Þjóðviljinn - 25.01.1985, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 25.01.1985, Blaðsíða 18
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Árshátíð og Þorrablót ABR Árshátíö og þorrablót Alþýöubandalagsins í Reykjavík veröur hald- ið laugardaginn 2. febrúar í Flokksmiöstöö Alþýðubandalagsins aö Hverfisgötu 105. Veislustjóri verður Silja Aðalsteinsdóttir. Guömundur Hallvarðs- son sér um gítarleik og vísnasöng. Jón Hnefill Aðalsteinsson flytur ávarp. Koma leynigestir í heimsókn? Dansað í báðum sölunum. Húsið opnað kl. 19.30 og borðhaldið hefst kl. 20.00. Athugið að í fyrra var fullt út úr dyrum og komust færri að en vildu. Pantið því miða strax í síma 17500. Sækja verður pantaða miða á föstudag fyrir kl. 15.00, annasr verða þeir seldir öðrum. Skemmtinefnd ABR Kvennafylking AB Fundur verður miðvikudaginn 30. janúar að Hverfisgötu 105 kl. 20.30. Rætt um starf kvennafylkingarinnar það sem af er og framundan. Málshefjandi er Snjólaug Armannsdóttir. Miðstöð kvennafylkingar AB Kvennafylkingin auglýsir Konur! Mætum í morgunkaffi! Alltaf heitt á könnunni í Flokksmiðstöð AB að Hverfisgötu 105 á laugardagsmorgnum frá kl. 11.00. Hittumst og spjöllum saman um það sem okkur liggur á hjarta. Miðstöð Kvennafylkingar AB AB Reykjavík Sósíalísk efnahagsstefna og atvinnumál í Reykjavík Félagsfundur 7. febrúar Fyrsti félagsfundur ársins verður fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Fundarefni: Efnahags- og atvinnumál. Frummælendur: Auglýstir síðar. Miðstjórnarmenn Alþýðubandalagsins í Reykjavík eru sérstaklega boðaðir til þessa fundar. Athugið: Ekki var hægt að hefja starfið fyrr vegna viögerða á sal. Frá og með 7. febrúar verða opið hús alla fimmtu- daga. Stjórn ABR AB fél. Selfoss og nágrennis Opið hús verður laugardaginn 26. januar nk. Margrét Frímannsdóttir vara- þingmaður mætir og spjallar við fólk. Kaffi og meðlæti. Staður: Kirkjuvegur 7 Sefossi. Tími: Kl. 14.00-? Félagar fjöl- mennið til skrafs og ráðagerða yfir kaffinu. - Síjórnin. Alþýðubandalagið Kópavogi Árshátíð verður haldin laugardaginn 2. febrúar nk. Staðurinn er auðvitað Pinghóll Hamraborg 11 og verður húsið opnað kl. 20.30. Fjölbreytt skemmtiatriði, m.a. mun Böðvar Guðlaugsson hagyrðingur flytja gamanmál og fleiri kraftar munu koma fram. Heitur réttur verður borinn fram síðla kvölds og aðrar veitingar verða að sjálfsögðu á boðstólum. Veislustjóri verður Steingrímur J. Sigfússon. Verð að- göngumiðaeraðeins350.-kr. Pantanirísímum: 45306 og 40163. Athugið: Nauðsynlegt er að panta miða tímanlega því í fyrra var húsið fullt út úr dyrum! - ABK. AÐ Stykkishólmi Á sunnudaginn (27. jan.) mætum við á fund í Verkalýðshúsinu. Hann hefst klukkan fjögur og framsögu um stjórnmálaástandið, landsins gagn og nauðsynjar hefur Skúli Alexanders- son. Félagar og stuðningsmenn, mætið allir og all- ar, vel og stundvíslega. Alþýðubandalagið í Reykjavík Spilakvöld Spilað verður þriðjudagskvöldið 29. janúar kl. 20.00 að Hverfisgötu 105. Þetta er annað kvöldið í þriggja kvölda keppni, en einnig er keppt um sjálfstæð verðlaun hvert kvöld, þannig að þeir sem ekki tóku þátt í fyrstí sþilakvöldinu, 15. jan., geta sem hægast tekið þátt núna. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN ÆFABK Aðalfundur Æskulýðsfylkingin í Kópavogi boðar til aðalfundar í Þinghól miðvikudaginn 30. janúar kl. 20.30. Hópurinn 18 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. janúar 1985 Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar fyrir árið 1985. Tillögur skulu vera um: formann, varaformann, ritara, gjaldkera og þrjá meðstjómendur ásamt þremur til vara. Tvo endurskoðendur og einn til vara. Tillögum, ásamt meðmælum hundrað fullgildra fé- lagsmanna, skal skila á skrifstofu félagsins, Skóla- vörðustíg 16, eigi síðar en kl. 11 fyrir hádegi föstudag- inn 1. febrúar 1985. iai ) ÚTBOÐ Tilboð óskast í að selja grjótmulningsstöð Reykjavíkurborgar bólstraberg til framleiðslu á muldum ofaníburði. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 6. febrúar n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 ÚTBOÐ Tilboð óskast í eftirfarandi málningarvinnu fyrir byggingardeild. 1. Málun leiguíbúða í fjölbýlishúsum. 2. Málun leiguíbúða í stofnunum aldraðra. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík gegn kr. 2500 skilatryggingu fyrir hvort verk fyrir sig. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 13. febrúar n.k. kl. 14.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBÓRGAR - Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Frá menntamálaráðuneytinu LAUS STAÐA Staða skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík er hér með auglýst laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Starfið veröur veitt frá 1. júní 1985. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík fyrir 1. mars næstkomandi. Menntamólaráöuneytið, 23. janúar 1985. Til sölu Marantz stereotæki, Candy uppþvottavél, barnakojur og lítill opinn skjalaskápur. Upplýsingar í síma 16289 e. kl. 18.00. Faðir minn, sonur og bróðir okkar Jón Ýngvi Ýngvason lést af slysförum 10. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum sýndan hlýhug. Sigrún Jónsdóttir Guðrún Jóelsdóttir Halldór Yngvason Bragi Yngvason og aðrir aðstandendur. Margrét Daníelsdóttir frá Reykjum á Reykjabraut Austur-Húnavatnssýslu er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kærar þakkir til starfsfólks Vífilsstaðaspítala fyrir hlýja umhyggju og frábæra hjúkrun. Fyrir hönd vandamanna, Kristin S. Björnsdóttir. SKÁK Þessi staða kom upp í skák milli Petrosjan og Balashov í Moskvu árið 1974. I fyrstu virðist Balas- hov (svartur) vera að losa um sig vegna yfirvofandi uppskipta en Petrosjan fann stórskemmtilega leið 1. Bxf7!! Kxf7 2. Bh6! klippir svarta kónginn af og hótar drottn- ingarskák á skáklínunni a2-g8 en við henni er engin vörn. 2. -Dd6 um fátt er að ræða 3. Dc4-F Kf6 4. Had1 Rd4 þessi ömurlegi leikur ér fáknrænn fyrir varnarleysi svarts. 5. Dxd4+ Dxd4 6. Hxd4 Hc5 7. h4 og Balashov treysti Petrosjan til þess að vinna úr þessu. Þessi staða kom upp í skák milli Petrosjans og Vaitons á milli- svæðamótinu í Stokkhólmi árið 1952. Eins og sjá má er peða- keðja hvíts á kóngsvæng ógnvekjandi og Petrosjan ryður henni nú áfram með fléttu. 1. Rf5! ef svartur þiggur ekki fórnina tap- ar hann skiptamun með 2. Rd6 1. - gxf5 2. gxf5 Rf8 2. - Rc5 3. f6 3. Hg1 Kh 8 4. Dh6 Rg6 ef 4. - Bg8 þá 5. f6 Dc7 6. Dg7+ Dxg7 7. fxg7 mát. 5. fxg6 Bxg6 6. Hxg6 og nú var svartur búinn að fá nóg enda staðan gjörtöpuð. BRIDGE Frá Bridgefélagi Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Vetrarstarf BRE hófst í sept- ember með tvímenningskeppni, 5 kvölda úrtökumót um réttindin til að spila á meistaramóti Bri- dgesambands Austurlands. Sig- urvegarar urðu Guðmundur Magnússon og Jónas Jónsson með 1199 stig, í öðru sæti Aðal- steinn og Sölvi 1194 st., 3. st. Gísli og Haukur 1172 st., 4. Ámi og Einar 1106 st., 5. Andrés og Elnar 1103 st. Meðalskor 1050 st. Félagið sendi síðan 9 pör á mótið. Austurlandameistararnir urðu Kristján Kristjánsson og Ásgeir Metúsalemsson BRE. Aðalsteinn og Sölvi Austur- landsmeistarar 1983 urðu í 4. sæti. Síðan var tvímennings- meistaramót félagsins, 6 umferð- ir. Sigun/egarar urðu Aðalsteinn Jónsson og Sölvi Sigurðsson með 1445 stig. 2. Kristján og Bogi 1388 st., 3. Ásgeir og Friðjón 1359 st., 4. Kristmann og Guðni 1330 st., Bjarni og Hörður 1291 st. Meðalskor 1260 stig. Stjórn BRE skipa Guðmundur Magnússon, Jónas Jónsson og Jó- hann Þórarinsson. Keppnisstjóri félagsins er Björn Jónsson. Árviss atburður í starfsemi fé- lagsins er sveitakeppni við Bridgefélag Fljótsdalshéraðs um bikar sem K.H.B. gaf fyrir 6 árum. Oftast er spilað á 18 borð- um, 9 sveitir frá hvoru félagi. Fyrstu keppnina vann BRE en síðustu 4 árin hefur BFH unnið, oftast með talsverðum mun. Þessi keppni fór fram 4. janúar s.l. og sigraði BRE að þessu sinni með 131 st. gegn 49 st. Um leið og ég óska öllum bridgeáhugamönnum gleðilegs nýárs, vil ég þakka félögum mín- um í BRE og keppendum á Aust- urlandsmótum 1984 fyrir mjög ánægjulegt og gott samstarf. (B.J.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.