Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 afmæli Jörína Guðríður Jónsdóttir Jörína Guðríður Jónsdóttir hús- móðir, Hjallaseli 55, Seljahlíð, Reykjavík, er níutíu og fimm ár í dag. Starfsferill Jörína fæddist í Blönduholti í Kjós og ólst upp í Kjósinni. Hún lauk kennaraprófi frá KÍ1922, stundaði kennslu við Barnaskóla Ólafsvíkur 1925-32 og síðan einn vetur við Mið- bæjarbarnaskólann í Reykjavík. Að öðru leyti stundaði Jörína húsmóð- urstörf og var jafnframt bóndakona í Saurbæ á Rauðasandi. Jörína starfaði í Ungmennafélag- inu Dreng í Kjós þar til hún flutti til Reykjavíkur. Hún starfaði með stúkunni Freyju í Reykjavík og var í allmörg ár ritari hennar. Þá starf- aði hún með Félagi Framsóknar- kvenna og er ein af fjórum fyrstu heiðursfélögum þess. Hún starfaði einnig með Kvenfélagi Hallgríms- kirkju, Barðstrendingafélaginu og Átthagafélagi Kjósverja. Fjöldskylda Jörína giftist 27.9.1923 Sigurvin Einarssyni, f. 30.10.1899, d. 23.3. 1989, kennara og alþm., en hann var sonur Einars Sigfreðssonar, bónda í Stakkadal í Rauðasandshreppi, og k.h., Elínar Ólafsdóttur húsfreyju. Börn Jörínu og Sigurvins: Rafn, f. 14.3.1924, loftsiglingafræðingurí Reykjavík, kvæntur Sólveigu Sveinsdóttur og eiga þau þrjú börn; Einar, f. 6.7.1927, flugvélstjóri í Garðabæ, kvæntur Sigrúnu Lárus- dóttur og eiga þau sex börn;Sigurð- ur Jón, f. 16.8.1931, d. 1946: Ölafur, f. 5.7.1935, og á hann átta börn; El- ín, f. 21.10.1937, söngkona og íþrótta- kennari í Reykjavík, gift Sigurði Eggertssyni og eiga þau þrjú böm; Björg Steinunn, f. 31.5.1939, skrif- stofustjóri í Reykjavík, var gift Kristjáni S. Kristjánssyni og eignuð- ust þau þrjú börn; Kolfmna, f. 25.4. 1944, íþróttakennari í Reykjavík, gift Sverri Má Sverrissyni og eiga þau þrjú börn. Bróðir Jörínu var Bjarni, f. 27.11. 1892, nú látinn, b. í Dalsmynni á Kjalarnesi, var fyrst kvæntur Álf- dísi Jónsdóttur, sem er látin, og eignuðust þau átta börn en seinni kona Bjarna var Jensína Guðlaugs- dóttir. Jörina Guðríður Jónsdóttir. Systir Jörínu var Birgitta, f. 22.8. 1895, en hún er látin, var klæðskeri í Reykjavík. Foreldrar Jörínu voru Jón Stef- ánsson, bóndi að Blönduholti í Kjós, og Sigríður Ingimundardóttir. Útboð FÍB á bifreiðatryggingum vekur athygli: Erlendir miðlarar koma til landsins félögum 1FIB hefur flölgað um þriðjung „Norski tryggingamiðlarinn hafði frétt af þessu útboði og var bara að undirbúa jarðveginn. Það er engin launung á því aö við höfum verið í sambandi við bresk, þýsk og sænsk félög sem hafa haft samband við okk- ur gégnum síma og heimsótt okkur þannig að það er greinilega áhugi og menn eru að skoða þetta. Við eigum ekki í neinu leynimakki og tilkynn- um öllum að við munum standa fyr: ir opnu útboði," segir Runólfur Ól- afsson, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Fjöldi erlendra tryggingamiðlara kemur hingað til lands á næstunni til að ræða við forráðamenn FÍB um væntanlegt útboð á bifreiðatrygging- um yfir 10 þúsund FÍB-félaga. Norski tryggingamiðlarinn Kolbein Aarnes átti viðræður við FÍB í fyrradag en hann er miðlari fyrir enska fyrirtæk- ið Lowndes Lambert sem er það 15. stærsta á sínu sviði í heiminum. í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hefur fjölgað um rúmlega fjögur þúsund, úr um 7.000 í rösklega 11.000 félagsmenn, þó að fram að þessu hafi aðeins verið hringt í bifreiðaeigendur á höfuðborgarsvæðinu. Á næstunni munu starfsmenn FÍB hringja í bíleig- endur á landsbyggðinni til að bjóöa þeim þátttöku í útboðinu en á þessari stundu er ljóst að vel yfir 11.000 bif- reiðatryggingar verða boðnar út heima og erlendis þegar átakinu lýk- ur eftir nokkrar vikur. „Þetta gengur vonum framar. Við settum okkur það markmið að hafa samband við alla bíleigendur í land- inu og það er bara tæknilegi þáttur- inn sem tefur okkur, til dæmis fjöldi símtækja. Við eigum eftir að hringja töluvert lengur en svörunin hefur verið mjög góð,“ segir Runólfur Ól- afsson, framkvæmdastjóri FÍB. Ársgjald í FÍB er 3.300 krónur og greiða nýir félagsmenn aðeins árs- gjald fyrir næsta ár - ekki þetta ár - þó að þeir fái strax alla þá þjónustu sem stendur til boða. Tekjur FÍB af ársgjöldum nema um 21 milljón króna á þessu ári og má búast við að þær aukist upp í að minnsta kosti 30 milljónir eftir því hversu margir ganga í félagið. Runólfur segir að tekjuaukningin fari beint upp í kostnað af útboðinu. FÍB hefur að undanförnu átt í við- ræðum við fjármálaráðuneytið um breytingar á bílaskatti og öryggis- hlutumfyrirfarþega. -GHS Krabbameinssjúk börn: Dagsferð í Legoland __________________________________fréttir Ráðsteíha á Húsavík: Framtíð héraðs- sjúkrahúsa Ráðstefna um framtíð héraðs- dreifa valdi en starfsfólki sjúkra- sjúkrahúsa verður haldin í dag, húsannaútiálandiíinnstlausnirn- laugardag á Hótel Húsavík. Það eru ar í mörgum tilfellum stefna í þver- sjúkrahús á landsbyggðinni sem öfuga átt. Þessi mál öll verða rædd halda ráöstefnuna sem er opin öll- á þessari ráðstefnu. um almenningi. Sérstaklega eru Spurt verður ýmissa grundvall- boðaðir til fundarins fulltrúar arspurninga eins og hvort eitthvað sjúkrahúsa, ráðherra og ráðuneyt- sparist við það að leggja niður isfólk, landlæknir og starfsmenn bráðaþjónustu á landsbyggðinni? landlæknisembættisins, sveitar- Eins hvort þjöðin hafí efni á að stjómarmenn, þingmenn og frétta- byggja þetta land. Enn fremur menn. verður rætt um hvaöa þjónustu Tilefni fundarins er það að starfs- eigi að skera niður ef þjóðin hefur mönnum sjúkrahúsanna á lands- ekki efni á núverandi heilbrigðis- byggöinni finnst óeðhlega staðið að þjónustu. skýrslugerðum um þessi mál þar Forsvarsmaður ráðstefnunnar er sem Utið eða ekkert samráð er haft Friðfinnur Hermannsson, fram- við það fólk sem vinnur við viö- kvæmdastjóri heilsugæslustöðvar- komandi stofnanir. innar á Húsavik og Sjúkrahúss Yfirlýst markmið er að spara og Húsavíkur. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA!________ Kynningarfundur í dag Síðasti kynningarfundur ársins verður í dag kl. 14.00 í kennslustofu Sálarrannsóknarskólans um starf- semi og tilgang skólans. Á fundinn er öllu áhugafólki um sálarrannsóknir, dulræn mál og samband okkar við framliðna boðið að koma og kynna sér sérstaklega starfsemi skólans og tilgang, sem og annað sem áhugafólk um þessi mál fýsir að vita varðandi kennsluna í skólanum. A „Vélin tekur 125 manns í sæti og færri komust að en vildu. Þessi ferð er fyrir börn og unglinga sem fengið hafa krabbamein. AUir sem eru á skrá, 80-85 manns, fengu boð. Þau börn sem eru 12 ára og yngri fá að hafa fylgdarmann en 13 ára og eldri eru í hópum með einn úr stjórn fé- lagsins sem fararstjóra," sagði Þor- steinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Börnin fara í dagsferð til Danmerk- ur og í heimsókn í Legoland. Farið verður frá Leifsstöð klukkan 7 á mánudagsmorgun, 2. október, lent í Billund kl. 11 og fárið beint í Lego- land. Komið verður aftur til landsins klukkan 20. Þorsteinn sagði aö þegar búið hefði verið að úthluta þeim börnum sem vildu fara og fylgdarmönnum þeirra sætum hefðu 19 sæti verið eftir. TU að fylla þau var fiölskyldum barn- anna boðið að sækja um sæti, eitt fyrir hveija fiölskyldu. Um 40 um- sóknir bárust. Þá var farin sú leið að biðja hjúkrunarfólk og lækna á barnadeild Hringsins, sem séð hafa um hjúkrun barnanna, að draga um sætin. . „Síðan voru sumir heppnir og aðrir óheppnir eins og gengur, það eru nefnilega oft systkin veiku barnanna sem verða út undan og eitthvað af þeim kemst með,“ sagði Þorsteinn. Flugfélagið Atlanta leggur til flug- vélina, börnunum að kostnaðar- lausu, og Olís eldsneytið. Vífilfell og Sól gefa drykki i ferðinni og sagði Þorsteinn að þessi fyrirtæki ættu miklar þakkir skildar. (Vegmúli 2 er sama hús og Suðurlandsbraut 16 í Reykjavík.) Allir velkomnir meðan húsrúm leyfír.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.