Þjóðviljinn - 16.10.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.10.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Knattspyrna PeterShilton setur met Siglir framúr Gordon Banks í kvöld Peter Shilton setur nýtt landsleikjamet markvarða þegar Englend- ingar leika við Tyrki í undankeppni HM í knattspyrnu í kvöld. Hann leikur sinn 75. landsleik fyrir Englands hönd og siglir einum leik framúr hinum óviðjafnanlega Gordon Banks sem lék 74 leiki. Shilton hefur „haldið hreinu“ í 37 af þeim 74 landsleikjum sem hann hefur leikið, eða í helming þeirra sem er frábært hlutfall. Fái hann ekkert mark á sig í kvöld, eins og líklegt er, ferð því hlutfallið yfir 50 prósent. Englendingar unnu Tyrki í fyrri leiknum í Tyrklandi 8-0 og takist þeim að sigra í kvöld hafa þeir tryggt sér sæti í lokakeppninni í Mexíkó á næsta ári. Jafntefli gæti einnig dugað, nema Rúmenía og Norður- írland geri einnig jafntefli en sá leikur fer fram í Búkarest og er nánast úrslitaleikur um annað sætið. ~VS Peter Shilton leikursinn 75. lands- leik fyrir England í kvöld og allt bendir til þess að hann eigi eftir að hækka þá tölij Jglsvert enn England Sóknarlið gegn Tyrkjum Lyfjamál Víkingur dæmdur í keppnisbann íþróttasamband íslands hefur dæmt lyftingarmanninn Víking Traustason frá Akureyri í tveggja ára keppnisbann sem tók gildi þann 15. september. Þann dag tók Víkingur þátt í Norðurlandamótinu í kraftlyft- ingum í Þrándheimi í Noregi. Hann var boðaður í lyfjapróf og skrifaði undir kvaðningu þess efnis, en mætti síðan ekki í prófið. Víkingur gerðist þar með brot- legur við 1. grein reglugerðar íþróttasambanda Norðurlanda og 3. grein reglugerðar ÍSÍ um eftirlit með notkun örvunarefna. Úrskurður ÍSÍ hljóðar á þessa leið: Víkingur Traustason útilok- ast frá þátttöku í íþróttamótum innan allara sérsambanda ÍSÍ í 2 ár, frá 15. september 1985 að telja. Tveir kraflyffingamenn, Vík- ingur og Jón Páll Sigmarsson, eru , því í keppnisbanni en kraftlyft- ingasambandið sem stofnað var fyrr á þessu ári er ekki aðili að ÍSÍ. Því má reikna með að Vík- ingur keppi eftir sem áður á kraftlyftingamótum hérlendis. -VS Bobby Robson, landsliðs- einvaldur Englendinga í knatt- spyrnu, tilkynnti í gærkvöldi hvaða 11 leikmenn myndu hefja HM-leikinn við Tyrki á Wembley-leikvanginum í London í kvöld. Reikna má með miklum sókn- arleik Englendinga því í fremstu víglínu eru hinir marksæknu leik- menn Mark Hateley, Gary Lin- eker og Chris Waddle. Liðið er þannig skipað: Peter Shilton (Southampton), Gary Stevens (Everton), Kenny Sans- om (Arsenal), Mark Wright (Southampton), Terry Fenwick (QPR), Glenn Hoddle (Totten- ham), Bryan Robson (Man. Utd), Ray Wilkins (AC Milano), Mark Hateley (AC Milano), Gary Lineker (Everton) og Chris Waddle (Tottenham). -VS/Reuter Maraþon Tvíburar jafnir! Tvíburabræðurnir Shigeru So og Takeshi So frá Japan komu hnífjafnir og fyrstir í mark í Peking-maraþoninu sem fram fór í höfuðborg Kínaveldis á sunnudaginn! Báðir fengu tímann 2 klukkustundir, 10,23 mínútur sem er met í þessu hlaupi, en Shigeru var úrskurðaður sjónarmun á undan. „Við vorum ákveðnir í að sigra í sameiningu og erum mjög hamingju- samir og ánægðir með tímann,“ sagði Shigeru eftir hlaupið. Tvíburarnir eru nákvæmlega jafnháir og jafnþungir og nota báðir gleraugu! Hugh Jones frá Bretlandi varð þriðji í hlaupinu og Svend Erik Kristensen frá Danmörku fjórði. - VS/Reuter England Sheff.Wed. áfram Shcffield Wednesday er komið í 3. umferð enska mjókurbikars- ins í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Brentford í gærkvöldi. Sheff. Wed. vann því 4-2 samanlagt og mætir 4. deildarliðinu Swindon á útivelli í 3. umferð. Charlton og Bradford City skildu jöfn, 1-1, í 2. deildar- keppninni og í 4. deild vann Wrexham stórsigur á Cambri- dge, 6-2. -VS/Reuter Knattspyrna Enskir unnu Englendingar tryggðu sér í gær sæti í úrslitum Evrópukeppni landsliða i knattspyrnu, 21-árs og yngri. Þeir sigruðu Tyrki 3-0 í Bristol og skoruðu þeir Steve Hodge, lan Butterworth og Dan Coney mörkin. -VS/Reuter Karate Landsliðið * tilkynnt ísienska landsliðið í karate sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í Laugardalshöllinni á laugardag- inn var tilkynnt í gær. Olafur Wallevik landsliðsþjálfari hefur valið cftirtalda keppendur: Svanur Eyþórsson, Árni Ein- arsson, Karl Sigurjónsson, Gísli Pálsson, Stefán Alfreðsson, Atli Erlendsson, Halldór Svavarsson, Sigurjón Gunnsteinsson, Jó- hannes Karlsson, Ævar Þor- steinsson, Kristín Einarsdóttir og Jónína Olesen. Auk þess munu Sigþór Markússon og Ólafur Wallevik keppa fyrir íslands hönd í sveitakeppni karla ásamt þeim Árna, Karli, Stefáni, Atla, Ævari og Sigurjóni. -VS Blak Henning Henningsson - maður leiksins í sigri Hauka á ÍR. Getraunir Fékk tæp 900 þúsund! Eiður Guðjohnsen, faðir Arnórs Guðjohnsens atvinnumanns í knatt- spyrnu, vann um helgina stærsta vinning í sögu Getrauna. Hann var einn með 12 rétta sem gaf 768,570 krónur og var einnig með 14 raðir með 11 réttum. Hver þeirra gaf 9,149 krónur og vinningsupphæð Eiðs var því samtals rúmlega 893 þúsund krón- ur! Haukamir sterkir Komust25 stigyfir gegn ÍR og unnu örugglega Úrvalsdeildin bæði í vörn og sókn. En það var of Henning Henningsson náði bolt- seint, forskot Hauka var of anum hvað eftir annað af ÍR- mikið. ingum og skoraði. Henning átti mjög góðan leik bæði í vörn og Haukarnir áttu flestir góðan sókn. Ivar Ásgrímsson átti góðan leik. Vörn þeirra var sterk og leik og nafni hans Webster var sterkur í vörninni. ÍR og Haukar áttust við í úr- valsdeildinni í körfuknattlcik, í íþróttahúsi Seljaskóla í gærkvöld. Haukar sigruðu 72:81 og var það nokkuð öruggt. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og höfðu allan leikinn gott forskot. Mestur varð munurinn 25 stig. ÍR-ingar söxuðu þó á forskot Hauka og náðu að minnka mun- inn í níu stig. Þeir gerðu sig seka um mikið af klaufavillum í lokin og töpuðu því eins og áður segir 72:81. ÍR-ingarnir voru mjög lélegir í fyrri hálfleik, vörnin var í molum og leikmenn sýndu leiknum lítinn áhuga. Það var hinsvegar annað uppi á teningnum í síðari hálfleik, en þá sýndi liðið góða baráttu, Seljaskóli 15.10. ÍR-Haukar 72-81 (28-42) Stig: Ragnar Torfason 28, Jóhannes Sveinsson og Jón Örn Guömundsson 10 hvor, Hjörtur Oddsson 8, Bragi Reynisson 6, Benedikt Ingþórsson 5, Karl Guölaugsson og Jón Jörundsson 4 hvor. Stig Hauka: fvar Ásgrimsson 23, Henning Henningsson 17, Pálmar Sigurösson 14, Kristinn Kristinsson 10, Ólafur Rafnsson 9, IvarWebsterS. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Bergur Steingrimsson - lélegir. Maður leiksins: Henning Hennings- son, Haukum. 4-6, 8-24, 22-39, 28-42, 37-57, 45-69, 66-75, 66-79, 72-81. Hjá ÍR-ingum var Ragnar Torfason bestur, en auk hans áttu þeir Karl Guðlaugsson og Jón Örn Guðmundsson ágætan leik. Leikurinn var fjörugur og sáu þjálfarar liðanna um að hjálpa dómurunum við dómgæsluna með því að kalla til þeirra leiðbeiningar í tíma og ótíma. Tveir leikmenn fengu 5 villur þeir Henning Henningsson hjá Haukum og Ragnar Torfason hjá ÍR. - Logi ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 15 hjá Þrótti Þróttur Reykjavík sigraði tvö- falt á haustmóti Blaksatnbands Islands sem fram fór í Digranesi um síðustu helgi. Þróttur vann Fram 2-0 í úrslita- leiknum í karlaflokki, 15-7 og 17- 15. ÍS varð í þriðja sæti og Vík- ingur í fjórða. Þróttur varð efstur í þriggja liða keppni í kvennaflokki, IS varð númer tvö og Breiðablik númer þrjú. Þróttur frá Neskaupstað vann einnig tvo flokka, 2. flokk stúlkna og 3. flokk pilta, en HK sigraði í 2. flokki pilta. Stadan f úrvalsdeildinni i körfuknattleik eftir sigur Hauka á ÍR f gærkvöldi: UMFN................2 2 0 145-132 4 IBK.................3 2 1 210-217 4 Haukar..............2 1 1 139-131 2 Valur...............3 1 2 214-210 2 iFt.................3 1 2 222-222 2 KR..................3 1 2 197-215 2 Stlgahæstir: Jón örn Guömundsson, IR Birgir Mikaelsson, KR..... Guðjón Skúlason, (BK...... RagnarTorfason, |R........ Valur Ingimundarson, UMFN Hreinn Þorkelsson, IBK.... 66 58 .57 .57 .56 .56

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.