Þjóðviljinn - 21.10.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.10.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA 21 október 1986 þriðju- dagur 239. tölublað 51. örgangur MANNLIF IÞROTTBR HEIMURINN Breiðholtsbraut Sjoppueigendur ráða ferðinni Umferðareyja við Staldrið opnuð. Umferðarsérfrœðingar: Augljós slysahœtta. Óeining í Sjálfstœðis- flokknum. Sigurjón Pétursson: Hagsmunir sjoppueigenda. Umferðaröryggi kastað fyrir róða Með þessu hefur verið gengið algerlega í berhögg við álit um- ferðarsérfræðinga og heilbrigða skynsemi. Það er augljóst að við þetta skapast talsverð slysahætta, en tilgangurinn með þessu er að- eins sá, að viðkomandi sjoppu- eigandi tapi ekk: viðskiptum, sagði Sigurjón Pétursson borg- arfulltrúi Abl. í samtali við Þjóð- viljann í gær. Sjö borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og Bjarni P. Magnús- son borgarfulltrúi Alþýðuflokks- ins samþykktu í borgarstjórn í síðustu viku að leyfa vinstri beygju í gegnum umferðareyju á Stekkjarbakka, yfir tvöfalda ak- grein og að söluturninum Staldr- ið. Umferðarsérfræðingar hafa lagst eindregið gegn þessari fram- kvæmd vegna þeirrar hættu sem hún skapar. Þannig hefur verið haft eftir Óla H. Þórðarsyni að þetta brjóti í bága við grundvall- aratriði í umferðaröryggi. Tillaga um þetta var felld sam- hljóða í umferðarnefnd borgar- innar. Hún var einnig felld í borg- arráði, en þegar hún var borin Fatlaðir Þorsteinn harðurá niður- skurðinum 30 miljónir teknar af Framkvœmdasjóði fatlaðra í ríkissjóð Áform ríkisstjórnarinnar um að skerða lögbundin framlög til Framkvæmdasjóðs fatlaðra hafa sætt harðri gagnrýni m.a. á landsþingi Þroskahjálpar. A alþingi í gær skoraði Helgi Seljan á fjármálaráðherra að falla frá fyrirhuguðum niður- skurði enda hefði raungildi fram- laga til sjóðsins farið síminnkandi undanfarin ár. Þorsteinn Pálsson upplýsti að fyrirhuguð skerðing næmi um 30 miljónum. Hann sagði nær að tala um það á alþingi hversu mikil uppbyggingin hefði verið í þessum málaflokki undan- farin ár í stað þess að tala ein- göngu um skerðingu. Nauðsyn- legt væri að hyggja að öðrum mikilvægum og þörfum útgjöld- um og eins því hversu mikil skatt- byrði væri á fólk leggjandi. , Sjá bls. 2. —AI. Úttektin Doktor hafnað Hvers vegna var doktor í búvís- indum hafnað í starf fram- kvæmdastjóra Búnaðarsam- bands Suðurlands? Hvers vegna var garðyrkjufræðingur ráðinn í starfið? Hvers vegna ákváðu for- ráðamenn B.S. að brjóta lög? Hvað gerir ráðherra? Allt um málið í Úttekt Þjóðviljans í dag. Sjá bls. 7 upp í borgarstjórn fékkst hún samþykkt með úrslitaatkvæði Bjarna P. Magnússonar. Athygli vakti að Davíð Oddsson og Katr- ín Fjeldsted treystu sér ekki til að styðja flokksfélaga sína í þessu máli, en það heyrir til algerra undantekninga að óeining ríki meðal borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í atkvæðagreiðslum. Jú- líus Hafstein, Árni Sigfússon og Bjarni P. voru eindregnastir stuðningsmenn tillögunnar í borgarstjórn, en Sigurjón Péturs- son og fleiri mæltu hart gegn sam- þykkt hennar. Júlíus, Arni og Bjarni töldu mat umferðarsér- fræðinga á málinu einfaldlega rangt. Sigurjón sagði í gær að svo virt- ist sem önnur sjónarmið hefðu verið leidd til öndvegis en það að tryggja öryggi t umferðinni. „Nú ræður úrslitum að tryggt sé að sjoppueigendur verði ekki fyrir tjóni, en umferðaröryggi kastað fýrir róða,“ sagði Sigurjón í gær. -gg Snjórinn hefur aðeins gert vart við sig í Reykjavík og þessir breiðholtsstrákar létu ekki segja sér það tvisvar, heldur drógu fram sleðana sína og byrjuðu að bruna niður brekkurnar í Hólahverfi. Þeir voru hinir ánægðustu með lífið þegar Ijósmyndari og blaðamaður Þjóðviljans hittu þá í sólinni í gær, höfðu búið sér til stökkpall og þeyttust í loftköstum niður brekkuna á tryllitækjunum sínum. -gg/Slg Sjómenn Segja upp síldarverði Óskar Vigfússon: Sjómannasambandið mun segja upp síldarverði ínæsta mánuði. Matthías Bjarnason: Engir olíusamningar Þessi verðákvörðun er mikið áfall, og við höfum gert sjó- mönnum skýra grein fyrir tekju- möguleikum þeirra við sild- veiðar, en það er ekki auðsnúið við þegar menn eru búnir að undirbúa sig fyrir þessar veiðar í hálfan mánuð og eru samnings- bundnir við útgerðarmenn, sagði Óskar Vigfússon formaður Sjó- mannasambands íslands í samtali við Þjóðviljann í gær. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur samþykkti á fjöl- mennum félagsfundi á sunnudag aö skora á Sjómannasambandið að segja upp sfldarverði um leið og hægt er og þeim tilmælum er jafnframt beint til þeirra sem hafa byrjað veiðar, að sigla í land og hefja ekki veiðar fyrr en við- unandi verð hefur fengist. Óskar sagði að farið yrði að beiðni sjó- manna og verður sfldarverð þá laust aftur 15. nóvember. „Við höfum beint því til sjómanna að fara ekki á sjó fyrr en þeir sjá hvað verður boðið fyrir sfldina og það sama gildir þegar verð losnar aftur“, sagði Óskar. „Eftir þessa verðákvörðun eru tekjumögu- leikar sjómanna ekki miklir. Miðað við verðið á síðustu vertíð er þetta skerðing á tekjum um 20% en um 34% ef miðað er við launaþróun í landinu, þannig að fyrr má nú rota en dauðrota." Matthías Bjarnason viðskipta- ráðherra kallaði sendiherra Sov- étríkjanna á sinn fund í gær vegna stöðunnar í sfldarsamningamál- um. Hann hefur lýst því yfir að engir olíusamningar verði gerðir við Sovétmenn fyrr en búið er að ganga frá sfldarsamningum og segist tilbúinn að fara utan til við- ræðna við Sovétmenn. Búist er við umræðum utan dagskrár á al- þingi í dag um síldarviðskiptin. -vd/-Ig. Albert Sjálfkrafa raðheiraefni Hefur áhuga á fjármálaráðuneytinu „Ég þakka þetta mikilli vinnu stuðningsmanna undir forystu dóttur minnar og sona“, sagði sig- urvegarinn í prófkjöri íhaldsins, Albert Guðmundsson í gær. Albert sagðist ekki hafa átt von á svo góðri útkomu, sem raun varð á - „eftir það sem á undan er gengið með þrengingum og sí- felldum breytingum á próf- kjörsreglum“, sagði hann. Hann sagðist gera ráð fyrir því að sá sem skipar fyrsta sætið á listanum í Reykjavík væri sjálf- krafa ráðherraefni flokksins eins og verið hefði og hann myndi stefna á embætti fjármálaráð- herra ef það stæði til boða í næstu ríkisstjórn. „Það er svo gott starfsfólk í fjármálaráðuneyt- inu“, sagði Albert, „samstarfs- fólk, sem ég sakna þó ég sé síst að kvarta undan samstarfsfólki mínu í iðnaðarráðuneytinu, sem vinnur gott og gríðarlega mikið starf.“ -ÁI Sjá nánar bls. 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.