Þjóðviljinn - 03.03.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 03.03.1985, Blaðsíða 14
Sófinn bceldur mLAUSAR STÖÐUR HJÁ m REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Deildareftirlitsmaður í innlagnadeild Rafmagns- veitu Reykjavíkur. lönfræðingsmenntun áskilin. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri R.R. í síma 686222. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 8. mars 1985. • Félagsráðgjafi við eina af hverfaskrifstofum Fé- lagsmálastofnunar. Upplýsingar veitir yfirmaður fjölskyldudeildar F.R. í síma 25500. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 15. mars 1985. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9,6.hæð á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00, sbr. ofangreindar dagsetningar um umsóknarfrest. Vinnuferð til Kúbu sumarið 1985 Mánuður í nýjum heimi. Lagt af stað héðan 28. júní og komið aftur 29. júlí. Áætlaður kostnaður 35.000,- Umsóknarfrestur er til 10. mars. Umsóknir sendist Vináttufélagi íslands og Kúbu, pósth. 318, 121 Reykjavík. Nánari upplýsingar í síma 20798. V.Í.K. njðntækistofnun íslands Óskar eftir að ráða: SKRIFSTOFUSTJÓRA til að annast áætlanagerð, eftirlit með verkbókhaldi og almenna skrifstofustjórn- un. SKRIFSTOFUMANN til almennra skrifstofustarfa þ.m.t. vélritun á íslensku, ensku og dönsku. Umsóknir þurfa að berast til Iðntæknistofnunar ís- lands, Keldnaholti, 110 Reykjavík fyrir 15. mars n.k. Hlutverk Iðntæknistofnunar er að vinna að tækniþróun og aukinni fram- leiðni f íslenskum iðnaði með því að veita einstökum greinum hans og iðnfyrirtækjum sérhæfða þjónustu á sviði tækni- og stjórnunarmála, og stuðla að hagkvæmri nýtingu íslenskra auðlinda til iðnaðar. Starfs- mannafjöldi er um 50. Ég fer ekki fet Ég ligg hérna uppi í sófanum og ég vil helst ekki fara út. Ég er að vísu kominn á fætur og búinn að éta brauðsneið með rúllupylsu en neskaffið var búið. Aldrei man neinn eftir mér og þó vita allir að mér finnst neskaffi gott á morgn- ana. Svo ætlaði ég að fara í úlpuna og setja upphúfu en ég hætti við. Og hérna ligg ég eins og hver önnur skáldsagnapersóna og læt mig dreyma. Eg vil ekki fara út fyrir hússins dyr, af því þá verð ég blautur í rigningunni og allir þessir bílar eru vísir til að sletta á mig og blása framan í mig eiturgufum. Ég vil ekki vera eins og hver annar skógur í Þýskalandi sem missir allt laufið og er bráðum dauður. Og þó hann stytti upp. Þá yrði ég að halda áfram og fara í vinn- una. Og þar fær maður aldrei nokkurn stundlegan frið. Alltaf eitthvert fólk að hringja og spyrja hvað við ætlum að gera fyrir það. Ég er sjómaður og kannski verð- ur togarinn minn seldur, segir einn. Hvað ætlarðu að gera í því? Ég veit ekki hvað ég á að segja, en segi samt, að þetta sé alvarlegt mál. Vissulega. Já, en veistu ekki maður, segir hann, að þetta er allt vegna þess að hagfræðingarn- ir ráðlögðu útgerðinni að taka dollaralán? Svo hefur dollarinn hækkað eins og andskotinn upp úr öllu valdi. Og skuldirnar marg- faldast eftir því. Þetta eru líklega skammsýnir menn, sagði ég. Skammsýnir? Svona menn á að skjóta. Af hverju gátu þeir ekki tekið lánin í pundum? Það hefðu þeir náttúrlega átt að gera, sagði ég. Sagði ég ekki, sagði sjómaður- inn. Mér þótti leiðinlegt að gera ekkert gert fyrir manninn. Og ég er svo hræddur um að hann hringi aftur. Eða þá verkfallsmenn úr Grindavík og fiskvinnslukonur úr Vestmannaeyjum. Allt hefur þetta fólk rétt fyrir sér en ég get ekkert sagt við það af viti. Þannig er það, því miður. Og ef ég sneiddi nú framhjá vinnunni og skokkaði í sund- laugarnar og settist þar í heitan pott, haldiði að ég fengi að vera í friði? Öðru nær. Þar væru sjálf- sagt komnir einhverjir ábúðarm- iklir karlar og það er alveg víst að þeir væru að skammast út í heimtufrekjuna í fólkinu. Þeir verða æfir út í kennara. Þetta fólk, segja þeir, það gerir svo sem ekki neitt á sumrin og alltaf fer krökkunum aftur. Ég held, segja þeir, það megi þakka fyrir að það er bara ekki rekið. Og af því ég þekki fullt af kenn- urum þá verð ég áreiðanlega reiður. En hvað á ég að gera? Á ég að fara að rífast við þessa há- karla? Á ég að kaffæra þá þegar við förum að synda? Nei það er víst ekki hægt, þetta eru stórir menn og sterkir og hafa hátt. Ég fer ekki fet. Ég ætla að liggja hérna í sófan- um og gera ekki neitt, því að sá sem ekkert gerir hann verður ekki sakaður um neitt. Þarna liggur hann og blakar ekki auga og sálarróin breiðist yfir hann eins og dúnsæng. Hann lætur sig dreyma um einhvern undarlegan galdur sem hann einn kann, hann einn kann að beisla hugarorkuna og leysa úr læðingi allskyns krafta sem snúa öllu við, skekja allt upp af rót og kippa öllu í lag einhvers- staðar handan sólarlagsins þar sem engin verðbólga er og enginn skuldar neitt og það er leikur að læra og enginn sími hringir, nei aldrei. Hilmar ALPÝÐUBANDALAGK) Þingmannafundir Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjör- dæmi Lyftum lífskjörum á ný Keflavík - Kópavogur - Grindavík - Mosfellssveit. Þingmenn og varaþingmenn Alþýðubandalagsins halda oþna fundi í Kefla- vík, Kópavogi, Mosfellssveit og Grindavíkdagana 5.-7. mars og heimsaekja vinnustaði á áðurgreindum stöðum og víðar í Reykjaneskjördæmi. Á fund- unum verða haldin stutt framsöguávörp og flutt lokaorð, en að öðru leyti verður fundartímanum varið í skoðanaskipti milli fundarmanna og þing- manna. Hér gefst óvenjulegt tækifæri til þess að kynnast afstöðu þingflokks Alþýðubandalagsins til stjórnmála líðandi stundar og koma á framfæri ábendingum um mál og málatilbúnað á Alþingi. Þriðjudagur 5. mars: Stapi í Ytri-Njarðvík Þingmenn Alþýðubandalagsins halda oþinn fund í Stapa, Ytri-Njarðvík, kl. 20.30 þriðjudaginn 5. mars. Fundarstjóri: Hilmar Ingólfsson formaður kjördæmisráðs. Þingmennirnir og varaþingmennirnir Elsa Kristjánsdóttir, Geir Gunnars- son, Guðmundur J. Guömundsson, Margrét Frímannsdóttir, Skúli Alex- andersson og Svavar Gestsson sitja fyrir svörum. Miðvikudagur 6. mars.: Þinghóil í Kópavogi Þingmenn Alþýðubandalagsins halda opinn fund í Þinghóli, Hamraborg 11, í Kóþavogi kl. 20.30 miðvikudaginn 6. mars. Fundarstjóri: Hilmar Ingólfsson formaður kjördæmisráðs. Þingmennirnir og varaþingmennirnir Geir Gunnarsson, Guðrún Hallgríms- dóttir, Helgi Seljan, Ragnar Arnalds, Steingrímur J. Sigfússon og Svavar Gestsson sitja fyrir svörum. Fimmtudagur 7. mars: Sjómannastofunni í Grindavík Þingmenn Alþýðubandalagsins halda opinn fund í Sjómannastofunni í Grindavík kl. 20.30 fimmtudaginn 7. mars. Fundarstjóri: Hilmar Ingólfsson formaður kjördæmisráðs. Þingmennirnir og varaþingmennirnir Geir Gunnarsson, Garðar Sigurðs- son, Guðmundyr J. Guðmundsson, Margrét Frímannsdóttir, Skúli Alex- andersson og Svavar Gestsson sitja fyrir svörum. Fimmtudagurinn 7. mars: Hlégarður, Mos- fellssveit. Þingmenn Alþýðubandalagsins halda opinn fund í Hlégarði Mosfellssveit kl. 20.30 fimmtudaginn 7. mars. Fundarstjóri: Kristbjörn Árnason húsgagnasmiður. Þingmennirnir og varaþingmennirnir Elsa Kristjánsdóttir, Helgi Seljan, Ragnar Arnalds og Steingrímur J. Sigfússon sitja fyrir svörum. Alþýðubandalagsfélag Ólafsvíkur boðar til fundar um atvinnu- og efnahagsmál n.k. sunnudag 3. mars. Fundarstaður: Mettubúð. Fundartími: 20.30 Framsögumaður verður Ingi Hans Jónsson. Stjórnin AB konur-kvennafylkingin 8. mars Áríðandi fundur um 8. mars kl. 11 í dag 2. mars að Hverfisgötu 105. -Miðstöð Kvennastefna 9. og 10. mars Konur í Alþýðubandalaginu gangast fyrir kvennastefnu í Ölfus- borgum 9. og 10. mars. Dagskrá: 1. Atvinnu- og kjaramál 2. Staða heimavinnandi fólks 3. Baráttuleiðir kvenna 4. Störf kvenna í AB - Kvennafylkingin - Fundaröð í vor. (Sjá nánar um dagskrána í Þjóðviljanum 19. febrúar). Kvennastefnan er opin öllum konum í Alþýðubandalaginu og öðr- um stuðningskonum flokksins. Tilkynningar um þátttöku þurfa að berast skrifstofu flokksins Hverfisgötu 105 (sími 17500) fyrir 1 mars. Þær sem hafa í huga að taka börn með eru beðnar að taka það fram við þátttökutilkynningar. Nánari upplýsingar um kostnað o.fl. á skrifstofunni. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Bingó! - Bingó! Tilbreyting frá hversdagsleikanum. Æskulýðsfylkingin heldur bingó á þriðjudaginn kemur, 5. mars kl. 20.30 stundvíslega að Hverfisgötu 105. Margt glæsilegra bingóvinninga. Bingógosið og bingókaffið verður að sjálfsögðu á boðstólum. Allir bingóaðdáend- ur og aðrir velkunnarar velkomnir. Bingó-nefnd Æskulýðsfylkingarinnar. Alþýðubandalagið í Kópavogi íslenskt kvöld verðurhaldiðí Þinghóli Hamra- borg 11 laugardagskvöldið 9. mars nk. og hefst það kl. 20.00 með íslenskum mat (þorramat). Hákarl og tilheyrandi fæst fyrir þá sem vilja. Maturinn kostar 250 kr. en annar aðgangseyrir er ekki. Dagskrá: 1) Gils Guðmundsson les upp. 2) MKkvartettinnsyngur. 3) Páll Bergþórsson les kvæði eftir Guðmund Böðvarsson 4) GunnarGuttormssonog Sigrún Jóhannsdóttir flytja nokkrarsöngvísur. 5) Sveinbjörn Beinteinsson spjallar um ásatrú og kveð- urrímur. Matargestir þurfa að panta í sím- um 45306 (Friðgeir) 40163 (Sig- urður) eða 43294 (Sigurður Hjartarson) fyrirfimmtudags- kvöldið 7. mars. Hittumst hress og eflum þjóðern- ið! Allir velkomnir! Stjórn ABK 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN I Sunnudagur 3. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.