Þjóðviljinn - 19.07.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.07.1987, Blaðsíða 3
Bordísin kveður Morgunblaðið mun á næsta ári tæpast verða svipur hjá sjón þeirra síðustu. Ástæðan: bordísin vaska, Agnes Bragadóttir, er á förum vest- ur um haf til náms í blaða- mennsku við Harvardhá- skóla, þar sem hún verður „Niemans fellow", sem þykir allnokkur heiður. Einungis 20 slíkir eru árlega teknir til náms við skólann, og þar af ekki nema 8 frá Evrópu. Agnes er sumsé ein Evrópu- menninganna átta. Hún verð- ur hins vegar ekki nema ár í burtu, og fer væntanlega aftur á Morgunblaðið þegar Har- vard dvöl lýkur.B er í þriðja sæti og drengirnir í Sú Ellen frá Neskaupstað halda fjórða sætinu. Snlgla- bandið góðkunna á síðan lag í sjöunda sæti og spútnik- hljómsveitin Stuðkompaníið á lög í níunda og tíunda sæt- inu. Neðar á listanum er síðan Bubbi Morthens, Greifarnir, Sykurmolarnir og fleiri góðir. (slensk tónlist á því engan veginn undir högg að sækja í samkeppninni við erlendar súperstjörnur.B Það er bara ekki hægt annað en að stela þessari limru úr norðanblaðinu Degi. Hana á að lesa með öfgakenndum vestfirskum framburði, og efnið er sótt í nýafstaðna stjórnar- myndun: Ágeríst formannsins angur ei lengur er „rífandi gangur". Hann oní sig etur allt sem hann getur. Mér sýnist hann vera svangurM Staða fulltrúa Framleiðnisjóður landbúnaðarins óskar að ráða fulltrúa. Starfið felst meðal annars í nánum sarrtskiptum við bændur, samningagerð o.fl. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst n.k. Nánari upplýsingar veitir formaður stjórnar, Jó- hannes Torfason, Torfalæk, í síma 95-4287. Hafnarfjarðarbær Matráðskona Áhaldahús Hafnarfjarðar vantar matráðskonu. Um er að ræða hádegismat. Upplýsingar gefur yfirverkstjóri í síma 53444. Ég er ekki reiður ungur maður! Sverrir Stormsker, tónlistar- maður og skáld, er á mikilli uppleið um þessar mundir, enda hefur hann verið iðinn við kolann í plötuútgáfu. Hann hefur jafnan farið sínar eigin leiðir og hafa textar hans og tilsvör farið fyrir brjóstið á mörgum góðborgaranum. ( viðtali við Vikuna síðustu segir Sverrir m.a.: „Ég vil ekki segja að ég sé reiður ungur maður. Ég er ungur maður en ég held að ég sé ekki neitt óskaplega reiður, bitur, sárog svekktur, nema hvað þessi greindarskortur almúga- mannsins fer óskaplega í taugarnar á mér. Þar meö eru taldir ráðherrar og slíkir kónar, sem eru náttúrlega ekkert annað en almúgamenn, aftu rsóknarviðrini... “ ■ íslensk tónlist í rífandi sókn Hlustendur á rásbylgjustjörn- ur þessa heims og annars kvarta gjarnan yfir óhóflegu magni af útlenskum lögum og finnst sem hlutur mörlandans sé einatt helst til lítill. Það hljóta því að teljast gleðifréttir að meirihluti allra laga á nýj- asta vinsældalista Rásar tvö eru íslensk - 16 af 30. Stuð- menn eru þar í öðru sæti með popplagið í G-dúr, en verma raunar toppsætið á Bylgjuli- stanum. Sverrir Stormsker HAKLQ5P EfETTASfALlP S: 112 75 (217 84) Enn minni fyrirhöfn að greiða orkureiknínginn /gctftiu/n V/SAf Nú býður Rafmagnsveita Reykjavíkur þér nýja, mjög þægilega leið til að greiða orkureikninginn. Þú getur látið taka reglulega út af VISA-reikningnum þínum íýrir orkugjaldinu, án alls auka- kostnaðar. Þannig losnar þú við allar rukkanir, færð einungis sent uppgjör og greiðsluáætlun einu sinni á ári. Með þessari tilhögun, sem er nýjung í heiminum, sparar þú þér umstang og hugsanlega talsverða peninga því að það er dýrt rafmagnið sem þú dregur að borga. Jafnframt ertu laus við áhyggj- ur af ógreiddum reikningum og dráttar- vöxtum. Hafðu samband við Katrínu Sigur- jónsdóttur eða Guðrúnu Björgvinsdótt- ur í síma 68-62-22. Þú gefúr upp núm- erið á VISA-kortinu þínu og rnálið er afgreitt! Láttu orkureikninginn hafa forgang — sjálfkrafa! RAFMAGNSVEITA REYKIAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI6862 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.