Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1995 Afmæli Stefán Júlíusson Stefán Júlíusson rithöfundur, fyrrv. yfirkennari og forstöðumað- ur Fræðslumyndasafns ríkisins, Brekkugötu 22, Hafnarfirði, er átt- ræðurídag. Starfsferill Stefán fæddist að Þúfukoti í Kjós. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1932, kennaraprófi 1936, stundaði fram- haldsnám í uppeldisfræði við Teac- hers College í Columbia-háskólan- um í New York 1941M2, stundaði nám i ensku, þýsku og bókmenntum við Carleton College í Nortfield í Minnesota 1942-43 og lauk þar B A- prófi 1943, stundaði nám í bók- menntasögu við Cornell-háskólann í íþöku í New York 1951-52 og sótti tíma í bókmenntum, íslensku og sálarfræði við HÍ í tvo til þrjá vetur. Stefán veitti forstöðu skóla fyrir atvinnulausa unghnga í Hafnarfirði 1936-37, vann í sumarbúðum fyrir börn í Vermont í Bandaríkjunum sumrin 1941,42 og 43, vann á Bóka- safni Hafnarfjaröar 1938-41 og var bókavörður síðasta árið og blaða- maður við Alþýðublaðið sumrin 1957 og 58. Stefán var kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar 1936-55, þar af yfir- kennari frá 1943 og settur skóla- stjóri 1953-54, kennari við gagn- fræðaskóla Flensborgar frá 1955, yfirkennari þar 1958-63 og stunda- kennari þar 1963-69, forstöðumaður Fræðslumyndasafns ríkisins 1963- 69, bókafulltrúi ríkisins 1969-77 og framkvæmdastjóri Hjartavemdar frá 1977. Stefán var varaþingmaður um skeið 1968 og varabæjarfulltrúi j Hafnarfirði 1954-58, sat í barna- verndarnefnd um árabil, ýmist sem ritari eða formaður, var í bókasafns- stjórn 1950 og formaður 1954-62, formaður skólanefndar Iðnskóla Hafnarfjarðar 1958-82, í Fræðslu- ráði Hafnarfjarðar 1962-82, í stjóm FUJ í Hafnarfirði og Alþýðuflokks- félags Hafnarfiarðar 1931M0, í mið- stjórn Alþýðuflokksins 1952-54 og 1964- 70, formaður fulltrúaráðs Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði 1969-70, í stjórn Kennarafélags Hafnarfjarð- ar um skeið og formaður 1953-54, í stjórn Leikfélags Hafnarfjarðar 1945-51 og formaður síðasta árið, í stjóm Barnaverndarfélags Hafnar- fjarðar frá stofnun 1950 og um ára- bil, í stjórn Kaupfélags Hafnarfjarð- ar frá 1954-75 og formaður fimm síð- ustu árin, sat í stjórn Félags ís- lenskra rithöfunda 1956-61 og var formaður frá 1958, í stjóm Rithöf- undasambands íslands frá 1958-69 og formaður þar og varaformaður, varaformaður Rithöfundasam- bandsins nýja 1974-76, í stjórn Bándalags íslenskra listamanna 1963-67, í stjóm Rithöfundasjóðs ís- lands 1967-70 og fyrsti formaður þar og formaður Rithöfundaráðs 1978-80, sat í útvarpsráði 1972-78 og hefur seöð í fjölda stjórnskipaðra nefnda. Stefán hefur skrifað mikinn íjölda barna- og ungbngabóka. Hann hefur þýtt barna- og unglingabækur auk þess sem bækur hans hafa verið þýddar á önnur tungumál. Fjölskylda Stefán kvæntist 7.9.1946 Huldu Sigurðardóttur, f. 18.2.1922, dóttur Sigurður Jónssonar, innkaupa- stjóra hjá SÍS, og konu hans, Bjarg- arÞóröardóttur. Sonur Stefáns og Huldu er Sigurð- ur Birgir, f. 25.2.1947, verkfræðing- ur, dr. í hagfræði og forstjóri VÍB, kvæntur Kristínu Bjamadóttur, málfræðingi hjá Orðabók HÍ, og eiga þau tvo syni, Stefán Bjarna, f. 19.10. 1974, háskólanema, og Svein Birgi, f. 22.7.1979, menntaskólanema. Systkini Stefáns: Sigurjón, sjó- maður og síðar b. í Stokkseyrarseb í Flóa, nú látinn; Karl, lengst af verkamaður í Reykjavík; Bjarni, lést í frumbernsku; Jóhannes, bók- bindari í Hafnarfirði, nú látinn; Vil- bergur, rithöfundur og fyrrv. skóla- stjóri, og Guðlaug er lést ung kona. Foreldrar Stefáns: Júlíus Jónsson, f. 1.7.1891, d. 1988, verkamaður í Hafnarfirði, b. að Sogni íölfusi og verkmaður í Hafnarfirði, og k.h., Helga Guðmundsdóttir, f. 3.8.1888, d. 17.3.1942, húsfreyja. Þau hjónin verða ekki heima á afmælisdaginn. Sigurlaug Stefánsdóttir Sigurlaug Stefánsdóttir húsmóðir, Vogatungu 31A, Kópavogi, er átt- ræðídag. Starfsferill Sigurlaug fæddist að Smyrlabergi í Ásum í Austur-Húnavatnssýslu og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi og viö Héraðsskólann í Reykholti. Auk húsmóðurstarfa hefur Sigurlaug stundað ýmis störf, m.a. verið ráðs- konaívegavinnu. Fjölskylda Sigurlaug giftist 1938 Ragnari Þor- steinssyni, f. 28.2.1914, kennara. Hann er sonur Þorsteins Gíslasonar og Alvildu Bogadóttur, að Ljár- skógasehíDölum. Börn Sigurlaugar og Ragnars eru Hrafn, f. 25.11.1938, kvæntur Lilju Kristinsdóttur og eiga þau fjögur börn; Úlfur Þór, f. 24.12.1939, kvænt- ur Unni Karlsdóttur í MosfeUsbæ og eiga þau þrjú börn; Hreinn, f. 31.12.1940, kvæntur Guðrúnu Ein- arsdóttur á Laugarvatni og eiga þau fjögur börn; Edda, f. 2.4.1944, býr í Reykjavík og á eitt barn; Öm, f. 24.4. 1946, d. 11.5.1951; Guðrún, f. 1,9. 1951, gift Vilhelm Guðbjartssyni á Hvammstanga og eiga þau þrjú börn; Öm, f. 15.6.1953, á Eiðum og á hann tvö börn og eittstjúpbarn; Þorsteinn, f. 25.11.1954, kvæntur Þorbjörgu Jóhannsdóttur í Reykja- hverfi og eiga þau íjögur börn; Gísli, f. 27.12.1957, kvæntur Áslaugu Guð- mundsdóttur, Reykjavík, og eiga þaufjögurböm. Systkini Sigurlaugar: Jón Berg- mann, sem er látinn; Helga Ingi- björg; Kristmundur, sem er látinn; Páll, sem er látinn; Hjálmar, sem er látinn; Steinunn; Sigríður; Gísh, sem er látinn; Unnur. Foreldrar Sigurlaugar voru Stefán Jónsson frá Sauðanesi, f. 20.9.1863, d. 1924, bóndi að Smyrlabergi, og k.h., Guðrún Kristmundsdóttir frá Melrakkadal, f. 5.12.1883, d. 1947, húsmóðir. Ætt Stefán var bróður Páls í Sauða- nesi, fóður Sauðanessystkinanna en m.a. má nefna Jón Helga, formann Hins íslenska garðyrkjufélags; Pál Sigþór hrl.; Hermann, doktor og prófessor við Edinborgarháskóla, og Gísla, fyrrv. oddvita á Hofi í Ás- hreppi. Stefán var sonur Jóns, b. í Sauðanesi, Jónssonar, b. á Syðsta- Vatni, Ólafssonar. Móðir Jóns í Sauðanesi var Helga Stefánsdóttir Sigurlaug Stefánsdóttir. frá Flatatungu í Skagafirði. Móðir Stefáns á Smyrlabergi var Helga Gísladóttir, b. í Flatatungu, bróður Helgu á Syðsta-Vatni. Sigurjaug er að heiman. Jón Magnús Einarsson Jón Magnús Einarsson líífræðing- ur, Óðinsgötu 30, Reykjavík, er fer- tugurídag. Starfsferill Jón Magnús fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavoginum. Hann lauk stúdentsprófi frá MK1977, BS- prófi í líffræði við HÍ1982, stundaði nám í Dubhn 1985-90 og lauk dokt- orsprófi í líffræði og lífefnafræði 1992. Á menntaskólaárunum var Jón Magnús á sumrin m.a. í brúarvinnu og kokkur á togara. Hann var stundakennari í lífeðhsfræði viö HÍ 1983-85, stundaði rannsóknir á Efnafræðistofu Raunvísindastofn- unar veturinn 1991 og hefur verið sérfræðingur á Lífefnafræðistofu Læknadehdar HÍ frá 1992. Fjölskylda Jón Magnús kvæntist 16.11.1984 Önnu Kristínu Daníelsdóttur, f. 18.7. 1960, hffræðingi. Hún er dóttir Daní- els Kjartanssonar teppalagninga- manns og Theodóru Þ. Kristinsdótt- ursagnfræðings. Börn Jóns Magnúsar og Önnu Kristínar eru Heiða Dóra Jónsdótt- ir, f. 27.8.1982, og Daníel Jón Jóns- son, f. 22.3.1991. Systkini Jóns Magnúsar eru Helga Sigurrós, f. 10.1.1947, búsett í Reykjavík; Herdís Júha, f. 24.8.1948, innanhússarkitekt í Danmörku; Sigríður Jóhanna, f. 28.1.1950, píanóleikari í Kópavogi; Sigrún Ól- öf, f. 10.1.1952, glerlistakona í Ber- vík á Kjalarnesi; Ólöf, f. 4.6.1959, vefhstakona í Kópavogi. Foreldrar Jóns Magnúsar eru Ein- ar Júlíusson, f. 14.2.1915, fyrrv. byggingarfulltrúi í Kópavogi, og k.h., Ólafía G. Jóhannesdóttir, f. 10.12.1913, d. 3.9.1994, skrifstofu- maður. Jón Magnús Einarsson. Jón Magnús er aö heiman á af- mæhsdaginn. Ólafur Björgúlfsson Ólafur Björgúlfsson, tannlæknir og sérfræðingur í tannréttingum, Tjamarstíg 10, Seltjarnarnesi, er sextugurídag. Starfsferill Ólafur fæddist á Bessastöðum á Álftanesi og ólst þar upp og á Sel- tjamarnesi. Hann lauk stúdents- prófi frá MR1956 og cand. odpnt,- prófi í tannlækningum frá HÍ1965, stundaði framhaldsnám í tannrétt- ingum í Ósló og Kaupmannahöfn 1965-68. Ólafur var stundakennari við tannlæknadeild Háskólans í Kaup- mannahöfn 1966-68. Hann opnaöi tannlæknastofu í Reykjavík þar sem hann hefur stundað tannréttingar frá 1969. Þá var hann stundakennari í tannréttingum við HÍ1973-82. Ólafur sat í stjóm Félags tann- læknanema 1961-63, sat í stúdenta- ráöi HÍ1962-64, í stjóm Tannlækna- félags íslands 1970-72 og 1978-80, formaður Golfklúbbs Ness 1981-83 og var forseti 41. þings Skandinav- iska tannlæknafélagsins í Reykja- vík 1988. Hann hefur skrifað greinar um tannlækningar og félagsmál í Harðjaxl, árhókTannlæknafélags- ins og Tannlæknablaðið og haldið erindi um tannréttingar í Ríkisút- varpið. Fjölskylda Ólafur kvæntist 14.8.1958 Berg- ljótu Ólafs, f. 19.8.1938, húsmóður og B A í íslenskum bókmenntum. Hún er dóttir Guðmundar Ólafs, lögfræðings í Reykjavík, og Ehnar Magnúsdóttur húsmóður. Böm Ólafs og Bergljótar em Krist- ín, f. 3.7.1957; Björgúlfur, f. 6.11. 1961; Bergljót, f. 23.8.1964. Ólafur Björgúlfsson. Foreldrar Ólafs: Björgúlfur Ólafs- son, f. 1.3.1882, d. 15.2.1973, læknir, og Þórunn Benediktsdóttir, f. 9.6. 1893, d. 29.11.1981, húsmóðir. Stefán Júlíusson. Til hamingju með afmælið 25. september Sigríöur Jónsdóttir. Einifelli, Borgarbyggö, nú vistmaður á E-deild Sjúkrahúss Akraness. Guöjón Sigurjónsson sjúkraþjálfi, Þúfubarði 4, Hafnarflrði. Steinunn Bjarnadóttir, Túngötu 19, Seyðisfirði. Alfreö Karlsson, Rjúpufehi21, Reykjavík. Magnea Þórariusdóttir, Heinabergi 22, Þorlákshöfn. Hulda Pétursdóttir, Vogatungu 73, Kópavogi. Sigurlaug Gísladóttir, Kirkjuvegi 11, Keflavík. Ragnar Guðmundsson, Efstalandi 18, Reykjavík. Doris J. Tómasson, Miðleiti 3, Reykjavík. Óskar Þorgils Stefánsson, Garðabraut 37, Akranesi. Birgi Þór Erlendsson, Höfðabraut 3, Akranesi. Guðmundur Gunnlaugsson, Héðinsbraut 15, Húsavik. Sverrir Kristinsson, Þórshamri, Borgarflarðarhreppi. Bjarni Vésteinsson, Jörundarholti 43, Akranesi. Auður Hermannsdóttir, Uppsalavegi 22, Húsavik. Jiallberg Sigurjónsson, Stuðlaseli2, Reykjavik. Skapti Þorgrímsson, Grenimel20, Reykjavik. Tómas Eyjólfsson, Austurbergi 20, Reykjavík. Pétur Vilhfálmur Hallgrímsson, Fannafold 181, Reykjavík. Annu Bára Pétursdóttir, Fjarðaseli 12, Reykjavík. Kjartan Már Benediktsson, Geldingaá, Leirár-og Melahreppi. Hrefna Halfdórsdóttir, Karlagötu 14,Reykjavík. Þórey Aspelund, Gerðavöhum 48 B, Grindavík. Erna Haraldsdótlir, Stelkshólum 12, Reykjavík. Hafls Ósk Siguröardóttir, Sigtúni 1, Vesturbyggð. Ómar Hugi Egilsson, Hraunbæ 45, Reykjavík. Sigurður Þór Salvarsson, Marbakkabraut 11, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.