Þjóðviljinn - 10.02.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.02.1988, Blaðsíða 3
■■"ÖRFRÉTTIR^™ Sala á léttum vínum hefur dregist nokkuð saman á síðustu árum og í fyrra minnkaði hún örlítið miðað við árið á undan. Sala á sterkum vínum, 22% og meira, jókst hinsvegar um rúm 4,5% frá árinu á undan. Sala á sígarettum jókst einnig um rúm 2,5% á árinu, vindlasala dróst lítillega saman en sala á reyktóbaki minnkaði verulega eða um rúmt 21%. Bæjarstjórnirnar í Neskaupsstað og á Seyðisfirði hafa báðar skorað á Alþingi að fresta afgreiðslu frumvarps um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga þar til tryggt sé að sveitarfélögin fái tekjur á móti auknum útgjöldum og að þau geti veitt íbúum sínum svipaða þjón- ustu án tillits til búsetu. Þróunarsam- vinnustofnun (slands verður umræðuefni á fundi Félags áhugafólks um þró- undarlöndin sem haldinn verður í samkomusal Rauða krossins að Rauðarárstíg 18 kl. 20.30 í kvöld. Dr. Björn Dagbjartsson fram- kvæmdastjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar flytur erindi á fundin- um. Rekstrartap Steinullarverksmiðjunnar á sl. ári var um 10 miljónir króna en í fjár- hagsáætlun sem gerð var við endurskipulagningu reksturs fyrirtækisins á sl. ári var reiknað með aö tapið yrði um 30 miljónir á árinu. Á þessu ári er gert ráð fyrir vaxandi sölu á steinull á heimsmarkaði og vaxandi út- flutningi til Færeyja og Bretlands. Carrington lávarður framkvæmdastjóri NATO er kominn til landsins í kveðjuheim- sókn en hann lætur af störfum hjá bandalaginu í sumar. Carrington mun hitta að máli forseta íslands, forsætis- og utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd Alþingis. FRÉTTIR Samtökin ‘78 Ráðgjöf vegna alnæmis Gagnrýna ómarkvisstforvarnarstarf yfirvalda. Helstu smitberar karlar er hafa mök við bœði kynin Félagar í Samtökunum 78 kynna ráðgjafarþjónustu um alnæmi. Mynd E.ÓI. Samtökin ‘78, félag lesbía og homma, eru nú að setja í gang ráðgjafarþjónustu um alnæmi. Sjálfboðaliðar munu veita öllum sem hringja ráðgjöf og stuðning þrjú kvöld í viku. Einnig verður hægt að óska eftir persónulegri ráðgjöf hjá félagsráðgjöfum. Samtökin ráðast í þetta nú vegna aðgerðaleysis heilbrigðis- yfirvalda, sem þau telja lítið hafa' sinnt nauðsynlegri forvarnar- starfsemi og ráðgjöf. Aðeins hef- ur verið boðið upp á upplýsinga- þjónustu hjá samstarfsnefnd lækna um alnæmi, eina klukku- stund í viku. Mikill fjöldi íslend- inga hefur hins vegar leitað ráða hjá samtökunum síðustu ár, sem sýnir að þörfin er mikil. Þorvaldur Kristinsson, fræðslufulltrúi Samtaka ‘78, segir að byrjað sé á vitlausum enda hér með þessari miklu áherslu á mótefnamælingar. Áróðurs- og fræðsluherferð, þar sem talað verði tæpitungulausu máli, sé besta leið til að hamla gegn út- breiðslu alnæmis. Yfirvöld hér virðist haga sér eins og sjúkdóm- urinn sé ekki kominn til að vera. Sem dæmi um máttlitla baráttu nefndi Þorvaldur „smokkaplagg- atið“ sem „grín og alvöruleysi skein út úr.“ Alls hafa 39 smitaðir fundist hér, þar af 5 með alnæmi á loka- stigi. Á síðustu 4 mánuðum hafa 5 bæst í hóp smitaðra. í þeim hópi er gagnkynhneigð kona og 3 karl- ar sem átt hafa mök við bæði kyn- in. Telur Þorvaldur þann hóp karla breiða mest út smit og taka minnsta ábyrgð á kynlífi sínu. óttast hann að fjöldi sjúkdóms- tilfella aukist mjög á næstu árum þegar fólk, sem ekki þorir að fara í mótefnamælingu af ótta við niðurstöðurnar, fer að fá ein- kenni alnæmis. „Við erum enn í biðstöðu gagnvart heilbrigðisyfirvöldum," sagði Þorvaldur. Taldi hann of lítið hafa verið leitað eftir aðstoð samtakanna, t.d. við forvarnar- starf, á sama tíma og talað væri um homma sem einn mesta áhættuhópinn. "VI Lífeyrissjóðirnir 36 hafa undirritað 36 lífeyrissjóðir höfðu 4. febrú- ar sl. undirritað samning vegna skuldabréfakaupa af byggingar- sjóðunum fyrir árið 1989. Þar af höfðu 27 sjóðir einnig undirritað samning um skuldabréfakaup fyrir árið 1990. Alls munu vera um 85 lifeyrissjóðir starfandi í landinu þannig að rúmlega helm- ingur sjóðanna á eftir að undir- rita samning við Húsnæðisstofn- un. Lífeyrissjóður verslunar- manna er einn af þeim sjóðum sem höfðu ekki undirritað samn- ing við Húsnæðisstofnun fyrir 4. febrúar. Sömu sögu er að segja um lífeyrissjóð alþingismanna og lífeyrissjóð ráðherra. -Sáf Kjarasamningar Bak við luktar dyr í Garðastræti Fréttabann að ósk atvinnurekenda. Opnar samningaviðrœður eða pukur. Sambandsleysi innan VMSÍ? Leyndarráð er orðið að einu helsta aðalsmerki í samninga- viðræðum um nýja kjarasamn- inga. Oftar en ekki fá félagar stéttarfélaganna litlar sem engar upplýsingar af gangi samninga- viðræðna og fjölmiðlum gengur erfiðlega að fá upplýst um efnis- atriði nýgerðra kjarasamninga. Atvinnurekendur jafnt sem samninganefndamenn verkalýðs- félaganna eru nánast eiðsvarnir og gæta þess að ekkert leki út. Viðræður Verkamannasam- bandsins við atvinnurekendur á dögunum um skammtímasamn- inga eru seinasta dæmið um slík- an skollaleik. Samkvæmt ósk at- vinnurekenda gekkst Verka- mannasambandið inná að láta ekkert uppi um gang samninga- viðræðna. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans voru menn innan Verka- mannasambandsins þó ekki á eitt sáttir um fréttaleyndina og hugðu sumir að þagnarbindindið hefði orðið Verkamannasambandinu að falli í áróðursstríðinu við at- vinnurekendur. Sama kvöld og slitnaði uppúr samningaviðræðum lögðu at- vinnurekendur allan mátt í að sannfæra landsmenn um að Verkamannasambandið hefði svo til sjálfkrafa slitið viðræðum með óbilgjörnum kröfum og far- ið framá allt að 20% launahækk- un fyrir fiskverkafólk. í ljósi þess að almenningur hafði litlar sem engar upplýsingar af gangi mála meðan á samninga- viðræðunum stóð og kröfugerðin komist óskýrt til skila, var at- vinnurekendum eftirleikurinn auðveldur. í stað þess að Verkamanna- sambandið boðaði til blaða- mannafundar, jafnskjótt og slitn- aði uppúr viðræðum og hið sanna fengi að koma í ljós, var andsvar Verkamannasambandsins mátt- lítil fréttatilkynning sem send var fjölmiðlum daginn eftir þar sem ummælum atvinnurekenda var mótmælt harðlega, eins og þar stendur. Fjölmiðlum gefið langt nef Að mati eins talsmanna Verka- mannasambandsins, sem Þjóð- viljinn ræddi við, virðast sumir þeirra sem valist hafa til forystu í sambandinu telja að fjölmiðlar sitji ævinlega á svikráðum við verkalýðshreyfinguna og enn aðrir séu einfaldlega haldnir fjöl- miðlahræðslu. - Menn verða að yfirvinna þennan ótta og gera sér grein fyrir þvf að í dag eru fjölmiðlarnir helsti upplýsingabrunnur al- mennings. Verkalýðshreyfingin verður að taka mið af breyttum aðstæðum og nýta sér fjölmiðl- ana í áróðursstríðinu við atvinnu- rekendur. Það þýðir ekkert að ætla sér að gefa fjölmiðlunum langt nef. - Mér finnst það engan veginn forsvaranlegt að fréttabann sé sett meðan á samningaviðræðum stendur og að fjölmiðlum sé ekki greint frá kröfugerð eftir að búið er einu sinni að samþykkja hana, sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði. - Það er affarasælla að veita fjölmiðlunum upplýsingar heldur en að láta þeim eftir að spá í spil- in. Að mínu mati hefur verka- lýðshreyfingin farið mjög halloka í áróðursstríðinu við atvinnurek- endur vegna þess að menn hafa ekki verið nógu hreinlyndir gagnvart fjölmiðlunum. Eg vil bara minna á að fámenn- ari stéttarfélög en Verkamanna- sambandið hafa mörg hver séð ástæðu til þess að hafa sérstakan talsmanna á sínum vegum til að fóðra fjölmiðla á upplýsingum, sagði Björn. „Opnar“ samn- ingaviðræður Forystumenn nokkurra aðild- arfélaga Verkamannasambands- ins, sem Þjóðviljinn ræddi við í gær, voru á einu máli um það að æskilegast væri að samningavið- ræður væru sem „opnastar". - Þannig er umbjóðendum okkar í raun best þjónað. Félagar verkalýðshreyfingarinnar eiga siðferðilegan rétt á að fá upplýs- ingar af gangi samningavið- ræðna, sagði formaður verka- lýðsfélags á Vesturlandi. Björn Grétar Sveinsson sagði að tvennt ynnist einkum með því að viðræður væru sem „opnast- ar“. Annars vegar geta atvinnu- rekendur ekki sýnt okkur sömu óbilgirni og reyndin hefur orðið. Hins vegar eiga samninganefndir ekki eins hægt um vik að hvika frá samþykktum kröfum, um leið og menn geta frekar átt vísan bak- stuðning frá hinum almenna fé- laga, sagði Björn Grétar. Sambandsleysi - Fjölmiðlaótti framámanna Verkamannasambandsins virðist þó aðeins vera hluti af stærra vandamáli sem sambandið á við að etja. Frá því að samningaviðræður hófust hafa ýmsir forystumenn aðildarfélaga Verkamannasam- bandsins kvartað yfir sambands- leysi milli forystu og félaganna. Þannig hefur til að mynda Sigurð- ur T. Sigurðsson, formaður verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, kvartað yfir því að hann og félagar hans í Hlíf fengju litlar sem engar upplýsingar um hvaða kjarakröfur væru uppi á hverjum tíma. - Það hsfur einfaldlega ekki verið nógu gott samband milli höfuðstöðvanna og félaganna. í yfirstandandi kjaradeilum hefur til að mynda ekkert samband ver- ið haft við okkur í Hlíf. Ég veit ekki betur en að ákveðnar kjara- kröfur hafi verið samþykktar á þingi sambandsins á Ákureyri í haust, sem nú virðast gjörsam- lega gleymdar, sagði Sigurður. - Menn verða að gera sér fulla grein fyrir því að framkvæmda- stjórn sambandsins á einungis að framfylgja samþykktum sam- bandsþinga og sambandsstjórn- ar. Áherslurnar hafa breyst frá degi til dags. Ég er ekki að mót- mæla því að farið var út í við- ræður um skammtímasamninga. Vitanlega verða menn stundum að gera fleira en gott þykir, en það er lágmarks kurteisi að bank- að sé uppá hjá félögunum áður en menn söðla um í kjarastefnu. Ég tel að kalla hefði átt sambands- stjórnina saman til þess að útfæra kröfugerð fyrir samningaviðræð- urnar, sagði SigurðurT. Sigurðs- son. -rk Mlðvikudagur 10. febrúar 1988 ÍÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.