Þjóðviljinn - 24.08.1991, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.08.1991, Blaðsíða 12
í } c Stj ómmálasamband á sunnudaginn Utanríkisráðherrar Litháen, Eistlands og Lettlands munu koma hingað til lands á sunnudag og undirrita formlega yfirlýsingu um að stjórnmálasambandi hafi verið á komið á milli ríkjanna þriggja og íslands. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra bauð i vikunni utanríkisráðherrunum til Islands til að ganga frá yfirlýsingum um formlegt stjórnmálasamband milli Iandanna, svo fram- arlega sem samkomulag næðist um einstök atriði sem ekki hafa verið til- tekin, samkvæmt fréttatilkynningu sem utanríkisráðuneytið sendi frá sér í gær. Ráðherramir þáðu boðið og virð- ist því hafa verið gengið frá lausum endum í gær. Eyjólfur Konráð Jónsson, for- maður utanríkismálanefndar, sagði í samtali við Þjóðviljann áður er ráð- herramir þrír tóku ákvörðun um að koma hingað til lands að rétt væri að koma á stjómmálasambandi strax enda tæki það ekki nema tíu mínútur í síma. Hann vildi nýta tækifærið strax í dag þar sem rétt 50 ár eru liðin frá hemámi Sovétríkjanna á Lett- landi, Litháen og Eistlandi. Þar er dagurinn kallaður Dagur hins svarta borða. Jón Baldvin bauð ráðherrunum hingað til lands í bréfi til Vytautas Landsbergis, forseta Litháen, þar sem hann skýrði forsetanum frá formlega áréttaðri viðurkenningu íslands á sjálfstæði Eistlands og Lettiands, líkt og áður haföi gerst með Litháen. Eyjólfúr Konráð sagðist ómögu- lega skilja hvað þyrfti nú að fara að athuga í sambandi við að taka upp stjómmálasamband við Eystrasalts- ríkin. „Það er brot á samþykktum Al- þingis að taka ekki upp stjómmála- samband við rikin nú þegar,“ sagði Eyjólfur Konráð og bætti við að vegna Dags hins svarta borða sem minnst er í dag í ríkjunum þremur væri rétt að taka upp stjómmálasam- band núna. „Reisnin fer af þessu ef við gemm þetta ekki í síðasta lagi í dag,“ sagði Eyjólfur Konráð. Svo virðist sem ekki komi til þess að samþykktir Alþingis verði hunsaðar. -gpm Skýringar á kaupmætti aðrar en launaskrið Kaupmáttur landverkafólks innan ASÍ jókst um 4% á tímabilinu frá fyrsta ársfjórðungi 1990 til fyrsta ársfjórðungs 1991 sam- kvæmt niðurstöðum kjararannsóknarnefndar. Tímakaup hækkaði að meðaltali um 10%, þar af eru 6,5% umsamdar hækkanir. Á þessum tíma hækkaði framfærsluvísitala um 6%. Gylfi Arnbjörnsson forstöðu- maður nefndarinnar segir að skýringarnar á 3,5% kaupmáttarmun séu aðrar en launaskrið og hafnar því að aðferðir kjararannsóknarnefndar við útreikninga séu gagnrýnisverðar. Gylfi segir skýringamar á þess- um mun í fyrsta lagi þær að bónus- greiðslur hafi aukist hjá fiskverka- fólki sem nemi um 1%. Önnur 1% megi skýra út frá venjulegum starfs- aldurshækkunum. Þá em eftir óút- skýrð 1,5% og segir Gylfi að annars vegar bendi ýmislegt til að stöðug- leiki sé meiri á vinnumarkaði en áð- ur, þ.e. færri skipta um störf en áður og það valdi því að starfsaldurshækk- anir vegi þyngra en ella. Hins vegar sé alltaf um að ræða einhver staðal- ffávik í könnunum sem þessari og ekki sé hægt að fullyrða um almennt launaskrið út frá þessum óútskýrðu 1,5%. Kjararannsóknamefnd hefur gert samninga við um 250 fyrirtæki um að þau skili inn launabókhaldi allra starfsmanna sinna. Um 110 fyrirtæki skila inn upplýsingum hvem árs- fjórðung og er miðað við að ekki ná- ist upplýsingar um færri en 12.000 einstaklinga. Frá einum ársfjórðungi til annars er mikill munur á hvaða fyrirtæki skila inn upplýsingum. Ef 20 fyrirtæki dctta út er öðmm 20 bætt inn. Undanfarin ár hafa aðeins verið sömu 3.500 cinstaklingar í 12.000 manna úrtakinu frá einum ársfjórðungi til annars. Þessi hópur er settur upp í sérstaka töfiu sem sýnir paraðan samanburð. I þetta sinn er paraði hópurinn þó mun stærri en oft áður eða 5.300 manns scm upplýs- ingar fást urn bæði í fyrsta ársfjórð- ungi 1990 og fyrsta ársfjórðungi 1991. Þetta bendir til að stöðugleiki sé meiri en áður á vinnumarkaðnum. Vert er að benda á að enn vantar kjararannsóknarnefnd upplýsingar um heildarfjölda á vinnumarkaði árið 1989. „Okkur vantar þessar forsendur, og til að leysa það vandamál þá leggjum við áherslu á að vera með mikinn fjölda og getum þá betur treyst á að úrtakið sé traust," sagði Gylfi þegar hann var spurður hvort þessir þættir gætu ekki leitt til skekkju i niðurstöðunum. „Brottfall i hefðbundinni skoðanakönnun er ann- ars eðlis en hjá okkur. Þau fyrirtæki sem við höfum ekki samband við teljast ekki brottfall. Eg er alveg sannfærður um að með 5.300 manna hóp sem hægt er að gera paraðan samanburð á þá skiptir cngu hver er heildarfjöldi á vinnumarkaði. Þetta gefur öruggar niðurstöður. Með þennan fjölda, uni 12.000 manns í heildarúrtaki, auk mjög sundur- greindra upplýsinga um launin, þá teljum við að þetta sé mjög öruggt úrtak og örugg heimild um launa- breytingar á vinnumarkaðinum. Stærsta breytan varðandi óöryggi í könnunum er einmitt fjöldinn. Ástæðumar fyrir því að sum fyr- irtæki detta út em fjölmargar: Fyrir- tæki sameinast, launakerfi breytast, fyrirtæki verða gjaldþrota og önnur sjá eftir þeim kostnaði og tíma sem fer í að skila okkur upplýsingum. Upplýsingamar em fengnar með sér- stökum tölvuforritum og því geta fyr- irtækin ekki stjómað hveijir af staiífs- mönnum fara inn. Það bendir ekkert til að þessar breytingar á hvaða fyrir- tæki skila inn upplýsingum valdi kerfisbundnum skekkjum." Gylfi var spurður að því hvort ekki væri eðlilegast að notast ein- göngu við paraðan samanburð, þ.e. aðeins upplýsingar ffá sama fólki ffá einum ársfjórðungi til annars. „Það er ekki hægt að nota parað- an samanburð til að búa til launavísi- tölu. Við það verðum við að nota al- menna úrtakið," svaraði hann. „En það er rétt að paraður samanburður er sterkari til að meta breytingamar." Hann sagði að kannað væri hvers konar fyrirtæki detta út og hver kæmu inn í staðinn til að athuga hvort um kerfisbundnar skekkjur væri um að ræða, en ekkert benti til að svo væri. í niðurstöðum nefndarinnar kem- ur ennffemur ffam að hún telur að meðalvinnutími landverkafólks í ASI hafi styst um tæpa hálfa klukkustund á viku. Þess ber þó að geta að ekki er gert ráð fyrir aukavinnu í útreikning- unum og niðurstöður um heildar- vinnustundir á viku sýna færri tíma en í könnunum þar sem fólk er spurt sjálft hversu lengi það vinnur. Hvor aðferðin er betri, þ.e. hvort fyrirtæki em spurð eða einstaklingar, er að sjálfsögðu umdeilanlegt. I niðurstöðum nefndarinnar kem- ur einnig fram að enn er gífurlegur munur á launum karla og kvenna. Nú er unnið að sérstakri könnun á launa- mun kynjanna sl. 10 ár og koma nið- urstöður hennar út í september. Gylfi segir muninn svipaðan ffá ári til árs. -vd. Meiri skellur á næsta ári Búist er við þó nokkuð miklum flötum niðurskurði hjá sauðfjár- bændum í haust vegna hins nýja búvörusamnings. Þó er búist við enn meiri skelli hjá bændum á næsta ári. Nú hafa bændur ekki selt nema rúman helming þess fullvirðisréttar sem á að skera nið- ur í haust. Afgangurinn verður þá flatur niðurskurður. Bæði Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, og Helgi Jóhannesson land- búnaðarráðuneytinu töldu líklegt að þeir bændur sem ættu von á flötum niðurskurði myndu í næstu viku selja af fullvirðisrétti sínum sem því næmi. Ástæðan er sú að þeir fá þá hærra verð fyrir kjötið, eða 600 krónur fyrir kílóið í stað 450 króna. Nú er búið að selja 20.828 ær og eru þá óseldar 25.211 ær til að ná 11 prósent niðurskurði á sauðfé fyrir 1. september. Vegna þeirrar stöðu að salan hef- ur ekki gengið betur en raunin er má búast við enn meiri flötum niður- skurði að ári, en þá á að skera niður um 17 prósent. Salan á markaði í vetur getur sett strik í þennan reikn- ing. Bæði Hákon og Helgi töldu að þeir bændur sem ætluðu sér að nota þetta tækifæri til að hætta sauðfjár- búskap væru þegar búnir að ganga ffá sínum málum. Þeir búast ekki við mikilli slíkri sölu, hvorki nú fyrir mánaðamótin, þegar ffesturinn renn- ur út, né á næsta ári. Helgi benti til dæmis á að sala á bundnum rétti hafi skilað sér lítið eða ekki nema 15 prósent. Bundinn réttur er réttur sem bændur eiga, en hafa leigt til ann- arra. -gpm Sjö af 11 standa vel Fjárhagsstaða Hlutafjársjóðs Byggðastofnunar hefur veríð til um- ræðu að undanfornu og hefur Steingrímur Hermannsson fyrrver- andi forsætisráðherra staðhæft að níu fiskvinnslufyrirtæki af 11 sem sjóðurinn hefur tekið þátt í að endurskipuleggja fjárhagslega standi vel. Gunnar Hilmarsson deildarstjórí hlutafjárdeildar stofnunarinnar telur að sjö fyrirtæki standi vel, tvö séu á mörkunum og tvö séu handan þeirra. Þessi tvö síðustu hafa verið i fréttum að undanfömu, en það eru Fiskiðjan Freyja hf Suðureyri og Hraðfrystihús Stokkseyrar hf. Ljóst er að stefna sjómvalda nú er að bjarga ekki þessum fyrirtækjum. Gunnar telur að þrátt fyrir að það steffii í minni afla á næsta ári, lægra verð fyrir afurðimar, hærri vexti og citthvað hærri laun þá muni þessi sjö fyrirtæki standast raunina. „í heildina litið er gífurlegur munur á þessum fyrirtækjum núna og árið 1988 þegar þau vom tekin i meðferð," sagði Gunnar, en öll fyrirtækin voru komin í rekstrarþrot og nánast gjaldþrota. Gunnar sagði að á sínum tíma heföi Hlutafjársjóður verið snjöll lausn þó ekki væri um framtíðarlausn að ræða. En lánardrottnar breyttu skuldum fyr- irtækjanna í hlutafé í gegnum sjóðinn og var sumt tryggt af rikinu. Ríkis- endurskoðun telur nú að um 30 pró- sent af fé sjóðsins sé tapað, en ekki fellur það allt á ríkið. Um er að ræða um 220 miljónir af 1.026 miljónum. Hann sagði að fyrirtækin tvö sem væm á mörkunum heföu aukið ffam- legð og lækkað skuldir, en að skulda- hlutfallið væri enn of hátt. Hann vildi ekki tiltaka um hvaða fyrirtæki hafi verið að ræða. Ljóst er þó að þessi fyrirtæki stefna í svipaða átt og á árunum 1987-88. Gunnar benti til dæmis á að i tonnafjölda væri skerðing á afla næsta árs þetta ffá 19 prósentum og uppí 23,7 prósent. Gunnar sagðist ótt- ast að með háum vöxtum, lægra af- urðaverði, aflaskerðingum og fleim væri verið að taka kúrsinn á sama ástand og 87/88 og þá taldi hann að fyrirtæki hverra skuldsetning miðað við tekjur væri 60-70 prósent eða meira kæmu til með að eiga í miklum erfiðleikum á næsta ári. -gpm 2000 Takmarkið er 2000 nýir áskrifendur Sú hætta blasir við Þjóðviljanum aö útgáfa hans stöövist innan tíöar ef áskrifendum blaösins fjölgar ekki. Viö þurfum tvö þúsund áskrifendurtilaö tryggja rekstur blaösins til frambúöar. Tökum höndum saman og tryggjum útgáfu Þjóöviljans, sem er í senn baráttutæki og þýðingarmesti umræöuvettvangur vinstri manna. 1500 1000 500. Nýir áskrifendur Síöustu fjóra daga hafa rúmlega 200 manns gerst áskrifendur aö Þjóöviljanum Askrifendasíminn er 681333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.