Þjóðviljinn - 07.05.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.05.1991, Blaðsíða 3
IDAG 7. maí er þriðjudagur. 127. dagurársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 4.41 - sólariag kl. 22.10. Viðburðir Bandaríkjaheriið til Keflavíkur 1951. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Þjóðviljinn bannaður. fyrir 25 árum Bamamúsíkskólinn i Reykja- vík frumsýnir bamasöngleik- inn Apakött eftir Þorkel Sigur- bjömsson. Che Guevara lif- andi, stjórnar skæruliðum í S- Ameríku. Musica Nova heldur tónleika á morgun. Sá spaki Dyggðir okkar eru oftast ekki annað en dulbúnir lestir. (Francols de La Rochefoucauld) á 40 ára veru bandaríska hersins hér á landi Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður miðnefndar Samtaka herstöðvaand- stæðinga Við þessi tímamót er mér efst í huga sú spuming hvenær eig- inlega renni upp friðartímar hér á Islandi. Við inngönguna í Nató var því hátíðlega lofað að hér yrði enginn her á frið- artímum. Þess sjást hinsvegar engin merki að herinn sé á för- um. Af ýmsum ástæðum er nú lag að losna við hann en það vantar pólitískan vilja hjá stjómvöldum. Mér finnst of lítil meðvitund hjá fólki um áhrifin af veru hersins. Vil ég þar sérstaklega nefna umhverfisáhrifin. Þegar er Ijóst að olíuleki hefur eyði- lagt gmnnvatn á Reykjanesi og víðar. Tíð mengunarslys hjá hemum sýna að hættan á al- varlegu umhverfisslysi er alltaf fyrir hendi meðan herinn er hér. Eg vil því hvetja alla um- hverfissinna til að ganga í lið með okkur herstöðvaandstæð- ingum og losa landið við þenn- an mengunarvald. f heimi stjórnmálamanna getur verið erfitt fyrir konur að fara sínar eigin leiðir. Bæði frá hægri og vinstri heyrum við sífelldar áminn- ingar hins eilífa lærifoður. Árið 1928 iýsti Virginia Wo- olf honum þannig að hann væri sú þrotlausa rödd sem ýmist ónotaðist, þættist hafa vit á, væri skipandi, mædd, hneyksluð, reið eða foðurleg. Þessi rödd sem getur ekki látið konur í friði, en er alltaf á hælunum á þeim eins og yfir sig skyldurækin kennslukona, sárbænandi konur að hegða sér vel, sem vandar um við þær og segir að vilji þær vera góðar og vinna sér til einhverra skraut- legra verðlauna, þá verði þær að halda sig innan ákveðinna marka sem viðkomandi herra telur hæfi- leg. Þessi rödd hefur lítið breyst á þeim 60 árum sem liðin eru síðan hún hljómaði í eyrum Virginiu og samtímakvenna hennar. Þrátt fyrir að umtalsverðar félagslegar breyt- ingar hafi átt sér stað ffá þessum tíma hafa menningarbundin viðhorf til kvenna ekki breyst að sama skapi. Sá er hins vegar munurinn að þeim konum fjölgar sífellt sem trúa ekki á lærifoðurinn og skrautlegu verðlaunin hans. Fleiri en áður trúa því að það sem skipti máli sé að konur hlusti á sinn innri mann og hegði sér í samræmi við það. Þetta höfum við kvennalista- konur reynt að gera af fremsta megni og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Fjölmargir karlar, sem telja sig einhvers vitandi og meg- andi, hafa skoðað okkur og skil- greint á eigin forsendum og fellt yf- ir okkur dóma sem eiga sér fjöl- margar hliðstæður í langri sögu karlmenningarinnar. Þegar við komum fyrst fram á sjónarsviðið vorum við taldar hand- bendi annarra og ósjálfbjarga verur sem ekki vissu í hvom fótinn þær ættu að stíga. Má í því sambandi minna á krossapróf sem Þjóðviljinn lagði fyrir lesendur sína fyrir borg- arstjómarkosningamar 1982. Þeim sem fengu núll á prófinu var sagt að kjósa Kvennaframboðið því það tæki nefnilega enga afstöðu i því sem „máli skiptir“. Meykerlingin og hóran Þessi skilgreining stóðst ekki tímans tönn og þá tók við önnur. Eftir stjómarmyndunarviðræðumar 1987 og '88 var látið boð út ganga um að kvennalistakonur væm hof- móðugar meykerlingar sem engin leið væri að manga við. í hjarta margra karla blundar dulinn ótti við slíkar konur vegna þess að þær em þeim í senn ögmn og ógnun. Hinn pólitíski meydómur Kvennalistans varð að eins konar þráhyggju og á vömm allra íjölmiðlaamanna, fyrir nýafstaðnar þingkosningar, brann spumingin um hvenær hann yrði rofinn. Daginn eftir kosningar lét Kvennalistinn svo til skarar skriða og lýsti því yfir fyrir framan alþjóð að hann væri tilbúinn til stjómar- samstarfs við þá flokka sem þá áttu aðild að ríkisstjóminni, að því til- skildu að þeir létu ekki sitt eftir liggja til að rétta hag kvenna og annarra láglaunahópa. Allir hlutir hafa sinn tíma og það er sannfæring mín að þessi orð hafi verið í tíma töluð. Það var hins vegar engin von til þess að þau féllu alls staðar í frjóan jarðveg. Enda kom á daginn að í nokkmm grýttum hugum um- hverfðist ímynd Kvennalistans á einni nóttu úr meykerlingu í hóm sem falbauð sig hæstbjóðanda. Til að þóknast hinum eilífa læriföður, ætti ég auðvitað að leggja mig alla fram um að þvo hórustimpilinn af okkur kvenna- listakonum. En hvers vegna? Hvað er svona lítilfjörlegt við hómna? Hún gefur ekki ást sína og það stóð heldur ekki til að við kvennalista- konur gæfúm þessum flokkum ást okkar. Við vildum stofna til skyndi- kynna við þá, innsigla þau með kaupmála þar sem okkar forgangs- mál væm tryggð og við vildum líka láta nokkuð á móti. Staðreyndin er einfaldlega sú að við elskum þessa flokka ekki yfirmáta ofurheitt. Ef við gerðum það þá værum við eitt með þeim, þá væri enginn Kvenna- listi til. Allt orkar tvímælis þá gjört er og sömu sögu er að segja um það sem er ógert látið. Þegar við kvennalistakonur ákváðum að slá af andstöðu okkar við álver gegn ávinningum á öðrum sviðum, sem em okkur mikilvægari, gerðum við okkur fúlla grein fyrir því að þá ákvörðun mætti gagnrýna. Við mát- um hins vegar stöðu okkar þannig að við hefðum mjög erfiða samn- ingsstöðu í álmálinu en þeim mun meiri í launa- og kjaramálum. Allir stjómmálafiokkamir höföu lýst því yfir fyrir kosningar að þeir vildu stefna að byggingu álvers og alger andstaða af okkar hálfu hefði ein- faldlega dæmt okkur úr leik. Við buðum því upp á samninga um þau mál ef hægt væri að tryggja viðun- andi mengunarvamir og raforku- verð. Það grátbroslega við þetta mál allt er að gagnrýni á Kvennalistann fyrir afslátt í áímálinu hefur einna helst komið úr herbúðum krata og íhalds sem eru þó allra manna ákaf- astir í byggingu álvera. Þar hafa lærifeðumir það fyrir satt að álmál- ið hafL verið aðalkosningamál Kvennalistans í nýafstöðnum kosn- ingum og með því að slá af í því máli hafi Kvennalistinn svikið kjós- endur sína. Þetta kom m.a. nýverið fram í grein í Pressunni eftir Hrafn Jökuls- son, sem virðist því miður nývígður inn í reglu lærifeðranna og skeiðar ffarn á ritvöllinn með vandlætingu og vísifmgur á lofti. Greinin er órækur vitnisburður um að hann hefúr ekkert heyrt né skilið af því sem konur hafa um sig sjálfar að segja, í þögn hans um forgangsmál og loforð Kvennalistans er fólgin mikil lygi og þar til annað sannast ætla ég að gefa mér að þögnin stafi ekki af ásetningi heldur vanþekk- ingu. Orð og efndir Hugmyndafræði og stefna Kvennalistans er öðru fremur kvennapólitísk og þar af leiðir að hjá okkur hafa þau mál algjöran forgang sem miða að því að bæta stöðu og kjör kvenna. Við höfum ævinlega lagt áherslu á að í því sambandi sé brýnast að hækka lægstu launin, fá fram endurmat á heföbundnum kvennastörfum og bæta félagslega þjónustu við bama- fólk. Fyrir kosningar gáfu allir flokkar fögur fyrirhcit um kjarabæt- ur og þá lýstum við því yfir að ef þeir töluðu eins þann 21. april yrð- um við tæplega í vandræðum með að mynda með þeim ríkisstjóm. Þann 21. apríl létum við svo á þetta reyna. Er skemmst frá því að segja að allar tilraunir til slílaar stjómar- myndunar vom andvana fæddar vegna þess að þá þegar haföi for- ysta Alþýðuflokksins hug sinn allan við Ihaldið. Eg er sannfærð um að hugurinn haföi borið hana hálfa leið löngu fyrir kosningar þótt hún kysi að þegja um það meðan verið var að smala atkvæðum. Eftir níu ára tilvist í íslensku stjómkerfi höfúm við kKvennalista- konur lært að lifa með hinn eilfia læriföður á hælum okkar. Við vitum að hrós hans og hallmæli eiga oflar en ekki rót sína að rekja til þess sem kemur honum sjálfúm vel eða illa. Einkuxmir hans hljóta því að teljast heldur léttvægar á okkar vogarskálum. Þegar öllu er á botn- inn hvolft vegur þyngst að við kvennalistakonur séum trúar þeirri hugsjón okkar að breyta þeim þrönga stakki sem konum er skor- inn f íslensku samfélagi. Frelsi okk- ar og afl er í því fólgið að fara eigin leiðir að því marki. Allt orkar tvímælis þá gjört er - sem og það sem er ógert látið Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.