Þjóðviljinn - 04.10.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.10.1985, Blaðsíða 5
Spilamenn Breiðari hópur en haldið hefur verið fram Guðrún Kristinsdóttir: Herða verður eftirlit með aldurslágmarkinu, og bæta úrféiagsaðstöðu í hverfunum. Gestir á öllum aldri Ný könnun Útideildar • Færri stelpur en þaulsætnari. • 10% undir leyfilegu aldursmarki. • Salirnir eru félagsmiðstöðvar fyrir þá sem enga hafa í sínu hverfi. Á einu og hálfu ári hefur fara fækkandi á næstunni. En leiktækjasölum í Reykjavik fækk- hverjir sækja leiktækjasalina? Er að úr 8 í 5 og nú eru á þeim 133 þetta þröngur hópur „vandræða- leiktæki en voru 240 í apríl 1984. unglinga" sem hangir þar alla Einum var lokað í sumar og uppi daga eða hinn „venjulegi" ung- eru raddir um að þeim muni enn lingur sem kíkir inn af og til? Eru 10% gesta eru undir leyfilegu aldursmarki. Ekki vitum við hvort þessi er orðinn 14, en allir grunnskólar borgarinnar nema Fossvogsskóli eiga nemendur á leiktækjasölunum, mjög mismunandi marga þó. Ljósm. E.ÓI. „Gildi þessarar könnunar liggur í því að nú eru í fyrsta sinn til taks haldbærar upplýsingar um þessa staði og hópinn sem sækir þá en ekki bara vangavelt- ur, getgátur og áhyggjur", sagði Guðrún Kristinsdóttir, forstöðu- maður fjölskyldudeildar Félags- málastofnunar. „Upplýsingarnar eru að vísu takmarkaðar, því könnunin veitir ekki svör við því sem menn hafa einkum haft áhyggjur af, þ.e. tengsl innbrota eða slælegrar skólasóknar við þessa staði“. „En þó skýrslan sé takmörkuð hvað varðar alvarlegustu stað- hæfingarnar um þennan hóp, þá staðfestir hún ekki sumar þeirra. T.d. hefur verið fullyrt að 10-12 ára börn væru áberandi stór hluti af hópnum, en þetta er miklu breiðari hópur en haldið hefur verið fram.“ „Hins vegar staðfestir könnun- in að töluverður hluti gestanna eða 10% er undir aldri. Þetta þýðir að herða verður eftirlit með því að aldurslágmarkið sé haldið. Sú ábyrgð hvílir fyrst og fremst á eigendum staðanna en einnig hjá lögreglu og barnaverndarnefnd. Leiktækjasalir virðast reyndar stundaðir hér af miklu yngri hópi en þar sem ég þekki til erlendis og barnaverndarnefnd vildi á sínum tíma halda lágmarkinu við 16 ár. Á það var ekki fallist. „Meginniðurstaðan sýnist mér sú“, sagði Guðrún, „að leik- tækjasalirnir þjóna hlutverki fé- lagsmiðstöðva einkum fyrir krakka úr hverfum þar sem engin slík aðstaða er. Mér finnst þurfa að bæta úr því í framhaldi af könnuninni." „Þá er athyglisvert hvernig sá hópur sem er atvinnulaus notar staðina, þ.e. aðallega til að hitta vini og kunningja. Tæp 70% þeirra koma í þeim tilgangi en aðeins 40% hinna. 89% þeirra koma líka oft á dag en aðeins 40% hinna. „Munurinn á því hvernig strák- ar og stelpur nota staðina kemur mér ekki á óvart, enda er það svipað og hvernig félagsmið- stöðvar eru notaðar erlendis“, sagði Guðrún Kristinsdóttir að lokum. -ÁI Leiktœkjasalirnir : skipti. Ljósm krakkarnir haldnir spilafíkn og eyða stórfúlgum í spilakassana eða koma þeir bara til að hitta vini sína og kunningja? Koma þessir krakkar frá ákveðnum borgar- hverfum? Eru þeir margir undir leyfilegu aldursmarki, sem er 14 ár? Föstudagur 4. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.