Þjóðviljinn - 24.08.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.08.1991, Blaðsíða 1
Það kennir margra grasa í sorphaugnum sem bandaríski herinn skildi eftir sig á Heiðarfjalli. Spýtnabrak, bárujárnsplötur, vélahlutar, olíuföt og rafgeymar eru meðal þess sem liggur hálfgrafið eða á yfirborðinu. Hvað kann að leynast undir yfirborði haugsins fæst ekki skorið úr um, nema með þvi að taka úr honum jarðvegssýni. Eitt virðist þó víst, að þar gætir nokkurrar mengunar frá olíuefnum ýmisskonar. Jeltsín stöðvar starf semi kommúnista Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti hefur lagt bann við starfsemi Kommúnista- flokks Rússlands, lang- stærstu lýðveldisdeildar Komm- únistaflokks Sovétríkjanna, til bráðabirgða. Með samskonar banni hefur Jeltsín stöðvað út- komu Pravda, málgagns Komm- únistaflokksins, innan landa- mæra Rússlands. Starfsemi flokksdeildar komm- únista í Moskvu hefur og verið bönnuð um sinn. Kommúnista- flokkur Litháens hefur verið lýstur ólöglegur og blöð þar andstæð stjómvöldum bönnuð. Nýr forstjóri, fijálslyndur tal- inn af íhaldsmönnum, hefur verið settur yfir KGB og er sagður eiga að endurskipuleggja þá stoftiun. A Vesturlöndum gætir aukins stuðnings við sjálfstæðisbaráttu Eistlands, Lettlands og Litháens og Hans-Dietrich Genscher, utanríkis- ráðherra Þýskalands, spáir því að þess verði ekki langt að bíða að þau öðlist sjálfstæði í raun. dþ. Sjá síðu 7 Til áskrifenda Þjóðviljans Tvö hundruð nýir áskrifendur hafa bæst í hópinn síðan Þjóð- viljinn fékk greiðslustöðvun síðastliðinn þriðjudag. Þetta eru sannarlega uppörvandi viðbrögð, en betur má ef duga skal. Til að tryggja framtíð blaðsins þarf enn 1800 áskriftir til við- bótar. Þessa dagana er verið að skipu- vinnu og verða næstu kvöld og leggja sjálfboðavinnu við hring- helgar notuð í því skyni. ingar til að safna nýjum áskrifend- Askrifendur og velunnarar em um. Margir stuðningsmenn blaðs- hvattir til að liggja ekki á liði sínu. ins hafa þegar gefið sig ffam í þá Þeir geta m.a. stutt blaðið með því að greiða hærra áskriftargjald eða með gjafaáskrift til vina og kunn- ingja og hafa nokkrir þegar gert það. Einnig er sjálfboðavinna við hringingar vel þegin og geta menn skráð sig \ þá vinnu á skrifstofu blaðsins. Áskriftarsími Þjóðviljans er 681333 og afgreiðslan verður opin á laugardag frá kl. 9 til 16 og á sunnudag frá kl. 12 til 16. áþs. Mengun á Heiðar- fjalli staðfest Athugun á meintri mengun á Heiðarfjalli frá sorphaugum rat- sjárstöðvar banda- ríska hersins sem þar var starf- rækt frá árinu 1954 til ársins 1970, hefur staðfest rökstuddan grun landeigenda Eiðis á Langanesi um að þar sé að fínna mengandi olíuefni. Að sögn Sigurðar Þórðarsonar, annars landeigenda Eiðis, benda þær mælingar sem gerð- ar hafa verið til þess, að um umtalsverða mengun olíuefna kunni að vera að ræða á fjall- inu. Markmiðið með athugun um- hverfisráðuneytisins var að freista þess að afmarka haugstæðið á fjallinu og mæla hugsanlega upp- gufun rokgjamra efna úr haug- stæðinu. Þrátt fyrir það að mæli- geta gasleitartækisins sem mæl- ingamar vom framkvæmdar með sé takmörkuð, fengu athugnar- menn svömn á tækið þegar farið var með það yfir haugstæðið á fjallinu og var svömnin þeim mun meiri eftir því sem nær dró miðbiki haugsins. — Við vomm ekki mjög trúað- ir á gagnsemi þessarar athugunar sökum þess hve mæligeta gasleit- artækisins er takmörkuð, sagði Sigurður, en þess má geta að mæligeta þess er einn á móti milj- ón (lppm), en lífræn efni sem eitruð em, eins og PCB, hafa eit- urvirkni í allt að einum hluta á móti miljarði (lppb). - Þessar mælingar sýna þrátt fyrir allt fram á, að við höfum haft rétt fyrir okkur. Það er svo allt annað mál hvaða olíur em þarna á ferðinni, sagði Sigurður. í ljósi þessara tíðinda era landeigendur Eiðis loksins komn- ir með mikilvæg gögn í hendur sem léttir þeim róðurinn við und- irbúning málshöfðunar fyrir bandarískum dómstólum á hendur þarlendum stjómvöldum vegna þeirra búsiíja sem þeir hafa orðið fyrir þegar þeir urðu að leggja ár- ar í bát með bleikjueldi í Eiðis- vatni sem er undir rótum Heiðar- fjalls eftir að gmnsemdir höfðu vaknað um stórfellda mengun frá sorphaugunum á fjallinu og hætta var talin á mengun gmnnvatns af sömu sökum. - Þetta gerir okkur vissulega auðveldara um vik að sækja mál- ið vestra. Við tókum einnig nokk- ur jarðvegssýni í votta viðurvist, þar með talins formanns heil- brigðisnefndar Þórshafnarhrepps. Einnig tókum við til handargagns einhverja þá stærstu olíusíu sem við höfum nokkum tímann séð og rafgeyma sem lágu á víð og dreif hálgrafnir í jörðu í haugstæðinu, sagði Sigurður, en sýnunum hyggjast þeir félagar koma til frekari greiningar. - Við teljum okkur vera komna með í hendumar sönnun- argögn sem nægi til þess að fara af stað með málshöfðun ytra, sagði Sigurður. Þess má geta að þekktur bandarískur lögfræðingur, Allan Tanner, sem getið hefur sér gott orð í málarekstri út af hliðstæðum mengunarmálum í Bandarikjun- um, hefur tekið mál þeirra Sig- urðar og Bjöms að sér. Athugunarmenn umhverfls- ráðuneytisins héldu suður í gær eftir að hafa verið við mælingar á Heiðarfjalli síðan á þriðjudag. Þegar suður er komið munu þeir vinna úr mæligögnum og skila umhverfísráðherra skýrslu um niðurstöðumar. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.