lendinga árið 1984 Þann 10. desember á s.l. ári var rækjuafli Grænlendinga orðinn 29,972 tonn, en rækjuveiðarnar voru stöðvaðar þann 14. desemb- er þar sem búið var að veiða meira en fyrirfram ákveðnum ársafla nam, en hann var 28,620 tonn. Fiskinnflutningur til Bretlands Á átta mánuðum s.l. árs eða til 1. september er talið að fiskinn- flutningur til Bretlands hafi verið 468,042 tonn og að innkaupsverð hafi verið 404 miljónir sterlings- punda. Þetta er 8% aukning á magni og 7% aukning á verði miðað við sama tímabil á árinu 1983. Færeyingar með nýja fiskafurð á markað Nú um s.l. áramót voru frænd- ur okkar Færeyingar byrjaðir að framleiða nýja fiskafurð úr laxi, rækjum og ýsu sem er hakkað og blandað saman í dósir. Þegar fréttin var gefin út þá var búið að flytja á markað 50 dósir af þessari nýju afurð. Surimi framleiðsla í Alaska Japanir hófu fyrir nokkrum árum að framleiða fiskafurð úr Alaskaufsa sem er ódýrt hráefni. Þetta nýja fiskmeti Japana er með sama bragði og er af risa- krabbanum sem veiðist í Bering- sundi sem er eitt dýrasta sjávar- dýr sem veiðist. Nú hefur fyrir- tækið Pacifc Seafoods í Kodíak í Alaska keypt framleiðsluleyfið á þessari fiskafurð af Japönum og vélar til framleiðslunnar og hófu framleiðslu seint á s.l. ári. Þá hafa einnig Færeyingar fengið samskonar leyfi. Þessi fram- leiðsla hefur selst fyrir hátt verð á Bandaríkj amarkaði. Tilraunir með sjóbleikju sem eldisfisk í norður Noregi er verið að gera tilraunir með sjóbleikju sem eldisfisk. Laxeldið í norður Nor- egi gengur vel þó sjór sé þar kald- ari heldur en við suðvestur Noreg þarsem laxeldið hófst. Hinsvegar gengur eldið á regnbogasilungi ekki eins vel í kaldari sjó. Fiski- menn í norður Noregi eru því að gera tilraunir með eldi á sjó- bleikju sem kæmi í staðinn fyrir regnbogasilunginn. Þessar til- raunir eru sagðar spá góðu. SKULDABRÉFAÚTBOÐ Samband íslenskra samvlnnufélaga hefur gefiö út skuldabréfaflokk hlutdeildarskuldabréfa að upphæö 10.000 kr. og 100.000 kr. til sölu á almennum verðbréfamarkaði. Markmið skuldabréfaútgáfunnar er þríþætt: • Að fjármagna atvinnuuppbygg- ingu með innlendu lánsfé. • Aðgefasparifjáreigendumnýjan kost á hagkvæmri ávöxtun sparifjár. • Að fara nýja leið til að efla íslenskan fjármagnsmarkað. ZJ öðmvísi frétti ir Auglýsið í Þjóðviljan um | Föstudagur 25. janúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Kaupþing hf. hefur séð um skuldabréfaútboðið og eru bréfin til sölu þar og í samvinnubanka íslands hf. ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.