Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 7 Fréttir Þorsteinn Örn Gestsson og Sigríður Rannveig Jónsdóttir misstu litla dóttur í Súðavíkurslysinu: Festumst ekki í fortíðinni „Þetta hefur gengið upp og ofan. Það hefur verið smáflakk á okkur. Við erum bara bjartsýn á tilveruna en auðvitað koma upp erflðar stund- ir. Það var sérstaklega erfitt þegar flóðið féll á Flateyri. Þá þurftum við að fara aftur á fyrsta reit og upplifa allt upp á nýtt,“ sagði Sigríður Rannveig Jónsdóttir í samtali við DV en hún og maður hennar, Þor- steinn Öm Gestsson, misstu 15 mán- aða dóttur, Hrafnhildi Kristínu, í Súðavík: íbúafjöldinn svip- aður og áður „Það hefur flutt nýtt fólk til stað- arins á þessu ári sem liðið er. Marg- ir fóru líka eða létu lífið í flóðinu en staðan nú er að íbúarnir em litlu færri en þeir voru fyrir slysið. Sennilega munar 10 til 15 rnanns," segir Ágúst Kr. Bjömsson, sveitar- stjóri í Súðavík. Ágúst sagði líklegt að hægt yrði að ganga frá kaupsamningum við þá sem ríkið kaupir húsin af um eða eftir næstu áramót. Það verða 57 hús keypt og ný hús rísa í staö þeirra á nýju byggingasvæði i Súða- vík. Þá hafa sjö hús verið flutt og þegar er flutt inn í éitt þeirra. „Ljósið í myrkrinu er að við höfð- um 67 byggingarhæfar lóðir í sept- ember og nú hefur veturinn leikið við okkur þannig að uppbyggingin hefur gengið betur en við þorðum að vona. Það reiknaði enginn með að hægt yrði að reisa ný hús í janú- ar,“ segir Ágúst. -GK á við það,“ sagði Þorsteinn. Þau vilja ekki útiloka að þau eigi eftir að flytjast aftur til Súðavíkur. Þau hafa komið þangað eftir slysið og líst vel á uppbyggingarstarfið þar. Næstu árin sögðust þau ætla að búa í Grindavík. „Við vomm búin að eiga heima það lengi í Súðavik að okkur hefur fundist erfitt að ná fótfestu á ný eftir snjóflóðið, vantað ákveðið öryggi. En þetta á allt eftir að koma,“ sagði Sigriður. -bjb Súðavík: Enn þá skrekk- ur í okkur - segir Frosti Gunnarsson „Við erum búin að ná'okkur eins og hægt er. Það' er samt alltaf skrekkur í okkur, sérstaklega þegar veður er vont,“ segir Frosti Gunn- arsson, en hann og fjölskylda hans björguðust naumlega úr snjóflóðinu í Súðavík fyrir ári. Dóttirin Elma Dögg lá grafin 1 flóðinu í 15 tíma áður en henni var bjargað. Hún er nú í skóla í Súðavík. Fjölskyldan er að byggja sér nýtt hús og reiknar. Frosti með að flutt verði inn í mars. Tíðarfar í vetur hefur verið slíkt að bygging hússins hefur gengið vel. „Lífið heldur áfram og maður hef- ur lært að meta þaö meira en áður. Samt er ég alltaf háifhræddur, keyri varlegar en ég gerði áður og það er oft erfitt að sofa ef veður er vont. Allur hávaði fer verr í mig en áð- ur,“ segir Frosti. -GK - von er á fjölgun í fjölskyldunni sem gefur nýjan lífsneista Súðavíkurslysinu fyrir rétt tæpu ári síðan. Sex ára dóttir Sigríðar, Linda Rut, bjargaðist úr flóðinu eftir fimm tíma leit. Þau misstu allar sínar eig- ur og urðu að byrja upp á nýtt, auk þess sem foreldrar Þorsteins létust í snjóflóðinu 16. janúar 1995. Nú blasa við bjartari tímar. Þau eiga von á bami í næsta mánuði og það hefur hjálpað þeim að ná fótfestu á ný. Fljótlega eftir snjóflóðið fluttu þau suður til Reykjavíkur og bjuggu í leiguhúsnæði í Grafarvogi í nærri 8 mánuði. Þeim leið ekki vel þar og ákváðu að flytja til Grindavíkur. Þar hafa þau keypt sér húsnæði og komið sér vel fyrir. Þorsteinn er kominn í Tækniskóla íslands og ætlar sér þar í nám í iðnrekstrar- fræði. Hans lífsviðurværi til þessa hefur verið sjómennskan. Þau sögðu að barnið væntanlega gæfi þeim mikinn styrk og hjálpaði þeim að horfa fram á við. „Við fest- umst ekki lengur í fortíðinni, þó vissulega komi upp minningar ann- að slagið. En við höfum bara tekist Sigríður Rannveig Jónsdóttir og Þorstoinn Örn Gestsson ásamt 6 ára dóttur Sigríðar, Lindu Rut, en öll sluppu þau úr snjóflóðinu í Súðavík fyrir tæpu ári. Fimmtán mánaða dóttir Sigríðar og Þorsteins slapp hins vegar ekki lifandi úr hamförunum. Núna eru bjartari tímar fram undan því von er á fjölgun í fjölskyldunni í næsta mánuði. DV-mynd JAK ÞREKHJOL. Verð aðeins frá kr. 14.500, stgr. 13.775. Þrek- hjól m/púlsmæli og 13 kg. kast- hjóli kr. 19.500, stgr. 18.525. Bæði hjólin eru með tölvumæli, sem mælir tíma, hraða og vega- lengd, stillanlegu sæti og stýri og þægilegri þyngdarstillingu. ÞREKPALLUR-AEROBIC-STEP. Það nýjasta í þjálfun. Þrek, þol og teygjur fyrir fætur, handleggi og maga. Þrjár mismunandi hæuar- stillingar, stöðugur á gólfi, æfingaleiðbeiningar. Verð aðeins kr. 4.700, stgr. 4.495. ÞREKSTIGI - MINISTEPPER. Litli þrekstiginn gerir næstum sama gagn og stór, en er miklu minni og nettari. Verð með gormum kr. 2.095, með dempurum kr. 4.900, og með dempurum og tölvumæli kr. 6.300, stgr. 5.985. Einnig fyrirliggjandi stórir þrekstigar, verð frá kr. 23.900, stgr. 22.705. Greiðslukort og greiðslusamningar Símar: 553 5320 568 8860 Ármúla 40 HEILSUDAGAR - ÆFINGATÆKI FRÁBÆRT VERÐ Iþróttaskór fyrir aerobic, hlaup, körfu- bolta og innanhúss frá Adidas, Nike, Puma, Reebok o.fl. HLAUPABAND - GÖNGUBAND. Fótdrifið með hæðar- stillingu og fjölvirkum tölvumæli, verð aðeins kr. 17.900, stgr. 17.000. Rafdrifið með hæðarstillingu og fjölvirkum tölvumæli, verð aðeins kr. 65.000, stgr. 61.750. ÞREKSTIGI - KLIFURSTIGI Verð a^eins kr. 22.500, stgr. 21.375. Fjölvirkur tölvumælir og stillanlegt ástig. ÆFINGABEKKIR og LÓÐ. Bekkur með fótaæfingum og lóðasett 50 kg. Tilboð að- eins kr. 14.900, stgr. 14.144. Lóðasett 50 kg. með handlóðum kr. 6.500, stgr. 6.175. HANDLÓÐ 2 x 1 kg. kr. 690, 2 x 2 kg. kr. 940 og 2 x 3 kg. 1.190. 5% staðgreiðsluafsláttur LÆRABANINN kominn aftur. Verð aðeins kr. 790 með æfingaleiðbeiningum. Margvís- legar æfingar fyrir læri, brjóst, handleggi, bak og maga. Þetta vinsæla og handhæga æfingatæki er mikið notað í æfingastöðvum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.