Þjóðviljinn - 29.03.1989, Page 11

Þjóðviljinn - 29.03.1989, Page 11
LJÓSVAKINN Heyrt og séð um páskana Ingibjörg Haraldsdóttir Páskarnir liönir hjá með sínum fermingarveislum, sínu enda- lausa súkkulaði - og páskadag- skrá ljósvakans. Úr miklu að moða fyrir þann sem pistilinn skrifar, eða hvað? Skyldi nú eitthvað sitja eftir af því sem rann ljúflega inn um skilningarvitin þessa hátíðisdaga - eða rann það allt jafnljúflega útum þau aftur? Á dagskrá Sjónvarpsins okkar var þónokkuð af íslensku efni. Við erum talsvert fróðari um ís- lenska refinn og hreindýrið en við vorum fyrir páska, svo er tveimur nýjum sjónvarpsþáttum fyrir að þakka. Rögnvaldi Sigurjónssyni píanóleikara kynntumst við í skemmtilegum viðtalsþætti skömmu fyrir páska. Ekki ættum við heldur að velkjast í vafa um hver Þorsteinn Jónsson flugkappi er, honum fengum við að kynnast í heimildarkvikmyndinni Flug- skírteini númer 13, sem sýnd var á páskadagskvöld. Sú mynd var í hefðbundnum hetjustfl, fram- leidd af Saga film. Síldarævintýri Öllu áhugaverðari þótti mér heimildarmynd þeirra Hjálmtýs Heiðdal og Finnboga Hermanns- sonar, „ Af sfldinni öll erum orðin rík...“, sem sýnd var miðviku- daginn fyrir páska og fjallaði um síldarævintýrið á Djúpuvík og þar um slóðir á fjórða áratug þessarar aldar. Mér finnst ástæða til að fagna sérstaklega þegar kvikmynda- gerðarmennirnir okkar bera gæfu til að festa á filmu eitthvað sem skiptir okkur máli, segir okkur eitthvað um söguna, landið og okkur sjálf. Fað gerir þessi heimildarmynd um Djúpuvík óneitanlega. í henni var sfldaræv- intýrið sett í sögulegt samhengi og útskýrt á býsna sannfærandi hátt, en slíkt er því miður ekki nógu algengt í íslenskum heimild- armyndum. Fjööur í hatti Friðriks Rúsínan í pylsuendanum hjá Sjónvarpinu var svo Flugþrá Friðriks Þórs Friðrikssonar sem sýnd var á annan í páskum, rúm- lega hálftíma löng sjónvarps- mynd byggð á heimild frá sautjándu öld. Friðrik Þór er sá kvikmynda- höfundur okkar sem hvað ötulast fetar eigin brautir og kemur síf- ellt á óvart, bæði með vali á við- fangsefnum og frumlegum tökum á þeim. Myndin „Flugþrá“ er enn ein fjöður í hattinn hans - lítil perla sem skín í minningunni og hefur skilið eftir sig einkenni- legar myndir, skringilegan sárs- auka. Líklega eiga allar þjóðir sér sögur um unga pilta sem langaði að fljúga (skyldi nokkra stúlku hafa langað til þess?), þeir smíð- uðu sér vængi og reyndu en tókst auðvitað aldrei að láta drauminn rætast. Nema stráknum í „Flugþrá", hann flaug einsog stór fugl, hnitaði hringi yfir bænum sínum og lenti loks með glæsi- brag. Samtíðin þoldi það ekki, kirkjan og læknavísindin murk- uðu lífið úr þessum mannfugli. Sem flaug þá til himna í líki hvítr- ar dúfu... Einföld, falleg saga, dæmi- saga, goðsögn. Um það sem ekki verður lamið með lurk. Um mannsandann þrjóskufulla. Um listina. Þessa sögu segir Friðrik Þór á mjög listrænan og fallegan hátt, gerir úr henni myndljóð, þrungið táknum og tilvísunum, og færír hana í búning sem flytur okkur aftur í aldir, aftur til Endur- reisnarinnar ítölsku án þess að yf- irgefa íslenskt landslag, liti eða stemmningu. Við kvökum og þökkum og heimtum meira af svo góðu. Hamlet Danaprins Á páskadag hlustaði ég á páskaleikrit Útvarpsins, Hamlet Danaprins, í frábærum flutningi margra af okkur bestu leikurum, undir stjórn Stefáns Baldurs- sonar. Það var mikil og góð veisla og stóð í þrjá klukkutíma. Við erum rík, íslendingar, að eiga þýðingar Helga Hálfdanarsonar á verkum Shakespeares og gott er að fá að njóta sem oftast þessara gimsteina heimsbókmenntanna, hvort heldur er á sviði eða í út- varpi. Hlutleysið Á annan í páskum brunaði ég eftir Keflavíkurveginum með út- varp Rót í eyrunum og heyrði bráðskemmtilegan og fróðlegan þátt þar sem sagt var frá atburð- unum á Austurvelli 30. mars 1949. Þeir Jón Múli Árnason, Stefán Ögmundsson, Ólafur Jensson og Jón Böðvarsson sögðu frá, en þættinum stjórnaði Ragnar Stefánsson. Sem ég sat þarna í drossíunni og hlustaði á kempumar datt mér í hug að þetta væri nú eitthvað annað en þessir leiðinlegu umræðuþættir í ríkisfjölmiðlunum. Þarna sögðu menn afdráttarlaust það sem þeir meintu og voru ekkert að reyna að fela skoðanir sínar eða klæða þær í einhverja hlutleysisgarma. Útkoman varð mjög lifandi og áhrifasterk mynd af því sem gerð- ist þegar þjóðin var véluð inní hernaðarbandalag fyrir fjörutíu árum, sem aldrei skyldi verið hafa. Ég spurði sjálfa mig: væri ekki ráð að endurskoða þessar hlut- leysisreglur ríkisfjölmiðlanna? Hlutleysi þarf ekki að merkja pempíulegt skoðanaleysi, og það ætti heldur ekki að vera nauðsyn- legt að segja B í hvert sinn sem sagt er A, með öðrum orðum kalla til íhaldsmann í hvert sinn sem rætt er við komma, eða öfugt. Því ekki að leyfa fólki að ræða málin út frá sínu sjónar- horni án þess að einhverjir pólit- ískir andstæðingar séu stöðugt að grípa fram í, oftar en ekki til að snúa út úr? Og því ekki að taka til umræðu mikilvæg og umdeild mál einsog Nató-aðildina, alvar- legasta deilumál þjóðarinnar í fjörutíu ár? Niðurstaða mín varð auðvitað sú að útvarp Rót væri hið mesta þarfaþing, bráðnauðsynlegt fyrir lýðræðið í landinu, umræðuna og skoðanafrelsið. Fyrir utan að vera vettvangur fyrir skoðanir og umræðuefni sem eiga ekki greið- an aðgang að ríkisfjölmiðlunum hlýtur Rótin að hafa áhrif á þessa sömu ríkisfjölmiðla, ýta þeim smám saman út í djarfari og hressari umræður. Vona ég. I DAG þlÓÐVILJIHN FYRIR50ÁRUM Madrid svikin á vald Franco. Sósíaldemókratinn Besteirosér um allt er að uppgjöt borgarinnar lýtur! Landráðaklíkan ersteypti Spánarstjórn af stól fullkomnar níðingsverkið. Vill Jónas Guðmundsson kljúfa Kaupfélag Reykjavíkur? 29. MARS miðvikudagur í tuttugustu og þriðju viku vetrar, níundi dagur einmánaðar, 88. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 6.56 ensestkl. 20.10. Tungl minnkandi á þriðja kvartili. VIÐBURÐIR Heklugos 1947. Iðja á Akureyri stofnuð 1936. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöa vikuna 24.-30. mars er I Holts Apóteki og LaugavegsApóteki. Fyrrnefnda apótekið eropiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síöarnefnda apótekiö er opiö á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...........sími 4 12 00 Seltj.nes...........sími 1 84 55 Hafnarfj............sími 5 11 66 Garðabær............sími 5 11 66 Slökkvlliö og sjúkrabilar: Reykjavík..........sími 1 11 00 Kópavogur..........sími 1 11 00 Seltj.nes..........sími 1 11 00 Hafnarfj...........simi 5 11 00 Garðabær...........simi 5 11 00 L>EKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er I Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráöleggingar og tíma- pantanir I síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garöabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Kef lavlk: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspítalinn: alla daga15-16,19-20. Borgarspitalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðinyið Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitall Hafnarfirði: alladaga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn: alladaga 15-16og 18.30-19. Sjúkrahúsiö Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúslö Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. SjúkrahúsAkraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsiö Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöö RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálfræöistööin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagiö Álandi 13. Opið virkadagafrá kl. 10-14. Simi 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálfsh jálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500,símsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssim- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konursem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags-ogfimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Simsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opiö hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga ogsunnudagakl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakts. 686230. Vinnuhópur um sit jaspellamál. Sími 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaöstoö Orators, félags laga- nema, er veitt í sima 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð8 er„Opiðhús“fyrirallakrabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ Gengisskráning 28. mars 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar....... 53,13000 Sterlingspund............ 90,40100 Kanadadollar............. 44,54200 Dönsk króna............... 7,23600 Norsk króna............... 7,77210 Sænskkróna................ 8,27440 Finnsktmark.............. 12,50410 Franskurfranki............ 8,34260 Belgiskur franki........ 1,34690 Svissn. franki.......... 32,34310 Holl. gyllini............ 25,01470 V.-þýsktmark............. 28,20890 Itölsklira................ 0,03848 Austurr. sch.............. 4,00970 Portúg. escudo............ 0,34280 Spánskurpeseti............ 0,45290 Japansktyen............... 0,40000 Irsktpund................ 75,44700 KROSSGÁTA I Lárétt: 1 fíkniefni 4 T I r 2 r 4 6 3 7 samkomulag 8 hemur 9íburður 11 óttaðist 12 sjávardýrin 14 frétta- stofa 15 llkamshluti 17 slöttólfur 19 þreyta 21 skemmd 22 viðkvæmi 24vætir25 þungi Lóðrétt: 1 lof 2sæti3 hugurinn4fuglar5 heiður6hey7folald10 áhöld 13nálæg 16 anga 17 þykkni 18 spíri 20 morar 23 áköf Lausnásíðustu krossgátu • 9 1Ó r 11 12 13 n 14 u 18 18 L J 18 P 19 20 Lárétt: 1 gauf4tvær8 sefjaði 9 ösli 11 öliö 12 stamur 14 sólguð 15 Ínna17ragni19sói21 óku 22 renn 24 samt 25 rand Lóörétt: 1 grös2usla3 feimin4tjörn5val6 7 riftafti 10 Rtiakíí n 22 24 . r 28 CtvUII / 1 luuUI 1 U OlJurxCl 13unir16asna17rós 18gum 20ónn23er Þráir Friðrik að fljúga? Miðvikudagur 29. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.