Þjóðviljinn - 10.01.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.01.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF Ofbeldi embætlismanna Sigurður Þór Guðjónsson skrifar Ég vek athygli á ofbeldi sem lítið hefur verið fjallað um í fjöl- miðlum þótt það sé vaxandi vandamál. Að vísu er það fág- aðra og fínlegra en líkamlega of- beldið og bak við það eru ekki einstaklingar heldur stofnanir eða ríkisvaldið. Ég á við ofbeldi embættismanna. Það birtist sem hroki, ókurteisi og mannfyrirlitning í garð borg- aranna er til þeirra leita. Og verð- ur auðvitað til þess að þeim fellur allur ketill í eld og gefast upp með mlal sín. Fyrir vikið verður borg- arinn ef til vill af rétti sínum eða óréttur sem hann hefur orðið fyrir verður ekki bættur. Ofbeldi þetta er yfirleitt framið undir fjögur augu. Það eru engir sjáan- legir áverkar á fórnarlambinu og ef borgarinn kvartar í hærra sett- an embættismann undan öðrum lægra settum þá er viðbúið að hinn hái herra geri alveg út af við hann.1) Það er því óhægt um vik að „sanna“ þessi ofbeldisverk. En fólk getur vitnað um reynslu sína. Og þegar margar sögur safnast saman er sú ályktun dreg- in að það ástand sem þær lýsa sé mjög raunverulegt. Undanfarin tvö ár hef ég kynnst ofbeldi embættismanna af eigin reynd. Og ég hef skrifað um sumt af því. Reyndar líður varla sú vika að einhver hringi ekki heim til mín og reki raunir sínar og biðji mig að skrifa. En það er hægara sagt en gert af ýmsum ástæðum. Eins og allt ofbeldi bitnar of- beldi embættismanna á hinum minni máttar. Það rýkur enginn á stærri og sterkari mann og lumbr- ar á honum. Embættismennirnir þora yfirleitt ekki til við aðra en þá sem þeir telja smælingja. Þá efnalitlu (ég tala nú ekki um fólk á framfæri félagsmálastofnana), öryrkja, geðveika, vímuefna- sjúklinga, fanga, gamalmenni, unglinga. Ogþá „treggreindu" að mati hinna gáfuðu embættis- manna. Þið getið verið viss um að ef embættismaðurinn talar við svona fólk færist hann allur í aukana í hroka og hranaskap og hrekur hinn ólánsama smælingja út í ystu myrkur vonleysis og bit- urleika. Og hann finnur að hann er lítilsvirtur og fyrirlitinn, að engin virðing er borin fýrir hon- um sem manneskju. Þannig bregst embættismaður- inn skyldum sínum við náungann þótt honum beri að greiða götu hans. Og því umkomulausari sem náungi hans er og ómeðvitaðri um rétt sinn, því meiri nærgætni, alúð og virðingu ber embættis- manninum vitaskuld að leggja við mál hans. Mannréttindi eru ekki aðeins fyrir þá ríku, voldugu og snjöllu. Þau eru líka fyrir þá fátæku, veiku og „heimsku". Fyrir alla menn. Auðvitað eru til góðir embætt- ismenn sem vanda sig án tillits til við hvern er að eiga. En ég full- yrði að lýsing mín á við í mörgum tilvikum. Nokkur raunveru- leg dœmi Um sum hef ég skrifað og er til þess vísað. 1. Öldruð kona vill gefa skýrslu um atburð á lögreglustöð í út- hverfi. Varðstjóri segir að málið komi þeim ekkert við og er hinn versti. Konan leitar til aðallög- reglustöðvar Reykjavíkur og er þar sagt að málið hafi einmitt komið varðstjóranum við og hon- um hafi borið skylda til að sinna því. Sem sagt: Varðstjórinn tók réttinn af gömlu konunni með framkomu sinni. 2. Maður kemur á lögreglustöð og ætlar að kæra. Hann er spurð- ur nærgöngulla persónulegra spurninga sem koma aðstæðum ekkert við. Hann neitar kurteis- lega að svara þeim. Þá er honum umsvifalaust vísað á dyr.1* 3. Lyfjagjafir eru kærðar til landlæknis. Hann afgreiðir kær- una þannig að það er frábært dæmi um valdníðslu embættis- manna og fyrirlitningu þeirra á alþýðu. Landlæknir þvælir málið og dregur það á langinn en vísar því síðan á bug án nokkurs rök- stuðnings. Auk þess er hann í meira lagi hlutdrægur í „rann- sókn“ sinni, beitir rangfærslum og ósannindum, og talar auk þess niðrandi opinberlega um kær- endur. Allt þetta og meira til hef ég leitt í ljós í greinum mínum og látið verk landlæknis, orð hans og embættisbréf sanna mál mitt. 2) 3)4) Loks leggur heilbrigðis- ráðherra blessun sína yfir ofbeld- ið. Og ráðherrann situr svo ríkis- stjórnarfundi eins og ekkert sé. Hinum ráðherrunum finnst greinilega ekkert athugavert við það að sitja til borðs með slíkum manni. Það er ekki að furða þótt við botnum ekkert í ofbeldi ung- linganna í miðbænum! Og hvað með þessa ellefu hundruð íslensku lækna? Þeir eru með ritglöðustu stéttum landsins. í Morgunblaðinu eru læknagrein- ar dag eftir dag. Alltaf eru þeir að verja hagsmuni alþýðu. En fjandi er það skrýtið að enginn þessara ritsnjöllu manna skuli hafa haft réttlætishvöt til að mótmæla þessu ofbeldi landlæknis gegn varnarlausum sjúklingi og fjöl- skyldu hans. Og hver er sómi stéttarinnar að þola mótbáru- laust þvílíkt athæfi? En þeir þögðu allir sem einn. Ellefu hundruð húmanistar og áhuga- menn um almannaheill! Jafnvel Gunnar Ingi, sem er óþreytandi að verja almenning fyrir vondu ríkisvaldi og gat m.a.s. ekki stillt sig um að andæfa dómnum yfir dómaranum, hann stillti sig fullkomlega þegar yfirmaður hans framdi andstyggilegt of- beldi. Og blessaðir vinir mínir í læknastétt gerðu slíkt hið sama; Sveinn Rúnar Hauksson, Óttar Guðmundsson, Magnús Skúla- son og hvað þeir nú heita allir saman. Ástæðan er vafalaus. Þeir treysta sér ekki til að baka sér óvinsældir landlæknis og jafnvel tortryggni annarra stéttarbræðra. Þeir fórna hiklaust hag „sjúkling- anna“ fyrir eigið skinn. En ég fyrirgef þeim í léttri vitneskju um óbærilegan slappleika tilverunn- ar. 4. Undirritaður biður Klepp- spítalann og geðdeild Borgar- spítalans um sjúkraskýrslur á grundvelli nýrra laga. En ekkert bólar á afhendingu þótt hálft ann- að ár sé liðið frá beiðninni. Yfir- læknarnir virða undirritaðan nánast ekki viðlits. Þeir skeyta hvorki um landslög né mannrétt- indi. Það er ofbeldi. Á engan hátt öðru vísi en ofbeldi barnanna. Bara venjulegt ofbeldi. Framið í skjóli valds. 5. Annar maður biður einnig um sjúkraskrár frá deild 33 A á Landspítala. Yfirlæknir synjar beiðninni skriflega með sundur- liðuðum rökum. Lögin séu ekki afturvirk, „sjúklingur" hafi ekki sýnt fram á ótvíræða hagsmuni sína og svo framvegis. (Meining þeirra er raunar sú að „sjúkling- urinn“ eigi sjálfur að sanna hagsmuni sína en læknirinn að skera úr um þá!) En yfirlæknirinn lætur þess ekki getið að hann hef- ur ekki síðasta orð í málinu. Álit hans er ekki lög. En í flestum til- vikum er „sjúklingi“ ókunnugt um þá staðreynd. Hann heldur einmitt að orð læknisins séu lög og fellur frá kröfu sinni. Þannig tekur læknirinn sér vald sem hann hefur ekki og með blekk- ingu sinni hefur hann réttinn af manninum með andlegu ofbeldi. 6. Nú er í undirbúningi stofnun eins konar mannréttindasamtaka gegn Félagsmálastofnun Reykja- víkur. Að þeim stendur fólk sem telur hana brjóta á sér rétt og virðingu. Það segir sig sjálft, hvað sem einstökum tilvikum líð- ur, að slík samtök væru ekki í burðarliðnum ef veruleg óánægja ríkti ekki meðal skjólstæðinga stofnunarinnar. 7. Fangelsismálastofnun ríkis- ins iðkar það fram á síðustu stundir að brjóta rétt á refsiföng- um með því að vista þá í ein- angrunarfangelsum. Og réttlætir sjálfa sig fullum hálsi með hártog- unum og ósannindum. Þá dundar þessi stofnun, sem á að sjá um fullnægingu refsidóma, við það að svíkja fé út úr öðrum rt'kis- stofnunum af þvílíkri snilld að það er eins og hún hafi aldrei gert neitt annað. Já. Það er hreint út sagt alveg óskiljanlegt ofbeldi blessaðra barnanna í miðbænum! Þessar fullyrðingar um Fang- elsismálastofnun verða rökstudd- ar nánar innan skamms ef mér verður ekki stungið inn í millitíð- inni. Almenningur taki til sinna ráða Þetta eru aðeins nokkur dæmi um ofbeldi embættismanna. Munið það! Fá dæmi. Virðingar- og sambandsleysi þessara kalla við fólkið í landinu er að verða eitthvert mesta þjóðfélagsbölið sem við búum við. Og við skulum minnast þess að kannanir sýna að hau ungmenni, sem ofbeldi beita hafa, yfirleitt verið kúguð og vanvirt af um- hverfinu. Atferli þeirra er sál- fræðilega rökrétt svar við óþol- andi niðurlægjandi lífskringum- stæðum. „Ekkert okkar fær í vöggugjöf skemmdarfýsn eða kunnáttu til ofbeldisverka. Ekk- ert barn á skilið að alast upp til slíkrar hegðunar." Eins og forseti lýðveldisins komst að orði í ára- mótaávarpi til þjóðarinnar. Of- beldi embættismannanna er þarna ekki svo lítill þáttur. Almenningur verður að taka rösklega í taumana. Með því að standa hiklaust á rétti sínum af einurð og festu. Og með því að skrifa um ofbeldið í blöðin og nefna full nöfn embættismanna og stofnana. Þá fara þeir kannski að hugsa og vanda sig. - Og þó. Þeir eru ef til vill alveg óum- breytanlegir. Það dugar kannski ekkert minna en gagnger bylting í embættismannakerfinu. Við gæt- um ýmislegt lært af þjóðum Austur-Evrópu. En má vera að við séum búin að missa áhuga á réttlátum þjóðfélögum nema í út- löndum. Við eigum fullt í fangi með „lífsgæðin" og afþreying- una. Um þetta skulum við hugsa rækilega á nýja árinu. Ef við kunnum þá að hugsa lengur. Við getum þó alla vega lagst á bæn og beðið guð um líkn í sárri þraut. Skrif mín sem til er vísað: 11 Lögguhasar. Þjóðviljinn 15. októ- ber 1988. 2) Galopið bréf til heilbrigðisráð- herra... Morgunblaðið 12.janúar 1989. 31 Voðalöng grein um voðalegt rang- læti. Þjóðviljinn 13.-14. júní 1989. 4) Annáll vegna lyfjakæru. Þjóðvilj- inn 29. júní 1989. Sigurður Þór Guðjónsson er rithöfundur Þjóðleikhús - Þjóðleikhús Gísli Alfreðsson skrifar Málefni Þjóðleikhússins hafa verið ofarlega á baugi allt síðasta ár og ber einkum tvennt til, í fyrsta lagi hefur athygli verið beint að ástandi hússins og nauð- syn þess að gagngerð viðgerð fari fram á því eftir áratuga sinnuleysi í þeim efnum og síðan hefur sjón- um verið beint að rekstri leikhússins og fjármálum þess. Núverandi menntamálaráð- herra hefur sett sig vel inn í mál- efni leikhússins og hefur sýnt mikinn stórhug í því að vilja taka á þeim. Hann hefur látið til skarar skríða varðandi flesta þætti og sjáum við nú fram á að gagngerar endurbætur fari fram á byggingunni og sömuleiðis mun það ætlun hans að rekstri leikhússins verði komið í tryggt horf á næstu misserum. Það er vissulega þakkar vert. Allt frá því Þjóðleikhúsið fór á fjárlög fyrir rúmum þremur ára- tugum, hefur nær undan- tekningarlaust þurft að koma til aukafjárveitinga á haust- mánuðum, þar eð framlag til rek- sturs leikhússins hefur verið svo naumt skammtað að það hefur ekki nægt. Á síðustu árum hefur þetta verið látið heita skulda- söfnun við ríkissjóð í stað aukafjárveitingar, þar sem menn hafa viljað draga úr þeim, sem auðvitað er rétt, en á móti þarf að koma, að fjárframlag sé þá haft raunhæft miðað við rekstur stofn- unar, en svo hefur ekki verð hvað varðar Þjóðleikhúsið, því oftast hefur vantað 1/3 og stundum meira upp á að framlagið dygði fyrir rekstri leikhússins. Það er því ljóst að hér er ekki um að ræða vandamál síðustu ára, held- ur hefur þetta verið með þessum hætti í marga áratugi og mætti því halda að ráðamenn vildu hafa þetta svona! I greinargerð með fjárlaga- frumvarpinu er þetta viðurkennt, en þar segir: „Framlag ríkissjóðs til reksturs leikhússins verður 260.000 þús. kr. samanborið við 171.000 þús. kr. í fjárlögum 1989 og hækkar því um 52%. Þessi hækkun á gjaldaáætlun leikhúss- ins og framlagi úr ríkissjóði er viðurkenning á að umfang starf- seminnar á undanförnum árum hafi verið meira en fjárlög hafi heimilað og gert ráð fyrir. í frum- varpinu er komið til móts við þessa þróun og ætlast er til að starfsemi stofnunarinnar verði endurskipulögð þannig að starf- semin haldist innan marka fjár- laga í framtíðinni.” Þetta voru fyrir okkur Þjóð- leikhúsmenn gleðitíðindi, að við ættum framvegis að fá að horfa á raunhæfar tölur í fjárlögum og auðvitað ekki nema eðlileg krafa, að stafsemi leikhússins verði að- löguð að fjárlögum, enda liggja þegar fyrir áætlanir um það og verið er að vinna að því að hrinda þeim í framkvæmd. Það urðu okkur því mikil von- brigði, þegar fjárveitinganefnd lækkar framlagið til leikhússins við 3ju umræðu fjárlaga og krefst þess, ef marka má orð formanns fjárveitinganefndar, að starfsemi leikhússins verði hætt á meðan viðgerðir fara fram á leikhús- byggingunni. Hér virðist mikill misskiln- ingur vera á ferðinni eða skortur á þekkingu á eðli leiklistar. Lög um Þjóðleikhús fjalla ekki um rekstur á leikhúsbyggingunni, heldur um rekstur á listastofnun. Leikhús er fyrst og fremst þeir listamenn sem þar starfa og ann- að starfsfólk og sú list sem framin er á vegum þess og um það fjalla lög um Þjóöleikhús. Byggingin er umgjörðin, aðstaðan, og það er ekkert sem réttlætir að gera það fólk, sem starfar við lista- stofnunina Þjóðleikhús atvinnu- laust, vegna þess að gera þurfi við bygginguna Þjóðleikhús. Með sömu rökum ætti að hætta kennslu við Háskólann og segja háskólakennurum upp, ef gera þyrfti við Háskólabygginguna, eða senda alþingismenn heim í launalaust leyfi, þegar gera þarf við alþingishúsið, eða hvers vegna er frú Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, nú ekki í launalausu leyfi, þegar verið er að gera við Bessastaði? Það sjá allir, að þessi röksemdafærsla Sighvats Björgvinssonar fær ekki staðist. Því með þessu er í raun verið að láta starfsfólk Þjóðleik- hússins borga viðgerðirnar á byggingunni. Er hægt að réttlæta það? Fjölmörg leikhús á Norður- löndum, þar með talin þjóð- leikhús þriggja þeirra, hafa gengið í gegnum gagngerar breytingar og endurbætur á und- anförnum árum, en hvergi hefur það leitt til þess, að starfsemi leikhúsanna hafi verið lögð nið- ur, eins og hér virðist vera ætlun- in, þvert á móti hefur tíminn ver- ið notaður til að reyna nýjar leiðir og vera með öðru vísi leikhús með ýmsu sniði til tilbreytingar, sem hefur svo skilað sér í því, að þegar aftur var tekið til starfa í endurbættu leikhúsi, hefur leiklistin blómstrað og aðsókn aldrei verið meiri! Það sem hér er aftur á móti uppi á teningnum, er að vinna leiklistinni óbætanlegt tjón, því samfella í leikhússtarfi er leiklist- inni álíka nauðsynleg og mönnum að nærast. Og þetta ger- ist á afmælisári Þjóðleikhússins, en leikhúsið (reksturinn) verður 40 ára á þessu ári, eða nánar til- tekið sumardaginn fyrsta, og einnig þegar aðsókn að leikhús- inu hefur tekið verulegan kipp upp á við og mörg aðsóknarmet slegin á sl. hausti. Við þjóð- leikhúsfólk sjáum ekki neitt sem réttlætir þessa aðför að Þjóðleik- húsinu nú. Ég vil skora á ráðamenn að endurskoða þessa afstöðu sína og taka málið upp að nýju, þannig að reka megi Þjóðleikhús með þeirri reisn sem listamenn þess og þjóðin öll á skilda. Gísli Alfreðsson er þjóðleikhússtjóri. M>ðvikudagur 10. janúar 1990 ÞJÖÐVILJINN - SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.