Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 9 Útlönd Islenskt framtak ergir Finna og Norðmenn: Norðurlöndin í stríði um jólasveininn Leeson fundinn sekur Finnar og Norðmenn urðu alit annað en ánægðir þegar þvi var lýst yfir með pompi og pragt að jóla- sveinaland hefði verið opnað í Hveragerði. Þar væri heimili jóla- sveinsins og hvergi annars staðar. í fréttaskeyti Ritzau-fréttastofunnar segir að íslendingar hafi lýst yfir stríði gagnvart öðrum ríkjum á Norðurlöndum með þessu framtaki sínu. Segir að það hafi farið sérstak- lega fyrir hjartað á aðstandendum jólasveinsins í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð að sá íslenski var í rauðum búningi og með hvítt skegg sem ékki þykir sérlega norræn útgáfa af sveinka. Sveið norrænum vinum vorum síðan að heyra að sveinki hefði aldrei verið sérlega ánægður að eiga heima annars staðar en á ís- iandi og væri himinlifandi yfir að vera kominn heim þar sem hann gæti haldið gigtinni í skeijum með heitum böðum. Finnar hafna því aö sveinki hafi flutt til íslands og halda því stíft fram að hann eigi heima í Rovaniemi, í norðurhluta Finn- lands. Þangað er flogið með fiölda ferðamanna sem vill lieilsa upp á sveinka. En afstaða Finna hefur alltaf pirrað Norðmenn og ekki bættu íslendingar úr skák. Norð- menn segja jólasveininn vera með lögheimili og verkstæði í Dröbak við Óslóarfiörð. Hjálparsveinar hans búi síðan i Drammen, vestur af Ósló. Illar tungur haida því fram að Norðmenn séu afar afbrýðissam- ir út í Finna sem þénað hafa dágóð- an skilding á jólasveinaviðskiptum sínum. Svíar segja, eins og Finnar, að jólasveinninn búi mjög norðarlega. En hans heimili sé örugglega vestan megin landamæranna, í sænska hluta Lapplands. Danir skipta sér lítið af þessu stríði frænda sinna enda segja þeir pf hlýtt fyrir sveinka heima hjá sér. Þeir láta sér nægja að halda árlega jólasveinaráðstefnu í júlí, sem gefur vel í aðra hönd, og hafa gert í 23 ár. En þó eru raddir í Danmörku sem segja að hinn eini rétti jólasveinn búi á fiallinu Sykurtoppnum á Grænlandi. Allt annað séu lélegar eftirlíkingar. Ritzau Breski verðbréfasalinn Nick Leeson var fundinn sekur í Singa- pore í morgun af tveimur ákæru- atriðum í tengslum við hrun Bar- ings fiárfestingabankans fyrr á ár- inu. Hann á yfir höfði sér átta ára fangelsisvist. Refsingin verður ákveðin á morgun. Leeson kom fyrir rétt í morgun og játaði sekt sína í tveimur ákæruatriðum. Upphaflega voru ákæruatriðin ellefu og hann átti yfir höfði sér allt að fiórtán ára fangavist. Reuter Lion King BARNALJÓS MIKIÐ ÚRVAL VEGG OG LOF LAMPA MEÐ ÖLLUM ÞEKKT- USTU TEIKNI- MYNDAPERSÓN- UM DISNEY'S Rafkaup ÁRMÚLA 24 S: 568 1518 \\MA Hið stóra danska v\ jólahlaðborð frá kl. 18 ^ Aðeins kr. 1.490 Viðar Jónsson skemmtir til kl. 03. Borðapantanir i s. 554 2166 Hamraborg 11 - simi 554-2166 Spænski leikarinn Antonio Banderas og kærastan hans, Melanie Griffith, fengu konunglegar móttökur þegar þau komu til frumsýningar myndarinnar Two Much í Madríd í gær. Mörg hundruð manns biðu í ofvæni fyrir utan kvik- myndahúsið eftir þessu heitasta pari Hollywood. Símamynd Reuter SfÓNVARPSMIÐSTÖDIN SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI568 9090 • OPIÐ LAUG. 10-16 NYTSAMAR LAGJAFIR AKAI myndbandstæki með Nicam Stereo og LongPlay. SUPER INTELUGENT - Ótrúleg myndgæði. - Sjón er sögu ríkari. TENSAI myndbandstæki með fjarstýringu og öllum aðgerðum á skjá. TENSAI 4hausa long play myndbandstæki með fjarstýringu og öllum aðgerðum á skjá. TVR-17 VS-G735

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.