Þjóðviljinn - 10.02.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.02.1988, Blaðsíða 2
-SPURNINGIN — Ert þú búin(n) aö gera skattaskýrsluna? Þórður Jóhannsson bílstjóri Já, ég sendi hana inn fyrir hálfum mánuði. Þetta er ekki svo flókið hjá mér. Ellert M. Jónsson verkfræðingur Ég á bara eftir að skrifa undir. Jóhanna Benediktsdóttir ritari Já, á laugardaginn. Ég læt- endurskoðanda gera hana. Sigurður Þorláksson sjómaður Nei, ég klára rétt fyrir kl. 12 í kvöld. Snæbjörn Arngrímsson nemi Nei, ég geri þetta á síðustu stundu. FRÉTTIR Jafnréttismál Stjómvöld lítið sinnt fordæmisskyldu Um20% yfirmanna hjá ríkinu konur. Jafnréttisráð fylgjandi beitingu ákvæða jafnréttislaga um stöðuveitingar r Aráðstefnu jafnréttisnefndar BHM og endurmenntunar- nefndar Háskólans flutti Ásdís J. Rafnar, formaður Jafnréttisráðs, erindi um aðgerðir til að auka hlut kvenna í stjórnunarstörfum. Taldi hún stjórnvöld mjög tak- markað hafa sinnt þeirri frumkvæðis- og fordæmisskyldu sinni að koma á jafnrétti meðai ríkisstarfsmanna, sem þau tóku á sig með setningu jafnréttislaga 1976. Áætlaður hlutur kvenna meðal yfirmanna stofnana og fyrirtækja á vegum ríkisins er á bilinu 20- 25%. Þá eru m.a. taldir skóla- stjórar, forstöðumenn listasafna og póststöðva. Til að auka hlut " kvenna er Jafnréttisráð fylgjandi « Iðntœknisíofn un Þemadagur í málmiðnaði i Nýsköpun og sjálfvirkni í málmiðnaði er viðfangsefni | fyrsta þemadags Iðntæknistofn- \ unar, sem haldin verður í dag í' Borgartúni 6 og hefst 13.00. Fjallað verður ma. um verk- efni Icecon hf. á Grænlandi og fulltrúar frá Landvélum og Landssmiðjunni segja frá reynslu fyrirtækjanna af tölvustýringu og ! af smíði róbóta í Landssmiðj- unni. Deginum lýkur með heimsókn í fyrirtæki þar sem skoðaður verður tækjabúnaður við fram- leiðslu á ýmiss konar sjálfvirkni- búnaði en þemadagurinn er op- inn öllum áhugamönnum um málmiðnað. Oddi Útlendar glæpasögur Danski rithöfundurinn Dan Turéll flytur tvo opinbera fyrir- lestra í boði Heimspekideildar Háskólans í dag og á föstudag. Fyrri fyrirlesturinn fjallar um enskar og amerískar glæpasögur og sá síðari um glæpasögur Tur- élls sjálfs sem er þekktur fyrir slíka sögusmíð. Báðir verða fyrirlestrarnir í stofu 101 í Odda og hefjast kl. 17.15. því að nýta beri tímabundið ákvæði jafnréttislaga um stöðu- veitingar hjá ríkinu. Þar er kveð- ið á um að ráða skuli konur í stöð- ur sem þær gegna að miklum minnihluta, ef þær uppfylla til- skildar menntunar- og hæfnis- kröfur. í dag gegna t.d. engar konur ráðineytisstjóra- og sendi- herrastöðum. í starfsáætlun nýkjörins Jafn- réttisráðs er lögð áhersla á að flýta fyrir því að jafnrétti kynj- anna náist í raun. Beinir það þeim tilmælum til stjórnvalda, að hvert ráðuneyti og stofnun hins opinbera vinni framkvæmdaáætl- un um hvernig stuðla megi að jafnrétti karla og kvenna á hverj- um stað. Telur Ásdís, að með því móti yrðu forstöðumenn meðvit- aðri um þá skyldu sína að gefa báðum kynjum jafna möguleika. Jafnréttisráð fyrirhugar könn- un á ráðningu í stöður hjá ríkinu s.l. tvö ár, bæði til að sjá ásókn kvenna í stjórnunarstörf og hvort karlar fái frekar auglýstar stöður. í erindi Ásdísar kom fram að kannanir meðal kvenna í BHM og Sambandi bankamanna sýndu að verulegur hluti aðspurðra taldi að konur og karlar stæðu ekki jafnt að vígi hvað varðar frama- möguleika í starfi. Hjá banka- mönnum kom einnig fram að | meirihluti kvennanna hafði hug á ábyrgðarmeira starfi. Lára V. Júlíusdóttir, aðstoðar-1 maður félagsmálaráðherra, sagði í samtali við blaðamann að ekki vantaði ákvæði um jafnan rétt kvenna, heldur stæði á fram- kvæmdinni. Tregðan væri tvenns konar; bæði hjá yfirmönnum stofnana og hjá konunum sjálf- um. Konur hefðu þó verið dug- legar að undanförnu að sækja um stöður innan opinbera geirans. Að sögn Láru eru nú starfandi þrjár nefndir sem leita úrbóta til að jafna stöðu kvenna á vinnum- arkaði. Auk þess hefur félags- málaráðherra sent öllum ríkis- stofnunum og ríkisfyrirtækjum bréf, með tilmælum um að auka hlut kvenna í stjórnum, ráðum og nefndum hins opinbera. mj Fundur ráðunauta Leitað leiða í sauðfjárrækt Markmiðið að aðlaga sauðfjárrœkt að innanlandsmarkaði. Fé til útflutningsbóta mœtti nýta til stuðnings nýgreinum r Aárlegum fundi ráðunauta eru sauðfjárrækt og markaðsmál, þeirrar greinar ofarlega á baugi. Leitað er ráða til að bæta afurðir sauðtjár og lækka framleiðslu-. kostnað. Jóhannes Sigvaldason, tilraunastjóri á Möðruvöllum, segir verð á dilkakjöti of hátt nú til að standast samkeppni við annað kjöt. Til að lækka framleiðslukostn- að iíta menn helst til þess að minnka fóður og vinnu við um- hirðu. Kynbætur eru líka nauð- synlegar til að ná upp frjósemil sauðfjár og réttum vexti, sem tryggir mikið kjöt en minna af fitu. Einnig er rætt um ýmsar ný- jungar við vinnslu á dilkakjöti og hvernig bæta megi nýtingu á ull og gæru, til að gera þær afurðir verðmeiri. Jóhannes segir marga telja að betur megi verja þeim peningum sem nú fara til útflutningsbóta. Þeim væri hægt að ráðstafa til hagræðingar í landbúnaði og til að styðja við nýgreinar, t.d. rækt- un nytjaskóga. Bændur fara ekki út í þá grein nema þeim séu tryggð laun í þann tíma sem tekur að rækta upp skóginn. Með meiri fækkun sauðfjár verði sá bú- skapur mest hlutastarf og því nauðsynlegt að örva nýjar hliðar- greinar. í fjárlögum var mikið skorið niður til tilraunastarfsemi í land- búnaði og sagði Jóhann að lítið yrði úr tilraunum á Möðruvöllum í ár, þótt nýlega sé búið að byggja þar tilraunabú. Taldi hann að vel mætti hagræða í tilraunastarf- seminni, en fjárlagafrumvarpið væri ekki rétti veattvangurinn til að ná því fram. mj r aæja, ner er am sem ' til þarf í skattaskýrsluna og launase yfirdráttur o og vextir og og kröfur o< dráttarvexti lögfræði- kostnaöur 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 10. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.