Þjóðviljinn - 16.10.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.10.1985, Blaðsíða 5
Iþing- byrjun í þessari viku hefjast þingstörf fyrir alvöru, nokkru síðar en venja er vegna stólaskipta Sjálfstæðismanna. Síðasta þing þótti meðenedmum: Það var ekki fyrr en undir lok þingsins að ríkisstjórnin setti fram öll sín stefnumarkandi mál og lauk þingi ekki fyrr en rétt undir slátt. í þingbyrjun hafði Þjóðviljinn tal af þing- mönnum Alþýðubandalags- ins og spurði þá fyrst um stöðu ríkisstjórnarinnar eftir upp- stokkunina, síðan á hvað Al- þýðubandalagið myndi leggja áherslu á í þingbyrjun og loks hvaða mál þeir sjálfir hefðu undirbúið og hygðust beita sér fyrir. Sem betur fer eru þing- menn AB svo margir að þeir komast ekki allir fyrir í þessu blaði, en viðtölin við aðra munu birtast n.k. föstudag. -ÁI Sjá einnig bls. 6. § ■ * co« & \ < ' C' c Þingflokkur Alþýðubandalagsins á setningardegi alþingis s.l. fimmtudag. Frá vinstri: Svavar Gestsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Ragnar Arnalds, Svavar Gestsson: Brýnast að koma stjóminni fiá „Fólk hefur fylgst með þessum stólaleik í sumar og haft í flimt- ingum, en nú tekur alvaran við. Þjóðin þarf að gera sér Ijóst að þetta er ekki farsi heidur grjót- hörð pólitík! Þorsteinn Pálsson hefur látið breyta stjórninni og farið sjálfur í fjármálaráðuneytið tilþess að knýja fram niðurskurð á félagslegri þjónustu, m.a. skóla- og heilbrigðiskerfinu“, sagði Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins. „Ástæðan til þess að hann færir menn til milli ráðuneyta er sú að hann vill veikja varnir fagráðuneytanna gegn árásum fjármálaráðuneytis á þá þætti sem þau bera ábyrgð á. Bersýnilega er ætlunin, hvað sem verður, að innleiða hér á landinu nakinn Thatcherisma, hægri stefnu sem forystuliðið í Sjálf- stæðisflokknum hefur gert kröfur um allt frá því þessi stjórn var mynduð.“ „Aðalmál okkar í þingbyrjun verða auðvitað kjaramál“, sagði Svavar. „Þegar þingið fór heim í vor lágu fyrir nýgerðir kjara- samningar og yfirlýsingar frá for- mönnum stjórnarflokkanna um að ríkisstjórnin tæki ábyrgð á kjarasamningunum og kaup- mætti þeirra. Nú liggur fyrir að stjórnin hefur ekkert gert í þessu efni. Þvert á móti hefur dýrtíðin magnast. Það liggur fyrir að það er varasamt að ekki sé meira sagt að gera samninga við þessa stjórn nema með skýlausum ákvæðum um verðtryggingu. Það ætti þess vegna að vera öllum launamönnum ljóst að brýnasta verkefni komandi mán- aða er að koma ríkisstjórninni frá Skúli Alexandersson, Steingrímur J. Sigfússon, Guðrún Helgadóttir, Helgi Seljan, Garðar Sigurðsson, Hjörleifur Guttormsson og Geir Gunnarsson. Ljósm. Sig. og efna til kosninga. Þessi mál munu setja mikinn svip á þingið í vetur og jafnframt sveitarstjórn- arkosningarnar í vor.“ „Ef ég nefni þau mál sem ég er með sérstaklega, þá eru það fyrst atvinnumálin í framhaldi af um- ræðu okkar um nýja sókn í avinn- ulífinu. Þau mál munu koma fram í þinginu eftir landsfund AB en auk þess mun ég sem þing- maður auðvitað flytja ýmis önnur mál og get nefnt sem dæmi þrjú mál úr ólíkum greinum þjóðlífs- ins: Tillögu um rannsókn á inn- flutningsversluninni, breytingu á reglum um örorkumat sem snert- ir alla fatlaða í landinu og tillögu um starfskjör myndlistarmanna. Þá tel ég brýnt og mun beita mér fyrir því að alþingi taki til með- ferðar dómsmál og réttarkerfi m.a. íljósi þeirrar flokkspólitísku misnotkunar á veitingavaldi sem fram hefur komið í vinnu- brögðum dómsmálaráðherra að undanförnu, auk annarra mála“, sagði Svavar Gestsson að lokum. -ÁI Svavar Gestsson: Bersýnilega ætl- unin að innleiða hér nakinn Thatcher- isma eins og forystulið Sjálfstæðis- flokksins hefur verið aö heimta frá því stiórnin var mvnduð. Ragnar Arnalds Þyngst áhersla á efnahags- og kjaramál Ragnar Arnalds: Landsfundur AB mun fjalla um tillögur okkar áður en þær verða lagðar fram. „Það mátti ekki miklu muna á þessu hausti að Sjálfstæðisflokk- urinn gæfist upp á þessari ríkis- stjórn - það sem þá vantaði var tilefnið til að skella skuldinni á aðra en sjálfa sig“, sagði Ragnar Arnaids, formaður þingflokks AB. „Úr því þeir ákváðu að þrauka og stokka upp stjórnina er nokkuð víst að þeir munu sitja framá næsta sumar. En eftir sveitarstjórnakosningarnar í vor munu þeir áreiðanlega fara aftur að leita sér að tilefni til að sprengja stjórnina, þannig að kosningar gætu vel orðið næsta haust.“ „Alþýðubandalagsmenn munu leggja fram mikinn fjölda þing- mála en augljóst er að efnahags- og kjaramálin hljóta að fá þyngsta áherslu", sagði Ragnar. „Á sama tíma og þjóðarfram- leiðsla eykst annað árið í röð og sjávarafli stóreykst eru launakjör í algeru lágmarki og verðbólga mjög mikil eða fast að 40%. Er- lendar skuldir fara líka ört vax- andi. Við Alþýðubandalagsmenn munum leggja áherslu á ger- breytta efnahagsstefnu m.a. með ýtarlegum tillöguflutningi. Að vísu munum við ekki snara öllurn tillögum fram á fyrstu dögurn þingsins, því landsfundur er eftir fáar vikur og við viljum gefa flokksmönnum tækifæri til að fjalla um ýmsar tillögur okkar áður en þær eru lagðar fram. „Augljóst er að skattamálin verða lykilatriði í umræðunni nú í haust í tilefni af áformum ríkis- stjórnarinnar um stórfelldar skattaálögur til að fylla upp í fjárlagagatið, sem ríkisstjórnin ber sjálf alla ábyrgð á eftir allar skattaívilnanir sínar til stórfyrir- tækja og fjármagnseigenda." „Ég mun ásamt þingmönnum okkar í efri deild leggja aftur franr frumvarp urn fjárfestingar- sjóði launamanna. Það er mikið stórmál sem verður að fá miklu meiri umræðu. Einnig mun ég endurflytja tillögu um útboð á ýmsum almennum fjárfestingum og neysluvörum til að stuðla að hagkvæmum innkaupum lands- manna og lækkun vöruverðs. Þetta er líka stórmál sem ekki hefur fengið eðlilega umfjöllun. Auk þess er ég með fjölmörg mál í undirbúningi m.a. tillögu um stjórnarskrárbreytingar sem ég mun gera nánari grein fyrir seinna“, sagði Ragnar Arnalds að lokum. -ÁI Mlðvikudagur 16. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.