Þjóðviljinn - 01.07.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.07.1986, Blaðsíða 16
DJÚÐVIUINN Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Þrlðjudagur 1. júlf 1986 144. tölublað 51. árgangur Skák Jona möguleika Gœti náð stór- meistaratitli Jón Loftur Árnason á nú ágæta möguleika á að tryggja sér siðasta áfanga tíl stórmcLstaratitíls. Jón er alþjóðlegur meistari og hefur þegar náð tveimur af þremur áfongum sem þarf tíl þess að verða stór- meistari í skák. Það gæti gerst nú í Búlgaríu, nán- ar tiltekið í Plowdiw, þar sem Jón er í efsta sæti eftir sex umferðir með fjóra vinninga. Samkvæmt reikning- um útfrá styrkleika mótsins þarf Jón að fá 7*/2 vinning á þessu skákmóti sem er ellefu umferðir alls. -pv SVR Guli liturinn samþykktur Guli liturinn á strætisvögnum Reykjavíkur hefur nú endanlega verið staðfestur. Á fundi SVR í gær var sam- þykkt samhljóða, að þeir vagnar sem enn eru annars litar verði færðir í gula búninginn þegar tækifæri gefast. Nú þegar eru um 20 af tæplega áttatíu vögnum gul- ir. Þess má geta að guli liturinn hefur mælst vel fyrir, meðal ann- ars hjá sjóndaufum sem greina hann betur en aðra Iiti. Veður Solar sýn? Þokunni að létta ,Já, það standa nú vonir til þess að við hér á suðvesturhorn- inu förum að sjá uppúr þokunni og jafnvel til sólar,“ sagði Unnur Olafsdóttir veðurfræðingur þeg- ar Þjóðviljinn innti hana álits á veðurhorfum næstu daga og jafn- framt þokunni svörtu sem um- lukti Rcykvíkinga í gærmorgun. „Þessi þoka er nú tilkomin vegna þess að það er háþrýsti- svæði sem nær alveg frá Norður- sjó og hingað. í því er loftið mjög stöðugt, rakinn lokast niðri og því myndast þessi þoka. Hins vegar á ég von á því að vindur fari að snúast til suðaustlægrar áttar og uppúr því gætum við farið að sjá til sólar.“ Húsnœðisstofnun Reglugerð undinituð í gær Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra: Mikið vandaverk að koma reglugerðinnisaman. KatrínAtladóttir, formaður Byggingarsjóðs ríkisins: Kraftaverk hversu stuttan tíma samning reglugerðarinnar tók Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, undirritaði síðdegis í gær nýja reglugerð fyrir Húsnæðisstofnun. Reglugerðin var samþykkt á fundi í Húsnæðis- stofnun fyrir viku síðan og send ráðuneytinu sl. miðvikudag. Þegar Þjóðviljinn ræddi við Al- exander f gær sagðí hann að verið væri að fínpússa reglugerðina en hún yrði undirrituð um fimm leytið. Sagði hann að fjölmiðlum yrði sent ljósritað eintak af henni í dag, en nokkurra daga bið yrði eftir henni fyrir almenning þar sem það ætti eftir að prenta reglu- gerðina. Sagði Alexander að það hefði verið mikið vandaverk að koma reglugerðinni saman en hann sagðist vonast til að vel hefði tek- ist til. Katrín Atladóttir, formaður Byggingarsjóðs ríkisins, sagði það nálgast kraftaverk hversu hratt það hefði gengið að koma saman þessari reglugerð miðað við hversu hrá lögin hefðu verið. Um þessar mundir er Húsnæð- isstofnun að vinna að vinnuregl- um og er gert ráð fyrir að þær verði tilbúnar þegar reglugerðin kemur úr prentun. -Sáf ammsm Ariö 1885 voru samþykkt á Alþingi tög um stofnun Landsbanka Islands. Parsegir m.a. aó tilgangurinn meö starfrækslu bankans sé: „aó greida fyrir peningaviöskiptum i landinu og stydja aó framförum atvinnuveganna", A sídast liönu éri var hlutur Landsbankans um 50% af öllum lánum banka og sparisjóöa til atvinnolífsins. Landsbanki Islands er banki alira atvinnugreina. Landsb Banki allra HBW sfeaaí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.