Þjóðviljinn - 29.03.1989, Síða 12

Þjóðviljinn - 29.03.1989, Síða 12
Gunnar Erlendsson bílstjóri hjá SS Ég fékk nú ekkert páskaegg, gaf bara börnunum mínum en ég man ekki eftir málsháttunum. Fríða Gylfadóttir iðnskólanemi Betra er að vera góðs manns frilla en gefin illa. SPURNINGIN Hvaöa málshátt fékkstu í páskaegginu þínu? Sigurður Ólafsson innanbúðarmaður Ég held það hafi verið „Ekki er riðið þó hnakkurinn sé kominn á hestinn." Margrét Einarsdóttir næturvörður lllt er að leggja ást við þann sem enga kann á móti. Konný Garibaldad. verslunarkona Engan, það tímdi enginn að gefa mér páskaegg. PIÓÐVILIINN ____ Miðvikudagur 29. mars 1989 59. tölublað 54. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN £040^0 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Áheyrendur. . . List Enn einu sinni ganga íslenskir listamenn fram í fylkingu og mótmæla veru íslands í Nató og erlendum her á íslensku landi. I heila viku hafa staðið yfir menn- ingardagar í Listasafni ASÍ við Grensásveg í Reykjavík, fallegum sal með skærri ofanbirtu á sólar- dögunum um páskana sem lýsti upp listaverk yfir tuttugu lista- manna á veggjunum. Það var Svava Jakobsdóttir rit- höfundur sem opnaði listavikuna með ávarpi að kvöldi miðviku- dagsins var. Ávarpið verður birt í Nýju helgarblaði á föstudaginn. Sönghópur flutti svo baráttulög undir stjórn Arnar Magnússonar. Mikil stemning var um kvöldið og fengu færri sæti en vildu. 'A jasstónleikunum daginn eftir voru flutt lög eftir upp- reisnargjarna djassara í takt við tilefnið. Þeir léku af öryggi Tóm- as R. Einarsson, Eyþór Gunnars- son og Birgir Baldursson, og ekki spillti þegar Rúnar Georgsson slóst í hópinn með saxófóninn sinn. Því miður forfallaðist jEllen Kristjánsdóttir söngkona svo að ljóð Guðbergs Bergssonar, Vor- regn í Njarðvíkum, var ekki sungið við lagTómasar, bara spil- að. Einhvern tíma verður sá skaði bættur. Föstudaginn langa var baráttu- dagskrá í hefðbundnum stíl. Ingi- björg Haraldsdóttir, Hannes Sig- fússon og Þorsteinn frá Hamri fluttu ljóð, og las Ingibjörg ein- göngu úr handriti að nýrri bók sem væntanleg er í haust. Páll Eyjólfsson og Laufey Sigurðar- dóttir léku Vivaldi á gítar og fiðlu svo jöklar bráðnuðu. Ennþá óvæntari var frumflutningur Sig- rúnar Valgerðar Gestsdóttur á lögum Sigursveins D. Kristins- sonar við ljóð Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar. Síðasta ljóðið lýsir miklu brimi um vor í veri sem Herstöðvaandstaða gegn tónskáldið, söngkonan og Örn Magnússon píanóleikari túlkuðu mjög fjörlega og lifandi. En hátíðlegasta atriði þessarar stundar var lestur Helga Hálf- danarsonar á þrem ljóðum her Snorra Hjartarsonar. Það var í samræmi við daginn og tilefnið þegar hann endaði á „I garðin- um“ - og las af hita sem lét engan ósnortinn. Tvær tónlistardagskrár fylgdu, Svava Jakobsdóttir les úr Gunnlaðar sögu ... og fleiri áheyrendur. einsöngur Eiðs A. Gunnars- sonar, Ingu Jónínu Backman og Jóhönnu Þórhallsdóttur á laugar- dag og Bachtónleikar á sunnudag þar sem Einar Einarsson og Kristinn Árnason léku Bach á gít- ar, Örn Magnússon á píanó og Robyn Koh á sembal. Það var ekki síst leikur þessar- ar svarthærðu stúlku frá Malasíu sem gerði stundina heilaga á sunnudaginn. Tónar partítunnar hrundu undan fingrum hennar, sólin skein inn um þakgluggana, fuglarnir sungu og maður var allt í einu staddur í paradís! Sagnaskáldin drógu að ennþá fleiri áheyrendur en Bach á 2. í páskum, og þó var Bach nógu vinsæll. Þá las Einar Kárason fantaskemmtilega kafla úr fram- haldi af Þar sem Djöflaeyjan ris og Gulleyjunni sem hann er með í smíðum, Kristín Ómarsdóttir og Sjón fluttu líka úr óprentuðum verkum, en Svava Jakobsdóttir, Thor Vilhjálmsson og Guðmund- ur Andri Thorsson lásu úr bókum sínum. Og ekki er allt búið enn. Þegar þetta er skrifað eru tónlistar- gjörningar framundan sem verða því miður liðnir þegar blaðið berst lesendum í dag; en í kvöld, miðvikudag, er síðasta dagskráin í Listasafni ASÍ. Þar verður frumflutt tónverkið ísland far- sælda frón og nokkur lauflétt til- brigði eftir Ríkharð Friðriksson, Gunnar Kristinsson fremur gjörning á gongur og loks verða pallborðsumræður um list og bar- áttu. Meðal þátttakenda verða Jóhanna Bogadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir og Kolbeinn Bjarnason. Á morgun, fimmtudag, verður nafnakall á Austurvelli klukkan 13.00. Baldvin Halldórsson kall- ar á þingmenn á Alþingi íslend- inga 30. mars 1949 og spyr að at- kvæði þeirra um inngöngu í Atl- antshafsbandalagið. Loks er baráttufundur allrar fjölskyldunnar í Háskólabíói á sunnudaginn 2. apríl kl. 14. Látið ykkur ekki vanta. SA mmmmm

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.