Þjóðviljinn - 10.01.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.01.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími:81663. DJÓÐVILJINN Föstudagur 10. janúar 1986 7. tölublað 51. örgangur. KSÞ Svalbarðseyrar Komið í rekstrarþrot Tryggvi Stefánssonformaður kaupfélagsstjórnar: Tel okkur ekki gjaldþrota. Eignir metnar á 288 miljónir - skuldirnar aðeins minni. Samningar ígangi um að KEA taki kaupfélagið á leigu. Kaupfélagið með um helming eiginfjár Samvinnubankans að láni Kaupfélag Svalbarðseyrar er komið í rekstrarþrot. Vegna þess standa yfir viðræður við KEA á Akureyri um að taka rekstur kaupfélagsins á lcigu, en ekki hefur verið gengið frá því Happdrœtti Þjóðviljans Opið í Þinghól á morgun Nú fer hver að verða síðastur með að gera skil í Happdrætti Þjóðviljans en dregið verður á mánudaginn. Af því tilefni hefur verið ákveðið í samráði við Al- þýðubandalagið í Kópavogi að skrifstofa flokksins í Þinghóli verði opin á morgun, laugardag á milli kl. 13.30 og 16.00. Þar geta þeir Kópavogsbúar sem ekki hafa greitt sína miða, gert skil. Afgreiðsla Þjóðviljans er opin í dag til kl. 17.00 og á morgun fram til hádegis. Skrifstofa Alþýðu- bandalagsins að Hverfisgötu 105 er opin í dag og þar er einnig tekið á móti skilum. Þá má og greiða í gíró. Viðskiptastofnun Þjóðvilj- ans er Alþýðubankinn aðalbanki en reikningsnúmer blaðsins 6572. máli enn. Tryggvi Stefánsson for- maður stjórnar kaupfélagsins, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær, að hann teldi kaupfélagið ekki gjaldþrota, það ætti enn veð fyrir skuldum. Hann sagði að eignir félagsins væru metnar á 288 miljónir króna. Ekki vildi hann segja hverjar skuldirnar væru, en að þær væru aðeins minni. Tryggvi sagði það hins- vegar alveg Ijóst að félagið væri komið í rekstrarþrot. Þjóðviljinn hefur fyrir því heimildir að Samvinnubankinn hafi lánað Kaupfélagi Svalbarðs- eyrar um 80 miljónir króna, sem er um helmingur eigin fjármuna bankans, en eins ogTryggvi sagði á félagið veð fyrir skuldum. Tryggvi sagði að félagið hefði staðið í miklum framkvæmdum, byggt sláturhús og kjötvinnslu, auk kartöfluverksmiðju. Fjár- magnskostnaður vegna þess væri svo geigvænlegur að ekki yrði undir honum risið. Félagsmenn kaupfélagsins eru mest sauðfjár- bændur og kartöfluræktendur og staða þeirra væri afar slæm og erf- itt að innheimta útistandandi skuldir. Þetta væri svo keðju- verkandi. „Annars er þetta ekkert eins- dæmi með okkur, þau standa mjög illa mörg kaupfélögin í landinu um þessar mundir, enda virðist enginn skilningur vera hjá yfirvöldum á rekstri fyrirtækja í landinu,“ sagði Tryggvi Stefáns- son. -S.dór Á morgun um tvöleytið verður sett Listahátíð unga fólksins á Kjarvalsstöðum; en hugmynd að henni varð til I íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur á nýafloknu ári æskunnar. Á hátíðinni verða allar listgreinar yngdar upp af fólki á aldrinum 15 til 22, og á myndinni sem E.ÓI. tók í gær eru þau Þórunn Hjartardóttir, Inga Þórey Jóhannsdóttir og Gunnar Örn að setja upp hluta myndlistarsýningarinnar. Sigurfari SH Tvö tilboð frá Grundarfirði Fiskveiðasjóður auglýsir Sigurfara SH og Sölva Bjarnason til sölu - í blöðjunum í dag auglýsir Fiskveiðasjóður eftir tilboðum í tvo togara, Sigurfara SH frá Grundarfirði og Sölva Bjarnason frá Tálknafirði. Sem kunnugt er misstu Grund- firðingar Sigurfara SH á uppboði í haust vegna dollaralána. Nú mun ákveðið að tveir aðilar frá Grundarfirði geri tilboð í skipið. Annars vegar Hjálmar Gunnars- son sem var eigandi skipsins. Hann hefur stofnað útgerðarfé- lag á Grundarfirði sem mun gera tilboð. Þjóðviljinn hefur fyrir því heimildir og Hjálmar neitaði því ekki fyrir nokkru þegar við hann var rætt, að Heildverslunin Hekla væri inní þessu kompaníi. Hinn aðilinn sem býður er Hraðfrystihús Grundarfjarðar, en það er eitt af SÍS frystihúsun- um á landi og að sumra dómi best rekna frystihús landsins. Um það hverjir ásælist Sölva Bjarnason er minna vitað en það skýrist á næstunni. -S.dór Þjóðviljinn Hvar er kæran? Þjóðviljinn hafði í gærkvöld ekki borist nein stefna frá gjald- kera Framsóknarflokksins Guðmundi G. Þórarinssyni eins og hann hefði boðað í fjölmiðlum í gær og fyrradag. Guðmundur hefur í yfirlýsingu sem hann lét birta í Morgunblað- inu sl. miðvikudag lýst sig til- neyddan til að stefna Þjóðviljan- um „fyrir róg, lygar og ærumeið- ingar,“ einsog segir í yfirlýsingu gjaldkerans. Þessum aðdróttunum gjald- kera Framsóknarflokksins var vísað á bug í Þjóðviljanum í gær, en sjálf yfirlýsingin frá honum hefur enn ekki borist blaðinu, frekar en hin boðaða stefna. -lg- VOLVO FL6 mm Verður tilsýnis laugardag og sunnudag frá 10-17 báða dagana

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.