Þjóðviljinn - 24.08.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.08.1991, Blaðsíða 3
Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum lesanda að rekstur Þjóðvilj- ans gengur mjög erfiðlega um þessar mundir. Sjálfsagt munu margir segja að það sé nú ekkert nýtt, rekstrarerfiðleikar hafa alla tíð verið jafn traustur fylgifiskur blaðsins og nóttin sem fylgir deginum. Satt er það að Þjóðviljinn hefur aldrei verið gróðafyrirtæki mælt á efnahagsleg- an mælikvarða. Eigi að síður er enginn vafi á að hann hefur skilað miklum hagn- aði í öðrum skilningi. Hann hefur verið lím vinstri hreyfingarinnar og á bestu tímabilum sínum hefur hann verið öflugt vopn í höndum fjöldahreyfingarinnar sem þurfti til að skapa það mannúðarþjóðfé- lag sem íslendingar búa við. Hann hefur alla tíð verið umdeildur meðal þeirra sem hefur fundist að hann standi sér nærri og vinstrisinnar hafa yfirleitt aldrei látið sér fátt um hann finnast. í þessu hefur sjálfur tilverugrundvöllur Þjóðviljans lengst af verið fólginn, styrkur hans og veikleiki í senn. Þegar á hefur bjátað er í þessum hópi að finna þá sem hlaupið hafa undir bagga með blaðinu á erfiðum tímum, en þarna eru líka þeir sem hafa séð ástæðu til að refsa blaðinu með uppsögn þegar þeim hefur mislíkað við blaðið, flokkinn eða verkalýðshreyfinguna, stundum við alla í einu. Umhverfið sem blöðin lifa í hefur breyst feikilega síðustu árin, fyrst og fremst vegna tilkomu nýrra ljósvaka- miðla og breyttra vinnubragða Rikisútvarps- ins. Sumum kann að finnast undarlegt að nefha breytingar á starfsháttum Ríkisút- varpsins en það er rétt að gera þær að um- talsefni áður en lengra er haldið því þær skipta verulegu máli. Ríkisútvarpið lá mjög lengi undir ámæli um að það mismunaði stjómmálaflokkunum og væri lokað fyrir gagnrýnisröddum eða efasemdarmönnum um þá pólitík sem vald- hafamir rækju. Um þetta má nefna nokkur dæmi. Þegar Ragnar Amalds var kjörinn for- maður Alþýðubandalagsins, á stofnþingi þess árið 1968 var að sjálfsögðu frá því sagt i fjölmiðlum, en Sjónvarpið, sem þá var að sönnu ung stofnun og ekki mikil að vöxtum, fann enga ástæðu til að tala við hinn ný- kjöma formann í tvö ár. Magnús Torfi Ólafs- son, fyrrverandi menntamálaráðherra, flutti pistla í hljóðvarpi og fjallaði á þann hátt um herinn og NATO sem ekki var þóknanlegt valdhöfunum. Þetta þoldi hljóðvarpið ekki og lét hann hætta. Ólafur Ragnar Grimsson mátti sæta samskonar meðferð. Verkalýðshreyfingin vildi fá að setja sinn svip á dagskrána 1. mai. Löngum var ekki við það kom- andi og sjálf var stofn- unin svo pempíuleg í afstöðu sinni að hún út- v a r p a ð i ekki ná- lægt því alltaf frá atburðum dagsins og nefna mætti fjölmörg önnur dæmi af sama toga. Þessi afstaða Útvarpsins er sem betur fer gerbreytt. Raunveruleg skoðanaskipti eiga sér nú stað í Ríkisútvarpinu og stjóm og stjómarandstaða em miklu nær því að standa jafnfætis í dagskránni en áður var. Ríkisút- varpið er þó hreint ekki hafið yfir gagnrýni og við emm enn að sjá dæmi um það hvem- ig Sjónvarpið gengur stundum á ystu nöf, eins og ffægir „ffæðsluþættir“ um Evrópu- bandalagið í vetur vitna um. Asama tíma hafa blöðin líka breyst. Þau eiga öll rætur sínar í því pólitíska mynstri sem þróaðist hér á landi fyrstu árin eftir fullveldið árið 1918. Beri maður blöð þess tíma saman við það sem við höfum fyrir augunum nú er augljóst að við emm í raun ekki að tala um sömu blöðin. A þeim tíma vom mótsetningamar í þjóðfélag- inu margfalt grimmilegri en nú og blöðin mótuðust af þvi. Svikabrígsl og landráða- ákæmr vom daglegt brauð í blöðunum. Heimska, þjófhaður, lygar, geðveiki, litil- mennska og hverskonar aðrar einkunnargjaf- ir í sama dúr þóttu sjálfsagðar í ritdeilum. Tengsl blaðanna við stjómmálaflokkana vom einnig miklu sterkari og augljósari, enda vom þau ýmist gefin út af flokkunum eða fyrirtækjum sem litu á það sem hlutverk sitt að gefa þau út til stuðnings ákveðnum málstað eða flokki. Þessi arfur er öllum ís- lensku blöðunum sameiginlegur. Á síðustu ámm hafa margir fjölmiðla- menn haldið þvi ffam af miklu kappi að dag7 ar pólitískra málgagna séu i rauninni taldir. I nútíma þjóðfélagi séu fjölmiðlar sjálfstætt afl sem síst af öllu megi lúta forræði stjóm- málaflokkanna. Þessi afstaða birtist í ýms- um myndum, bæði beint og óbeint, en m.a. í því að fjölmiðlar em taldir því óáreiðanlegri sem þeir em í opin- skárri tengslum við stjómmála- flokkana. Samkvæmt því em stjómmálamenn og flokkar heldur vafa- samir peningar en þeir sem stunda fjölmiðlun af viðskipta- 1 e g u m ástæðum hins vegar ekki. Þessi afstaða, í rauninni fjandskapur gegn stjómmálum og þátttöku manna í þeim, gengur stundum svo langt að maður undrast að nokkur skuli yfir- leitt vilja gefa sig í þau störf. Nú er það auðvitað eins og hver önnur fjarstæða að til sé svokallaður óháður fjöl- miðill. Hvert einasta blað sem gefið er út í heiminum er með einhveijum hætti háð eig- anda sínum eða því umhverfi sem það starf- ar í. Svokölluð ffjálslynd og óháð blöð i einkaeigu á Vesturlöndum fá t.d. því aðeins að koma út að þau skili eigendum sínu hagn- aði og í öllum tilfellum ákveður eigandinn að lokum hverskonar blað gefið verður út. Nákvæmlega sama á við um allan þann ara- grúa af sjónvarps- og hljóðvarpsstöðvum sem heimsbyggðin á völ á og vel að merkja: líka SKY og CNN sem ýmsir fjölmiðlamenn vilja telja fyrirmynd þess sem koma skal í fjölmiðlaheiminum. Oll íslensku dagblöðin eru nátengd stjómmálaflokkunum og/eða valda- miklum hagsmunahópum. Þessi tengsl birtast þó á annan hátt en íyrrum og i daglegu starfi sínu eru blöðin laustengdari við flokkana en áður. Blöðin geta hins vegar ekki lifað á pólitík einni saman. Þau verða að veita fjölþættari þjónustu en að fjalla bara um pólitík og þau verða auk þess að íjalla um hana firá mismunandi sjónarhomum, og hafa rými fyrir ólíkar skoðanir. I þessu efni hefur Morgunblaðið yfirburðaaðstöðu vegna stærðar sinnar og útbreiðslu. Morgunblaðið getur gert ýmislegt í blaðamennsku sem minni blöðin láta sig ekki einu sinni dreyma um. Morgunblaðið hefur, eins og öll önnur blöð, gjörbreyst í áranna rás, sumir vilja meira að segja halda því fram að blaðið sé jafhvel orðið ópólitískt og um leið að einskonar allsheijar vettvangi fyrir alla sem vilja skrifa í blöð. Enda þótt blaðið sé vissulega afar op- ið ólíkum sjónarmiðum þá fer ekkert á milli mála hvom megin hjartað í því slær svo nátengt sem það er Sjálf- stæðisflokkn- um. líka nátengt Sjálfstæðisflokknum en af þvi að blaðið gefur sig sérstaklega út fyrir að vera óháð þá er rétt að minna á að tengsl þess inn í Sjálfstæðisflokkinn em fyrst og ffernst í gegnum áhrifamenn í viskiptalífinu. Nú gætu menn auðvitað spurt: Úr því að stóm blöðin og Ríkisútvarpið em orðin svona opin er vinstrisinnum þá ekki tryggður nauðsynlegur aðgangur að þjóðinni þannig að blað á borð við Þjóðviljann sé með öllu óþarft ekki síst þegar þar að auki em komnar nýjar útvarps- og sjónvaipsstöðvar og sam- eiginlega sjá þessir fjölmiðlar til þess að skoðana- og tjáningafrelsið sé fullkomlega tryggt? Því miður er Qölmiðlatilveran ekki svona einföld. Um íjölmiðla gilda sömu lög- mál og flest annað á hinum fijálsa markaði. Eftir því sem hlutdeild einhvers aðila á markaðnum stækkar eykst hættan á að við- komandi nái hreinni einokunaraðstöðu og ráði að lokum einn ferðinni. Svo miklar áhyggjur hafa menn löngum haft af þessu að víða hafa verið sett lög gegn hringamyndun til að koma í veg fyrir þróun af þessu tagi. Ef undirritaðan misminnir ekki um of þá hefur meira að segja forsætisráðherrann haft á orði að hér á landi kynni að vera nauðsyn á slíkri löggjöf. Við Þjóðviljanum blasir sú hætta að hann komi ekki út eftir fáeinar vikur ef ekki er að gert. Fari svo, hverfur mikilvæg rödd af íslenskum fjölmiðlamark- aði og hættan á fullkominni einokun hægri aflanna á allri fjölmiðlun eykst. Það má ekki gleymast hveijir eiga flesta fjölmiðlana sem þá verða eflir. Tíminn og Alþýðublaðið eru í höndum Framsóknar og Alþýðuflokks, Dag- ur á Akureyri nátengdur Framsóknarflokkn- um. Að Ríkisútvarpinu slepptu eru allir aðrir fjölmiðlar á einhvem hátt búsettir á hægri vængnum. Þama em innanborðs langstærstu fjölmiðlamir, Morgunblaðið, Stöð 2 og DV. Á sama tíma og þetta gerðist liggur fyrir að menntamálaráðherra hefur rætt í alvöm um þann möguleika að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. Eins og Alþingi er nú saman sett getur vel verið að hann fengi meirihlutafylgi við slíka ákvörðun. Hveijir myndu kaupa það hlutafélag? Auðvitað þeir sem ráða yfir nauðsynlegu Qármagni. Þjóðviþinn einn kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir þessa þróun, en hann er enn til vitnis um fjölbreytnina i fjölmiðlun á ís- landi, hann getur áfram verið tæki í barátt- unni fyrir réttlátari skiptingu auðsins i þessu landi. Hans er því þörf og það er lesenda og velunnara hans að stað- festa vilja sinn um að hann haldi áfram að koma út með þvi sem dugar honum best til langframa: fjölgun áskrifenda um að minnsta kosti 2000 manns. hágé. SíðaC ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.