Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 15 Aukum kvótann í krókaveiðunum Þær fréttir berast nú af mið- unum vestan, norðan og austan að vart hafi orðið við miklu meiri þorskgengd þar en verið hefur á undanförnum árum. í fréttum, m.a. í DV, hefur komið fram að línubátar hafa verið að fá 300-400 kíló á bala í róðri, sem er feiki- mikill afli, og þeir togarar, sem ekki eru beinlínis á flótta undan þorskinum vegna kvótakerfisins, fá mikinn afla dýfi þeir veiðarfær- um í sjó. - Meira aö segja Hafró, sem að öllu jöfnu er ekki sérlega viðbragðsfljót þó fregnir berist af þorskinum, er komin með skip á Vestfjarðamið til mælinga. Ummæli áður en haldið var til leitar gætu þó gefið til kynna að niðurstaðan væri fyrirfram gefin. Af þeim mátti skilja að fískunum Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson alþingismaður „Einn alvarlegasti ágalli kerfisins er þó sá að mikil hætta er á því að það viðurkenni ekki stóraukna þorskgengd á miðunum fyrr en löngu eftir að hún hefur átt sér stað . . hefði svo sem ekkert fjölgað í sjón- um, þeir væru bara allir á sama stað! Sem sé mikilvægur fundur hjá þorskstofninum. Kvótakerfið gallagripur Gallar kvótakerfisins hafa þrá- faldlega verið raktir. Einn alvar- legasti ágalli kerfisins er þó sá að mikil hætta er á því að það viður- kenni ekki stóraukna þorskgengd á miðunum fyrr en löngu eftir að hún hefur átt sér stað og þá geta veiðitækifærin hafa gengið' úr 'greipum manna ekki síst vegna þess að ef æti er takmarkað snýr þessi ránfiskur sér að smærri fisk- um sömu tegundar í ætisleit. Ekki síst er á því hætta ef allur stofninn er saman kominn á einum stað! Ólygnasti dómur allra dóma er dómur reynslunnar. Dómur reyiislunnar er núna sá að sjaldan hefur verið meiri afli í öll veiðar- færi á hefðbundnum þorskveiðim- iðum. Sú niðurstaða er bæði vott- fest og ljósmynduð. Það er hins vegar haft eftir mætum þingmanni Framsóknarflokksins frá því fyrr á öldinni að lygi sé lygi þó hún hafi verið ljósmynduð. Sá þing- maður kom líka af Austurlandi þó það hafi ekki verið hann sem fann upp kvótakerfið. Það kom seinna. Vistvænar veiðar Krókaveiðar, hvort heldur sem veitt er með handfæri oða línu, eru vistvænar veiðar. Afskaplega litlar líkur eru á því að slíkur veiðiskapur geti stefnt í hættu flskistofni eins og þorskstofnin- um. Þessi tegund veiða er þar að auki sá veiðiskapur sem skapar flestum atvinnu bæði til sjós og lands og er undirstaða undir land- vinnslu í mörgum byggðarlögum úti á landsbyggðinni. Þess vegna er full ástæða til þess að sjávarútvegsráðherra bregðist nú við góðum tíðindum af miðunum og dómi reynslunnar, sem bæði er vottfest og ljósmynd- uð, og auki aflaheimildir króka- veiðiflotans um 15-20 þús. tonn til þess að byrja með. Staðfesti Hafró hins vegar með rannsóknum sínum að um varan- lega aukningu á veiðistofni sé að ræða getur ráðherra endurskoðað heildaraflahámark á yfirstandandi fiskveiðiári og þá um leið kvótaút- hlutun til alls þorskveiðiflotans. Síðustu frjálsu fiskimennirnir Krókaveiðimenn eru siðustu frjálsu fískimennirnir við íslands- strendur - leifarnar af því fyrir- komulagi sem gerði þjóðina ríka. Það eru dapurleg örlög fyrir þann stjórnmálaflokk, sem kennir sig við frelsi einstaklingsins og þykist í orði kveðnu styðja einkaframtak- ið, að vera í fararbroddi fyrir þeim sem vilja útrýma þessum veiði- skap. Nú gefst Sjálfstæðisflokkn- um tækifæri til þess að bæta fyrir brot sín gegn grundvallarsjónar- miðum flokksins um frelsi og framtak. Auktu nú kvóta króka- veiðimanna, Þorsteinn Pálsson. Þú hefur nú til þess öll rök, rök reynslunnar. Sighvatur Björgvinsson. „Dómur reynslunnar er núna sá að sjaldan hefur verið meiri afli í öll veið- arfæri á hefðbundnum þorskveiðimiðum," segir Sighvatur m.a. Að dansa rétt Ári umburðarlyndis er lokið, en undir lok þess kom upp enn ein kirkjudeilan. Prestur hafði breytt messuauglýsingu og organistinn neitaði að spila á jólunum og kór- inn að syngja. Endurkoma hins sama Fyrir mér rifjaðist upp að fyrir nokkrum árum bað kunningi mig að koma með sér á fund í Alþýðu- bandalagsfélagi Reykjavíkur, því greiða átti atkvæði um eitthvað. Ég sagðist ekki vera í félaginu, en hann hafði fundið nafn mitt á ein- hverri skrá. Forvitni mín sigraði og ég fór. Frá því er skemmst að segja að á slíka samkomu hafði ég aldrei komið fyrr. Andrúmsloftið virtist rafmagnað af hatri og fundarmenn jusu svívirðingum hver yfir annan svo lá við slagsmálum. Nokkru síðar bað annar kunn- ingi mig að koma með sér á fund í Rithöfundasambandinu, því þar átti líka að greiða atkvæði, og sá fundur var alveg eins. Eftir lát Sveinbjarnar goða var ég beðinn að stjórna aöalfundi Ásatrúarfé- lagsins svo allt færi ekki í vit- Kjallarinn Jón Kjartansson frá Pálmholti, form. Leigjendasamtakanna leysu, og svipuð erindi fékk ég frá fleiri félögum og allt var það „eilíf endurkoma hins sama“ svo notuð séu orð Fr. Nietsche. Vinnubrögð klíkunnar Ég hef oft spurt mig um ástæð- ur: Skoðanir, hagsmunir, skortur á félagsþroska og vanþekking sem veldur því að fólk þekkir ekkert annað en vinnubrögð klíkunnar, sem skiptir öllum í okkur og hina? Ég hef veitt því athygli að rosk- ið fólk tekur lítinn þátt í þessu rugli og unga fólkið ekki. Athyglin beinist því að „hinni sjálfumglöðu 68 kynslóð" sem nú á að heita mið- aldra. Það fólk afneitaði fortíðinni, sleit rætur sínar og taldi sig fyrstu kynslóðina i heiminum, líkt og segir í sögu Borges um gula keisarann í Kína. Milan Kundera skrifaði grein m.a. um þetta og segir að allir skrifi á sama hátt og rokk er dans- að: „einir við sjálfa sig, uppteknir af sjálfum sér og hrista sig þó á sama hátt“. Guðmundur Andri Thorsson gerði þessa grein að um- talsefni í Alþýðublaðinu nýlega og segir um þennan dans: „Það þarf ekkert að læra og ekkert að kunna til að geta verið með. Fyrir vikið speglar dansinn ekkert annað en kunnáttuleysið." Það er vel til fundið að nefna dans í þessu sambandi og minnir á annan frægan dans, dansinn í Hruna. Nema þetta sé nýjasta af- brigðið af dansinum kringum gull- kálfinn. Jón Kjartansson „Ég hef veitt því athygli að roskið fólk tekur lítinn þátt í þessu rugli og unga fólkið ekki. Athyglin beinist því að „hinni sjálfumglöðu 68 kynslóð“ sem nú á að heita miðaldra.“ Meö og á móti íslenskir eftirlitsmenn á Flæmska hattinum Arl Edwald, að- stoðarmaður ráð- herra. Ekki að óþörfu „Það er alls ekki stefna sjávarútvegs- ráðuneytisins að koma á óþörfu eftirliti. Eftirlit með fiskveiðum hér við land er miklu einfald- ara og ódýrara en alls staðar í kringumn okkur og ráðuneytið hefur beitt sér fyrir því innan þeirra alþjóðastofnana sem við eigum aðild að að eftirliti sé haldið í skefjum. Við höfum til dæmis náð þeim árangi innan NAFO að hætt var við að skylda veiðiþjóðirnar til að hafa varð- skip á svæðinu og ákvæði um eftirlitsmenn er nú tímabundið. Við munum vinna á þessum nót- um áfram, en það er hætt við því að niðurstöður um eftirlit á al- þjóðlegum svæðum verði oft um meira eftirlit en við erum vanir frá heimamiðum. Því eftirliti getum við þurft að hlíta ef við á annað borð ætlum að að fá að veiða á slíkum svæðum og það mun innan skamms verða við- fangsefni lagasetningar á Al- þingi hvemig eigi að fara með kostnað af því eftirliti. Það tíma- bundna fyrirkomulag sem nú er í gildi, að úthafsútgerðir hafi ekki annan kostnað af eftirlits- manninum en að skapa honum aðstöðu um borð, gefur ekki til- efni til mikils upphlaups, en ég skil vel að menn velti fyrir sér efni boðaðrar löggjafar á þessu sviði. Einhver stjórnmálaöfl hafa verið að tala um að gera veiði- gjöld að mikilli tekjulind fyrir ríkissjóð." Ekkert að skoða „Ég er and- vígur því að verið sé að setja íslenska eftirlitsmenn um borð í ís- lensku rækju- togarana á Flæmska hatt- inum,.^ Ástæð- an fyrir því er gerðarmaður. afar einfóld, það er ekki eftir neinu að líta og því er hér bara um tilgangslausa sóun á almannafé að ræða og óþarfa kostnað. Þarna er fyrir prýðiseftirlit, sennilega betra en á nokkru öðru svæði islenskra fiskiskipa utan eða innan land- helgi. Það eru alveg hreinar lín- ur. Þama eru eftirlitsskip á ferð- inni frá NAFO með mjög reglu- legt eftirlit og reglulegar heim- sóknir um borð í skipin. Þeir fylgjast nákvæmlega með veiðar- færum, aflamagni og telja stöðugt aflann í lestum skip- anna, sem er í kössum og pok- um. Og svo má ekki gleyma því, en það hefur ekki komið fram í umræðunni að undanförnu, að þarna eru öll rækjuskipin með seiðaskiljur. Það þýðir að í troll- in getur ekkert komið nema rækja. Annar fiskur kemst ekki inn í trollið. Þessar skfljur eru þarna ekki bara vegna þess sem menn hafa komið sér saman um varðandi eftirlitið eða veiðarnar almennt, heldur er brýn nauð- syn fyrir áhöfnina að hafa seiöa- skiljur. Væru þær ekki myndi áhöfnin, sem er að vinna rækju, kafna í alls konar aukafiskdóti. Seiðaskiljurnar voru því komn- ar um borð í rækjuskipin áður en skyldan bauð að svo skuli vera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.