Þjóðviljinn - 07.05.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.05.1991, Blaðsíða 9
- ^ Umsjón Sif Gunnarsdóttir Kvikindisleg frænka Alls ekkert grín Háskólabió Ástin cr ckkcrt grín (Funny about love) Leikstjóri: Leonard Nimoy Handrit: Norman Steinbcrg & David Frankel eftir blaðagrein Bob Greene Framleiðendur: Jon Avnet & Jordan Kerner Aðalleikarar: Gene Wilder, Christine Lahti, Mary Stewart Masterson að er sjaldan sem mað- ur sér alveg afleitar myndir, yfirleitt er hægt að finna eitthvað já- kvætt við allar myndir. En eng- in regla er án undantekninga, það koma fyrir myndir sem eru alveg gjörsamlega mis- heppnaðar, og Ástin er ekkert grín er ein af þeim. Þó er ekkert sem segir manni fyrirfram að hún sé misheppnuð. Leonard Nimoy (dr. Spock í Star Trek) sýndi með myndinni Þrír menn og bam að hann gat leik- stýrt gamanmynd ekkert síður en geimmynd. Gene Wilder er þaul- reyndur gamanleikari (sem hefur að vísu verið á hægri niðurleið síðustu ár). Christine Lahti og Mary Stewart Masterson eru báðar athyglisverðar leikkonur þótt þær hafi ekki hingað til sýnt neina yfimáttúmlega kómíska til- burði. En kannski misskildi ég myndina gjörsamlega, kannski á hún alls ekki að vera fýndin (enda er hún það ekki), kannski á þetta að vera hádramatísk mynd um mann sem getur ekki eignast bam? En hvað er þá Gene Wilder að gera í aðalhlutverkinu? Kanar em afskaplega upp- teknir af bömum þessa dagana. Að eignast eða eignast ekki böm, það er spumingin. Og ef fyrri kostur er valinn þá vandast málin því að það virðist vera miklum erfiðleikum bundið. (Munið þið eftir Immediate family?) Líkum- ar á þvi að fólk sem er í góðri vinnu, á fallega íbúð (hús) og skilningsríkan maka geti eignast bam em sáralitlar. Hinsvegar em sextán ára stelpur sem búa í hreysum síóléttar og gefa við- stöðulaust bömin sín. Svona er lífið. Gene Wilder leikur teikni- myndateiknarann Duffy. Hann er einhleypur gyðingur sem dreymir um að eignast Qölskyldu. Hann hittir kokk, Christine Lahti, verð- ur ástfanginn af henni, giftist henni og lífið er indælt þangað til þau fara að mæla hitann og bíða eftir egglosi því að þá gerist ekk- ert. Úr því að þau geta ekki eign- ast bam þá skilja þau (þó að hjónabandið hafi verið fúllkomið og allir vinir þeirra eyðilagðir) og Dufíy lendir í stuttu ástarsam- bandi við stelpu sem er þrjátíu ámm yngri en hann, Mary Ste- wart Masterson. Það virðist ætla að ganga ágætlega, hún er villt (berar bijóstin á sér í lyftunni og svoleiðis) en hún getur heldur ekki eignast böm - og Dufiy er aftur kominn á byijunarreitinn. Nimoy hefúr ákveðið að láta Wilder ekki æpa og fóma hönd- um eins og hann gerir venjulega í kvikmyndum, heldur leika á ró- legri nótum. Það mistekst því miður, hæfileikar Wilders felast greinilega í því að geta æpt og fómað höndum í tvo tíma sam- fleytt og ekki í öðm. Lahti og Masterson em báðar með hálf einhliða hlutverk, þar sem þær gráta voða mikið en brosa þess á milli hugrakkar í gegnum tárin. Nimoy leikstýrir þunglama- lega, myndin er hæg og vantar allar áherslur þannig að í þau fáu skipti sem það kemur gamansamt atriði þá týnist það. En handritið á sökina, það er ekki neitt neitt. Og mér er fyrirmunað að skilja hversvegna þessi mynd var gerð. Háskólabíó Danielle frænka (Tatie Danielle) Leikstjóri: Etienne Chatiliez Handrit: Florencc Quentin og Eti- ennc ChatiUez TónUst: Gabriel Yared Aðalleikarar: Tsilla Chelton, Eric Prat, Laurence Février, Catherine Jacob, lsabclle Nanty ♦ ♦ II höfum við eflaust átt, eða þekkt ein- hvern sem átti, erfið- an ættingja. Ein- hvern sem fær enga ánægju út úr lífinu lengur nema með því að gera öðrum lífið leitt. Ef svo er þá ættuð þið að fara á Daniellu frænku því að flestir verða dýrlingar við hlið hennar. Hún er svo hræðilega andstyggi- leg að maður man varla eftir öðru eins á hvita tjaldinu, helst líkist hún vondu nornunum og stjúpmæðrunum í ævintýrum bernsku minnar, ómenguð ill- mennska. Danielle frænka hefur verið ekkja í 50 ár, síðan maðurinn hennar (hinn rangeygi Eduard) lést í stríðinu, nánar tiltekið á friðar- daginn (það er kannski von að hún sé svona fúl). Hún býr í stóru húsi í Burgundy ásamt ráðskonunni Od- ile og hundinum Gættuþín. Dani- elle er afskaplega leiðinleg við ráðskonuna (og að sama skapi góð við hundinn), vekur hana allar nætur til að færa sér vatn, kvartar yfir matnum, stelur peningunum hennar og svo mætti lengi telja. Danielle á engan að nema tvö frændsystkin sem búa í París. Þau halda að hún sé indæl og veik- byggð gömul kona og heimsækja hana reglulega. Svo kemur að þvi að Odile getur ekki meira og dettur niður dauð og þá þurfa frændsystk- inin að sjá um frænku gömlu. Og ekki stendur á þeim, frændi hennar býður henni að búa hjá sér og fjöl- skyldu sinni í París. Hann hefði betur sett hana á elliheimili - eða bara látið hana eiga sig. Danielle kúgar fjölskýlduna miskunnarlaust þangað til þau eru öll orðin hálf taugaveikluð og flýja í sumarfrí til Grikklands. Áður en þau fara ráða þau: unga konu, Sandrine, til að líta eftir ffænkunni. Danielle setur sig í stellingar til að hrella húshjálpina, en það lítur út fyrir að hún hafi loksins hitt ofjarl sinn. Danielle frænka er ákaflega sérstæð mynd, ef t.d. Kanar hefðu gert hana þá hefði hún annaðhvort reynt að vera drepfyndin eða farið alla leið út í hryllinginn. Þessi mynd gerir hvorugt, hún er of and- styggileg til að geta verið sérstak- lega fyndin (a.m.k. var ég orðin svo pirruð á kcrlingunni að mér var ekki hlátur í huga) og hún er of raunsæ til að geta verið hrollvekja. Danielle er kona með hausinn í lagi en samt er alltaf talað við hana eins og hún sé smábam, og þegar hún hittir loksins manneskju sem er ekki hrædd við hana og kemur fram við hana á jafnréttisgrund- velli þá sýnir hún á sér alveg nýja hlið - a.m.k. í smá tíma. TsiIIa Chelton er kvikindislega frábær í aðalhlutverkinu og skygg- ir á aðra leikara í myndinni sem standa sig þó með prýði, sérstak- lega eiginkonan sem Catherine Jacob leikur. Leikstjóm Etienne Chatiliez er oft gamansöm en tekur stundum á sig hrollvekjublæ, hann á víst svona frænku. Danielle frænka er óvenjuleg mynd um einstaka konu sem maður hittir ekki á hveijum degi. En endirinn kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum eigin- lega, og olli mér dálitlum von- brigðum. Vandræöi í HollywQpd ^ rið 1974 var myndin hafði mest notið að lcíiaf En hann A Chinatown tilnefnd til var ekki ánægður með handrit / \ ellefu Óskarsverð- Towne, honum fannst Jake hafa 1 V launa og gerði leikar- breyst og heimtaði breytingar á ann Jack Nicholson að stór- stjörnu. Það var lengi í bígerð að gera framhald að henni og það leit loksins dagsins ljós í fyrra og verður frumsýnt í Háskólabíói á næstunni. En framhaldið sem heitir The two Jakes er nú þegar komið á spjöld Hollywood-sögunnar fyrir framleiðsluvandræði. Það voru Jack Nicholson (stjaman), Robert Towne (handritshöfundurinn) og Robert Evans (framleiðandinn) sem ákváðu, árið 1984, að nú væri kominn tími á framhaldsmynd sem yrði náttúrlega stærri og betri en frummyndin. Nokkrar breytingar vom nauðsynlegar, Towne myndi ekki aðeins skrifa handritið heldur líka leikstýra (Polansky sem leik- stýrði frummyndinni var í útlegð í Frakklandi) og Evans myndi bæði framleiða og leika annað aðalhlut- verkið á móti Nicholson. í apríl 1985 var allt í fullum gangi hjá Paramount en ýmislegt átti eftir að fara úrskeiðis. Evans hafði hafið feril sinn í Hollywood sem leikari og ekki fengið lof fyrir og þótt hann hefði framleitt met- sölumyndir eins og Marathon Man langaði hann mikið til að sanna sig sem leikara. Towne hafði áður leikstýrt einni mynd Personal Best sem hafði verið rökkuð niður og honum var mikið í mun að sýna að hann gæti gert betur. Nicholson vildi framhald vegna þess að Jake Gittes var sú persóna sem hann handritinu. Þrátt fyrir þessa óánægju var verið að byggja svið, kaupa bíla frá fimmta áratugnum, sauma búninga og ráða leikara, þar á meðal Kelly McGillis, Dennis Hopper og Harvey Keitel. Þegar komið var að tökum kom í ljós að Evans gat ekki leikið og Towne gat ekki leikstýrt. Towne skellti skuldinni á Evans og vildi reka hann en Evans grátbað for- stjóra Paramount um að leyfa sér að vera. Paramount neitaði að setja meira fjármagn í mynd sem virtist ætla að ganga svona illa og i byij- un maí neituðu þeir að halda áfram með verkefnið. Kvikmyndin The two Jakes var úr sögunni, bílamir voru seldir og sviðin rifin niður. Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið, eins og þar stendur. En árið 1989 var myndin gerð eftir allt saman. Paramount fékk áhuga á henni aftur. Robert Towne var fenginn til að selja handritið án þess að fá að leikstýra því og Nic- holson var látinn leikstýra i stað- inn. Hann hefur áður leikstýrt tveimur myndum Drive she said og Goin’ south, hvorug þeirra þótti áhugaverð. Evans er enn skrifaður sem framleiðandi en var lítið sem ekkert viðriðinn myndina. Og nú verður gaman að sjá útkomuna. P.s. Robert Towne ku vera að skrifa handrit að þriðju myndinni um einkaspæjarann Jake.Gittes! Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.