Þjóðviljinn - 03.03.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.03.1985, Blaðsíða 6
Nýfrjálshyggjan einkar kvenfjandsamleg Spjallað við Rannveigu Traustadóttur um hugmyndafrœði kvennahreyfinga í greiningu minni á kvennahreyfingum styðst ég við bók Önnu G. Jónasdóttur um þetta efni á sœnsku, þar sem gengið er út frá fjórum sjónarhornum og hugmyndafrœðin túlkuð eftir þeim, sagði Rannveig Traustadóttir í spjalli við Þjóðviljann um kvennahreyfing- ar. Rannveig hefur flutt erindi á vegum Kvennafylkingarinnar um efni. Og á Kvennastefnu Alþýðubandalagsins í Ölfusborgum um nœstu helgi mun Rannveig fjalla frekar um kvennahreyfingar. - Hugmyndafræði hinna ýmsu kvennahreyfinga hvílir ú þessum sjónarhornum. Og samkvæmt þessu má skipta kvennahreyfing- um almennt eftir þessum fjórum lykilhugtökum, sjónarhornum: kynhlutverk, kvennamenning, feðraveldi og sósíalismi. Út frá sjónarhorni kynhlut- verksins eru óiík hlutverk kynj- anna skoðuð við kvennarann- sóknir. 1 fyrstu var talið að jafnræði ríkti milli þessara ólíku hlutverka karla og kvenna. En við nánari skoðun kom í ljós að mikið misrétti var á milli kynj- anna; valdahlutföllin eru ólík, karlamunstrið er „sterkara", en kvennamunstrið stendur höllum fæti í samanburði. - I þessu sambandi er vert að hafa í huga, að munur er á líf- fræðilegu og félagslegu hlutverki kynjanna. Kynhlutverkið er að stærstum hluta félagslegt, tillært. Simone de Beauvoir orðaði þetta sem svo: „Við fæðumst ekki sem konur heldur erum við aldar upp til að verða konur". Það er mun erfiðara að kljást við þessa félagslegu hlutverka- skipan en hina líffræðilegu. Til marks um það er nefnt dæmið um að það reyndist mun auðveldara að fá konur til að hætta að gefa barni sínu brjóst en kenna karli að gefa barni sínu pela. Þær kvennahreyfingar sem byggja hugmyndafræði sína útfrá þessu sjónarhorni sögðu stundum að kvenhlutverkið væri gallað og það væri bæði hægt og væri rétt að breyta þessu hlutverki með því að ala stúlkur og drengi nákvæmlega eins upp. Hin gleymda saga Hugtakið kvennamenning kom fyrst fram í Bandaríkjunum í kringum 1970. Þetta var til að byrja með hugtak sem feministar notuðu mikið í sínum kvenna- rannsóknum. Undir formerkjum kvennamenningarinnar er dregin fram hin gleymda saga kvenna, menning þeirra og hlutverk sem fallið hafði í gleymsku og dá. Dregin var fram hin jákvæða ímynd kvenna í stað þeirrar daufu myndar sem gefin hafði verið í sagnfræði og bókmenntum fram á okkar daga. - Þær sem aðhyllast þetta sjón- arhorn eru þeirrar skoðunar að til séu tveir ólt'kir reynsluheimar karla og kvenna. Reynsluheimur kvenna, undirokun þeirra á vinn- umarkaði og vinnuþrælkun á heimilunum er dregin fram í dagsljósið. - Jú, kvennamenningin er dá- lítið einkennandi fyrir málflutn- ing Samtaka um kvennalista.® Mitt persónulega álit er að margt jákvætt hafi verið gert vegna hug- myndafræði kvennamenningar. Hins vegar er ég hrædd um að þetta sé dálítið hættulegt vegna þeirrar dýrkunar, rómantísering- ar á hlutverki konunnar. Það er of mikil sáttfýsi við kvenhlut - verkið, þarsem konan ei kúguð. Og útfrá sjonarhorni kvenna- menringarinnar er litið svo á að karlar eigi að vera dregnir til ábyrgðar t.d. fyrir styrjaldir o.s.frv. Hættan að mínu mati er t. d. sú, að þegar kreppir verði hugmyndafræðin konum fjötur um fót, það er jú hægt að reka konurnar frá vinnustöðunum inná heimilin þarsem þær geta sinnt því hlutverki sem lofsamað hefur verið í nafni kvennamenn- ingar. Hjónabandið þrœlahald Þær sem ganga út frá sjónar- horni feðraveldisins í kvenna- rannsóknum telja feðraveldið vera alls ráðandi félagslega, póli- tískt og aliavega. Konur eru kúg- aðar á öllum sviðum. Þó svo karl- ar geti einnig verið kúgaðir marg- víslega, þá eru þeir ekki kúgaðir sem kynverur. Og karlarnir eru dregnir til ábyrgðar sem einstak- lingar og hópur vegna kúgunar þeirra á konum. Þeir beita kon- una allra handa kúgun, einnig líkamlegri valdbeitingu. Margar þeirra sem ganga útfrá sjónar- horni feðraveldisins eru í rök- réttu framhaldi þessa, þeirrar skoðunar að hjónabandið sé ekki annað en þrælahald á konum. Mesta fjölbreytnin - Þá erum við komin að fjórða sjónarhorninu í þessari hrað- soðnu yfirferð. Segja má að fjöl- breytnin sé mest innan sósíal- ismans sem er síðasta hugtakið í þessari upptalningu. Þær konur og kvennahreyfingar sem notast við hann sem sjónarhorn sinnar hugmyndafræði aðhyllast sögu- lega efnishyggju. Þær líta á stöðu konunnar í framleiðslunni og endurframleiðslunni og meta stöðu hennar útfrá því. - Þeir hinir klassisku hug- myndasmiðir marxismans slepptu sérstæðri stöðu konunnar umfram það sem þeir réðu í stöðu hennar útfrá hinni kapitalisku þjóðfélagsgerð. Þeir töldu í upp- hafi að kúgun konunnar yrði úr sögunni með afnámi auðvalds- þjóðfélagsins.Sumir viðurkennd- u, svo sem August Babel, að taka yrði sérstakt tillit til konunn- ar, en byltingin yrði eftir sem áður til að frelsa konuna úr án- auð. - í umrótinu á sjöunda ára- tugnum fóru konur á vinstri kant- inum að efast um réttmæti og ein- faldanir hinna klassisku höfunda marxismans. Þeim fannst þessi marxismi vera „karlhverfur" og of lítið fjallað um sérstöðu kvenna. Þess vegna vildu þær þróa eitthvað nýtt í hugmynda- fræðinni með tilliti til sérstöðu kvenna. - í þessu umróti fór ekki hjá því að margar konur sneru baki við marxismanum og gerðust áhang- endur hugmyndafræði feðraveld- is og kvennamenningar. Annar hópur af vinstri kantinum var kenndur við rétttrúnað og héldu þær áfram að líta á kvennamálið ut frá því sjónarhorni sem hinir klassisku hugmyndasmiðir höfðu Rannveig Traustadóttir. skammtað, þ.e. að einungis þjóðfélagsgerðin og staðan í framleiðslukerfinu réði stöðu kvennanna. Ég þekki meirað- segja dæmi um þetta viðhorf í Al- þýðubandalaginu. Samþœttingin frjóa - Segja má að þriðji hópurinn sé til um þá kenningu að nauðsynlegt sé að þróa áfram hugmyndafræði á grundvelli hins hefðbundna marxisma og tengja saman við ýmsa þætti kenningu um feðraveldi. Og um þetta má hafa eftir frægri konu: Við spyrj- um feminiskra spurninga til að fá marxísk svör. Það er einmitt á þessum vettvangi sem margt af því frjóasta er að gerast, þ.e. í þeirri hugmyndafræði sem er samþætt af sósíalisma og kenn- ingum um feðraveldi og úr fleiri áttum. En það er mikil gróska í þessum fræðum og margar bækur að koma út um þetta. - Já, einsog áður sagði eiga Kvennalisti/Kvennaframboð einna helst rætur á þeim akri sem kenndur er við kvennamenningu, en t.d. Samtök kvenna á vinnu- markaði standa nær hinu sósíal- íska sjónarhorni. Hjá okkur í Kvennafylkingu Alþýðubandalagsins fer fram nokkur hugmyndafræðileg um- ræða þó auðvitað séum við næst hinu sósíalíska sjónarhorni í þess- um fræðum. En ég lít svo á að okkar hugmyndafræði njóti einn- ig afurða kvennamenningarinnar og tel að þessar kvennahreyfing- ar hér á landi séu okkur nauðsyn- legar og lít á þær sem mikilvæga samherja. Kvenfjandsamleg nýfrjólshyggja - Sú hugmyndafræði valda- stéttanna á Vesturlöndum sem nú um stundir hefur verið áber- andi er einkar kvenfjandsamleg. Nýfrjálshyggjan er annars vegar atlaga að samneyslunni og vel- ferðinni sem ekki síst hefur komið konum til góða. - Hins vegar hampar nýfrjáls- hyggjan samkeppninni á mark- aðnum sem dæmir konur nánast úr leik. Til að standa sig í sam- keppni þarf manneskjan hin dæmigerðu einkenni karlremb- unnar: dirfsku, frekju og yfirgang og tillitsleysi gagnvart öðru fólki. Konur eru hins vegar mannes- kjur samvinnunnar og alúðarinn- ar og einkenni þeirra eru fremur alúð, umhyggja og slík „mýkt" sem er ekki líkleg til að verða ofan á á þeim harða samkeppn- ismarkaði sem frjálshyggju- postularnir boða. Spyrja mætti hvort nýfrjálshyggjan sé ekki við- brögð feðraveldisins við upp- gangi kvennahreyfinga. Vakning víða - Framtíðin? Ég bind miklar vonir við starfsemi kvennahreyf- inga hér á landi. Víða sjást þess merki að konur séu í auknum mæli að vakna til vitundar um stöðu sína og nauðsyn þess að rísa upp. Það var ævintýralegt að fylgjast t.d. með þeirri vakningu sem varð meðal kvenna í BSRB- verkfallinu í haust. Þetta gengur hægt, en augu fólks eru að opnast fyrir misréttinu, sagði Rannveig Traustadóttir að lokum. -óg. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN i Sunnudagur 3. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.