Þjóðviljinn - 10.01.1990, Page 9

Þjóðviljinn - 10.01.1990, Page 9
MINNING Dagbjört Eiríksdóttir Fædd 26.7. 1918 - Dáin 31.12. 1989 Foreldrar Dagbjartar voru Eiríkur Jóhannesson f. 3.6. 1883 og Þorbjörg Jónsdóttir f. 17.12. 1881. Þau hófu búskap á Hrauni í Reyðarfirði, en fluttu til Eski- fjarðar þegar Dagbjört var þriggja ára og bjuggu þar upp frá því. Föðuramma hennar var Gunnhildur Björnsdóttir gift Jó- hannesi Árnasyni, Sellátrum í Suður-Múlasýslu. Gunnhildur var systir Eiríks Björnssonar að Karlsskála í Reyðarfirði, sem var orðlagður atorku- og fram- kvæmdamaður, bæði í búskap og útvegi. Dóttir hans, Guðný, gift- ist Jóhannesi Patursyni kóngs- bónda í Kirkjubæ í Færeyjum - hann var hinn mikli þjóðsköru- ngur Færeyinga á fyrri hluta ald- arinnar (d. 1946). Þau hjón áttu tíu börn, sem öll komust til full- orðinsára nema eitt. Yngst þeirra var Erlendur Patursson - hag- fræðingur að mennt - sem hel- gaði líf sitt baráttunni fyrir sjálf- stæði þjóðar sinnar. Hann lést árið 1986. - Dagbjört og Er- lendur voru þannig þremenn- ingar að skyldleika og var með þeim góður kunningsskapur. Hermann maður Dagbjartar kynntist honum vel er þeir voru saman við nám í Hafnarháskóla fyrir stríð. í dag , þegar Dagbjört Eiríks- dóttir er kvödd hinstu kveðju, leitar margt á huga minn. Efst í huga eru mér þakkir til hinnar látnu fyrir áratugatryggð og vin- áttu. Kynni okkar Dagbjartar hóf- ust þegar við, haustið 1935, hóf- um nám í héraðsskólanum að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Þessi skólavist var okkur ótrúlega mikils virði á margan hátt. Þá var dr. Leifur Ásgeirsson skólastjóri. Hann og hans ágæta kona, Hrefna Kolbeinsdóttir, höfðu mikil og mótandi áhrif á allan bæjarbrag. Leifur var ekki bara skólastjóri, heldur vinur og félagi okkar allra. Þarna á Laugum voru ekki ein- göngu nemendur úr nágranna- sveitunum, heldur úr flestum byggðum landsins. í þessum hópi var Dagbjört, fædd á Hrauni í Reyðarfirði og uppalin á Eski- firði. í skólanum var margt góðra námsmanna. Þó fór það svo, að þessi litla, granna Austfjarða- stúlka tók forystuna hvað öll námsafköst snerti, og reyndist mjög jafnvíg á allar námsgreinar. Þennan vetur var mikið félags- líf í skólanum. Dagbjört var virk í öllu slíku. Hún söng í kór, lék í leikritum, sté dans á dansleikjum og var í sýningarflokki fimleika- kvenna á staðnum. Sumarið eftir þennan minnis- verða vetur var ég á búi foreldra minna í Húnaþingi. Þá gerðust þau undur, að Dagbjört birtist einn vordag á hlaðinu heima. Svo mrkilega stóð á hjá okkur þá, að búið var að rífa timburhúsið, sem staðið hafði í áratugi, og verið að hefjast handa um byggingu steinhúss, sem ennþá stendur. Fjölskyldan bjó þá í fjárhúsum og hlöðu. Er nú skemmst frá því að segja, að Dagbjört gekk að þessu dálítið sérstæða heimilishaldi með okkur og eignaðist vináttu og traust ungra j afnt sem aldinna. Árið 1943 giftist Dagbjört eft- irlifandi manni sínum, Hermanni Jónssyni. Var heimili þeirra æ síðan í Reykjavík. Á þessu tímabili var ég ekki heimilisföst í Reykjavík, en þurfti að sjálfsögðu stundum að leggja leið mína til höfuðborgar- innar. Oft var það svo, að dvölin í Reykjavík hófst með gistingu hjá þeim hjónum og gjarna lauk ferð- inni á því, að farið væri til þeirra með pjönkur sínar, áður en snúið væri aftur til átthaganna. Mál- tækið segir: „Þar sem er hjarta- rúm, þar er húsrúm" og sannaðist það á þeim hjónum. Ég var ekki ein um það að kný- ja dyra á heimili þeirra. Þar var oft mjög gestkvæmt. Á þessum góðu árum sá ég föður Dagbjartar, Eirík Jóhann- esson. Hann va þá kominn á efri ár og þreyta og heilsubrestur höfðu sett mark á hann. Honum fylgdi friður, mildi og hlýja og hver stund í návist hans var góð. Ég hitti einnig öll systkini þeirra hjóna á þessum árum. Þótt ekki tækjust með okkur náin kynni, gerði ég mér grein fyrir því, að þetta var mikið atgervis- fólk til líkama og sálar. Þarna kynntist ég venslafólki þeirra frá Húsavík og ísafirði. í þeirra hópi voru ungmenni, sem voru hér við nám, og fullorðið fólk, sem kom til höfuðborgar- innar ýmissa erinda. Minnisstæðastar verða mér þó systurnar Arnfríður Ingvarsdótt- ir, móðir Hermanns, og Sigríður Ingvarsdóttir, systir hennar og fóstra Hermanns. Þær voru svo einstakar að reisn og glæsibrag. Dagbjört stundaði nám við Fóstruskóla íslands og lauk það- an námi vorið 1956 með góðum vitnisburði. Hún helgaði sig fóstrustörfum æ síðan, lengst á geðdeild Barnaspítala Hringsins, eða þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Frá okkar fyrstu kynnum var mér ljóst, hve mikið yndi Dag- björt hafði af börnum og hver ábyrgð er á herðar okkar lögð að hlúa sem best að hverjum ein- staklingi. Nú, þegar ég kveð Dagbjörtu hinstu kveðju, leitar svo margt á hugann. Efst í huga er mér þakk- lætið fyrir allt, sem hún var mér, börnum mínum, fósturdóttur og barnabörnum. Ég trúi því, að minningin um gleðistundirnar, sem við áttum saman, eigi oft eftir að ylja mér. Hinu trúi ég einnig, að hennar hollu ráð og lífsviðhorf eigi eftir að veita mér styrk þegar á móti blæs. Eiginmanni hennar, fóstur- syni, tengdadóttur og barnabörn- um sendi ég hlýjar kveðjur. Dagbjörtu kveð ég með virð- ingu og þökk. Gyða Sigvaldadóttir ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Birting og borgarstjórnar- kosningarnar Félagsfundur verður haldinn nk. fimmtudagskvöld, 11. janúar, í Tæknigarði, Dunhaga 5 og hefst hann kl. 20.30. Fundarefni: Birting og borgarstjórnarkosningarnar. Tekst að fækka listum? Hvað gerir Birting? Frummælandi: Kjartan Valgarðsson. Stjórnin Eskifjörður - Félagsfund- ur Alþýðubandalagið á Eskifirði heldurfélags- fund í Valhöll fimmtudaginn 18. janúar kl. 20.30 Dagskrá: 1. Landsmálin - staða og horfur. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. 2. Félagsstarfið framundan. 3. Nýjungar í atvinnumálum. Félagar - mætum öll. Stjórnin Fundir á Austurlandi Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- og landbúnaðarráðherra og Hjörleifur Gutt- ormsson alþingismaður verða á opnum fundum: j Staðarborg i Breiðdal laugardaginn 13. janúar kl. 13:30. Á Fáskrúðsfirði í Verkalýðshúsinu laugardaginn 13. janúar kl. 17. Á Reyðarfirði í Verkalýðshúsinu sunnu- daginn 14. janúar kl. 13:30. Allirvelkomnir. Alþýðubandalagið Fundir á Austurlandi Hjörleifur Guttormsson ræðir landsmál og heimamálefni á opnum fundum á næstunni sem hér segir: Á Bakkafirði í félagsmiðstöðinni, mánu- daginn 15. janúar kl. 20.30 Á Vopnafirði í Austurborg, þriðjudaginn 16. janúar kl. 20.30 Á Seyðisfirði í Herðubreið, miðvikudaginn 17. janúar kl. 20.30. Allir velkomnir Hjörleifur Steingrímur J. Alþýðubandalagið Hjörleifur >ö< JL Hafnarfjarðarbær Auglýsing um breytingu á deili- skipulagi í Hafnarfirði Samkvæmt ákvöröun skipulagsstjórnar meö vísan til 17. gr. skipulagslaga frá 18. maí 1986 er lýst eftir athugasemdum við breytingartillögu að staðfestu deiliskipulagi í Hafnarfirði (Set- bergshverfi). Breytingin felst í því að tengja saman enda Ljós- abergs og Glitbergs, sem eru botngötur. Lóðirn- ar nr. 6,8,9,10 og 11 við Glitberg fá aðkomu frá Ljósabergi. Aðkoma frá öðrum húsum við Glit- berg breytist ekki. Tillagan liggur frammi á skrifstofu bæjarverk- fræðings að Strandgötu 6, Hafnarfirði frá 19. janúar til 16. febrúar 1990. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 2. febrúar 1990 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Hafnarfirði, 9. janúar 1990 Skipulagsstjóri ríkisins Bæjarstjórinn í Hafnarfirði H| REYKJHIÍKURBORG (f| Auglýsing um 'I* fasteignagjöld Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykjavík 1990 og verða álagningarseðlar sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna. Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars og 15. apríl. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíró- seðlana í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Fasteignagjaldadeild Reykjavíkur, Skúlatúni 2, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, sími 18000. Tekjulágirelli-og örorkulífeyrisþegar hafa feng- ið lækkun á fasteignaskatti samkvæmt reglum, sem borgarstjórn setur og framtalsnefnd úr- skurðar eftir, sbr. 4. mgr. 5. gr. laganr. 91/1989 um tekjustofna sveitarfélaga. Vegna mistaka við tölvuvinnslu var sama hlutfallsleg lækkun og ákveðin var á árinu 1989 reiknuð inn á álagningarseðla vegna ársins 1990. í mörgum tilvikum og sennilega flestum mun þessi lækkun reynast rétt. í öðrum tilvikum kunna elli- og ör- orkulífeyrisþegar að eiga rétt á meiri lækkun gjaldanna og í örfáum tilvikum minni lækkun. Þegar framtöl hafa verið yfirfarin, sem vænta má að verði í mars- eða aprílmánuði, verður viðkomandi tilkynnt um niðurstöður, ef um breytingu verður að ræða. Borgarstjórinn í Reykjavík, 9. janúar 1990 ALÞYÐUBANDALAGIB Alþýðubandalagið Kópavogi Spilakvöld Þriggja kvölda spilakepþni hefst mánudaginn 15. janúar I Þinghól Hamraborg 11 Kópavogi kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalag Héraðsmanna Felagsfundur Félagsfundur föstudagskvöldið 12. janúar kl. 20.30 að Selási 9 Egilsstöðum. Rætt verður um landsmálin og flokksstarfið í byrjun árs Steingrímur J. Sigfússon ráðherra og Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður verða á fundinum. Félagar fjölmennið. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.