Þjóðviljinn - 21.10.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.10.1986, Blaðsíða 5
MðmnuiMN „Það Eitt af því fyrsta, sem ferðamenn taka eftir í Berlín og raunar í öllum öðrum borgum og bæjum í DDR eru þau gífurlegu afrek, sem þar hafa verið unnin á sviði byggingarfram- kvæmda, frá stofnun al- þýðulýðveldisins (7. okt. 1949). Sem dæmi um hvern- ig ástandið var í landinu að heimsstyrjöldinni síðari lokinni, skulu þessar tölur nefndar: 65% alls íbúðar- húsnæðis í Berlín var í rúst- um, 65% í Dresden, 80% í Dessau og 82% í Halber- stadt. Að auki flest allar op- inberar og sögufrægar byggingar meira eða minna skemmdar. Svo og voru 45% þeirra verksmiðja og um 70% allra orkuvera á því svæði er síð- ar varð DDR í molum. Þetta var sá arfur, sem „Þriðja rík- ið“ ánafnaði því nýja ríki er reis á rústum þess. í grein sem Þjóðviljinn birti eftir mig hinn 4. okt. s.l. lýsti ég nokkrum sögufrægum bygging- um í Berlín og lét þess getið að þær hefðu verið endurbyggðar í sinni fyrri mynd. Sömu sögu er að segja um allar aðrar slíkar bygg- ingar í miðborg Berlínar (þær sem á annað borð var hægt að lagfæra) og flestar einnig í öðrum borgarhverfum og öðrum borg- um landsins. Sá sem séð hefur svo sem eins og eina miðaldakirkju, sem var fleiri aldir oft á tíðum í smíðum, ætti í það minnsta að geta ímynd- að sér að viðgerð á henni eftir velheppnaða loftárás sé æðimikið verk og tafsamt hvað þá að taka við og gera upp hundruð slíkra bygginga, já og byggja ótal nýjar glæsihallir í leiðinni. En víkjum nú að húsnæðis- vandamálum alþýðu og lausn þeirra, sem auðvitað varð að sitja í fyrirrúmi. Þau voru ekki leyst með viðgerðum á gömlum höllum og kirkjum né heldur með byggingu opinberra stórhýsa og glæsihótela. Fyrst varð að ryðja rústa- haugunum burt og tjasla uppá og laga sem allra mest af því sem eftir stóð. Það voru ekki merki- legar íbúðir allt saman, en í önnur hús var ekki að venda eins og á stóð. Þá hófst það uppbyggingar- starf, sem reyndar stendur enn. Jöfnum höndum varð að byggja frá grunni ný borgarhverfi, færa í nýtískulegt horf það íbúðarhús- næði sem minnst var skemmt og endurbyggja verksmiðjur og ork- uver. 20 ára áætlun Á 7. landsfundi Einingarflokks sósíalista (SED), sem haldinn var árið 1971, var samþykkt eins kon- ar 20 ára áætlun í húsnæðismál- um, sem fól í sér að allir íbúar DDR skyldu vera búnir að fá íbúð við sitt hæfi í síðasta lagi árið 1990, að auki skyldi byggja í hverju hverfi vöggustofur, barna- heimili og leikvelli, skóla, íþrótt- amannvirki, verslanir, veitinga- hús, heilsugæslustöðvar, félags- miðstöðvar og ekki mátti heldur gleyma grænu svæðunum. 3,3-3,5 miljónir íbúða áttu það að vera, nýtt húsnæði fyrir 10 miljónir manna, eða fyrir 60% af íbúum landsins á aðeins 20 árum. er laukur í garði hans“ Til heiðurs Lenín var þetta torg nefnt Og hvernig hefur svo gengið að framkvæma þessa áætlun? Á ár- unum 1971-1984 voru byggðar 2 miljónir íbúða í landinu og að því loknu var svo komið að í hlut hverra 1000 íbúa landsins komu 400 íbúðir og mikið hefur verið gert á sviði íbúðabygginga síðan. Þess má einnig geta að á þessu tímabili (1971-1984) voru byggðir í Berlín einni 147 skólar og í þeim stunda nú nám um 50% allra skólanema borgarinnar. Það þarf svo vart að taka það fram að við hvern skóla voru byggð íþrótta- mannvirki við hæfi, enda áka- flega mikið lagt upp úr lík- amsrækt í landinu eins og kunn- ugt er. Marzahn, Weissensee og Prenzlauer Berg Svo heita þrjú af borgarhverf- um Berlínar (kommúnur) og er þar fróðlegt um að svipast. Marz- ahn er yngsta og nýjasta komm- úna borgarinnar og hér má segja að allt sé nýbyggt, árið 1984 bjuggu 120 þús. manns af um 160 þús. íbúum hverfisins í nýjum íbúðum og hinir í nýuppgerðum, og enn er byggt í Marzahn. Hinn 9. febrúar árið 1984 lagði félagi Erich Honecker aðalritari Ein- ingarflokks sósíalista hornstein- inn af Hohenschönhausen bygg- ingunum í Weissensee komm- únu. Þar skulu byggðar 35 þús. íbúðir fyrir 100 þús. manns og framkvæmdum lokið árið 1990. Lenin-platz" árið 1970. Þarna er unnið af miklum krafti og margir fluttir inn nú þegar. í Prenzlauer Berg kommúnu, þar sem áður stóð geysistór gas- stöð, með gömlum íbúðum vond- Ólafur P. Jónsson heldur áfram að segjafráför sinni um DDR ísumar um umhverfis, er nú nýlokið við að fullgera íbúðarhverfi með 900 íbúðum, umhverfis gríðarstóran garð. Fyrst varð auðvitað að rútta gamla draslinu í burtu og var það mikið verk. Þetta hverfi er kennt við Ernst Thálmann og var það mark sett að öllum framkvæmd- um skyldi iokið og fólkið, um 4000 manns flutt inn fyrir 16. apr- íl sl. en þá voru einmitt liðin 100 ár frá fæðingu Thálmanns. Þetta tókst og auk þess er að finna í hverfinu allt það, sem samfélag af þessri stærð er talið þurfa í sósíal- ísku ríki, á sviði uppeldis- og menntunarmála, heilsugæslu, fé- lagslífs og þjónustu. í miðju hverfinu er svo garðurinn stóri, með öllum sínum blómum og trjám, fiskatjörn, leikvöllum og yfirleitt öllu sem einn slíkan garð má prýða. í honum miðjum er svo risastór standmynd sem steypt er úr eír af Ernst Thál- mann. Ernst Thálmann Það þarf raunar engan að und- ra þótt minningin um Ernst Thál- mann lifi í Þýska alþýðulýðveld- inu. Hann varð formaður Kom- múnistaflokks Þýskalands árið 1925, en flokkurinn var stofnaður árið 1918. Tvívegis var Thálmann í framboði fyrir flokkinn við fors- etakosningar (1925 og 1932). Kommúnistaflokkur Þýska- lands var bannaður 28. febrúar 1933 af Hitlersstjórninni, en hlaut samt 5 miljónir atkvæða í kosningum litlu seinna. 3. mars 1933 tókst nasistum að ná Thál- mann og sat hann síðan í ýmsum fangabúðum þeirra, uns þeir myrtu hann í Buchenwald 18. ág- úst 1944. (Þeim sem vilja vita meira um þessa hetju þýskrar al- þýðu, skal bent á nýútkomið hefti af Rétti, en þar ritar hinn aldni eldhugi Einar Olgeirsson grein „Ernst Thálmann - 100 ár“). Samkvæmt 37. grein stjronar- skrár Þýska alþýðulýðveldisins er sérhverjum íbúa lýðveldisins tryggður réttur til íbúðarhúsnæð- is við sitt hæfi og þarfir. Það er einfaldlega litið á öruggt húsnæði til handa hverjum manni sem grundvallarmannréttidi og með lögum er líka séð fyrir því að eng- inn geti hagnast á annars neyð í þessum efnum. Húsaleiga er að meðaltali 2,8% af tekjum hverrar fjölskyldu og er stöðug eins og raunar allt verðlag í landinu. Samfélagsleg eign á meirihluta alls húsnæðis gerir þetta kleift. í hinum nýju íbúðum í Berlín er leiga 1.05-1,25 mörk fyrir hvern fermetra íbúðarhúsnæðis og 0,8- 0,9 mörk annars staðar í landinu, m.ö.o. 15-25 kr.ísl. eða 650-1000 kr. á mánuði fyrir 80 fermetra íbúð svo dæmi sé tekið. „3ja herbergja íbúð til leigu í miðborginni. Fyrirframgreiðsla. Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins, fyrir vikulokin, merkt Hamingja í húsi“ eða „2ja her- bergja íbúð til leigu í nýju húsi í vesturbænum. Tilboð er greini frá greiðslugetu sendist af- greiðslu blaðsins fyrir n.k. föstu- dag, merkt Lífsfylling“. A þennan hátt er sum sé ekki leyst úr húsnæðisþörf austurþý- skrar alþýðu. í Potsdam í 57 km fjarlægð frá Berlín, stefna suðvestur, stendur borgin Potsdam (íbúar 125 þús), á fal- legum stað, með stórum görðum, hæðum, skógum og 19 vötnum, við stórfljótið Havel. Borgin er einkum þekkt út á við fyrir glæst- ar hallir sínar, söfn og frægar byggingar og svo auðvitað fyrir þá mikilvægu Potsdamráðstefnu, sem þar var haldin skömmu eftir lok heimstyrjaldarinnar síðari (17. júlí-2. ágúst 1945) ogfjallaði um á hvern hátt hægt væri að byggja upp nýtt friðsamt og lýð- ræðislegt Þýskaland á rústum nasismans. Á ráðstefnunni hitt- ust „hinir þrír stóru,“ leiðtogar Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og Bretlands, þeir Jósep W. Stal- ín, Harry S. Truman og Clement Attlee, ásamt með helstu ráð- gjöfum sínum og tókst eftir 13 fundi og mikið baktjaldamakk að ná samkomulagi um sameigin- lega yfirlýsingu, sem birt var sam- tímis í Berlín, Moskvu, London og Washington að kvöldi 2, ágúst árið 1945. (Þess skal getið að í upphafi ráðstefnunnar var sú gamla kempa Winston S. Churc- hill formaður bresku sendinefnd- arinnar enda þá enn forsætisráð- herra Breta. En þegar ráðstefnan stóð sem hæst fóru fram þing- kosningar hjá Bretum og í þeim fór breska íhaldið hinar mestu hrakfarir l.s.g. og við tók meirih- lutastjórn verkamannaflokksins breska undir forystu Attlees, sem eftir það leiddi bresku sendinefn- dina til loka ráðstefnunnar. Att- Þriðjudagur 21. október 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.