Þjóðviljinn - 26.01.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.01.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Póstur og sími Herbílar í rannsókn Strandgœslan leggur Símanum einnig til bíla við lóranstöðvarnar. Skráðir sem eign P&S en allt greittafhernum. Guðmundur Björnsson aðstoðarforstjóri: Heppilegtfyrir báða aðila. Málið komið til dómsmálaráðherra. Samgönguráðuneytið óskar eftir skýringum Lögreglan í Keflavík hefur enn ekki skilað umdæmisstjóra Pósts og síma þar í bæ bifreið þeirri sem tekin var úr umferð í síðustu viku. Bifreiðin, sem skráð var eign Pósts og síma í Keflavík, er í raun í eigu bandaríska hers- ins, en hana var hvergi að finna á bifreiðaskrá. Önnur slík bifreið sem Póstur og sími hefur haft til afnota á her- svæðinu á Miðnesheiði er þar enn í notkun. Bifreiðarnar voru upp- haflega á VL-númerum og nutu allra tollfríðinda en við rannsókn málsins hefur komið í ljós að utanríkisráðuneytið heimilaði umskráningu bifreiðanna yfir á J- númer þótt þær séu enn í eigu hersins. Lögreglan í Keflavík hef- ur ákveðið að senda dómsmála- ráðuneytinu málið til umsagnar. Þá hefur samgönguráðherra ósk- að skýringa yfirmanna Pósts og síma á þessum bílasamskiptum stofnunarinnar við bandarfska herinn. En það er ekki eingöngu á Keflavíkurvelli sem Póstur og sími er skráður eigandi bifreiða hersins. Guðmundur Björnsson, aðstoðarpóst- og símamálastjóri, staðfesti í samtali við Þjóðviljann í gær að í lóranstöðvunum við Stokksnes og á Gufuskálum væru starfsmenn Pósts og síma með fjórar bifreiðar á J-númerum sem væru í eigu bandarísku standgæsl- unnar. Þetta hefði viðgengist um ’langan tíma og engar athuga- semdir verið gerðar. - Þetta er hagkvæmnismál fyrir báða aðila. Við höfum mjög takmarkað framkvæmdafé og teljum ekki ráðlegt að eyða hluta þess í að kaupa bflaflota til að sinna þessum verkefnum og strandgæslunni og hernum finnst gjald fyrir bflaleiguþjónustu of hátt. Því hefur þessi leið verið farin að þeir útvega bflana og standa allan straum af rekstri þeirra. Guðmundur sagði að Póstur og sími hefði gefið samgönguráðu- neytinu skýringar á þessum sam- skiptum. - Þetta með bflinn í Keflavík sem tekinn var þar og fannst ekki á bifreiðaskrá, er vandi sem við bjuggum ekki til. Þarna hefur einhvers staðar orðið handvömm í kerfinu. Hann sagðist ekki telja að hér væri um neitt mál að ræða sem þafnaðist einhverrar athugunar og rannsóknar. Rannsóknarlög- reglan í Keflavík telur hins vegar ýmsum spurningum ósvarað og vill að dómsmálaráðuneytið ák- veði um framhald málsins. -«g- . if. "'<*?’■»» • Hafnarfjörður Ný smá- bátahöfn að fæðast Fyrsti áfangi tilbúinn í vor. Fullbyggð með legurýmifyrir hátt í 200 smábáta Mýtt dýpkunarskip Dýpkunarfélagsins hf. frá Siglufirði hamast nú við að moka upp eðju við Óseyri í Hafnar- firði, þar sem framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar smábátahafnar. Alls er áætlað að moka um 20 þús. rúmmetrum af þessu svæði og á því verki að ljúka á næstu vikum. Áður hefur nýja dýpkunarskipið, sem kom í stað systurskips síns sem sökk út af Snæfellsnesi sl. haust, dýpkað úti fyrir nýja Suðurbakkanum og mun einnig dýpka við Óseyrar- bryggju framan við Fiskmarkaðinn. Nýja smábátahöfnin sem verður innst í fjarðarbotnin- um framan við gömlu Flensborg, mun fullbyggð getað rúmað hátt í tvöhundruð smábáta. Áætlað er að taka fyrsta áfanga hafnarinnar í gagnið þegar í vor. -lg- Nýja dýpkunarskipið er mjög afkastamikið og á ekki í erfið- leikum með að moka upp eðjunni innst í fjarðarbotninum í Hafnarfirði. Mynd-Jim Smart. Handbolti Tékkar í Firðinum Islendingar leika tvo landsleiki gegn Tékkum um helgina. Fyrsti leikur Kristjáns Arasonar í Hafnarfirði í fjögur ár Lokaundirbúningur landsliðs- ins fyrir B-heimsmeistarakeppn- ina stendur nú yfir en hún hefst í Frakklandi um miðjan febrúar. Um helgina leika íslendingar tvo landsleiki gegn Tékkóslóvakíu hér á landi en Tékkar höfnuðu sem kunnugt er í 6. sæti ólympíul- eikanna í Seoul sl. haust. Handknattleikssambandið bryddar upp á þeirri nýbreytni að láta annan leikjanna fara fram utan Reykjavíkur en slíkt er mjög sjaldgæft nema gegn „auðveld- ari“ þjóðum. Leikið verður á föstu- og laugardag og fer fyrri leikurinn fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði kl. 20.30 en síðari leikurinn verður í Laugardalshöll kl. 17.00 daginn eftir. íslenski landsliðshópurinn er nú skipaður 21 manni en aðeins 16 þeirra fara með til Frakklands. Hópinn skipa eftirtaldir: Markverðir: Einar Þorvarðarson, Valur.....211 GuðmundurHrafnkelsson, UBK.....66 Hrafn Margeirsson, (R..........16 LeifurDagfinnsson, KR...........3 Aðrir leikmenn: ÞorgilsÓttarMathiesen, FH ....211 JakobSigurðsson, Valur........164 Bjarki Sigurðsson, Víkingur....43 ValdimarGrímsson, Valur........60 SigurðurGunnarsson, fBV.......164 Alfreð Gíslason, KR ..........160 Páll Ólafsson, KR.............185 GuðmundurGuðmundsson, Víkingur 207 KristjánArason.Teka...........200 GeirSveinsson, Valur..........153 Sigurður Sveinsson, Valur.....163 Héðinn Gilsson, FH.............31 Júlíus Jónasson, Valur........117 GuðjónÁrnason, FH...............3 BirgirSigurðsson, Fram.........13 KonráðOlavson, KR..............10 Júlíus Gunnarsson, Fram.........3 Athygli skal vakin á því að þeir Páll Ólafsson og Sigurður Sveins- son eru meiddir og leika varla með um helgina. Þeir ættu hins vegar að verða orðnir frískir fljót- lega eftir helgi og eru því í undir- búningshópnum. Kristján Arason lék sinn 200. landsleik gegn Búlgörum fyrir skömmu og verður hann heiðrað- ur sérstaklega vegna þessa fyrir fyrri leikinn. Það fer vel á því að Kristján leiki þennan heiðursleik á æskustöðvum sínum í Hafnar- firði en þar hefur hann ekki leikið í tæp fjögur ár. -þóm vestjiroir Atvinnuástandið viðunandi Flosi Magnússon: Þurfum ekki að kvarta hér á Bíldudal. Ulfur Thoroddsen: Óvissuástand á Patreksfirði. Ólafur Kristjánsson: Bolvíkingar bjartsýnir á að nœg atvinna haldist Atvinnuástandið hér á Bíldudal er með ágætum, mokveiði er á rækju og togarinn aflar ágætlega. Að vísu hefur gefið illa á sjó frá áramótum, en það er að breytast, sagði Flosi Magnússon sveitar- stjóri á Bfldudal aðspurður um hvernig atvinnuástandið væri. Hann taldi að það væri eins og það hefði verið undanfarin ár og að hann sæi engar blikur á lofti um að það myndi breytast. Að dæma af þeim samtölum sem Þjóðviljinn átti við menn á Vestfjörðum í gær er atvinnu- ástand þar viðunandi. Verst er það á Patreksfirði. Þar hefur starfsemi Hraðfrystihúss Pat- reksfjarðar legið niðri frá því í haust er leið. Ekkert bendir til þess að þar verði hafin starfsemi að nýju í bráð. - Við höfum trú á því að takist að hefja framleiðslu á ný í þessu húsi. Ef ekki, er hætt við því að hér verði langvarandi atvinnu- leysi. Nú eru um 50 á atvinnu- leysisskrá. Ef vetrarvertíðin gengur vel, mun ástandið eitthvað lagast, sagði ÚlfarThor- oddsen sveitarstjóri á Patreks- firði Ef ekki berst nægilegur afli á land á komandi vertíð, sem hefur farið illa í gang vegna ótíðar, er hætt við því að hluti af þeim sem nú eru á atvinnuleysisskrá verði tekjulausir þegar líða tekur á vor- ið. Því þá hefur það fólk náð 36 vikna markinu sem kveðið er á um í lögunum um atvinnuleysis- bætur. Á Þingeyri er næg dagvinna, en þó svo sé er atvinnuástandið enn ekki eins og menn hefðu viljað. Rekstur Hraðfrystihúss Dýrfirð- inga, sem er í eigu Kaupfélagsins hefur gengið illa að undanförnu, sem sést af því, að þar var öllum fastlauna- samningum sagt upp fyrir áramót. Einnig er þess skemmst að minnast að húsinu var lokað í vikutíma í fyrra vegna vangoldins söluskatts. Jónas Ólafsson sveitarstjóri á Þingeyri sagði að allt væri í óvissu með framhaldið. Að hans sögn stendur rekstur togaranna undir sér, en það sama verður ekki sagt um fiskvinnsluna. Þrátt fyrir tímabundna erfileika átti Jónas ekki vona á öðru en að ástandið myndi færast í eðlilegt horf innan tíðar. Hraðfrystihúsið á Þingeyri mun vera eitt af þeim húsum sem eru í sérstakri skoðun hjá At- vinnutryggingasjóði, en þannig mun einnig vera ástatt fyrir Hrað- frystihúsi Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík og fleiri hús á Vest- fjörðum. - Frá áramótum hef- ur verið mikil ótíð þannig að at- vinnuástandið hér á Bolungarvík er ekki gott sem stendur. En ég hef ekki trú á öðru en að það verði í lagi þegar gefur á sjó, sagði Ólafur Kristjánsson bæjar- stjóri á Bolungarvík. Hann sagði að Bolvíkingar væru bjartsýnir á að næg atvinna myndi haldast. Svo virðist sem fáir Vestfirðingar séu á atvinnuleysis- skrá um þessar mundir. Þar getur hins vegar orðið breyting á, ef ekki tekst að leysa úr fjárhags- vanda frystihúsanna sem víða eru rekin með miklu tapi um þessar mundir nánast allsstaðar annars staðar á landinu. -sg 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.