Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 17 DV Fréttir Mikil aðsókn að Slysavarnaskóla sjómanna DV, Vestmannaeyjum: Við Slysavarnaskóla sjó- manna, sem þessa dagana er í Vestmannaeyjum, er 31 nem- andi. Það eru nemendur Stýri- mannaskólans, Vélskólans svo og starfandi sjómenn. Þessi mikla aðsókn er til kom- in vegna þess að í lok þessa árs skulu allir sjómenn hafa lokið námi við skólann. Um áramótin átti að taka gildi reglugerð sem skyldar yfirmenn á fiskiskipum til að ljúka námi við skólann en aðrir sjómenn eiga að ljúka námi fyrir árslok. „Ákvæðinu um skipstjórnar- menn hefur verið frestað um eitt ár en um næstu áramót verða allir, sem ætla að stunda sjó, að hafa lokið námi við Slysavama- skóla sjómanna," sagði Halldór Almarsson, kennari við skólann. „Hefði þetta tekið gildi um þessi áramót heíðu skipstjórar, sem ekki voru búnir með skólann, mátt skrá alla aðra en sjálfa sig á skip sín. -ÓG Karatedeild HK Karatefélag Vesturbæjar Símar: 555-3435 og 555-3436 Páll Valdimarsson vélaverkfræð- ingur var formlega settur í embætti prófessors á sviði hitaveitna við véla- og iðnaðarverkfræðiskor verk- fræðideildar Háskóla íslands. Hita- veita Reykjavíkur styrkir stöðuna og greiðir allan launakostnað pró- fessorsins. Honum er fyrst og fremst ætlað að stunda grunnrannsóknir á sviði hitaveiturannsókna í vélaverkfræði en einnig að leiðbeina nemendum í rannsóknartengdu framhaldsnámi. í fyrstu er miðað við að staðan sé til tveggja ára en þegar þeim tíma er lokið er gert ráð fyrir að unnt sé að semja um áframhald styrksins til tveggja ára í senn. Páll hefur meðal annars fengist við rannsóknir í varmafræði hita- veitukerfa og kennt við HÍ og Jarð- hitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Páll er aðjúnkt við HÍ frá 1987. -ÍS Hitaveita Reykjavíkur stend- ur straum af kostnaðinum KARATEK3 Reykjavik-Vesturbæ Byrjendanámskeid eru að hefjast!!! Hitaveita Reykjavíkur greiðir kostnað vegna nýrrar prófessorsstöðu við Háskóla íslands. Á myndinni eru Gunnar Kristinsson hitaveitastjóri, Björk Pálsdóttir, eiginkona Páls, Páli Valdimarson prófessor, Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi og Sveinbjörn Björnsson háskólarektor. DV-mynd GS Ný prófessorsstaða við Háskóla íslands: Barnaflokkar frá fimm ára Unglingaflokkar Fullorðinsflokkar Bílnúmerum varnar- liðsmanna breytt DV, Suðurnesjum: „Þetta er gert vegna þess að vam- arliðsmönnum þóttu gulu bílanúm- erin allt of áberandi og töldu að bíl- ar þeirra yrðu fyrir skemmdarverk- um af því,“ sagði Karl Ragnars, for- stjóri Bifreiðaskoðunar íslands, í samtali við DV. Utanríkisráðuneytið gaf út nýja reglugerð um áramótin og þar segir að hætt verði að nota gul bílnúmer á bíla í eigu varnarliðsmanna á Keflavíkurflugvelli. Þess í stað verða þau hvít og blá eins og venju- leg númer nema hvað ferhymingur- inn lengst til vinstri á númerinu, sem er fyrir heimamerki, verður tígullaga eins og hann er á rauðu virðisaukanúmeranum. í þeim tígli verður límmiði með heimamerki vamarliðsins til að auðkenna núm- er þeirra gagnvart íslenskum tollyf- irvöldum en bílar vamarliðsmanna eru tollfrjálsir. Að sögn lögregluyfirvalda á ís- landi og herlögreglunnar á Kefla- víkurflugvelli hafa bílar varnarliðs- númerin gildi fljótlega. Þeir varnar- liðsmenn sem koma með bíla sína til landsins á næstu dögum fá þessi nýju númer. Þá geta varnarliðs- menn, sem hafa gul númer á einka- bílum sínum, keypt ný númer eða verið með gul áfram sem verða síð- an tekin úr umferð um leið og vam- arliðsmenn fara með bíla sina af landi brott. Þegar nýju númerin tóku gildi 1. janúar 1989 fengu varn- arliðsmennimir gul númer til að auðkenna þá frá íslenskum númer- um. Þetta var m.a. gert vegna beiðni tollyfirvalda. Áður voru bílar vam- arliðsmanna merktir með merkinu JO. Á fimmta hundruð einkabílar varnarliðsmanna eru á Keflavíkur- flugvelli. -ÆMK manna orðið fyrir töluverðum skemmdum þegar þeir hafa verið utan vamarsvæðisins. Rúður hafa verið brotnar, dekk skorin og bflar rispaðir. Flest skemmdarverkin hafa verið unnin á höfuðborgar- svæðinu en þangað sækja vamar- liðsmenn mjög. Bílamir era auð- þekktir vegna gulu númerana. Mikil ánægja ríkir hjá varnarliðs- mönnum á Keflavikurflugvelli sem DV talaði við. Þeir segjast spenntir að fá nýju númerin á bíla sína. Að sögn Karls Ragnars taka nýju Framandi gestur Af og til gerist það að ókennilegir gestir frá fjarlægum löndum berast með matvælasendingum hingað til lands. íbúi á Álftanesinu brá sér í matvöruverslun í Reykjavík og festi þar kaup á klasa af banönum. Hon- um brá hressilega í brún þegar hann sá stærðar skorkvikindi innan um ávextina og var það sprelllif- andi. Kvikindið var óðar handsamað, komið fyrir i krukku og sent á Nátt- úrufræðistofnun. Þar fengust þær upplýsingar að kvikindið væri af kakkalakkaætt, ber fræðiheitið pan- chlora peruana og hefur nokkrum sinnum áður borist með banönum hingað til lands. -ÍS Panchlora peruana af kakkalakka- ætt sem nærist á bananahýði. DV-mynd S Hafnahverfi Reykjanesbæjar: Pottþétt aö íbúum hefur ekki fækkað DV, Suðurnesjuin: „Þessar tölur koma mér spánskt fyrir sjónir. Þegar sveitarfélögin voru sameinuð vora mörg hús auð í Höfnum en nú er búið í þeim öllum. íbúum hefur ekki fækkað - það er alveg pottþétt. Það hljóta að hafa orðið mistök í skráningu íbúa,“ sagði Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, í samtali við DV. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu íslands hefur íbúum fækk- að í Hafnahverfi í Reykjanesbæ eða um 20-14,6%. 1994 voru íbúar 137. „Byggðin er frekar að eflast en leggjast af. Þetta eru bráðabirgðatöl- ur og við erum að kanna þær nán- ar.“ -ÆMK Við erum 25 ára Stærsta og glæsilegasta úra- og skartgripaverslun landsins. ✓ I tilefni þessara tímamóta bjóðum við 20% afslátt af allri okkar vöru næstu daga. ur ojsÁa/tcjri/M/1 Laugavegi 61 Sími 552-4910 og 552-4930 Þar sem fa^mennirnir eru

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.