Þjóðviljinn - 19.07.1987, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 19.07.1987, Blaðsíða 17
um fjármagn Nafn vikunnar að þessu sinni er Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri en hann hefur verið mikið í fréttum að undanförnu vegna mikils moldroks af Mosfellsheiðinni í fyrriviku. Við spurðum Svein hvað honum fyndist um þessa miklu umfjöllun ífjölmiðlum um uppblástur og land- eyðingu. „Það væri kannske betra að fá umræðuna svolítið jafnara yfir árið, en þessi umfjöllun núna hef- ur opnað augu almennings. Al- menningur er orðinn miklu með- vitaðri um hversu stórt þetta vandamál er og ég hef trú á að hann muni gefa umbjóðendum sínum á Alþingi bendingu um að hann vill gera miklu stærra átak í landgræðslumálum. Auðvitað er maður ánægður með að landgræðslu- og landverndarmál hafi fengið þessa umfjöllun, þessi mál eru það brýn að maður er þakklátur fyrir allt slíkt. Jarðvegs- og gróðureyðing er tvímælalaust alvarlegasta um- hverfisvandamál sem við eigum við að glíma í dag og við höfum lagt áherslu á nauðsyn meiri framkvæmda í landgræðslu og landverndaraðgerðum. Það er ekki bara nóg að friða land og létta beit, þó að auðvitað sé það liður í landgræðslustarfinu. Landið er víða svo illa farið að það eitt að létta beit af verst förnu svæðunum mun ekki leysa það grundvallarvandamál sem speg- last í þessu moldroki um daginn. Nú er fyrirsjáanleg fækkun á sauðfé og ég legg áherslu á að það verður að stýra þeirri fækkun miskunnarlaust þannig að bú- skaparháttum verði hagað eftir landgæðum.“ Er ástandið verra í þessum málum nú en á undanfömum árum? „Ekki vil ég segja það. Ástand- ið var mjög slæmt á ámnum 1973 til 83 um allt land en 84, 5 og 6 voru yfirleitt heldur góð ár. Þetta leit óskaplega illa út í vor og sumar vegna þurrka víðast hvar á landinu en hefur mikið lagast á allra síðustu dögum.“ Getur Landgræðslan eins og hún er ístakk búin núna hvað varðar mannafla, tæki og fjár- magn gegnt því híutverki sínu að halda aftur af landeyðingunni? „Við erum vel í stakk búnir hvað varðar þekkingu, mannafla og tækjabúnað til að anna miklu meiri fj árframlögum en nú er var- ið til þessara mála. Okkur finnst þetta bara spurning um fjár- magn. Áttatíu ára starfsemi stofnunarinnar hefur sýnt og sannað hvað hægt er að gera og jafnframt að þjóðin getur gert miklu stærra átak í þessum efn- um. í dag höfum við til umráða einn fjórða af framkvæmdagildi þess fjármagns sem þjóðargjöfin var á sínum tíma en á árunum 74 til 79 var tækjabúnaður okkar og flug- vélakostur fullnýttur og þá dreifðum við helmingi meiri áburði og grasfræi en við gerum í dag. Þá voru líka friðuð býsna stór landgræðslusvæði þar sem við eigum enn eftir geysilega mikið óunnið verk í uppgræðslu. • Þessi svæði eru Haukadalsheiðin og heiðarnar efst í Árnessýslu. Það má segja að s(ðan 79 höf- um við keyrt á hálfum afköstum, en tækín hafa reyndar líka nýst í uppgræðsluverkefnum á vegum Landsvirkjunar vegna fyrirhug- aðrar Blönduvirkjunar." Hver eru stærstu verkefni Landgræðslunnar í ár og hversu margir starfa á vegum ykkar? „Stærstu verkefnin í ár eru Haukadalsheiðin og við svokall- aða Krákárbotna í Mývatnssveit en á þessum svæðum á að dreifa melgresi. Svo á að dreifa bæði grasfræi og tilbúnum áburði í Skógey hjá Höfn í Hornafirði. Mannafli hjá okkur er breyti- legur eftir því hvenær er, en hjá stofnuninni starfa bara þrír fag- lærðir starfsmenn. Auk mín Stef-| án H. Sigfússon fulltrúi og And-| rés Arnalds gróðureftirlitsmað- ur. Svo starfa landgræðsluverðir á þeim stöðum á landinu þar sem Landgræðslan er með umfangs- mikil verkefni.“ Hvað hefur verið gert til að stýra beitarálagi á afréttum landsmanna? „Það er langt mál ef á að fara út í það í smáatriðum, en það hefur ekki verið nóg gert í því máli. En það stendur þó til bóta að hluta til vegna þess að nú verður greitt meira fyrir fullvirðisrétt hjá þeim bændum þar sem veruleg ástæða er talin til fækkunar af gróður- Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. verndarástæðum. Þetta er fyrst og fremst á eldfjallasvæðum landsins. Þar hefur gróðureyðing verið langörust." Að lokum, hefur flugslysið í fyrradag mikil áhrif á starfsemi ykkar á næstunni? „Nei, vélin hafði svo til alveg lokið störfum í sumar, átti eftir um það bil einn dag og þau fáu verk sem eftir voru verða leyst með landgræðsluvélinni Páli Sveinssyni. Þessi vél hafði reynst frábær- lega vel og það er geysilega mikilsvert hvað áburðarflug hef- ur gengið vel í gegnum árin. Við urðum síðast fyrir smávægilegu 1 óhappi 1966 og síðan hefur allt gengið áfallalaust þar til nú. En það er mjög brýnt að fá aðra vél fyrir næsta vor. Við munum sækj- ast mjög eftir því og ég tel að við munum mæta skilningi ráða- manna í því máli“ sagði Sveinn Runólfsson að lokum. -ing LEKDARI Herferð Greenpeace Frá því var greint í Þjóðviljanum í gær að náttúruverndarsamtökin Greenpeace Internat- ional hyggðust á næstu árum einbeita sér að alþjóðlegri herferð gegn kjarnorkuvígvæðingu á höfunum. Þetta eru gleðitíðindi fyrir íslendinga og reyndar allar þjóðir sem hafa lífsviðurværi sitt úr hafinu. Það er kominn tími til þess að kjarnorku- veldunum verði gert Ijóst, að heimshöfin eru sameign mannkyns og að réttur þeirra til þess að ógna lífríki hafsins með kjarnorkuflotum sín- um fær ekki staðist. Sá hugsunarháttur að ríki geti eignað sér mikilvæga hlekki í lífríki jarðar- innar í krafti hervalds og farið með þá að eigin geðþótta er ekki lengur gjaldgengur. Almenningsálitið í heiminum er stöðugt að vakna til aukinnar vitundar um að við eigum aðeins eina jörð og engin herfræðileg eða þjóð- hagsleg rök geta veitt stórveldum rétt til að leika sér að fjöreggjum hennar. Greenpeace-menn hafa ráðið færustu sér- fræðinga í þjónustu sína við skipulagningu þessarar herferðar. Og á fyrsta fréttamannaf- undinum, sem haldinn var í Washington í síð- ustu viku, sögðu þeir að kjarnorkuflotar stór- veldanna væru nú þegar svo miklir að líkja mætti þeim við 500 fljótandi Tsjernobyl- kjarnakljúfa. Ennfremur bentu þeir á að mesta hættan væri á því að kjarnorkustyrjöld brytist út á höfun- um. Fyrir því liggja bæði tæknilegar ástæður og herfræðilegar. Tæknilegar að því leyti að vand- kvæði við stjórnun og fjarskipti eru meiri á haf- inu en á landi og því meiri líkur á tæknilegum mistökum sem auðveldlega geta leitt til heimsá- taka. Herfræðilegar ástæður felast í því að það er meira freistandi að grípa til kjarnorkuvopna á hafi úti, þar sem beinar hliðarverkanir eru ekki eins augljósar, eins og þegar sprengt er á landi. Þá hafa herfræðingar á borð við Weinberger varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýst því yfir að kjarnorkuvopn flotans hafi ekki bara fæling- arhlutverki að gegna, heldureiai þau að „styrkja hið hefðbundna vopnakerfi“. I þessum orðum felst bein hótun um að ætlunin sé að þessum vopnum verði beitt. Tillögur Greenpeace-manna eru þær að kjarnorkuveldin verði þvinguð til að eyða kjarn- orkuvopnum sínum á hafinu stig af stigi, fyrst þeim hættulegustu, sem eru ætluð fyrir skot- mörk á landi. Síðan verði gerður alþjóðlegur sáttmáli um notkun heimshafanna til flota- umsvifa, þar sem flotaveldum verði úthlutuð ákveðin svæði til flotaæfinga sinna. Jafnframt skulu þau skylduð til að tilkynna öðrum ríkjum um æfingar sínar fyrirfram, rétt eins og gert er um heræfingar á landi í Evrópu nú. Samtökin leggjatil að kjarnorkuvopnalaus ríki fari að dæmi Nýsjálendinga, Færeyingaog fleiri ríkja sem hafa neitað herskipum um aðgang að höfnum sínum ef þau vilja ekki upplýsa um hvort þau hafi kjarnorkuvopn innanborðs. Þetta eru allt saman skynsamlegar kröfur og sjálfsagðar. Gegn þeim verða ekki borin fram heilbrigð rök. Þess er að vænta að íslendingar og íslensk stjórnvöld taki heilshugar undir her- ferð Greenpeace-manna og leggi henni fullt lið. -óig Sunnudagur 19. Júli 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.