Þjóðviljinn - 01.07.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 01.07.1986, Blaðsíða 14
HEIMUMNN Margir Demókratar í Bandaríkjunum segjanúað 100 dollara aðstoðin við gagnbyltingaröfl í Nicaragua sé ekki ávísun á lýðrœði heldur blóðbað Contra menn fara nú að vígbúast af kappi. Bandaríkjaþing/ Contra Bein leið til blóðbaðs Washington — Reagan hefur fengið sitt fram varðandi „frelsissveitir" sínar í Nicarag- ua, eins og hann nefnir hin hægrisinnuðu gagnbyltingar- samtök sem nefna sig Contra, 100 milljónir dollara í hernaðar- og almenna efna- hagslega aðstoð. Nú óttast margir Demokratar á banda- ríska þinginu að þessi niður- staða leiði til þess að Banda- rikjamenn flækist enn meira í það stríðsástand sem þegar ríkir í Nicaragua. Það var aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku sem Fulltrúadeildin samþykkti í atkvæðagreiðslu að veita Contra samtökunum að- stoðina sem Reagan hafði „lagt heiður sinn að veði fyrir“, eins og einn þingmanna Demókrata orð- aði það. Enn er eftir að leggja aðstoðina undir atkvæði í Öldungadeildinni en ólíklegt er talið að þar verði hún ekki sam- þykkt þar eð Repúblikanar, flokkur forsetans, eru þar í meiri- hluta. „Víetnamisering" Demókratinn Thomas O N- eill, forseti Fulltrúadeildarinnar sem barist hefur einna mest gegn áætlunum forsetans, er einn þeirra sem hefur varað við því að nú stefni Bandaríkjamenn í að „víetnamisera" ekki aðeins Nic- aragua heldur einnig alla Mið- Ameríku. „Éggetómögulega séð hvernig hægt er að gefa 100 milj- ónir dollara án þess að úr verði blóðbað þarna suður frá“, segir hann. Hann spáir því að þessi upphæð sé aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal. í framhaldi af þessum orðum O Neill sem hann lét falla eftir atkvæðagreiðsluna í síðustu viku, er forvitnileg frétt sem banda- ríska vikuritið Newsweek er með í nýjasta hefti sínu. Þar segir að CIA ætli að veita Contra sam- tökunum 400 miljóna dollara að- stoð á næstunni. Newsweek getur ekki heimildarmanna en segir að aðstoðin sé ekki vopnasending heldur varði hún innra skipulag, þjálfun, fjarskipti og annað slíkt. Pá segir tímaritið að CIA muni verða milliliður fyrir ýmiss konar aðstoð annars staðar frá, á al- þjóðlegum vettvangi. Ekki var getið um það í fréttinni hvenær þessi aðstoð muni hefjast. Söguleg vanþekking Um þá aðstoð sem samþykkt var í þinginu segir Demókratinn Bestu þakkirtil þeirra, sem glöddu mig á einn eöa annan hátt á sjötugsafmæli mínu 19. júní sl. Ingólfur Árnason, Krossgerði, Berufirði. Gerry Studds:„Aðstoð sem þessi er stuðningur við stefnu sem er ólögleg, grimm, áhrifalítil, óvin- sæl innanlands sem utan, og ber vitni um mikla sögulega van- þekkingu. Auk þessa aukast nú bein ítök Bandaríkjanna í stríði sem við megum ekki, heiðurs okkar vegna, taka þátt í. Þetta er stríð sem við getum ekki unnið.“ En það eru hins vegar ekki allir Demókratar samþykkir þessum harðorðu ummælum. „Þetta var svo sannarlega atkvæðagreiðsla ársins ef ekki áratugarins", segir Ike Skelton fulltrúi Missouri fylk- is í Fulltrúadeildinni. Skelton vann hörðum höndum að sam- þykkt aðstoðarinnar ásamt Rep- úblikönum og starfsmönnum Hvíta hússins. „Ef við hefðum tapað þessari atkvæðagreiðslu, hefðum við séð afskipti Banda- ríkjanna í Mið-Ameríku hrynja," bætir hann við. í fyrstu tókst Demókrötum í Fulltrúadeildinni að takmarka aðstoð við Contra skæruliða, að- stoð sem reynt var að fela m.a. í fjárlagabeiðni landvarnaráðu- neytisins. Þá náði deildin því fram að aðstoð CIA var bönnuð eftir að það var kunngjört að stofnunin hefði staðið á bak við staðsetningu sprengjudufla í höfnum í Nicaragua. Sú aðgerð var auðvitað í andstöðu við al- þjóðalög, eins og Alþjóðadóm- stóllinn í Haag úrskurðaði á dög- unum. Það var svo aftur á síðasta ári að margir Demókratar í Full- trúadeildinni lögðust á sveif með Reagan eftir að hann hafði ham- rað á því í nokkurn tíma að Sand- inistar væru að koma upp miklu kommúnistahreiðri í Mið- Ameríku. Deildin samþykkti þá 27 miljóna dollara efnahagsað- stoð við Contra. Nýlega hafa hins vegar komið fram ásakanir um að Contra skæruliðar hafi ekki not- að það fé sem þeir fengu í það sem þeir áttu að nota það. Þeir hafi jafnvel notað féð í verslun með eiturlyf. Tveggja manna tal í mars síðastliðnum kom þessi beiðni fyrir Fulltrúadeildina og þá var henni hafnað með örugg- um meirihluta. Þá var búist við að forsetinn kæmi með einhverja málamiðlunartillögu en svo var ekki. Hann vék í engu frá fyrri hugmyndum sínum um 100 milj-‘ ónir dollara og hafði samt sitt fram. Fréttaskýrendur segja að fyrir þessu séu nokkrar ástæður. Þar má nefna tvegja manna tal Reagans og þingmanna sem voru óráðnir og sú geysilega áróðurs- herferð sem Reagan hefur staðið í varðandi þetta mál, allt frá því í febrúar á þessu ári. Óljóst var til síðustu stundar hvernig atkvæði myndu falla. Daginn sem at- kvæðagreiðslan fór fram, var ljóst að aðeins munaði sex at- kvæðum og Reagan gerði allt sem hann gat til að hafa áhrif á menn sem voru óráðnir. Hann frestaði fríi sínu í Kaliforníu um einn dag til þess að halda sjónvarpsræðu og til að þrýsta á þingmenn. Hann bauð nokkrum þeirra í Hvíta húsið á tveggja manna tal og hringdi persónulega í aðra, jafnvel úr einkaflugvélinni á leið í fríið í Kaliforníu. Reagan mun vera mjög sannfærandi og ýtinn á slíkum funduni, sérstaklega þegar hann gerir eins og sagt er að hann hafi gert fyrir atkæðagreiðsluna í mars. Þá mun hann hafa boðið þingmönnum aukin fjárútlát ríkisins í heimafylkjum þeirra ef þeir fylgdu honum að málum. Thomas Foley, einn af leið- togum Demókrata segir að í þing- inu hneigist menn til að fylgja þeirri utanríkisstefnu sem forset- inn fylgir og það telur hann eðli- legt. „Þetta er ein ástæðan fyrir því að forsetinn fær ætíð fulla at- hygli þingmanna," segir Foley, jafnvel um þetta mál. Slíkt telja menn þeim mun einkennilegra þegar kannanir sýna hvað eftir annað að um það bil 60 % Banda- ríkjamanna eru mótfallnir slíkri aðstoð við skæruliða í Nicaragua. Það má finna aðra þætti í þessu sambandi. Fulltrúadeildin hefur að minnsta kosti níu sinnum greitt atkvæði um Contra aðstoð- ina frá árinu 1982. Foley segir að það sé komin ákveðin þreyta í menn varðandi þetta mál. Þá litu margir þingmenn á friðarum- leitanir Contadora samtakanna sem eins konar valkost við stefnu Reagans. Sú friðarviðleitni virð- ist hins vegar hafa mistekist að sinni. Það sem réði úrslitum hjá mörgum varðandi stuðning þeirra við Reagan var að hann bætti við 300 miljónum dollara í efnahagsaðstoð við Costa Rica, Hondúras, E1 Salvador og Guatemala. Reagan krafðistþess einnig að meira eftirlit yrði með því í hvað aðstoðinni yrði varið og meiri einingar meðal leiðtoga Contra samtakanna. Ekki er þó ólíklegt að niðurstaðan á banda- ríska þinginu verði til að þjappa almenningi enn meira saman um Sandinista og niðurstaðan verði niðurlæging fyrir Bandaríkja- menn. —IH 18 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 1. júli 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.