Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Qupperneq 28
36 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 Kvenfólk ætti að varast sigra á sviði stjórnmála. Konur og stjórnmái „Ástæða er til að vara konur við sigrum á sviði stjórnmál- anna, þó ekki væri nema fyrir þær einu sakir að erfiðarar er að ráða ríki með hálfdauðum körl- um en konum.“ Guðbergur Bergsson í DV. Veit ekki fyrir hvað ég ætti að kæra „Ég hef ekki lesið Alþýðublað- ið í nokkur ár, svo ég veit ekki fyrir hvað ég ætti að kæra þá.“ Árni Johnsen i Helgarpóstinum. Ummæli Skítalykt „Það er aldrei hægt að fullyrða neitt um það. En mér finnst skítalykt af málinu." Þorbjörn Jensson, í Morgunblaðinu, um sigur Rúmena á Rússum. Greiða aftur tryggingu Fyrir íslendinga er umsókn um aðild að Evrópusambandinu eins og að vilja greiða aftur fyrir tryggingu, sem þeir hafa þegar.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson i Helgarpóstinum. Eiffelturninn í París var hæsta bygging í heimi til ársins 1929. Háir turnar Heimsins hæsta mannvirki er loftnetsstöng Varsjársútvarpsins í Konstantynow nærri Gabin og Plock, tæpa 100 km norðvestan við höfuðborg Póllands. Stöngin er 646 metra há. Var hún fullgerð árið 1974. Stöngin er það há að ef maður dytti ofan af henni væri hann kominn á hámarkshraða áður en hann kæmi til jarðar, loftviðnámið kæmi í veg fyrir meiri hraða. Smíði við mann- virki þetta hófst 1 júli 1970. Turn- inn sem er 550 tonn að þyngd er úr stáli og holur að innan. Þegar turninn var kominn í fulla hæð Blessuð veröldin náðist aftur met sem haldist hafði í Bandaríkjunum alit síðan Chryslerbyggingin fór upp fyrir Eiffelturninn árið 1929. Þess má geta að mastur lóranstöðvarinn- ar á Gufuskálum á Snæfellsnesi, sem hætt er að nota, er 420 metra hátt. Hæsti sjálfberandi turn Hæsti sjálfberandi tum, það er að segja turn sem ekki er með stögum, er CN-tuminn í Metro Center í Toronto í Kanada. Er hann 555 metra hár. Byrjað var að reisa hann árið 1973 og full- gerður var hann tveimur árum síðar. í 347 metra hæð er veit- ingasalur sem tekur 416 manns í sæti og snýst hægt um sjálfan sig. Þaðan má í góðu skyggni sjá allt að 120 km leið. Eldingu slær niður í efsta hluta hans um það bil 200 sinnum á ári. Skúrir og rigning Um 400 km suðaustur af Hvarfi er víðáttumikil 963 millíbara lægð sem hreyfist lítið en lægðardrag frá henni þokast norðaustur í átt til landsins. Á landinu verður suðaustan- og austanátt, víða kaldi eða stinning- Veðrið 1 dag skaldi en allhvasst á stöku stað, einkum við suður- og austurströnd- ina. Talsverð rigning verður suð- austanlands en minni úrkoma ann- ars staðar. Snýst í hægari sunnan- átt í kvöld með skúrum um landið sunnanvert en fer heldur að létta til norðanlands í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustankaldi og úrkomulítið í fyrstu en kaldi eða stinningskaldi og rigning síðdegis. Hægari sunnan og skúrir í kvöld og nótt. Hiti á bil- inu 4 til 8 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.49. Sólarupprás á morgun: 10.47. Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.16. Árdegisflóð á morgun: 2.54. Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö 5 Akurnes rigning 8 Bergsstaðir rigning 4 Bolungarvík rign/súld 5 Egilsstaöir alskýjaö 7 Keflavíkurflugvöllur alskýjaö 6 Kirkjubœjarklaustur þoka 7 Raufarhöfn alskýjaö 4 Reykjavík alskýjaö 5 Stórhöfói súld 6 Bergen heiðskírt 1 Helsinki alskýjaö 1 Kaupmannahöfn léttskýjaö 1 Ósló þokumóða -3 Stokkhólmur léttskýjaö -3 Þórshöfn alskýjaö 8 Amsterdam þokumóöa 2 Barcelona skýjað 10 Chicago hálfskýjaö 9 Feneyjar léttskýjaö 6 Frankfurt alskýjað 2 Glasgow skýjaó 6 Hamborg þokumóöa 3 London mistur 7 Los Angeles heiöskírt 16 Lúxemborg þokumóöa 2 Madrid þokumóóa 7 Mallorca léttskýjaö 10 New York skýjaö 2 Nice léttskýjaö 6 Nuuk snjókoma -5 Orlando skýjaó 13 Paris léttskýjaö 1 Róm heiöskírt 5 Valencia rigning 12 Vín alskýjaó 1 Winnipeg snjókoma -12 Þórður Halldórsson frá Dagverðará: Er loksins kominn á skemmtilegasta aldurinn Þetta var hin fínasta afmælis- veisla, fullt af fólki kom, eitthvað á annað hundrað manns og var hleg- ið mikið og allir voru ánægðir,“ segir Þórður Halldórsson, betur þekktur sem Þórður frá Dagverð- ará, en hann var níræður um síð- ustu helgi og brá sér af því í tilefni í bæjarferð til Reykjavíkur frá Ak- ureyri, þar sem hann býr nú, og hélt ekki aðeins upp á afmæli sitt með miklum glans heldur opnaöi í leiðinni málverkasýningu í Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna þar sem hann sýnir málverk og við Maður dagsins hverja mynd hefur hann ort rím- aða vísu. Allt eru þetta nýleg málverk sem Þórður sýnir og segist hann vera með vissa áferð á landslagsmál- verkum sínum sem enginn leiki eftir honum: „Bestu málverkin eru þau nýjustu og ekki hefur staðið á viðbrögöunum, þetta er allt meira og minna selt. Útlendingar hafa oft keypt af mér málverk út á áferðina Þórður Halldórsson. sem kemur til þar sem ég mála fjöllin í hvaða veðri sem er og hef meira að segja verið úti aö mála og gera skissur í blindbyl." Þórður var spuröur hvort aldur- inn segði ekki orðið til sin: „Nú er ég loksins kominn á skemmtileg- asta aldurinn. Ég er ekki einu sinni farinn að fá gigt, þannig að ég er fær í allan sjó.“ Þórður sagðist ætla að vera í Reykjavík þar til sýningu hans lýkur, en það er 9. desember. Það er ekki langt á milii sýninga hjá Þórði því hann sýndi á Arnarstapa í sumar: „Ég var mjög ánægður með sýninguna og hún var vel sótt. Ég fékk alit frítt á hótelinu út á það hversu margt fólk kom á sýning- una.“ Þórður var spurður hvað hann gerði til að halda sér í svona góðu líkamlegu formi: „Það er nú ýmis- legt. Ég þyki furöufugl og geri ekki allt sem aðrir gera en ég syndi mikið og hreyfi mig og eru margir unglingar eins og naut í saman- burði við mig. Þórður segir að hann sé þegar farinn að huga að málverkasýn- ingu sem hann ætlar að halda þeg- ar hann verður hundrað ára. Við endum spjailið við þennan eld- hressa lífskúnstner á stöku sem hann setti saman í tilefni afmælis- ins. Fátt er hraustum mann’ um megn, magnaður lífsins galdur. Ellina klár ég komst í gegn og kominn á besta aldur. -HK DV Einstök bók Bókmenntahátíðin Einstök bók verður haldin í félagsheimil- inu Miklagarði á Vopnafirði í kvöld kl. 21.00. Fimm höfundar, sem senda frá sér bækur fyrir þessi jól, lesa úr verkum sínum. Ágúst Borgþór Sverrisson les úr smásagnasafninu í síðasta sinn, Kristín Ómarsdóttir les úr skáld- sögu sinni, Dyrnar þröngu, Gunnar Gunnarsson les úr skáldsögunni Undir íjalaketti og Bókmenntakvöld Kristján Kristjánsson les úr skáldsögunni Ár bréfberans og Ólína Þorvarðardóttir les úr bók sinni, Álfar og tröll. Fleira verður um að vera á dagskrá þessari. Hákon Aðal- steinsson kemur fram og kastar fram stökum og les úr bók sinni, Oddrúnu, og Skúli Magnússon segir veiðisögur. Skák Hvítur leikur og vinnur í meðfylgj- andi stöðu, sem er frá skákþingi Is- lands á dögunum. Jóhann Hjartarson hafði hvítt gegn Benedikt Jónassyni og kom nú auga á snöggan blett í svörtu stöðunni. 32. Be2! Leppun riddar- ans á f6 ræður úrslitum - svartur fær 8 7 6 5 4 3 2 1 enga björg sér veitt. Ef 32. - Hd7 33. Bg4 Hd8 34. Bxc8 Hxc8 35. Rg4 og vinn- ur, eða 32. - Kf7 33. d6+ Kxd6 34. Hxf6+ o.s.frv. 32. - Bd7 33. Bg4 Hb7 34. d6! Be6 35. Rd5 Bxd5 36. exd5 og nú er ekkert svar við hótuninni 37. Be6+ og næst 38. Hxf6 - svartur gafst upp. Jón L. Árnason A 9 H: á ii % á A 9 & A Jl á ' / Á A 4ö ill & || s ABCDEFGH Bridge Firmatvímenningur Bridgesam- bands Islands var háður helgina 18.-19. nóvember og þátttakan olli nokkrum vonbrigðum. Aðeins 16 pör mættu til leiks og hefur greinilega mikiö vatn runnið til sjávar síðan nokkrir tugir sveita tóku þátt í þessi keppni á hverju ári, hverju sem um veldur. Hér er eitt spil úr mótinu þar sem Sigurður Vilhjálmsson, sem spil- aði fyrir fyrirtækið Frosta á Súðavík, var í aðalhlutverki. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og allir á hættu: * K1084 » 2 ♦ A752 4 9764 4 D932 73 986 * D1053 4 Á65 •» ÁG1064 ♦ DG * ÁKG Suður Vestur Norður Austur 1 pass 1 pass 2G pass 3G p/h Vestur vildi eðlilega ekki spila út hjarta upp í opnunarlit og valdi tígul- þristinn í upphafi. Sigurður drap áttu vesturs á gosa og tók til við að búa til spilaáætlun. Alls ekki var víst að vest- ur gæti séð hvernig tígulstaðan væri og Sigurður ákvað þvi að reyna að halda vestri út úr spilinu. Vel var hugsanlegt að austur ætti háspil þriðja í hjarta og þá var hægt að ná sér í 3 hjartaslagi sem myndu landa heim samningnum. Sigurður spilaði því spaða á kóng og síðan hjarta á tíuna. Vestur fékk á drottningu og þorði ekki að spila tígli, valdi að spila sig út á spaðagosa. Sigurður drap á ás heima, spilaði hjartaás og meira hjarta. Enn veigraði vestur sér við tígulsókninni og spilaði laufi. Sigurður tók 3 slagi á þann lit en spilaði síðan tígli á ás og meiri tígli. Vestur haföi fórnað einum tígli i laufið, fékk næstu slagi á tígul- kóng og hjartakóng en varð síðan að gefa níunda slaginn á hjarta. ísak Örn Sigurðsson 4 G7 4* KD985 4 K1043 4 82

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.