Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1995, Síða 50
Úr því búið er að segja frá ýmsu því sem gerist innan veggja í stórum menntaskóla í Reykjavík í DV er til- valið að fræða lesendur líka um líf- ið í fremur litlum framhaldsskóla úti á landsbyggðinni. Um er að ræða Framhaldsskólann á Laug- um í S-Þingeyjarsýslu þar sem undirritaður dvelur um þessar mundir. Á Laugum stunda nú um 120 nemendur nám og geta þeir valið um tvær brautir, íþróttabraut eða ferðamálabraut. í skólanum er einnig 10. bekkur. Þessum nem- endafjölda fylgir að sjálf- sögðu mikið líf og fjör. Stundum verður andrúms- loftið fullt af spenningi sem brýst út í all konar ærsl um. Ef fjörið virðist ætla að keyra úr hófi koma yfirmenn pg skakka leik- inn. Menn eru yfir- leitt fljótir að hlýða til- m æ 1 u m þeirra og kæla sig niður. í skólanum eru - stundaðar Kristján Blöndal margvíslegar íþróttagreinar þannig að þeir nem- endur sem hafa áhuga á íþróttum á annað borð geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Nemendafé- lag Laugaskóla sér um félagslífið og skipuleggur allar þær ferðir sem nemendur takast á hendur á vegum skólans. Þær ferðir sem hafa verið farnar í vetur hafa heppn- a s t mjög vel. Má sem dæmi nefna ferð sem farin var til Egilsstaða fyrr á önninni. Þar komu saman nemend- ur nokkurra framhaldsskóla á Norð- austur- og Austurlandi og kepptu í íþróttum. Að kvöldi var svo slegið upp balli þar sem fólk skemmti sér fram eftir nóttu. Þessi ferð var í einu orði sagt alveg frábær. Aðrar styttri ferðir hafa líka verið farnar. Um helgar er alltaf eitthvað um að vera í Laugaskóla. Ýmist eru íþróttamót í íþróttahúsinu, þeir sem áhuga hafa horfa á enska boltann í sjónvarpinu eða farið í bandý í tjörninni við skólann. Ef aðstæður eru fyrir hendi fara menn í snjó- rúbbý eða gera eitthvað annað. Af nógu er að taka. Eins og ein fjölskylda í litlum heimavistarskóla eins og Laugaskóla þekkjast allir vel. Það má segja að nem- endurnir myndi eina stóra fjölskyldu. Innan hennar er aldrei rifist, nema ef ein- hver steípnanna fær óvænta flugferð i sund- laugina eða tjörnina. Þess má geta að sundlaugin í Laugaskóla er innilaug og sumum finnst hún heldur draugaleg. Hvað sem því t líður þá er þetta dálítið ? merkileg laug því þetta er elsta innisundlaug sem til DV-mynd JSS n hliðin Langar að lesa ævisögu Hallbjörns - segir Halldór Bragason, söngvari og gítarleikari Hljómsveitin Vinir Dóra hefur ný- verið gefið út sína tjórðu plötu sem nefnist Hittu mig. Hljómsveitin er skipuð þeim Halldóri Bragasyni, Ásgeiri Óskarsyni og Jóni Ólafs- syni en með þeim á plötunni leika Þor- steinn Magnússon og Pétur Hjaltested. Að sögn Halldórs hefur platan fengið frábærar viðtökur en þeir félagar hafa farið í tónleikaferð um landið til að kynna hana. Halldór kom heim frá Kanada sl. sumar þar sem hann bjó í eitt ár en hann hafði þá leikið víðs vegar um Bandaríkin og í Kanada. Það er Dóri í Vinum Dóra sem sýnir hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Halldór Bragason. Fæðingardagur og ár: 6. nóvember 1956. Maki: Júlía Sveins- dóttir. Börn: Tveir strákar sem eru 8 og 10 ára gamlir. Bifreið: Engin. Starf: Tónlistarmað- Uppáhaldsmatur: Það er Texas T- bone barbeque-steik með öllu til- heyrandi. Uppáhaldsdrykkur: KaíFi. Hvaða íþróttamaður stendur ur. Laun: Misjöfn. Áhugamál: Allt mannlegt. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Já, ég fékk sjö hundruð þúsund krónur í lottóinu fyrir sex árum. Þá var ég með fjóra rétta og bónustölu að auki. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Borða góðan mat og lifa lífinu ljúflega. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að gera við bíla. Halldór Bragason er í hljómsveitinni Vinir Dóra. fremstur í dag? Jóhn Daly golfari. Uppáhaldstímarit: Mannlíf. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Þessi spuming er erfið. Ætli ég segi ekki Ursula Andress. Ertu hlynntur eða andvígur rík- isstjóminni? Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Keith Richards. Uppáhaldsleikari: Sean Connery. Uppáhaldsleikkona: Jodie Fost- er. Uppáhaldssöngvari: Robert Plant. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Vilmundur Gylfason. Uppá- haldsteikni- myndaper- sóna: Homer Simpson. Uppáhalds- sjónvarpsefni: Beavis og Butthead á Sýn. Uppáhalds- matsölustað- ur: Kínverski staðurinn Lido í London. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Ævisögu Hall- björns Hjartar- sonar. Hver útvarps- rásanna flnnst þér best? Rás tvö. Uppáhaldsút- varpsmaður: Lisa Pálsdóttir. Á hvaða sjón- varpsstöð horflr þú mest? Stöð 2. Uppáhalds- sjónvarpsmað- ur: Bjarni Felixson. Uppáhaldsskemmtistaður: Sá staður sem ég spila á hverju sinni. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Golf- klúbbur Ness. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Já, ég stefni að framfor en ekki fullkomnun. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Átti ég sumarfrí? -ELA DV-mynd pp er á landinu. Húsnæði Laugaskóla er dálítið sérstakt að því leyti að heimavistin er á fjórum stöðum. Hver vist hefur sitt nafn, þ.e. Gamli skólinn, þar sem höfuðstöðvar skólameistara og starfsfólks eru, Dvergasteinn, Fjall og Álfasteinn. Eins og tiðkast í skólum sem þess- um verður að koma öllum sögum og bröndurum sem ganga meðal nem- enda sem fyrst á framfæri. Þar kem- ur Laugablað í góðar þarfir en það kemur út einu sinni í viku og fjallar um hin ýmsu málefni skólans, bæði gamansöm og alvarleg. Þess má geta að á dögunum skrifaði Björn Bjarnason menntamálaráðherra fróðlega grein í blaðið. En nemendur þurfa ekki að ein- skorða sig við blaðaskrif vilji þeir koma andlegum afurðum sínum á framfæri. í skólaríum er einnig starfrækt Útvarp Laugar. Þar geta menn og konur sest niður við hljóð- nemann og snarað af svo sem einum útvarpsþætti ef andinn er yfir þeim. Slík þáttagerð hefur verið umfangs- mikil en fer nú minnkandi eftir því sem nær dregur prófum. Þeir sem vilja bara innbyrða, í stað þess að útdeila, geta skroppið í Laugabíó sem er kvikmyndahús á staðnum. Þar eru sýndar nýjustu myndirnar og eru stundum tvær sýningar í viku. Loks vérður að nefna þann sér- staka hóp nemenda sem stefnir að því að ná heimsyfirráðum í gegnum internetið víðfræga. Þegar menn hafa afrekað eitt- hvað, kannski margt, af ofangreindu taka eldri nemendur gjarnan til við að segja nýnemum draugasögur sem eiga auðvitað allar að vera sannar og eru það líklega. Að lokum má geta þess að innan skólans ríkja strangar reglur. Nem- endur verða að hlíta þeim eða fara. Þær byggjast á gagnkvæmu trausti og sé það til staðar eru allir ánægð- ir, eins og t.d. hátíðin 1. des. sann- aði, sem haldin var með pompi og prakt. Kristján Blöndal, nemandi í Framhaldsskólanum á Laugum Alveg einstök tilfinning Það eiga ábyggilega margir með að trúa þessu en draumur Sus- an Rosland í Las Vegas hefur ræst. Hvert einasta herbergi í milljón dala húsinu hennar er þakið hlut- um merktum Coca Cola. Hún er sem sagt kók-sjúk. „Þetta er bara heimili mitt,“ segir hin 48 ára gamla Susan sem á án efa stærsta einkasafn af Coca Cola minjagrip- um í heiminum. „Ég hef safnað öllum tegundum af kóki í flöskum og dósum frá öll- um ríkjum Bandaríkjanna." í eldhúsinu er Susan með alls kyns muni og myndir merktar Coca Cola, jafnvel myndir af kvikmynda- stjörnum frá árunum 1930-40. Á baðherberginu eru Coca Cola hand- klæði. Hún á gleraugu, brúður, klukkur, myndir, merki og jafnvel jólaksraut á jólatréð - allt merkt Coca Cola. Hún á meira að segja óopnaða kókflösku úr brúðkaupi Karls og Díönu. Það er sem sagt allt á heimili Susan merkt kókinu. Laura Leighton í Melrose Place: Farin að heiman „Ég er farin,“ sagði Laura Leig- hton, 27 ára, við kærastann og starfsfélagann Grant Show, 33ja ára, pakkaði niður fótum og dóti og flutti út. Parið hafði búið saman í eitt ár. Laura er þekktust fyrir hlut- verk sitt í unglingaþáttunum Mel- rose Place. Þau Laura og Grant eru víst ósköp ólík. Hún vill bara skemmta sér en hann hefur meira gaman af því að vera heima og horfa á sjón- varpið. Nú verður hann víst að sitja einn heima í stóra húsinu þeirra í Hollywood. Líklegast eru þó til all- margar heimakærar stelpur sem hefðu ekkert á móti því að sitja í sófanum hjá Grant Show.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.