Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1995 13 Fréttir V Samningur undirritaður milli Akureyrarbæjar og framkvæmdanefndar HM ’95: Jakob Björnsson, bæjarstjóri, Geir H.Haarde, formaður nefndarinnar, og Ólafur Schram, formaður Handknattleikssambands íslands. DV-mynd GK Kærumálin vegna aðgöngumiðasölu á HM1 handknattleik: Til sölu F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í gæsluvallarhús úrtimbri. Húsið stendur á horni Gullteigs og Hofteigs. Húsið er selt til brottflutnings. Stærð húss er um 21 m2, það hvílir á steyptum undirstöðum og er með timburgólfi. i húsinu eru ýmis hreinlætistæki, lampar og innréttingar í not- hæfu ástandi, sem og timburvirki. Ástand og nánari útlistun húss- ins kynna kaupendur sér á staðnum. Kaupandinn aftengir húsið veitukerfum borgarinnar á lögbundinn hátt og skilar grunni þess sléttum og lausum við drasl. Þá skal kaupandi uppfylla ákvæði gr. 3.4.7. í byggingarreglugerð nr. 177/1992 við niðurrif húsa. Húsið skal fjarlægja innan 5 daga frá samþykki verðtilboðs. Allar upplýsingar um húsið veitir Byggingadeild borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 5. hæð, sími 563 2390. Tilboðum skal skila til Innkaupastofnunar Reykjavikurborgar, Frí- kirkjuvegi 3, fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 28. september 1995. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - sími 552-5800 Bílar - innflutningur Nýir brlar Afgreiðslutími aðeins 2-4 Grand Cherokee Ltd Orvis vikur ef bíllinn er ekki til á lager. s Getum lánað állt að 80% af kaupverði. EV BÍLAUMBOÐ Egill Vilhjálmsson hf., Smiðjuvegi 4 - Kópavogi - simi 55-77-200. Mun f ara fyrir dómstólana - sumir forsvarsmenn hjá Akureyrarbæ hafa afskrifað 20 milljónimar Það virðist boröleggjandi að upp- gjörsmálin vegna aðgöngumiöasölu á heimsmeistarakeppnina í hand- knattleik, sem fram fór hér á landi í vor, munu veröa útkljáð fyrir dóm- stólum. Sem kunnugt er kærði fram- kvæmdanefnd keppninnar Halldór Jóhannsson, sem annaðist að- göngumiöasöluna hér á landi og er- lendis, og er honum gefiö að sök að hafa ekki staðið nefndinni skil á allt að 20 milljónum króna. Halldór segir hins vegar að ýmsar forsendur í samningi sínum við framkvæmda- nefnd keppninnar hafi breyst og í samningnum sé ákvæði sem segi að endurskoða skuli samninginn gerist slíkt. Fleiri aðilar tengjast þessu máh, m.a. bæjarsjóður Akureyrar sem gekkst í 20 milljóna króna ábyrgð fyrir Halldór og háttsettir menn inn- an bæjarkerfisins á Akureyri segjast ganga út frá því að þeir peningar séu bænum tapaðir. Hér er um einfalda bæjarábyrgð að ræða sem þýðir m.a. að áður en bærinn tapar fjármunum sfnum mun þurfa að ganga að Hall- dóri og eigum hans og lýsa hann gjaldþrota. Hneyksli frá upphafi Miðasölumálin á leiki heimsmeist- arakeppninnar með því sem þeim til- heyrir má kalla eitt allsherjar- hneyksli frá upphafi. Flestir muna hvemig fór með bókanir aðila í ferða- þjónustu á hótelrými hérlendis þar sem ákveðnir aðilar létu taka frá fyr- ir sig hótelrými í stórum stíl án þess að hafa á bak við það nokkra að- göngumiðasölu. Þegar um þann hnút leystist svo að einhveiju leyti var verð hótelgistingarinnar á því plani að hinum „venjulega” handknatt- leiksáhugamanrú var gjörsamlega ókleift að sækja ísland heim og fylgj- ast með leikjum keppninnar. Ýmsir aöilar, þeirra á meðal Hall- dór Jóhannsson, byggöu hins vegar á sama tíma skýjaborgir og var ekki annað á þeim að skilja en að hingað myndu erlendir gestir streyma í þús- undatah og var jafnvel rætt um aö taka þyrfti á leigu skemmtiferðaskip svo þessar þúsundir hefðu svefnstað. En á bak við tjöldin gerðust ýmsir hlutir aðrir. Sjónvarpið á spenann Einn var sá að klókir samninga- menn Ríkissjónvarpsins náðu sínu fram í samningum við framkvæmda- nefnd mótsins og fengu alveg eða nær alveg frjálsar hendur um út- sendingar frá leikjum keppninnar. Þar var kominn enn einn þátturinn sem stuðlaði að minni aðsókn á leik- ina og að sjálfsögðu var það íslensk- um áhorfendum sem fækkaði við þetta. Þvi má heldur ekki gleyma að verðlagning aðgöngumiðanna var ekki í samræmi við neitt annað sem hér hefur þekkst og því ekki nema von að íslenskir áhugamenn sætu heima og fylgdust með leikjunum í sjónvarpinu. Fréttaljós Gylfi Kristjánsson Allir vilja sitt En þegar upp var staðið og að því kom að gera dæmið upp, vhdu allir sitt og engar refjar. Handknattleiks- forustan krefur Halldór um allt að 20 milljónir króna sem fram- kvæmdanefndin segir hann ekki hafa staðið skh á og hefur kært hann til RLR sem enn er með máhö th rannsóknar. Halldór stendur hins vegar fast á því aö vegna mjög breyttra forsendna beri að taka samning sinn viö framkvæmdanefnd keppninnar til endurskoðunar og hefur jafnvel gefið í skyn að skuldi einhver einhveijum eitthvað sé handknattleiksforustan í skuld við sig. I dag talast aðilar málsins ekki við nema í gegn um lögfræðinga sína og ljóst er að málið fer fyrir dómstóla nái þeir ekki samkomulagi fyrir hönd skjólstæðinga sinna sem virðist óhugsandi. Tapar Akureyrarbær? „Við htum á þetta sem tapað fé, því miður,“ sagði háttsettur aðhi innan bæjarkerflsins á Akureyri við DV, en það einkennir þetta mál að erfitt er að fá menn til að tala undir nafni. Hahdór hefur sagt að umræddar 20 mihjónir króna séu til staðar en neitar að láta þær af hendi. Hann segir handknattleiksforustuna hafa hundsað sig algjörlega og þráfaldlega neitað sér um viðræður vegna breyttra forsendna í samningi hans og hennar og hann afhendi ekki þessa peninga þegjandi og hljóða- laust. Það má því spyrja sig þeirrar spurningar hvar 20 milljónirnar hafni að lokum. Fær framkvæmda- nefnd keppninnar upphæðina? Fer hún th Halldórs eða einhver hluti hennar eða fær Akureyrarbær sitt svo skellurinn lendi ekki á Akur- eyringum sem lögðu sig aha fram um að standa vel að sínum hluta keppn- innar en um 20 leikir hennar fóru fram á Akureyri? Suzuki jeppar AFSLATTUR AF SKERMUIVI TIL 1. 0KT0BER. MIKIÐ ÚRVAL ARMULA 24 S: 568 1518 LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.