Þjóðviljinn - 10.01.1990, Side 3

Þjóðviljinn - 10.01.1990, Side 3
FRETTIR Iceland Seafood Meiri sala en áður Heildarsalan á síðasta ári nam 44,2 miljónum punda Frá bruna Gúmmívinnustofunnar aö Ftéttarhálsi í maí á síðasta ári. Mynd: Jim Smart Slökkvilið Reykjavíkur Útköllum fækkaði Aðeins einn stórbruni á árinu 1989 og ekkert manntjón afvöldum eldsvoða Heildarsala Iceland Seafood Ltd., dótturfyrirtækis Sam- bands íslenskra samvinnufélaga, á Evrópumarkaði í fyrra nam 44,2 miljónum sterlingspunda á móti 41,3 miljónum punda árið 1988. Aukningin nemur því 2,9 miljónum punda eða um 7%. Bankaráð Mál Kristínar í biðstöðu Ekki hefur enn verið ákveðið hvort Kristín Sigurðardóttir frá Samtökum um kvennalista og starfsmaður Kaupþings tekur sæti í bankaráði Landsbankans. Kvennalistakonur vilja ekki taka endanlega ákvörðun fyrr en þeim hafa borist fullnægjandi álits- gerðir. „Við vildum fá álit Bankaeftir- lits Seðlabanka og Lagastofnunar háskólans á setu Kristínar í bankaráði Landsbankans," sagði Ingibjörg Hafstað hjá Samtökum um kvennalista, „til að fá á hreint hvað teldust hagsmunatengsl. í staðinn leituðu forsetar Alþingis til Friðriks Ólafssonar, skrif- stofustjóra Alþingis, og Sigurðar Líndals prófessors. SA í tonnum talið voru seld á ný- liðnu ári 24.566 tonn og var það um 7,6% meira en árið áður. Stærstu markaðslöndin eru Bret- land, Frakkland og Vest- ur-Þýskaland. í Bretlandi nam salan 26,8 miljónum sterlings- punda og er það svipað verðmæti og á árinu 1988. Hins vegar varð umtalsverð aukning á söluverð- mæti sjávarafurða á Þýskalands- markaði en þar nam salan 22,5 miljónum marka og jókst um 46,3% frá árinu 1988. Þá nam sal- an á Frakklandsmarkaði 111,2 miljónum franka og var það aukning um 18,4% frá árinu 1988. Að sögn Benedikts Sveins- sonar aðstoðarframkvæmda- stjóra Sjávarafurðadeildar Sam- bandsins var söluaukningin á Evrópumarkaðnum aðallega í ufsa en hefur dregist saman í- þorski sem og í framleiðslu. Ben- edikt sagði verðþróunina á mark- aðnum á nýliðnu ári hafa verið hagstæða og þá einkum í haust á breska markaðnum. Markaðssvæði Iceland Sea- food Ltd. nær yfir Vestur- og Suður-Evrópu en aðalstöðvar þess eru í Hull í Englandi. Þá er fyrirtækið einnig með söluskrif- stofur í Hamborg og í Boulogne- sur-Mer í Frakklandi. -grh Slökkvilið Reykjavikur var kallað út alls 854 sinnum á síð- asta ári, sem er eilítið sjaldnar en var árið 1988 en þá var fjöldi út- kalla 858. Aðeins einn stórbruni varð á síðasta ári, Réttarhálsb- runinn, og manntjón af völdum eldsvoða varð ekkert. Talin til útkalla er öll aðstoð slökkviliðs þótt ekki sé um elds- voða að ræða svo sem efnaleki, vatnsleki, losun úr bílflökum og fleira. Útköll þar sem slökkva þurfti eld voru 335 árið 1989 en 447 árið 1988, þar afvoru 76 sinu- eldar á móti 115 árið 1988. Á síðasta ári voru orsakir elds 152 sinnum vegna íkveikju og voru sinubrunar þar í miklum meirihluta. Ókunn eldsupptök voru 97 árið 1989 en aðeins 17 sinnum af völdum raflagna og jafn oft mátti rekja eldsupptök til rafmagnstækja. Sjúkraflutningar voru alls 10.421 á nýliðnu ári og hefur fjöldi þeirra haldist svo til óbreyttur allt frá árinu 1973 eða rúmlega 10 þúsund á ári. Hins vegar tekur hver flutningur æ lengri tíma vegna tafa í umferð- inni og lengri vegalengda. -grh Veðurofsinn Tjónið nemur tugum miljóna Kröpp 930 millibara lœgð ásamt miklum sjógangi olli gríðarlegu tjóni á Stokkseyri og Eyrarbakka. Tvö fiskvinnsluhús brunnu til kaldra kola í Sandgerði. Vindhraðinn mældist allt að 88 hnútar í Vestmannaeyjum Geysilegt eignatjón varð á Stokkseyri og Eyrarbakka vegna flóða og þess óveðurs sem gekk yfir suðvesturhorn landsins í fyrrinótt. Þá varð stórbruni í Sandgerði þessa sömu nótt þegar brunnu tvö fiskverkunarhús. Þrátt fyrir veðurofsann sem mældist allt að 88 hnútar á Stór- höfða í Vestmannaeyjum urðu ekki teljandi meiðsl á mönnum og mesta mildi að ekki fór verr, því í nokkrum tilfellum voru menn hætt komnir. Það sem olli þessum ósköpum var kröpp 930 millibara lægð sem er ein af þessum árstíðabundnu sem hingað koma á vetri hverj- um. Að sögn Eyjólfs Þorbjörns- sonar veðurfræðings hjá Veður- stofu íslands koma ávallt tvær til þrjár slíkar á ári hverju. Til að mynda var lægðin sem kom hing- að á aðfangadag dýpri eða 920 millibör en ekki eins kröpp og þessi. Mestur var veðurofsinn um miðja nóttina og þegar líða tók á morguninn lægði hann en þá fór hann að hvessa fyrir norðan. Eyj- ólfur bjóst við að þegar lægðin gengi austur fyrir land í dag yrði mesta púðrið farið úr henni og næstu daga yrði rólegt veður en mundi ganga á með éljum víðs hvar á landinu. Stokkseyrin illa leikin Á Stokkseyri byrjaði að draga til tíðinda í fyrrinótt um klukkan 02 þegar þakplötur fóru að fjúka af húsum og ýmislegt lauslegt en á klukkustundar kafla á milli hálf fjögur og hálffimm urðu mestu hamfarirnar þegar sjór byrjaði að ganga yfir sjóvarnargarðana og nánast yfir allt þorpið. Þó var ekki stórstraumsflæði og verður ekki fyrr en eftir nokkra daga. Að sögn Aðalbjörns Baldurs- sonar formanns slysavarna- deildarinnar Drafnar flæddi sjór inn í nokkur hús auk þess sem rúður brotnuðu í öðrum. Þá fór alveg í rúst nýleg skemma þar sem geymd voru veiðarfæri auk bfla og er eignatjón þar verulegt. Sömuleiðis urðu töluverðar skemmdir á harðfiskverkun. Að- albjörn sagði að sjógarðarnir og götur þorpsins væru nánast eins og rúst eftir hamfarirnar og eins væru lóðir og garðar full af sandi og drullu sem sjórinn hefði borið með sér. Flytja varð fólk á brott úr þrem til fjórum húsum þegar verst lét og náði sjóhæðin á göt- um þorpsins svo hátt að það drapst á vél björgunarbfls slysa- varnadeildarinnar sem er með þeim hærri. Þá hvolfdi þar trakt- or með tveimur mönnum innan- borðs en þeim tókst að bjarga sér. Engir bátar voru í Stok- kseyrarhöfn í fyrrinótt en þeir eru allajafna í höfn í Þorlákshöfn. Aðalbjörn sagði í gær ógerlegt að segja til um hversu tjónið af völdum veðursins, en þó einkum sjógangsins, væri mikið en taldi ekki ólíklegt að það næmi tug- miljónum króna. Aðalbjörn sagði að þetta hefði verið það allra versta veður sem hann myndi eftir að komið hefði á Stokkseyri og væru þeir þó ýmsu vanir í gegnum tíðina. Eyrarbakki eins og eftir sprengjuárás Á Eyrarbakka urðu miklar skemmdir á sjóvarnargörðum, götum og lóðum, auk þess sem sjór flæddi inn í íbúðarhús. Þá fauk þakið í heilu lagi af saltfiskshúsi hraðfrystihússins og ekki nóg með það heldur og yfir annað hús sem stóð þar næst við. Að sögn Magnúsar Karels Hann- essonar sveitarstjóra varð það happ í þessu óhappi að járnbitar voru í þakinu og því fór það í heilu lagi í stað þess að tvístrast um allt þorpið. Þegar veðurofsinn og sjógang- urinn var hvað verstur var þorpið nánast umflotið sjó og þurfti af flytja nokkrar fjölskyldur úr hús- um sínum. Að öðru leyti gátu menn þá lítið aðhafst sökum hamfaranna. Magnús Karel sagði í gær að menn væru að reyna að átta sig á umfangi skemmdanna sem sjórinn hefði unnið á hýbýl- um manna og öðrum eignum en ljóst væri að það næmi miljónum króna. Um miðjan dag í gær var verið að ryðja upp í verstu skörðin sem mynduðust í sjó- varnargarðana þar sem brimið lét all ófriðlega fyrir utan þótt vind hefði lægt töluvert frá því sem var um nóttina. „Af þessum ósköpum má ljóst vera að við þurfum að fá mun öflugri sjó- varnargarða en þá sem við höfðum og mér dettur í hug eins og ástandið er núna að gott væri að bjóða fjárveitinganefnd Al- þingis hingað til að skoða um- merkin þó svo að við höfum innan hennar ágætan talsmann sem er Margrét Frímannsdóttir alþingismaður," sagði Magnús Karels Hannesson sveitarstjóri. Stórbruni í Sandgerði Umtalsvert tjón varð í Sand- gerði í fyrrinótt þegar eldur varð laus í tveimur samliggjandi fisk- verkunarhúsum í eigu Erlings Jónssonar og Svavars Ingibergs- sonar. í þeim skemmdist eitthvað af fiski en í þeim var einnig geymt töluvert af veiðarfærum og þá að- allega línur af þrem til fjórum bátum. Þegar eldsins varð vart gekk veðurofsinn yfir byggðina og mesta mildi að ekki skuli hafa kviknað í öðrum húsum þegar eldglæringarnar gengu eins og skæðadrífa yfir bæinn. Sökum veðurofsans gat slökkvilið þorps- ins ekki við neitt ráðið og brunnu húsin til kaldra kola. Þar gekk sjórinn yfir garða og bryggjur en ekki urðu teljandi skemmdir á bátum í höfninni að sögn Sigurð- ar Bjarnasonar hafnarstjóra. Sagði hann að víða í þorpinu hefði verið ansi skrautlegt yfir að líta í gærmorgun þegar veðrið fór að ganga niður. Tveir menn björguðust giftu- samlega þegar þeir fóru í höfnina er fylla gekk yfir þar sem þeir voru að huga að festingum báta. En menn voru varaðir við í fyrra- kvöld og beðnir að hafa gát á bá- tum sínum þegar ljóst varð hvert stefndi með veðrið. Einhverjar skemmdir urðu á hafnarm- annvirkjum í þorpinu í látunum og brotnaði ma. steypa úr gömlu bryggjunni auk þess sem malbik brotnaði upp úr þekjunni. Bryggja fór í Grindavík í Grindavík eyðilagði veður- ofsinn og sjógangurinn Kvía- bryggju svo til alveg þegar hún losnaði frá landi en hún var um 100 metrar að lengd. Að sögn Sverris Vilbergssonar á hafnar- vigtinni máttu heimamenn ekki við þessum missi þar sem Svíra- garðsbryggja eyðilagðist í brimi fyrr í vetur. Löndunarplássum við Grindavíkurhöfn hefur því fækkað á skömmum tíma úr níu í þrjú og munar um minna þegar vertíðin er í þann veginn að byrja af fullum krafti. í ólátunum gekk sjór á land í Grindavík en þó aðallega á hafn- arsvæðinu og þá rofnuðu skörð í sjóvarnargarða vestan til í bæn- um. Þá slapp einn sjómaður með skrekkinn í Grindavíkurhöfn þegar brimið hreif hann með sér og skilaði honum sfðan á land á ný án þess að verða fyrir meiðslum eftir að hafa flotið um 200 metra á fleka sem hann náði að halda sér í. Lítiö um tjón á öðrum stöðum í Vestmannaeyjum varð ekk- ert stórtjón þrátt fyrir að vind- hraðinn hafi mælst allt að 88 hnútar í verstu vindhviðunum í fyrrinótt. Að sögn lögreglu þar hafði þó hjálparsveit skáta nóg að gera við að koma í veg fyrir fok á þakplötum og öðru sem gjarnt er að fjúka þegar hann hvessir jafn hressilega og raun varð á. Engin meiðsl urðu þar á mönnum né skemmdir á bátum Eyjamanna. Sömu sögu er að segja frá höf- uðborgarsvæðinu. Þótt ýmislegt lauslegt hafi fokið og uppslættir nýbygginga hrunið varð þar ekki umtalsvert tjón. Þá var skóla- haldi aflýst vegna veðurs í grunn- skólum borgarinnar. -grh Miðvikudagur 10. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.