Þjóðviljinn - 16.10.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.10.1985, Blaðsíða 2
Tuttugu skip lönduðu loðnu um síðustu helgi, átta á laugardag og 12 á sunnudag. Þá er heildar- loðnuaflinn kominn í 190 þús. lestir af þeim 500 þúsund lestum sem leyft hefur verið að veiða. Nokkrir bátar eru að verða búnir með kvótann sinn og eru til að mynda Gísli Árni og Svanur RE nú í sinni síðustu veiðiferð. Þeir bátar sem eru að verða búnir með kvótann byrjuðu veiðarnar í ágúst um leið og hefja mátti veiðarnar. Svo eru margir bátar sem eru um þessar mundir að hefja loðnu- veiðarnar eða eru ný byrjaðir. Loðnan hefur síðustu daga held- ur færst nær landinu og hafa nokkrir bátar orðið varir við loðnu nærri landi, en ekki í mikl- um mæli. - S.dór Hvað ætli þurfi mörg volt á kjósendur? FRETT1R Loðnuveiðarnar 190 þús. lestir em komar á land Nokkrir bátar að verða búnir með kvótann. Loðnanfarin að nálgast landið 'TORGIÐ' Kennarar Styðja út- varpsmenn A stjórnarfundi Kennarafélags Reykjavíkur, fyrir skömmu var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: Stjórn Kennarafélags Reykja- víkur lýsir yfir fullum stuðningi við starfsmenn Ríkisútvarpsins vegna mótmælaaðgerða 1., 2. og 3. október 1984, þegar fjármála- ráðherra neitaði að greiða ríkis- starfsmönnum laun fyrirfram eins og lög gera ráð fyrir. Jafn- framt minnum við á að kennarar tóku líka þátt í þessum aðgerðum með því að Ieggja niður störf. Stjórn KRF fordæmir harðlega ákærur á hendur starfsmanna Ríkisútvarpsins og telur að um sé að ræða misbeitingu ákæruvalds gegn frjálsum samtökum launa- fólks. Alþýðubandalagið Mæðralaun til Gerður G. Óskarsdóttir: Viljum draga úr miðstjórnarvaldi hér syöra og gera fræðsluumdæmin sjálfstæðari, bæði hvað varðar stjórnun skólanna og fjár- mögnun. Ráðstefna Skólafólk í AB hittist Gerður G. Óskarsdóttir ískólamálahóp AB: Efnum tilráðstefnu um framhaldsskólann á laugardagþarsem kynntar verða nokkrar hug- myndirað stefnuflokksins ískólamálum 18araaldurs Guðrún Helgadóttir hefur lagt fram frumvarp á alþingi um að mæðralaun verði greidd til 18 ára aldurs barns, í stað 16 ára einsog nú er. „Þetta er mikið baráttumál einstæðra foreldra," sagði Guð- rún í spjalli við Þjóðviljann í gær. Meðlög hafa verið greidd til 18 ára aldurs en mæðralaunin hafa legið eftir. -óg Hitaveita Hola við Kolviðarhól Fyrir viku hóf jarðborinn Dorfi borun nýrrar rannsóknarholu við Kolviðarhól fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. AætJað er að holan verði 1800 til 2000 metrar. Með þessu er Hit- aveitan að kanna möguleika á frekari heitavatnstöku utan þess svæðis sem hún nýtir nú. Smáveg- is örðugleikar voru á boruninni í byrjun, þannig að steypa þurfti í fyrstu 150 metrana sem búið var að bora í vikunni, þar sem hrunið hafði úr veggjum hennar. -óg Jú, við ætlum að halda ráð- stefnu um framhaldsskólann á laugardaginn kemur og þar vilj- um við kynna fyrir fólki það sem við í skólamálahópi Alþýðu- bandalagsins höfum verið að gera. Vonandi spinnast umræður út frá okkar hugmyndum sem geta orðið innlegg í stefnuum- ræðu flokksins um skólamál, sagði Gerður G. Óskarsdóttir en hún verður einn frummælenda á ráðstefnu skólamálahóps Al- þýðubandalagsins á laugardag- inn. Gerður sagði að innan flokks- ins hefði verið starfandi skóla- málahópur í um það bil IV2 ár og að þar hefðu menn mest fjallað um framhaldsskólann. Hefðu fjölmargir almennir fundir verið haldnir auk þess sem starfshópar hefðu starfað. „Nú viljum við fá fólk til að hlusta á okkar umræðu og fá það um leið til að leggja fram sínar hugmyndir. Við væntum þess að skólafólk, bæði nemendur og kennarar komi á ráðstefnuna en einnig fólk utan skólanna sem kann að hafa áhuga fyrir fram- haldsskólunum, markmiðum þeirra og námsskipan," sagði Gerður. „Sumar tillagna okkar eru tals- vert róttækar, einkum þær sem lúta að fjármögnun skólanna og stjórnun en við erum þess fýsandi að þeir þættir báðir verði sem mest fluttir frá miðstjórnarvald- inu hér syðra yfir til fræðsluum- dæmanna“. Fyrir hádegi á laugardag mun Hannes Ólafsson ræða um þjóðfélagslegar forsendur að breyttum framhaldsskóla, Þórð- ur G. Valdemarsson um markmið og námsskipan, Gunnar Gutt- ormsson ræðir um frumvarp til laga um framhaldsskóla. Meginhluti ráðstefnudagsins mun svo fara í umræður og starfs- hópastarf um hugmyndir fimm- menninganna. Ráðstefnan hefst kl. 10.00 stundvíslega laugardaginn 19. október og á henni að vera lokið kl. 17.00. Hún er opin öllu stuðn- ingsfólki Alþýðubandalagsins. Til þess að auðvelda undirbúning eru væntanlegir þátttakendur hvattir til að skrá sig í síma 17500. Félagar í Æskulýðsfylkingu AB munu hafa veg og vanda af léttum hádegisverði svo og kaffi- veitingum á ráðstefnunni. — v. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 16. október 1985 KjÖt Meymun með rafmagni 80 volta straumi hleypt í skrokka í hálfa mín- útu. Brúkleg nýjung Tilraun hefur nú verið gerð með svokallaða rafmagns- meyrnun á dilkakjöti í sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga á Akur- eyri. Síðastliðin þrjú ár hafa slík- ar tilraunir verið gerðar þar á nautgripakjöti. Þykja þær hafa gefist mjög vel og því ástæða til að prófa hvort ekki gegndi sama máli með dilkakjöt, en það hefur ekki verið athugað áður hér- lendis. Tilraunin var gerð á 70 dilka- skrokkum. Hún er í því fólgin að í hálfa mínútu er 80 volta raf- straumi hleypt í gegnum skrokk- inn eftir að lambið hefur verið aflífað og því blætt út. Gera menn sér vonir um að árangurinn af þessari meðhöndlun verði tvennskonar: ekki þurfi að láta kjötið hanga jafn lengi og verið hefur áður en það er sett í frysti og að það verði mýkra. Það er Framleiðsluráð land- búnaðarins, sem stendur fyrir þessari tilraun en Guðjón Þor- kelsson, matvælafræðingur hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, hafði umsjón með henni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.