Þjóðviljinn - 19.07.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.07.1987, Blaðsíða 2
Miku skammtur af greindarböli Þegar ég var enn ungur, áður en ég fór að umgangast mjög fágað fólk, var það stundum haft á orði að hland hlypi fyrir hjartað á mönnum. Með þessu var átt við að þeim hinum sama hefði brugðið í brún svo um munaði. Með árunum hefur allt málfar mitt orðið til muna felldara og settlegra en áður enda vart við hæfi fyrir mann af mínu standi að hafa til dæmis hland mikið á hraðbergi, síst af öllu þegar verið er að ræða umhverfi hjartans. Hitt er svo annað, hvað manni getur dottið í hug, þegar einhver viss gáll er á manni. Þess vegna var það þegar heimskunnur fé- lagssálfræðingur F. E. Fiedler kom hér á dög- unum til að halda fyrirlestur í Háskóla íslands um það hvílíkt óhagræði væri af því að vera' greindur, að ég hugsaði sem svo: - Nú held ég hlaupi hland fyrir hjartað á ís- lensku intelígensíunni. Og hvernig sem á því stendur hafði ég getið mér rétt til. Við komu prófessors Fiedlers tóku vitmenn þjóðarinnar að ókyrrast til muna, enda ekki lítið áfall fyrir þá sem lengi hafa unað glaðir við góða greind, að þurfa að kyngja því, að þegaröllu sé á botninn hvolft, teljist greind frem- ur til baga en hitt. Mér er sagt að það hafi ekki verið fyrr en um aldamótin 1900 að íslendingar fóru að gerast greindir. Voru víst Þingeyingar sem riðu á vaðið. Orðið kemur fyrst fyrir í Skírni árið 1878 og síðan hafa íslendingar í æ ríkara mæli öðlast þennan eiginleika. Skrítnast er að fáir vita hvað það þýðir að vera greindur og kannske enginn. Konan mín neitar að taka sér orðið í munn og kallar það merkingarlaust orðskrípi, eða réttara sagt gerði það í gærkvöldi, þegar Grímur frændi hennar leit inn til gamans og sagði um sambýlis- konu sína: - Hún er nú kannske bæði lauslát, lesblind, lygin, ómerkileg og fingralöng, búin að drekka sig útúr ótal ástarsamböndum og eignast fjóra krakka með níu mönnum. Já og þó hún kunni ekki margföldunartöfluna, verður það aldrei af henni skafið að hún er greind. Þegar ég er að reyna að gera mér grein fyrir því, hvað er að vera greindur, læt ég mér stund- um detta í hug að það gæti þýtt það sama og í Hávamálum er kallað að vera snotur. Þar voru menn: ósnotrir, meðalsnotrir, snotrir og alsnotrir. Meðalsnotur skyli manna hver æva til snotur sé; því að snoturs manns hjarta verður sjaldan glatt ef sá er alsnotur, er á. Þessa vísu hef ég alltaf skilið svo, að best sé að vera meðalsnotur, um að gera að vera ekki of snotur, vegna þess (einsog segir í vísunni) að snotur maður gleðst ekki í hjarta sínu ef hann er alsnotur. Hér er í Hávamálum stoðum rennt undir kenningar prófessors F. E. Fiedlers, um að greind geti verið óæskileg, þó Fiedler gangi að vísu lengra en höfundur Hávamála. Jæja, þegar kom að fyrirlestri prófessorsins í Háskólanum, snarfylltist salurinn, einsog vænta mátti. Þarna voru mættir stálgreindir menn með ugg í brjósti útaf þeim háska sem getur verið því samfara að vera greindur. Þá voru þarna meðalgreindir menn og auðvitað var' þeim - eðli málsins samkvæmt - mun rórra en þeim stálgreindu. Slangur var þarna af mönnum með litla greind, mættir til að fá af vörum heimsfrægs prófessors endanlega stað- fest, það sem þá hafði lengi grunað, semsagt að greind væri afleit og til hinnar mestu óþurftar einkum fyrir þá sem hefðu mannaforráð. Þá voru þarna nokkrir afglapar og léku við hvern sinn fingur. Svo hélt prófessor E. F. Fiedler fyrirlesturinn, sagði að greindir menn skiluðu verri afköstum undir álagi en meðalgreindir, þetta hefði hann rannsakað í bandaríska hernum á friðartímum. En niðurstaða prófessorsins var sú, að mark- mið stjórnunar væri hvarvetna það sama, sem- sagt að stjórna. Greindur stjórnandi ætti að stjórna af röggsemi og nýta getu sína. Miður greindur stjórnandi gerði hins vegar best í því að taka tillit til undirmanna sinna. Svo bætti prófessorinn við: - í rauninni er þetta gamla vandamálið um það hvenær rétt er að tala og hvenær þegja. Undir þessum lestri sátu svo annarsvegar hnípin gáfnaljós og hinsvegar glaðir menn, grunnhyggnir, og hinir greindari hugsuðu sem svo: - Líklega er það rétt. Þetta er bara gamla vandamálið um það hvenær á að tala og hve- nær þegja. Eða einsog segir í Hávamálum: Kópir afglapi er til kynnis kemur þylsk hann um eða þrumir. „Ekki vera hræddur: Með smáheppni gætu þeir haldið að við værum guðir..." 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN; Sunnudagur 19. júlí 1987 „Okkur tókst það, Denni! Við erum komnir til tunglsins!"

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.