Þjóðviljinn - 03.03.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.03.1985, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTIU Verkföllin, hreyfingin og framlíðin Þegar þetta er skrifað verður ekki betur séð en að verkfall kolanámumanna í Bretlandi sé að renna út f sandinn.Um þaðbil helmingur námamanna hefur snúið aftur til vinnu og litlar líkur á samningum. Verkfallið hefur staðið í ellefu mánuði, það hefur oft verið barist af hörku og hart hefur sorfið að fjölskyldum verkfallsmanna. Samúð með þeim hefur verið mikil enda œttu menn einmitt í þessu mikla atvinnuleysislandi að skilja ofurvel hvað um er barist: námamenn vildu koma í veg fyrir að 20 kolanámum yrði lokað og þeim fœkkað eftir því. En nú kemur að þeim sorglega áfanga að farið verður að leita að sökudólg. Margir verða til að reyna að hengja foringja Námumannasambandsins, Arthur Scargill. Og hann mun vafalítið svara með því að saka afganginn af verkalýðshreyfingunni og Verkamannaflokkinn um að hafa brugðist námamönnum þegar verst gegndi. kvæði um? Með þessu háttalagi runnu siðferðilegir yfirburðir námmanna að verulegu leyti út í sandinn. Scargill vildi nota verkfallið til að steypa íhaldsstjórn Margaret Thatcher, segir Jimmy Reid. í ystu vinstrihópum er sú freisting sterk að reyna slíkt. En verka- lýðshreyfingin getur ekki samein- ast um slíka pólitík, sem getur þegar til lengdar lætur einnig snú- ist gegn Verkamannaflokks- stjórn. Að tryggja störf í þriðja lagi, segir Jimmy Reid, er ekki hægt að berjast til sigurs gegn því að einhverjum kolanám- um sé lokað. Það er kannski hægt að fá nokkurn frest, en það er ekki hægt að stilla dæminu þann- ig upp, eins og Scargill gerir, að hægt sé að láta rétt til vinnu - sem er sjálfsagt að berjast fyrir-þýða að menn skuli hafa rétt til sama starfa alla ævi og kannski synir þeirra eftir þeirra dag. Slík fryst- ing þýðir, að komið er í veg fyrir að tæknilegar framfarir losi fólk undan erfiðri óþrifavinnu - eins og þeirri sem unnin er í kolanám- um-ekki síst þeim rýrustu. Ef að einangrað pláss lifir á kolanámu, þá er sjálfsagt að lengja líf henn- ar, þótt hún sé rekin með tapi - þar til komið hefur verið upp nýj- um atvinnutækifærum. Um slíka baráttu er hægt að ná samstöðu og tryggja henni samúð, - á hinn ' bóginn getur engin ríkisstjórn, hve vinstrisinnuð sem hún væri, tryggt að hinósveigjanlega stefna Arthurs Scargill nái fram að ganga. Ofmat og vanmat BSRB-fólki nú í haust er leið. Það hefur fyrr eða síðar verið freistandi að ætla, að í þessum viðhorfsbreytingum sé að fæðast merkileg byrjun á vinstrisveiflu og góð framtíðarvon. Hitt hafa menn fyrr og síðar mátt reyna, að vitundarbreytingin er ekki stöð- ug og til frambúðar. Ósigrar leika hana grátt. Þar fyrir utan er því miður fátt algengara en visst ó- samræmi í afstöðu launafólks til verkfallsátaka. Það er einatt eins og ein vitundin snúi inn á við og önnur út á við. Samstaða mynd- ast innan ákveðins hóps og þegar hann þarf að taka á, fara menn einatt ekki aðeins að efast um það „réttlæti" sem þeim er skammtað, heldur þjóðfélagið í heild. Þetta gengur ekki svona lengur. Það verður að gera eitthvað! En sem fyrr segir: það vantar einatt úthald í slíka af- stöðu. Þegar einhverjir aðrir standa í verkfalli er eins víst að þeir sem í fyrra voru í átökum láti sér fátt um finnast. Meira að segja ánetjist öflugum og lymsk- um áróðri borgaralegra fjölmiðla um að „hinir“ séu að skapa efna- hagslega örðugleika og taka of stóra sneið af „kökunni" frægu. Samstaðan Það var einmitt svona köku- slagur sem Ingvi Hrafn Jónsson reyndi að efna til í sjónvarpsþætti núna á þriðjudaginn. Hvað vilt þú leggja í púkkið? spurði hann afgreiðslustúlku, kennara, verkamanna, sjómann og bónda. Sem betur fór tókst honum ekki að efna til slíks hanaslags. Við- mælendur hans minntu, hver með sínum hætti, á þann „reynsluheim" sem þeir áttu sam- eiginlegan: þeir ríkari hafa hagn- ast, þeir blönku búa við lakari kost en lengi áður. Þetta minnir á það, að sú sund- urvirkni, sem áður var nefnd, er misjafnlega fyrirferðarmikil. Þær stundir koma, að launamenn leggja ófrjó kjarasamanburðar- fræði til hliðar og hugsa meira sem heild en endranær. Ekki nema eðlilegt að slík viðhorf styrkist á tímum opinskás niður- skurðar kjara eins og við nú lifum. Og þá er spurt: hvernig er tekið við slíkum straumum? Hvað verður úr þeim í verkalýðshreyf- ingu og hjá pólitískum flokkum, sem henni tengjast? Fyrr og síðar hafa bæði heildar- samtök launafólks og verkalýðs- flokkar, sem svo vilja heita, til- burði til að skapa einhverja heildarstefnu um stærri eða smærri samnefnara, kannski „samstöðulaunastefnu“ ( í átt til launajöfnuðar), kannski um húsnæðiskjör. Og þar fram eftir götum. En það gengur erfiðlega eins og menn vita. Og alltof oft brjótast þeir erfiðleikar svo út í leit að sökudólgum í flokksfor- ystu og verkaýðsforystu. Getur reyndar ekki hjá því farið. Sumir velta svo vöngum yfir þeirri fé- lagsfræði, sem fyrr var farið inn á: hvunndags er almenningur á valdi ríkjandi hugmynda um röð og reglu og þjóðarköku og heildarsekt þjóðar sem „hefur lifað um efni fram“, en um leið getur hver og einn alið á upp- reisnarneista gegn því ranglæti sem á sjálfum brennur. Vinstripólitík er í því fólgin að reyna að brúa þetta bil. Vitund á fjórum hœðum M. Mann heitir Breti sem hef- ur reynt að kortleggja „vitund og athöfn“ verkafólks á Vestur- löndum. Hann talar um fjögur stig stéttarvitundarinnar. í fyrsta lagi: verkamaðurinn veit hvar hann á heima meðal annarra verkamanna í framleiðslukerf- inu. Annað stigið er andstaðan - maður gerir sér grein fyrir því að kapítalistinn og kerfi hans er sá sem glímt er við (þessi tvö stig geta svo styrkt hvort annað). Þriðja stigið er framhald af hin- um tveim - viðurkenning á því að þau ráði mestu um félagslega stöðu hvers og eins og um samfé- lagið allt. Fjórða stigið, segir M. Mann, er svo hugmyndin um öðruvísi þjóðfélag - markmið sem menn stefna að í baráttu við andstæðinginn. Sá hinn sami fræðimaður segir sem svo, að yfirleitt sé stéttarvit- undin á sveimi um tvö fyrst- nefndu stigin - og þó með nokkr- um takmörkunum. Bæði Mann og aðrir, sem á þessum fræðabux- um eru, segja sem svo, að ekki megi búast við að vitund þessi þróist sjálfkrafa yfir á þriðja og fjórðá stig, ekki heldur í „vitund- arsprengingu" verkfallsátaka - þau áhrif séu of dreifð og skammvinn, þótt vissulega skipti þau máli. Menn verði því að halda uppi látlausri baráttu gegn „borgaralegri hugmyndafræði". Og þar með er náttúrlega vísað á pólitíska flokka tengda verka- lýðshreyfingu, til hvers væru þeir annars? Og það liggur þá í augum uppi; að í hinum hugmyndalegu sviptingum skiptir það miklu máli að menn eigi sér einhver þau áform um „öðruvísi þjóðfélag“, sem þeir treysta sér til að standa við. Þar stendur einmitt hnífurinn í vinstrikúnni um þessár mundir víða um Vesturlönd. Útópían - framtíðardraumurinn hefur látið mjög á sjá, vegna þess að bæði byltingarþjóðfélögin og svo tæknibyltingin í kapítalismanum hafa þróast mjög á annan hátt er menn gerðu ráð fyrir. Vinstri- menn af ýmsu tagi hafa því í vax- andi mæli vikið af sviðinu og látið aðra um að hugsa um „öðruvísi þjóðfélag". Annarsvegar frjáls- hyggjugaurana, sem reyna að hrista saman tölvuöld og ýmisleg grundvallaratriði nítjánduald- arkapítalisma. Hinsvegar fram- tíðarfræðinga, sem hreykja sér hátt og láta sem vinstri og hægri, kapítalismi og sósíalismi, skipti ekki lengur máli í einhverju dá- lítið þokukenndu fyrirbæri sem þeir kalla Upplýsingaþjóðfé- lagið. Enginn mun komast hjá því að þurfa að standa sig í hefðbund- inni kjarabaráttu. Því fer fjarri að hennar tími sé liðinn, þótt margt hafi breyst síðan í síðustu stór- kreppu. En til að sá slagur verði annað og meira en viðbrögð við uppákomum þarf vinstriþankinn að hugsa upp á nýtt sitt framtíðar- dæmi. Eins þótt það eigi jafnt við í dag og fyrir hundrað árum, sem Friedrich karlinn Engels sagði um breska verkamenn: einstök verkalýðsfélög eru prýðilega skipulögð, en menn komast lítt áfram í verkalýðshreyfingunni vegna „kæruleysis um alla kenn- ■ngu“.... Kolaverkfallið varpar reyndar skæru ljósi á ýmsan þann vanda sem stærstur er í verkalýðshreyf- ingu samtímans. Var ósigur vís? Einn harðasti gagnrýnandi Scargills er Jimmy Reid. Reid hefur að vissu leyti sterkari stöðu til að gagnrýna stjórn verkfalls en flestir aðrir: það var hann sem árið 1971 var foringi skipasmiða við Upper Clyde, en einnig yfir þeim vofði atvinnumissir. Þótti standa sig vel og var um tíma helsta hetja breskra vinstrisinna og róttæklinga. Og Jimmy Reid sakar Arthur Scargill um ófyrir- gefanlega ævintýramennsku sem muni eyðileggja Námamanna- sambandið sem baráttusamtök um langa framtíð. Arthur Scargill, segir Jimmy Reid, var kosinn formaður Nám- amannasambandsins 1982 og síð- an hefur hann þrisvar efnt til alls- herjaratkvæðagreiðslu um verk- fallsboðun. í öll þrjú skiptin sögðu námamenn nei við verk- fallshugmyndum. Og þegar Scar- gill lagði svo út í verkfall í fyrra- vor, þá lét hann það ógert að baktryggja sig með allsherjarat- kvæðagreiðslu - en slík atkvæða- greiðsla þarf, samkvæmt lögum Námamannasambandsins sjálfs,. að fara fram þegar efnt er til að-\ gerða á landsmæliskvarða. Þess í stað kaus Scargill að kalla átökin keðju staðbundinna verkfalla.x Á þann veg var gagnrýni Jim- my Reid - sem mun vafaiaust fá orð í eyra fyrir að vera rígbund- inn af formúlum þingræðisins og fyrir að hafa gefist upp við að finna stéttabaráttunni nýjar leiðir. Aðstæður í hverju landi, hverju héraði setja launabaráttu á oddinn á Islandi, en baráttu gegn lokun fyrirtækja efst á blað í Englandi eða í stálverum Lorra- ine og Ruhr. ScargiII og félagar hans fá orð í eyra frá samherjum í verkalýðahreyfingunni og verka- mannaflokki að þeir séu of rót- tækir og óraunsæir. í öðrum hér- uðum er kvartað um að verkalýð- sforingjar séu of værukærir, nýti ekki möguleikana, láti atvinnu- rekendur og ríkisvald ráða ferð- inni. í báðum tilvikum er í raun kvartað um vanþekkingu á því hvað hinir óbreyttu liðsmenn hreyfingarinnar vilji og geti. Menn eins og Scargill eiga þá að hafa ofmetið, hvað leggja megi á liðsmennina og skilji því samtök- in eftir í rúst. Hinir feli sig á bak við öryggi skriffinnskunnar, van- meti baráttuhuginn og vitundar- vakninguna sem á sér stað í verk- falli og skyldum átökum og missi þar með af möguleikum til kjara- bóta og pólitískra ávinninga fyrir stéttina. Vakning og ósamrœmi Það er sem betur .fer rétt, að Þar með, segir Jimmy Reid, v^itundarvakning á sér stað í verk- var sá ósigur vís, sem nú vofir yfir. Með þessu móti voru náma- menn sundraðir frá upphafi og börðust einatt innbyrðis. Með þessu móti varð miklu erfiðara en ella að fá önnur verkalýðsfélög til stuðningsaðgerða: áttu þau að hafa hjá sér atkvæðagreiðslu um samúðaraðgerðir með verkfalli sem ekki höfðu verið greidd at- föllum. Þeir sem í slíkum átökum standa fá styrk hver af öðrum til að hugsa fleira en áður um rang- læti og arðrán og samhengi í þjóðfélaginu. f frásögnum af verkfalli námamanna í Bretlandi rekumst við oft á tilsvör eins og: „við hugsum núna um margt sem við gáfum ekki gaum að áður“. Svipaðar raddir heyrðum við frá 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. mars 1985.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.