Þjóðviljinn - 10.02.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.02.1988, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR ■ ■ ""1^1 DómaraskandalU Karfa 00 „Ummæli Sigurðar Vals ekki svara verð” Valsheimili kl. 18.00 - Valur- ™ mmm naukar ,. KristbjörnAlbertssonmættiekkiíþrekpróf.KristinnAlbertssonog an-Þróttur ' Stjarn" Gunnar Valgeirsson báðirmeð FIBA-próf. Sigurður Valur enn ekki Höihn ki. 2o.oovikingur-KR skilað inn dómarasidrteini sínu Hafnarfjorður kl.20.15 FH-Fram Vegna skrifa, í Þjóðviljanum I undir fyrirsögninni “Dómarask- LwlKll andall“, hefur Kristinn Alberts- _ a son sent íþróttafréttamönnum |||M nOlllinQ blaðsins bréf þar semframkcmur lllll IICIIIIIICl ma. eftirfarandi: ** „Sagt er að báðir alþjóðadóm- Karfa ararnir séu hættir. Bæði Kristinn Albertsson og Gunnar Valgeirs- , Urval8deild son eru meg alþjóðadómararétt- 15! 11«^...................~ío S indi og því ekki rétt með farið hjá UBK-UMFN....................72-89 El"an B°llasyni vmi minum 82-61 Einar Bollason furðar sig a þvi að Kristinn skuli bæði dæma og i ótt> 6 ar 8 cc -rn lellca 1 úrvalsdeildinni í körfu- .....................bb'70 bolta. Kristinn vill vekja athygli á , 1- deild kvenna þvl- ag ( haust sendi hann bréf til iúoí Miiciii...............)?9-32 allra félaganna í úrvalsdeildinni k-p_[Rk- ^-5.7« Par sem oskað er eftir við- Haukar-is::::::::::::::::::::.37-52 brogðum vegna þess að hann d 1 7........ dæmi og leiki í úrvalsdeildinni en oiaK þá hafi engin mótmæli komið frá 1. deild karla félögunum og finnst honum mhS^"P ÍS...............2'3 skrýtið að Einir skuli minnast á Þróttur Neskaupstað-IS........3-0 Fetta nuna þegar mótið er rum- Blkarkeppni karla leSa nálfnað. Þróttur Reykjavík-HK.........3-0 ..Sem svar vlð ÞV1 hvers ve8na Bikarkeppni kvenna Kristbjörn Albertsson fékk fáa Víkingur-UBK..................3-2 leiki til að dæma í vetur, vill KKÍ Þróttur Reykjavík-HSK.........3-0 taka fram að Kristbjörn mætti ekki í þrekpróf körfuknatt- leiksdómara, sem haldið var í byrjun keppnistímabilsins. Hvað ummæli Sigurðar Vals Halldórssonar dómara varðar eru þau varla svara verð. Það er furðulegt að jafn reyndur dómari og Sigurður Valur skuli standa uppi á áhorfendapöllunum, undir áhrifum áfengis, og hrópa ó- kvæðisorð að félaga sínum í dóm- arastéttinni í leik, þó svo að hon- um líki ekki dómgæslan og telji að hún bitni á félagi sínu. Þetta sýnir að Sigurður ber ákaflega sterkar taugar til síns félags. Einnig er í greininni minnst á að Sigurður Valur hafi skilað inn dómaraskírteini sínu. Það hefur hann ekki gert enn og óvíst hvort hann gerir það. Margir dómarar eru mjög tengdir félögum sínum og þó að einn dómari dæmi tæknivíti á þjálfara annars félags, sem oft skeður, er ekki hægt að túlka það sem “persónulegar árásir“ á þjálfarann eins og Sigurður Valur heldur fram.“ Það er einnig skoðun Kristins að umræddur þjálfari geri sér ekki grein fyrir hvað olli því að karfan sem var skoruð, og var kveikjan að málinu, var dæmd ógild. Það sé hinsvegar sjálfsagt að skýra það út fyrir Einari Boll- asyni. -Eól/ste Handbolti Brynjar bjargaði KA KA hafði góða möguleika á sigri, varyfir 16-13, en Valur jafnaði og var sekúndufrá sigri Valur gerði ekki góða ferð til Akureyrar um helgina. Munaði minnstu að KA tækist að sigra en missti niður 3 marka forskot. Heimamenn byrjuðu strax á því að taka Jón Kristjánsson og Júlíus Jónsson úr umferð en það dugði ekki til því gestirnir skoruðu fyrsta markið. KA- menn náðu að jafna 4-4 og þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 10-6, KA í vil. Þeir héldu síðan forystunni allan fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi 11-9. KA jók enn muninn í síðari hálfleik. Þeir voru meira með boltann en Valsmenn voru góðir í vörninni og var staðan fljótlega 16-13. En þá tóku Valsmenn sig á og jöfnuðu 17-17. Var síðan jafnt á öllum tölum og gífurleg spenna í íþróttahöllinni. Allt var á suðu- punkti þegar 24 sekúndur voru til leiksloka en þá jafnaði Valur 20- 20. KA komst í sókn en missti boltann og Júlíus Jónsson brun- aði upp í hraðaupphlaup og skoraði en allt kom fyrir ekki, búið var að flauta leikinn af. Bestur í liði KA var Brynjar Kvaran en Friðjón Jónsson átti einnig góðan leik. Af Vals- mönnum voru það Einar Þor- varðarson og Júlíus Jónsson sem stóðu sig einna best. Akureyri 6. febrúar KA-Valur 20-20 (11-9) Mörk KA: Friðjón Jónsson 7, Pétur Bjarnason 5, Erling Krist- jánsson 5 (2v), Eggert Tryggva- son 3. Varln skot: Brynjar Kvaran 19. Útaf: KA-liðið var 8 mín. utan vallar. Mörk Vals: Júlíus Jónsson 8 (5v), Jakob Sigurðsson 5, Vald- imar Grímsson 3, Þórður Sigurðs- son 2, Þorbjörn Guðmundsson 1, Einar Naaby 1. Varin skot: Einar Þorvarðar- son 13 (1v). Útaf: Lið Vals var utan vallar 2 mín. Dómarar: Sigurður Pálsson og Björn Jóhannesson voru sæmi- legir. -HK/ste Talið frá vinstri: Broddi Kristjánsson, Gunnar Björgvinsson, Lovísa Sigurðardóttir, Kristín Magnúsdóttir, Snorri Ingvars- son og Óli B. Ziemsen. Badminton Getraunir Gaflari með 12 rétta Jafntefli Liverpool og WestHam hefur eflaust sett strik í reikninginn hjá mörgum Haukar í Hafnarfirði seldu seðilinn sem gaf 12 rétta. Það var á opnum kerfisseðli en auk þess að vera einn með 12 rétta var vinningshafinn með 10 sinnuml2 rétta og fékk því samtals 715,440.00 krónur. Með 11 rétta voru 54 raðir og kom í hvers hlut 5,216.00 krónur. Það er mjög líklegt að það hafi verið leikur Liverpool, sem hefur lengi verið ósigrandi og West Ham sem var hvað óvæntastur. Þó leikurinn hafi verið á Anfield, heimavelli Liverpool, tókst þeim ekki að leggja West Ham. Sigurliðið TBR-b í deildarkeppninni um helgina Deildakeppni Badmintonsam- bands íslands fór fram um helg- ina. í 1. deild sigraði lið TBR-B sem var skipað bæði gamal- reyndum kempum og ungu og efnilegu fólki. f liði TBR-B voru Broddi Kristjánsson, Gunnar Björgvins- son, Snorri Ingvarsson, Óli Ziemsen, Katrín Magnúsdóttir og Lovísa Sigurðardóttir, hin gamalreynda kempa. í öðru sæti varð D-lið TBR sem átti 4 lið í 1. deild. A-lið KR féll niður í 2. deild og B-lið ÍA tekur sæti þeirra. TBR-G féll í 3. deild en HSK sigraði í 3. deild og tekur sæti í 2. deild. Einna mesta athygli vakti ár- angur Óla Ziemsen sem er að verða einn okkar besti badmin- tonspilari, þótt hann sé aðeins 15 ára gamall. 22 lið tóku þátt í mótinu og voru keppendur um 180 talsins. -ih Knattspyrna Bautamótið 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 24. leikvika Arsenal-Luton.................................1 11x11111 Charlton-Wimbledon............................1 2 x 2 x x 2 1 x Chelsea-Man.United............................2 x 1 2x22x2 Coventry-Sheffield Wed........................x 1 2 x 1 1 1 1 x Newcastle-Norwich.............................x 11111111 Oxford-Tottenham..............................2 2 x 2 2 x 2 1 2 Southhampton-Nott.Forest......................2 1 2 2 x 2 2 2 2 Watford-Liverpool.............................2 22222222 West Ham-Portsmouth...........................1 11111111 Barnsley-Blackburn............................x 1 1 2 2 2 1 1 1 Leicester-Leeds...............................2 222x21 x 2 W.B.A.-Crystal Palace.........................x x x 2 2 x 1 1 1 Um næstu helgi verður haldið á Akureyri hið árlega Bautamót meistaraflokks karla í innan- hússknattspyrnu. Leikið verður í íþróttahöllinni og verður keppt í riðlum en tvö lið komast upp úr hverjum riðli og taka þátt í úr- slitakeppninni. Leikið verður eftir hinum nýju reglum KSÍ 2x8 mínútur á 25x40 metra velli og mörkin eru 2x5 metrar. 5 leikmenn eru inná í einu og þaraf 1 markvörður. Þátttökutilkynningar verða að hafa borist eftirtöldum í síðasta lagi 10. febrúar (í dag): Örlygur fvarsson, heimasími 96- 22173 Magnús Magnússon, heimasími 96-26260, vinnusími: 96-22543. Sveinn R. Brynjólfsson. sími 96- 25606. Stafsetninganrilla Á getraunaseðli 24. leikviku er stafsetningarvilla. Þar er í 4. leik sagt frá leik Coventry og Sheffield United en eins og flestir vita, sem eitthvað fylgjast með ensku knattspyrnunni, hefur Sheffield United ekki leikið í 1. deild um margra ára bil og hér er að sjálfsögðu átt við Sheffield Wednesday. í hópleiknum var ágætis þátttaka og eftirtaldir hópar fengu 11 rétta: Wembley, GRM, Örin, TVB16, Bis, Sörli, SÆ-2, GH box258, Hinir örlátu, Lenín 7.nóv., Tipp Topp, P.St, Svefn. Mlðvikudagur 10. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.