Þjóðviljinn - 21.10.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.10.1986, Blaðsíða 3
■■ ORFRETTIR ■■■ Norrænu versl- unarmanna- samtökin hafa krafist allsherjar stöðvunar allra viðskipta við S-Afríku. Sam- tökin hafa lýst stuðningi við þá viðleitni SÞ að beita sér fyrir þrýstiaðgerðum á breiðum grundvelli og ganga út frá því sem vísu að ríkisstjórnir Norður- landanna séu reiðubúnar aö beita samnorrænu viðskipta- banni, takist öryggisráði SÞ ekki að samþykkja á næstu mánuð- um nægilega bindandi ákvæði um þrýstiaðgerðir. Slysaskráning Umferðaráðs fyrir september leiðir í Ijós að slysum með meiðslum ferfækkandi. í mánuð- inum urðu 57 umferðarslys með meiðslum en á sama tíma í fyrra 68 slys. Það sem af er þessu ári hafa orðið 384 slys með meiðslum en á sl. ári voru slys á sama tima orðin 465. Athygli vek- ur að eignatjón á ökutækjum er meira nú þrátt fyrir fækkun slysa. Demetrious Haracopos sem er grískur sálfræðingur er nú hérlendis í boði umsjónarfélags einhverfra barna. Hann heldur fyrirlestur í Kennaraháskólanum kl. 16.00 á miðvikudag, í Nor- ræna húsinu kl. 17.00 á föstudag á vegum Sérkennarafélagsins og stendur fyrir námskeiði um heildar- og langtímaúrræði fyrir geðveik/einhverf börn í Borgar- túni 6 á laugardag. Hjálpið okkur að hjálpa ykkur heitir námskeið sem Hjálparsveit skáta í Reykja- vík efnir til á miðvikudag og fimmtudag fyrir rjúpnaskyttur og almenning. Fyrra kvöldið verður bóklegt en verkleg æfing úti síðara kvöldið. Þátttaka tilkynnist í síma 12045. Þátttökugjald er 500 kr. Iðnaðarbankinn mun í næsta mánuði stofna nýtt fyrirtæki, Verðbréfamarkað Iðn- aðarbankans. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins verður dr. Sig- urður B. Stefánsson hagfræðing- ur. Sjálenski blásarakvintettinn heldur kam- mertónleika í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Kvintettin sem hefur hlotið alþjóðlega viður- kenningu, leggur metnað sinn í að flytja verk sem ekki heyrast oft í hljómleikasölum. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Ligeti, Villa- Lobos og Carl Nielsen. Aukasýning á Toscu verður n.k. laugardagskvöld og hefst miðasalan í Þjóðleikhúsinu í dag. Uppselt hefur verið á fyrri sýningar. Vegna fjarvista Kristján Jóhannssonar verður síðan sýn- ingahlé á joscu fram til 19. nóv- ember. T FRETTIR Vesturbœjarskóli Heilsugæsla á vergangi Hjúkrunarfrœðingurinn sagði upp. Engin aðstaða til heilsugœslu í 90 ára húsnœði Vesturbœjarskóla. Bergljót Líndal hjúkrunarforstjóri: Er ráðalaus Eg er alveg ráðalaus, það er engin aðstaða fyrir heilsu- gæslu í Vesturbæjarskóla og á meðan ástandið er þannig þá treysti ég mér ekki til að auglýsa eftir hjúkrunarfræðingi, sagði Bergljót Líndal, hjúkrunarfor- stjóri Heilsuverndarstöðvarinnar í samtali við blaðið, en hjúkrun- arfræðingur skólans sagði upp störfum þegar Ijóst var að ekki tækist að útvega aðstöðu. „Fram að þessu hefur verið hægt að rýma til í litlu húsnæði skólans, en nú var engin smuga til þess“, sagði Bergljót. „Við reyndum að fá aðstöðu í Landa- kotsspítala, hjá Rauða krossin- um og í Hagaskóla en án áran- gurs. Ég sendi heilbrigðismálar- áði bréf um þetta en ég sé ekki fram á að hjúkrunarfræðingur verði við skóíann næsta vetur. Skólalæknir er við skólann, hvernig sem hann fer að.“ Að sögn Kristínar Á. Ólafs- dóttur, fulltrúa í heilbrigðisráði var vakin sérstök athygli borgar- ráðs á húsnæðisvanda Vesturbæ- jarskóla. „Hér er um að ræða vanda sem borgarráð verður að bregðast við“, sagði Kristín.-vd. Vesturbœjarskóli Hörmulegt ástand í húsnæðismálum Ragnar Júlíusson formaður skólamálaráðs: Hœgt verði að hefja kennslu í nýju húsnœði nœsta haust g kólamálaráð mun leggja það jarskóla í samtali við blaðið til við borgaryfirvöld að stað- ið verði við fyrri loforð um bygg- ingu nýs húsnæðis fyrir Vestur- bæjarskóla þannig að hægt verði að hefja kennslu í því haustið 1987, sagði Ragnar Júlíusson for- maður skólamálaráðs í samtali við blaðið, en hönnun á nýju húsnæði fyrir skólann er nú lok- ið. „Ég er orðin langsvekkt á því hörmulega ástandi sem ríkir í húsnæðismálum skólans og fagna því innilega þessari ákvörðun ráðsins", sagði Kristín G. And- résdóttir skólastjóri Vesturbæ- Húsnæði skólans var byggt árið 1898 og er eftir því úr sér gengið. Heill árgangur nemenda er nú við nám í Miðbæjarskólanum og þar fer einnig öll sérgreinakennsla Vesturbæjarskóla fram. Að sögn Sigurjóns Péturssonar borgar- fulltrúa hefur verið marglofað að skólinn fái nýtt húsnæði og til stóð að það yrði byggt jafnhliða Foldaskóla. „Það hefur verið svikið æ ofan í æ, og það kemur í ljós við gerð fjárhagsáætlunar í janúar hvort loforð verða efnd núna“, sagði Sigurjón. -vd. Börnin ( Vesturbæjarskóla eru nú í húsnæði sem byggt var fyrir tæpum 90 árum, og hjúkrunarfræðingur skólans hefur sagt upp vegna aðstððuleysis. Mynd Sig. Listamenn Þrir fái starfslaun Minnihlutinn íborgarstjórn: Starfslaunum listamanna verði fjölgað í3 árlega Fulltrúar minnihlutans í borg- arstjórn fluttu á síðasta borg- arstjórnarfundi tillögu þess efnis að frá og með næsta ári verði veitt úr borgarsjóði starfslaun til a.m.k. þriggja listamanna í þremur ólíkum starfsgreinum. Borgarstjórn vísaði tillögunni til menningarmálanefndar og til gerðar árs. fjárhagsáætlunar næsta Kristín Á. Ólafsdóttir, sem tal- aði fyrir tillögunni á fundinum, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að árið 1980 hefði verið ákveðið að greiða árlega einum listamanni allt að 12 mánaða RUV Gegn tekjumissi Utvarpsráð mótmœlir niðurskurðaráformum ífjárlögum ■ tvarpsráð samhljóða hefur samþykkt að mótmæla á- formum í fjárlögum um að svipta ríkisútvarpið mikilvægum tekj- ustofni af aðflutningsgjöldum útvarps- og sjónvarpstækja, sem nú eiga að renna beint í ríkissjóð. í ályktun ráðsins er minnt á „að staðfest var í nýjum útvarps- lögum sem tóku gildi um síðustu áramót að Ríkisútvarpið hefði tekjur af aðflutningsgjöldum hljóðvarps- og sjónvarpstækja og hluta til þeirra. Ekkert hefur breyst sem réttlætir að svipta stofnunina þessum tekjum,“ segir í ályktun ráðsins. „Miklu fremur ættu stjórnvöld að kapp- kosta að treysta rekstur Ríkisút- varpsins sem mikilvægrar menn- ingarstofnunar og öryggistækis alþjóðar.“ starfslaun, svo hann gæti einbeitt sér að list sinni, en þyrfti ekki jafnframt að sinna launavinnu annarri. Sú hefð virðist hafa skapast að veita eingöngu mynd- listarmönnum þessi starfslaun, en tillaga minnihlutans nú gerir ráð fyrir því að ólíkar listgreinar hafi möguleika á starfslaunum borgarinnar. í greinargerð með tillögunni segir að hún sé flutt í fullvissu þess að Reykvíkingum sé listalíf borgarinnar miklvægt og því til- búnir að leggja örlítið meira fram úr borgarsjóði til að hlú að þess- um þætti menningarinnar. Listamennirnir sem fram til þessa hefur verið veitt starfslaun: Magnús Tómasson, Bragi Ás- geirsson, Ingunn Eydal, Messí- ana Tómasdóttir, Ásgerður Búa- dóttir, Valtýr Pétursson, Steinunn Þórarinsdóttir og Jón Gunnar Árnason. Launin eru miðuð við taxta BHM og nema tæplega 40 þúsund krónum á mánuði. -88 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Prófkjör Albert langefsfiur Albert Guðmundssson iðnað- arráðherra fékk langflest at- kvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um helgina, 2374, en alls 4091. Friðrik Sóphusson fékk 2166 atkvæði í 1 .-2. sæti, Birgir ísleifur Gunnarsson 3116 í 1.-3. sæti, Ragnhildur Helgadóttir varð í fjórða sæti með 3201, Eyjólfur Konráð Jónsson í fimmta sæti með 2893 atkvæði, Guðmundur H. Garðarsson varð næstur með 2559 atkvæði, Geir H. Haarde varð sjöundi með 3088 í 1.-7. sæti, Sólveig Pétursdóttir varð áttunda með 3456 atkvæði. Að öðru leyti varð röðin þessi: 9. Jón Magnússon, 10. María E. Ingva- dóttir, 11. Vilhjálmur Egilsson, 12. Esther Guðmundsdóttir, 13. Bessí Jóhannsdóttir, 14. Ásgeir H. Eiríksson og 15. Rúnar Guð- bjartsson flugstjóri. Halldór Blöndal varð langef- stur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi ey- stra, en næstir honum komu Björn Dagbjartsson, Tómas Ingi Olrich, Vigfús Jónsson, Margrét Kristinsdóttir, Stefán Sigtryggs- son, Birna Sigurbjörnsdóttir og Tryggvi Helgason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.