Þjóðviljinn - 01.07.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.07.1986, Blaðsíða 3
FRETTBR Skattrannsóknir Árangurinn áttfaldast Garðar Valdimarsson: Gera má enn betur. Erfitt að fá hœfa starfsmenn sökum launakjara Arangur embættis skatt- rannsóknarstjóra hefur aukist verulega s.l. 2 ár. A fyrstu 5 mánuðum þessa árs hefur starf- semi embættisins leitt til hækkana opinberra gjalda að upphæð rúmlega 83 milljómim króna. Sambærileg tala fyrir allt árið 1984 nam tæpum 23 milljónum. Miðað við 12 mánuði er hér því um áttföldun að ræða. Garðar Valdimarsson skatt- rannsóknarstjóri kvaðst þakka þennan árangur þeim skipulags- breytingum sem gerðar voru í árslok 1984, en þá var starfse- minni skipt niður í 3 deildir, tölv- ur keyptar og starfsmönnum fjöl- gað úr 18 í 27. Sagði hann að þrátt fyrir aukinn rekstrarkostnað væri hlutfall hans af heildarárangri mun lægra en áður var. Nú næmi rekstrarkostnaður einungis 9% af heildarárangri, en hefði fyrir aðeins 2 árum numið 27%. Skattrannsóknarstjóri benti á að hér væri þó aðeins um hin beinu og mælanlegu áhrif að ræða. Gera mætti ráð fyrir að hin óbeinu áhrif væru mun meiri en framangreindar upphæðir segðu til um. Almennt eftirlit og heim- sóknir í fyrirtæki væru líkleg til að skapa víðtæk varnaráhrif sem kæmu á sinn hátt í veg fyrir skattsvik. Aðspurður kvaðst skatt- rannsóknarstjóri þess fullviss að gera mætti enn betur. Hins vegar væri launamálum þannig háttað að erfitt væri að fá hæfa starfs- menn og halda þeim í starfi. G.Sv. Verðlaunahafarnir: Frá v. Tómas Einarsson, Helgi Skúli Kjartansson og Karvel Ögmundsson. Mynd — Ari Námsgagnastofnun Verðlaun fyrir bamabækur Námsgagnastofnun afhcnti í gær verðlaun fyrir handrit í samkeppni sem stofnunin efndi til um ritun bóka fyrir börn um ýmis fræðandi efni, einkum íslands- sögu og náttúru landsins. Miðað var við að þessar bækur væru við hæfí skólabarna á aldrinum 9-13 ára. Alls bárust 24 handrit í sam- keppnina og var dómnefnd sam- mála um að veita Helga Skúla Kjartanssyni 1. verðlaun fyrir handritið Vesturfarar. 2. verð- laun hlaut Karvel Ögmundsson fyrr. útgerðarmaður fyrir hand- ritið Refir og 3. verðlaun Tómas Einarsson fyrir handritið Undir Jökli. Þá veitti dómnefndin einnig nokkrum öðrum viðurkenningu fyrir handrit sín en það eru þau Ingibjörg MöIIer sem skrifaði um Friðlandið Hornstrandir fyrr og nú, Rut Magnúsdóttir sem skrif- aði um Mýrarárið, Einari Pálssyni fyrir Goðaveli og Baug- urinn helgi, Ara Trausta Guð- mundssyni fyrir Hvað er Jökull? Jöklar á íslandi, Hallgerði Gísla- dóttur fyrir Eldhúsdaga, og Rögnvaldi Erlingssyni fyrir Draumferðir og liðnir æsku- leikar. í dómnefndinni áttu sæti þau Sigríður Jóhannesdóttir form. Erla Kristjánsdóttir og Örnólfur Thorlacius. - lg- Hafskip/Albert Óþolandi tvískinnungsháttur Guðmundur Einarsson: Forsætisráðhera skýlir sér á bak við Sjálfstœðisflokkinn Ef forsætisráðherra heldur áfram að víkja sér svona undan ábyrgð þá hlýtur málið að koma til kasta Alþingis, sagði Guðmundur Einarsson þingmað- ur Bandalags jafnaðarmanna í tilefni af svarbréfi því er honum hefur nú borist frá forsætisráð- herra, en á dögunum ritaði Guð- mundur honum bréf þar sem hann krafðist tafarlausrar af- sagnar Alberts Guðmundssonar. I svarbréfi sínu kveðst forsætis- ráðherra hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé lagalegur grundvöllur til að krefjast afsagn- ar iðnaðarráðherra. Ennfremur vísar hann til þeirrar staðreyndar að Albert Guðmundsson sé til- nefndur til stjórnarsetu af þing- flokki Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Einarsson benti á að f sjónvarpsfréttum s.I. föstu- dag hefði forsætisráðherra sagst mundu segja af sér í sporum Al- berts og þar með vísað til sið- ferðilegs grundvallar slíkrar af- sagnar. Nú hins vegar geri hann tilraun til að skýla sér á bak við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Þetta væri með öllu óþolandi tví- skinnungsháttur af hálfu forsætis- ráðherra. Guðmundur bætti við: Tengsl Alberts Guðmundsonar við Haf- skipsmálið hafa stórlega rýrt traust almennings á núverandi ríkisstjórn. Þetta mál er ekki háð lagalegri sekt eða sýknu. Fram- ferði Alberts Guðmundssonar samrýmist einfaldlega ekki stöðu hans sem ráðherra. Af minni. hálfu eru því á ferðinni siðferði- legar kröfur sem ég tel að menn verði að lúta án tillits til hugsan- legrar niðurstöðu dómstóla. í harðorðu bréfi sem Guð- mundur Einarsson hefur nú sent forsætisráðherra segir hann m.a.: „f bréfi yðar gerið þér tilraun til að skjóta yður á bak við þing- flokk Sjálfstæðisflokksins. Yður hlýtur þó að vera ljóst að þing- flokkar bera enga stjórnskipu- lega ábyrgð og fara ekki með neitt vald í þessum efnum. Það er forsætisráðherra sem fer með þetta vald og ber því ábyrgð sem hann hlýtur að axla.“ G.Sv. Borgarstarfsmenn Stórfelld kjarajöfnun Alþýðubandalag, Kvennalisti og Alþýðu- flokkur leggja til að lágmarkslaun verði 30 þúsund krónur frá l. september B orgarfulltrúar Alþýðubanda- lags, Kvennalista og Alþýðu- flokks munu flytja tillögu á borg- arstjórnarfundi á fímmtudaginn um að lágmarkslaun starfsmanna borgarinnar verði 30 þúsund krónur frá 1. september. Að sögn Guðrúnar Ágústs- dóttur Abl. verður lagt til að greiddar verði launauppbætur til starfsmanna þannig að enginn hafi laun innan við 27 þúsund krónur fyrir fulla dagvinnu frá 1. júní og 1. september hafi enginn laun undir 30 þúsund krónum. Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar hefur nýlega skrifað undir sérkjarasamning, sem felur í sér flokkatilfærslur, en eftir sem áður hefur stór hópur borgar- starfsmanna laun undir 27 þús- und krónum. I tillögu flokkanna þriggja er kveðið á um að borgarráð muni sjá um nánari útfærslu í samráði við þau stéttarfélög sem eru við- semjendur borgarinnar. Gert er ráð fyrir að þetta muni gilda þar til nýir kjarasamningar verði gerðir. - gg Alþingishúsið 25 tillögur bárust Itilefni af 100 ára afmæli Alþing- ishússins samþykkti Alþingi að efna til samkeppni um gerð og skipulag nýbyggingar fyrir starf- semi þingsins. AIls bárust 25 til- lögur en rétt til þátttöku höfðu allir félagar í Arkitektafélagi ís- lands og þeir aðrir sem hafa leyíi til að leggja aðalteikningar fyrir byggingarnefnd Reykjavíkur. Dómnefndin hefur þegar hafið störf og áætlar að ljúka þeim í júlílok. Verðlaunafé er samtals tæpar 3 miljónir og verða 1. verð- laun ekki lægri en 1375 þúsund krónur. í dómnefnd eiga sæti þau Þor- valdur Garðar Kristjánsson, Ing- var Gíslason, Salóme Þorkels- dóttir, Þorvaldur S. Þorvaldsson, Helgi Hjálmarsson, Hilmar Þór Björnsson og Stefán Benedikts- son. -K.Ól. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVEFE) VEFÐTRYGGÐFIA SPARISKlRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1985-1. fl.C 10.júlí 1986 kr. 156,57 'lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 26. júní 1986 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.