Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Blaðsíða 18
26 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 íþróttir unglinga Fjölliðaniót í B-riðli 9. flokks í körfubolta á Akureyri: Skallagrímsstrákarnir unnu sig upp í A-riðil ' |B ^ . - Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hörkukeppni var í fjölliðamóti B- liða 9. flokks í körfubolta sem fram fór á Akureyri um síðustu helgi, en þar mættu 6 liö til leiks og léku um eitt laust sæti í A-riðli. Fyrir fram var reiknað með að baráttan í riðlin- um yrði á mifli Grindavíkur, Þórs og Skallagríms og svo fór eftir mikla baráttu að strákarnir úr Borgarnesi stóðu uppi sem sigurvegar. Umsjón Halldór Halldórsson Það voru síðustu leikirnir sem réðu úrslitum. Þá lék Skallagrímur við Stjörnuna úr Garðabæ í íþróttahúsi Glerárskóla og á sama tíma áttust við Þór og Grindavík í íþróttahöll- inni. Staðan fyrir þessa leiki var þannig að Þór, Grindavík, og Skalla- grímur höfðu öll tapað einum leik. Þar sem innbyrðis úrslit liða ráða um röð verði þau jöfn að stigum var staðan þannig að Grindavík hefði hlotið fyrsta sætið með sigri gegn Þór, Þórsarar hefðu hlotið fyrsta sætið með sigri gegn Grindavík ef Stjaman sigraði Skallagrím en úr- slitin urðu þau að Þór sigraði Grindavík en Skallagrímur burstaði Stjörnuna. Þór og Skallagrímur hlutu bæði 8 stig, en þar sem Skalla- grímur sigraöi Þór í innbyrðisleik liöanna var fyrsta sætið þeirra. Þótt hér hafi verið leikið í B-riðli sáust margir efnilegir leikmenn í flestum liðanna. Grindvíkingar virk- uðu sterkastir framan af mótinu en döpruðust er á leið, á sama tíma og bæði Þór og Skallagrímur sóttu mjög í sig veðrið. Úrslit leikjanna og loka- staða liðanna varð þessi: Breiðablik-Stjarnan..........15-34 Breiðablik-Þór, Ak...........43-61 Breiðablik-Skallagrímur......45-60 Breiðablik-Haukar „„33-41 Þór, Ak.-Haukar 37-30 Breiðablik-Grindavík ....48-68 Þór, Ak.-Grindavík 52-31 Stjarnan-Þór, Ak ....38-42 Haukar-Grindavík 41-63 Stjarnan-Skallagrímur ...27-48 Stjarnan-Haukar ....29-42 Lokastaðan: Stjarnan-Grindavík ....38-31 1. Skallagrímur „5 4 1 259-218 8 Skallagrímur-Grindavík ....47-64 2.Þór,Ak 5 4 1 239-193 8 Skallagrímur-Haukar ,...53-35 3.Grindavík 5 3 2 257-225 6 Skallagrímur-Þór, Ak ....51-47 4. Haukar 5 2 3 189-215 4 5. Stjaman.....5 2 3 166-178 4 6. Breiðablik..5 0 5 184-264 0 Stighæstir: Bergvin Freygarðsson, Grindavík.,92 Hermann Hermannsson, Þór, Ak ...76 Ingólfur Vilhjálmsson, Skallagr.66 Benedikt Sigurðsson, Haukum....57 Hrafn Jóhannesson, Þór, Ak.....55 W, „Skallarnir" úr Grindavík, efri röð f.v.: Garðar Ásgeirsson, Bergvin Freygarðsson og Sæmundur Ó. Haralds- son. Fj-emri röð f.v.: Vilhjálmur J. Lárusson, Haraldur J. Jóhannesson og Björn Ó. Andrésson. DV-mynd gk Skallatíska í Grindavík Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta er bæði körfuboltatíska og svo er þetta líka létt grín hjá okk- ur,“ sögðu strákarnir sex í Grinda- víkurliðinu sem mættu sköllóttir til leiks á Akureyri, greinilegt að fyrirmyndin er sótt í NBA-deildina í Bandaríkjunum. Grindavíkurstrákarnir áttu fræðilegan möguleika fyrir síðustu leikina að ná efsta sætinu með því að sigra Þórsara. Það tókst ekki, Þórsarar unnu öruggan sigur og þar sem Grindavík hafði áður tap- að fyrir Skallagrími hafnaði „sköll- ótta liðið“ í 3. sætinu. Hilmar Gunnarsson DV-mynd gk Fleiri mættu koma á æfingar Gylfi Kxístjánsson, DV, Akureyri: „Okkur hefur ekki gengið nógu vel í þessu móti, við höfum ekki náð að einbeita okkur nógu vel i leikjunum," sögöu Haukastrákarn- ir Hilmar Gunnarsson og Tómas Hjartarson, en Haukunum gekk afls ekki vel í mótinu á Akureyri. Þeir Hílmar og Tómas sögðu að i fyrra hefði Haukaliðinu tekist aö komast í A-flokk en þar hefði ekki gengið vel og liðið því verið í B- flokki í vetur. Um áhugann á körfu- boita i Hafnarfirði sögðu þeir: „Það er mikill áhugi á körfubolta í bæn- um, en einhverra hluta vegtta koma ekki nógu margir á æfingar, þeir mættu alveg vera fleiri." Hermann Daði geysisterkur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Sá leikmaður sem vakti einna mesta athygli í 9-flokks mótinu á Akureyri var Þórsarinn Hermann Daði Hermannsson. Hann hreinlega „afgreiddi" Grindvíkingana t.d. í síð- asta leik liðanna í mótinu og vakti ekki síst athygli fyrir hversu góð skot og hreyfingar hann hefur, ekki eldri leikmaður. Og það furðulega er að Hermann Daði er nánast byrjandi í körfubolta. „Ég byijaði að æfa í fyrrahaust en hafði áður verið bæði í fótbolta og frjálsum íþróttum. Ætli ég einbeiti mér ekki að körfuboltanum, ég held að ég sé búinn að finna mína íþrótt." Hermann Daði sagðist nokkuð sátt- ur við útkomu Þórsara í mótinu. „Við vorum óheppnir í leiknum gegn Skallagrími en heíðum farið upp ef við hefðum unnið þann leik. Við vor- um fyrir mótið ekki að hugsa neitt sérstaklega um að við gætum unnið þetta allt, en eftir á er svekkjandi að hafa tapað með fimm stiga mun fyrir Borgnesingunum og sitja eftir þess vegna. Hermann Daði Hermannsson, Þór, er stórefnilegur leikmaður. DV-mynd gk DV Góð þátttaka í opna skvassmótinii „Snævars-video open“ skvass- mótið var haldið helgina 3.-5. nóvember í Veggsporti við Gull- inbrú. Þátttaka var mjög góð eins og vanaiega í punktamótum en þetta mót gaf stig til íslandsmóts. Mótið var haldið af Badmintonfé- lagi Hafnarflarðar, skvassdeild. Úrslit yngri flokka urðu þessi. Drengir ~ 15-16 ára:. 1. Jón Auðunn Sigurbergsson 2. Haukur Örn Steinarsson 3. Ólafur Arason Telpur --15 16 ára: 1. Bára Björk 2. Ingveldur Benediktsdóttir 3. Áslaug Ósk Reynisdóttir Sveinar -13-14 ára: 1. Daniel Benediktsson 2. Ólafur Gylfason 3. Reynir Páll Helgason Hnokkar -11-12 ára: 1. Birgir Guðjónsson 2. Ólafur Gylfason 3. Reynir Helgason Hnátur -11-12 ára: 1. Áslaug Reynisdóttir 2. Dagný G, Ólafsdóttir 3. Hólmfríður Pálsdóttir Framhaldsskélamót í blaki; Titlarnirtil Húsavíkur Meistaramót framhaldsskól- anna lauk í Reykjavík 5. nóvemb- er en mótiö var haldið í Austur- bergi og var á vegum Blaksam- bands íslands. í karlailokki sigr- aði Fjölbraut í Garðabæ og í kvennaflokki vann Framhalds- skólinn á Húsavík. Úrslit urðu annars þessi. Karlaflokkur: 1. sæti.Fjölbrautask. í Garðabæ 2. sæti ....Menntaskólinn við Sund 3. sæti...Menntask.áEgilsstöðum 4. sæti Menntaskólinn á Akxmeyri Fjölbraut i Garðabæ sigraði Menntaskólann við Sund í úr- slitaviðureign með tveim hrinum gegn engri. I keppni um 3.-4. sæt- iö var spennandi leikur milli Menntaskólans á Egilsstöðum og Menntaskólans á Akureyri en þar þurfti að leika aukahrinu sem Menntaskólinn á Egilsstöðum vann. Kvennaflokkur: 1. sæti ....Framhaldssk. á Húsavík 2. sæti.Fjölbrautask. í Garðabæ 3. sæti..Fjölbrskóli Vesturlands Það þurfti spennandi úrslitaleik á milli Framhaldsskólans á Húsa- vik og Fiölbrautaskólans í Garðabæ til þess að fá fram sigur- vegara og þaö voru nemendur Framhaldsskólans á Húsavík sem tryggðu sér sigurinn í odda- hrinu á móti Fiölbraut í Garðabæ. Mótið var vel sótt og alls tóku 12 framhaldsskólar þátt í mótinu sem var hið líflegasta í alla staði og framkoma ungmennanna var til fyrirmyndar í alla staði. Körfubolti: Keflavíkbest Fjölliðamót í 9. flokki karla, A-riðils, var haldiö á Sauðárkróki 4. -5. nóvember. Úrslit urðu þessi KR-Valur.................71-45 Keflavik-Njarðvík........78-56 TindastóU-ÍR.............68-43 KR-Keflavík.............„52-85 Valur-Tihdastóll............... ....33-62 Njarðvík-ÍR...............6&46 Tindastóll-KR............65-46 Njarðvík-Valur...........66-51 ÍR-Keflavík..............49-69 KR-Njarðvik„.............75-64 Valur-IR 48-60 Keflavík-Tindastóll.....107-71 IR-KR................... .38—78 Keflavík-Valur...........66-49 Nj arðvík-Tindastóll.....85-78 (eftir framlengingu) Lokastaðan: 1 Keflavík, 2. Njarðvík, 3. Tinda- stóll, 4. KR, 5. ÍR og 6. sæti Valur, sem fellur í B-riðil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.