Þjóðviljinn - 29.03.1989, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 29.03.1989, Qupperneq 7
ERLENDAR FRETTIR Sovétríkjakosningar Stórsigrar kerf isgagnrýnenda 90% sigur Jeltsíns. Flokksleiðtogar féllu í mörgum helstu borgum Urslit þingkosninganna í So- vétríkjunum á páskadag, hinna fyrstu frjálsu f sögu þeirra, urðu þau að frambjóðendur studdir af forustu kommúnista- flokksins fóru víða hrakfarir en frambjóðendur meira eða minna Montazeri segir af sér Hossein Ali Montazeri aja- tolla, sem 1985 var útnefndur eft- irmaður Khomeinis erkiklerks í íran, hefur sagt af sér þeirri virð- ingarstöðu. Talið er að hann hafi verið þvingaður til þess vegna þess að Khomeini og aðrir ráða- menn þarlendir telji hann of hóf- saman. Montazeri hefur viljað leita eftir bættum samskiptum við Vesturlönd og sagði í s.l. mánuði að leitt væri til þess að vita að litið væri orðið á írani sem „þjóð manndrápara.“ Olía mengar innhaf Um 42 miljónir lítra af hráoiíu hafa runnið í sjóinn úr risatank- skipinu Exxon Valdez, sem á föstudaginn langa strandaði skammt frá hafnarbænum Valdez við Prince William Sound við suðurströnd Alaska. Er þetta að sögn mesta olíuslys af þessu tagi í sögu Norður-Ameríku. Prince William Sound, sem í raun er lítið innhaf, er mjög auðugt af fiski og sjávarspendýrum auk þess sem fuglalíf er þar mikið, og er nú óttast að þetta sé allt í bráðri hættu vegna olíumengunar. Valdez er við suðurenda olíu- leiðslunnar, sem liggur þvert yfir Alaska. í gær þakti olíubrákin um 260 ferkílóm. svæði. Eigend- ur olíuskipsins eru harðlega gagnrýndir fyrir að hafa brugðið seint við til bjargar eftir að skipið var strandað. 15 Súlúar vegnir 15 menn voru vegnir á páska- dag í Natal, einu fylkja Suður- Afríku, er til bardaga kom milli tveggja ættbálka af Súlúþjóðinni. Ættbálkar þar eiga oft í erjum út af akur- og haglendi og réttindum til vatns, og hljótast ósjaldan af manndráp. í Natal hefur einnig verið illindasamt undanfarin ár milli Sameinuðu lýðræðisfylking- arinnar og Inkatha-hreyfingar- innar, en í síðarnefndu samtöku- num eru einkum Súlúar. Reuter/-dþ. ITT Sjónvarpstæki Qáifestíng í gæöum [jNOH/CAP] KÆUogFRYSTISKAPAR Ótrúlegt verð andstæðir flokksforustunni urðu þeim mun sigursælli. Einna mest- ur var sigur Borisar Jeltsín, sem bauð sig fram í einu kjördæm- anna í Moskvu, en þar fékk hann um 89 af hundraði greiddra at- kvæða. Fyrir Jeltsín er þetta sérlega mikill persónulegur sigur, en honum var sem kunnugt er vikið úr stöðu flokksleiðtoga í Moskvu og fyrir ári úr stjórnmálaráði kommúnistaflokksins vegna þess að hann var of róttækur að mati flokksforustunnar. Eftir þessi úr- slit er líklegt talið að Jeltsín verði leiðtogi einskonar stjórnarand- stöðu í hinu nýja æðstaráði So- vétríkjanna. Af háttsettum flokksleiðtogum fór Júrí Solovjov, æðsti maður flokksdeildar Leníngradsvæðis- ins, hvað verst út úr kosningun- um. Enginn bauð sig fram á móti honum og náði hann þó ekki kjöri, þar eð hann fékk undir helmingi greiddra atkvæða. Leið- togar flokksdeildanna í borgun- um Moskvu, Leníngrad, Kíef, Lvov, Minsk og Kísjínov náðu ekki heldur kjöri. I Úkraínu, öðru fjölmennasta sovétlýðveld- inu, féllu fimm umdæmisstjóra flokksins og í Austur-Síberíu fóru háttsettir flokksmenn einnig miklar hrakfarir. Andrej Vozn- esenskíj skáld sagði í gær að úr- slitin væru gleðilegur vottur mik- ils pólitísks þroska og útbreidds skilnings á lýðræði meðal sovésks almennings. Gorbatsjov forseti og flokksaðalritari sagði á páska- dag að vera kynni að ekki yrðu allir ánægðir með úrslitin. „En við því er ekkert að gera,“ bætti hann við. „Sá aðili sem er öllum æðri hérlendis hefur látið álit sitt í ljós.“ I sovéskum blöðum í gær bar nokkuð á áhyggjum út af úrslit- Jeltsín - hafnað af flokknum en haf- inn til vegs og virðingar af kjósend- um. unum. f Vestur-Evrópu kunna blöðin sér hinsvegar ekki læti af fögnuði yfir þeim og sum slá því jafnvel fram að vera kunni, að páskadagurinn í ár muni ekki síður marka tímamót í sögu risa- veldisins þar eystra en bylting- arnar 1917. Varsjárdagblaðið Zycie Warszawy segir úrslitin sanna að perestrojka sé enginn sýningargripur, heldur þróun í anda byltingar. Þriðjungur fulltrúa á hinu ný- stofnaða þjóðþingi Sovétríkj- anna hafði áður verið kosinn af fjöldasamtökum ýmsum, einkum kommúnistaflokknum og sam- tökum tengdum honum. En kosningar um tvö af hverjum þremur þingsætum, sem alls eru 2250, fóru fram á páskadag. Að- alhlutverk hins nýkjörna þjóð- þings verður að kjósa nýtt æðsta- ráð, sem gagnstætt hinu gamla fær raunverulegt vald, þar á með- al til að hafna stjórnarfrumvörp- um, ef því svo sýnist. Enda þótt úrslitin séu verulegt áfall fyrir forustu kommúnista- flokksins er mikill meirihluti kjörinna þingfulltrúa í flokknum og að meira eða minna leyti hlynntur ríkisstjórninni. Reuter/-APN/-dþ. Baltnesku löndin Þrumusigrar grasrótartireyfinga Grasrótarhreyfingar í baltn- esku sovétlýðveldunum þremur, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, unnu mikla sigra í sovésku þing- kosningunum á páskadag. Mest- ur var sigur Sajudis í Litháen, en frambjóðendur þeirrar hreyfing- ar náðu kjöri í 31 af 33 kjördæm- um, sem í réðust úrslit í fyrstu umferð kosninganna. í hinum kjördæmunum tveimur voru kjörnir þeir Algir- das Brazauskas, aðalritari kommúnistaflokksins í Litháen, og Vladímír Berezov annar flokksritari, báðir með yfir 70 af hundraði greiddra atkvæða. Þeir eru báðir taldir vera fremur hlynntir Sajudis. í Lettlandi réð- ust úrslit í 29 kjördæmum í fyrstu Kosovo 18 drepnir 18 menn hafa beðið bana í átökum á júgóslavneska sjálf- stjórnarsvæðinu Kosovo s.l. viku, að sögn þarlendra fréttam- iðla. Átökin urðu er albanskir íbúar svæðisins mótmæltu skerð- ingu sjálfstjórnar þess. Tveir lög- reglumenn eru meðal hinna drepnu, en hinir munu hafa verið í hópum albansks mótmælafólks. Þetta eru að líkindum hörðustu átökin, sem enn hafa orðið í Kos- ovo milli albanskra íbúa þar og júgóslavneskra yfirvalda. Mestar munu óeirðirnar hafa verið ann- an í páskum. Þing Serbíu, sem Kosovo heyrir undir, samþykkti í gær verulega skerðingu sjálf- stjórnar svæðisins og einnig Voj- vódínu, annars sjálfstjórnar- svæðis innan serbneska lýðveldis- ins. Þýðir þessi samþykkt að m.a. lögregla og dómstólar sjálfstjórn- arsvæðanna verða héreftir undir serbneskri stjórn. Reuter/-dþ. umferð kosninganna og náði Al- þýðufylkingin þarlenda 24 þeirra þingsæta. I Eistlandi náðu 30 frambjóðendur kjöri á páskadag og að sögn talsmanna Alþýðuf- ylkingarinnar þar eru 26 þeirra stuðningsmenn hennar eða hlynntir henni að einhverju marki. 1 mörgum kjördæmum í baltnesku löndunum og annars- staðar í Sovétríkjunum fékk eng- inn frambjóðandi yfir helming greiddra atkvæða og verður sam- kvæmt kjörreglum að kjósa í þeim aftur, hvað líklega verður gert innan tveggja vikna. Reuter/-APN/-dþ. Brazauskas - kjörinn með yfir 70 af hundraði greiddra atkvæða. Ný Tyrtdandsstjóm Turgut Özal, forsætisráðherra Tyrklands, myndaði nýja ríkis- stjórn í snarhasti í gær eftir að fyrri stjórn hans hafði sagt af sér á mánudag vegna mikils ósigurs Móðurlandsflokksins, flokks Özals, í byggðarstjórnakosning- um á páskadag. Flokkur þessi er fremur lauslegt samband tiltölu- lega frjálslyndra manna hlynntra Vesturlöndum og íhaldssamra múslíma. í nýju stjórninni, sem mynduð var í þeim tilgangi að endurheimta traust kjósenda á flokknum, eru fleiri af þeim fyrr- nefndu en var í fráfarandi stjórn. Reuter/-dþ. AÐALFUNDUR RAUÐA KROSS ÍSLANDS Aöalfundur Rauða kross íslands 1989 verður haldinn í Reykjavík 28.-29. apríl n.k. Fundurinn verður settur á Hótel Lind, Rauðarár- stíg 18 klukkan 20:00 föstudaginn 28. apríl. Dagskrá samkvæmt 16. grein laga RKÍ. Stjórn Rauða kross íslands JAFNAR TÖLUR • ODDATÖLUR • HAPPATÖLUR Þettaeru tölurnarsem uppkomu 25. mars. Heildarvinningsupphæð varkr. 19.987.529,- 1. Vinningur var kr. 12.081.440,- og 4 voru með fimm réttar tölur og því fær hver kr. 3.020.360,- Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 1.172.598,- skiptist á 14 vinnings- hafa og fær hver þeirra kr. 83.757,- Fjórar tölur réttar, kr. 2.022.723,- skiptast á 379 vinningshafa, kr. 5.337,- á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 4.710.768,- skiptast á 12.801 vinningshafa, kr. 368,- á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til Iaugardags og er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.