Þjóðviljinn - 10.01.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.01.1986, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Kolbeinsey ÞH s Akvörðunfrestað. Mikil átök bak við tjöldin um hvaða tilboði eigi að taka í togarann Kolbeinsey ÞH r Igær var haldinn stjórnarfund- ur í Fiskveiðasjóði og þar átti að taka endanlega ákvörðun um hvaða tilboði skyldi taka í togar- ann Kolbeinsey ÞH. Að sögn Más Elíssonar forstjóra Fiskveiða- sjóðs var ákvörðun um málið frestað fram til næsta þriðjudags, að annar stjórnarfundur hefur verið boðaður. Mjög mikil átök eiga sér nú stað um það hvaða tilboði skuli tekið í skipið. Hæsta tilboðið um 180 miljónir króna kemur frá Þórshöfn, þar sem annar togari er fyrir og Þórshafnarmenn hafa því lítið við annað skip að gera, nema til að breyta því í frystiskip og græða vel. Það mun og vera meining heimamanna á Þórs- höfn. Meirihluti stjórnarmanna Fiskveiðasjóðs mun vera hlynnt- ur því að Húsvíkingar, sem áttu en misstu Kolbeinsey vegna doll- aralána, fái það aftur en tilboð þeirra er nokkru lægra en tilboð- ið frá Þórshöfn. Húsvíkingar bjóða um 160 miljónir, sem er sú upphæð sem hægt væri að ráða við með því að nota kvóta Kol- beinseyjar og hins Húsvíkurtog- arans Júlíusar Hafstein, sem stundar rækjuveiðar. Ef Þórs- höfn fær skipið þá er aðeins um að ræða kvóta Kolbeinseyjar sem alls ekki dugar til að greiða niður það sem þeir bjóða í skipið og mun ætlunin að nota hagnaðinn af frystitogaranum sem nú er á Þórshöfn til að greiða það niður. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra mun vera því hlynntur að tilboði Húsvíkinga verði tekið, enda yrði atvinnu- lífið á Húsavík lagt í rúst ef skipið fengist ekki. -5S.dór. Esjan er ógnþrungin í samanburði við natóskipið, sem lá í Sundunum í gær einsog ekkert væri sjálfsagðara. -E.ÓIason LIN Orð Sverris marklaus Starfsmenn LÍN beðnir um að vinna yfirvinnu á ný. Guðmundur Sœmundsson: Ráðherra hefur ekkert vit á þvísem hann er að tala um. Sífelltfleiri mótmœla Dagsbrún Vegiég afmælis- hátíð 80 ár liðinfrá stofnun Verkamannafélagsins Dagsbrúnarþann 26. janúarn.k. Verkamannafélagið Dagsbrún heldur hátíðlega uppá 80 ára af- mæli sitt síðar í þessum mánuði en félagið var stofnað 26. janúar 1906. Afmælisdaginn ber upp á sunnudag og verður m.a. haldið veglegt afmælishóf fyrir félags- menn og aðra gesti að Hótel Sögu á afmælisdaginn. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að ýmislegt yrði á döfinni í tilefni afmælisins og sögu og starfa fé- lagsins minnst á margvíslegan máta en nánar yrði gerð grein fyrir því síðar í þessum mánuði. -Ig- Starfsmenn Lánasjóðs náms- manna ákváðu í fyrrakvöld að vcrða við beiðni Hrafns Sigurðs- sonar framkvæmdastjóra sjóðs- ins um að vinna þá yfirvinnu sem þörf væri á vegna verkefna sjóðs- ins og var fyrst unnin yfirvinna í stofnuninni í gær eftir nokkurt hlé. Óhófleg yfirvinna er eitt af því sem Sverrir Hermannson hef- ur gagnrýnt harðlega og nota ó- spart í aðför sinni að sjóðnum. „Við ákváðum að verða við þessari beiðni Hrafns og lítum þannig á að hún hafi gert orð menntamálaráðherra um yfir- vinnu hér marklaus. Þetta sýnir að hann hefur ekkert vit á því sem hann hefur verið að ræða um,“ sagði Guðmundur Sæmundsson í LIN í samtali við Þjóðviljann í gær. Guðmundur sagði enn fremur að afstaða þeirra til meirihluta stjórnar sjóðsins væri óbreytt, þeir gætu ekkert samstarf átt við meirihlutann nema í gegnum framkvæmdastjóra. Sífellt fleiri verða nú til að mót- mæla niðurskurði Sverris á náms- lánum og brottvikningu Sigur- jóns Valdimarssonar. BHMR sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem valdníslu menntamálaráð- herra er mótmælt og stjórnvöld vöruð við því fordæmi sem það getur haft í för með sér. Þá áskilur BHMR sér allan rétt til aðgerða í þessu máli. Mímir, félag stúdenta í íslensk- um fræðum, hefur einnig mót- mælt niðurskurði og „siðlausum vinnubrögðum ráðherra viðvíkj- andi brottvísun Sigurjóns Vald- imarssonar". Þessi mál hafa valdið miklum átökum meðal stúdenta í háskól- anum og segir frá ágreiningi milli Vöku og umbótarsinna, sem mynda núverandi meirihluta Stúdentaráðs í fréttaskýringu. -gg Sjá bls 14 Föstudagur 10. janúar 1986 ÞJÉtfJVILJINN - SÍÐA 3 Háskólaráð Rektor frestaði fundi Reglulegum fundi háskólaráðs sem halda átti i gær, var skyndi- lega frestað að beiðni rektors og fundur boðaður að viku liðinni. Páll Skúlason prófessor og forseti heimspekideildar hafði boðað fyrir fundinn að hann ætl- aði að taka þar til umræðu emb- ættisveitingu Sverris Hermanns- sonar menntamálaráðherra í ís- lenskudeild þar sem ráðherra hafnaði Helgu Kress dósent, sem var sá umsækjandi sem bæði sér- stök dómnefnd deildarinnar og deildarráð höfðu eindregið mælt með. Páll sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að þetta mál yrði tekið upp á næsta fundi háskólaráðs. Helga Kress hefur ákveðið að kæra menntamálaráðherra fyrir Jafnréttisráði vegna embætti- sveitingarinnar. Stjórn Mímis félags stúdenta í íslensku hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem harðlega er mót- mælt vinnubrögðum mennta- málaráðherra. Ákvörðun ráð- herrans gangi á skjön við álit og gegn vilja deildarinnar og sé að auki móðgun og vanvirðing við Heimspekideild Háskólann. -•g- Konur Stjórninni ekki treystandi Samtök kvenna á vinnumarkaði: Samningar eru lausir. . Krefjumst 30 þúsund króna lágmarkslauna. „Konur - það eru lausir samn- ingar - hvað getum við gert í því,“ segir í fréttatilkynningu, sem Samtök kvenna á vinnumarkaði hafa sent frá sér og boða til fund- ar á laugardaginn á Hótel Borg til að ræða stefnuna í kjaramálum. „Ennþá hafa aðeins sárafá að- ildarfélög ASf og BSRB haldið almenna félagsfundi tíl að fjalla um kröfugerð og kanna vilja al- mennra félagsmanna. En „for- ystumenn" okkar birtast á skján- um og tala um „nýjar leiðir". Hverjar eru svo hinar nýju leiðir? Svo er helst að skilja á fræðingun- um að við eigum að treysta ríkis- stjórninni til að sjá fyrir okkur. Er þetta raunhæft? Núna boðar ríkisstjórnin stór- hækkur. á ýmissi þjónustu og vörum: sérfræðiþjónusta lækna hækkar úr 270,- kr. í 325,- kr, sjúkraflutningar hækka úr 700,- kr. í 1.100,- kr, endurnýjun á ökuskírteinum hækkar um 555% vörugjald á sætabrauð og kökur verður 30%, gjaldskrá pósts og síma hækkar um 17% 1. febrúar, fyrirframgreiðsla skatta hækkar í 65% og svo mætti lengi telja. Árið 1985 minnkaði krónan um 25%. Er svona ríkisstjórn treystandi?????? Samtök kvenna á vinnumark- aðnum hafa sett fram kröfur um 30.000,- kr. lágmarkslaun og óskertar dýrtíðarbætur mánaðar- lega. Laugardaginn 11. janúarmunu Samtök kvenna á vinnumarkaðn- um halda fund til að ræða stefn- una í kjaramálum að Hótel Borg kl. 15.00. Frummælendur verða Bjarn- fríður Leósdóttir og Birna Þórð- ardóttir. Fundarstjóri verður Elín G. Ólafsdóttir. Konur - sýnum vilja okkar til öflugrar kjarabaráttu í verki - mætum allar.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.