Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 Fréttir Nauðgunarmál á hendur 23 ára Breta þegar orðið mjög sérstakt sakamál: Sakfelling ekki ólíkleg án DNA-rannsóknarinnar - hefur hins vegar í för með sér að mikill efi er hjá dómarastéttinni gagnvart rannsóknaraðferðum Óhug hefur slegið á marga í dóm- arastéttinni eftir að ljóst hefur orð- ið að misræmi hefur komið fram á íslenskum og norskum DNA-rann- sóknum í nauðgunarmáli á hendur 23 ára Breta. Það sem dómstólar töldu almennt áöur nánast óyggj- andi sönnunargagn í kynferðisaf- brotamálum er nú í uppnámi og óvissu - að minnsta kosti á meðan fullnægjandi skýringar hafa ekki verið gefnar á því að íslenska rann- sóknin reyndist jákvæð en sú norska neikvæð. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er hins vegar alls ekki útilokað að Bretinn verði sakfelldur fyrir nauðgunina. DNA-rannsóknin var aðeins hluti af því sem Héraðsdóm- ur Reykjavíkur lagði til grundvallar sakfellingu mannsins en málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Mörg atriði í nauðgunarmáli 23 ára Breta benda til sektar hans þrátt fyrir að norsk DNA-rannsókn sé á skjön við aðra siíka sem var framkvæmd hér á landi. Málið er þegar orðið sérstakt fyrir þessar sakir en íslenskir rannsóknaraðilar hafa ekki gefið skýringar á því misræmi sem fram hefur komið. DV-mynd GVA stóð. Engan grunaði heldur að önn- ur niðurstaða fengist úr norsku rannsókninni miðað við reynslu dómstólsins af DNA- rannsóknum almennt. Héraðsdómur sakfelldi síðan manninn og var hann dæmdur í 12 mánaða fangeisi. Hann var jafn- framt dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur. Það kom síðan eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar hin norska DNA-niðurstaða lá fyrir en hún úti- lokaði nánast Bretann frá því að eiga það sæði sem fannst í smokkn- um. Sú norska á að gilda, sam- kvæmt frétt Morgunblaðsins í gær. Hún breytir á hinn bóginn ekki öðr- um framkomnum staðreyndum sem varða sekt eða sakleysi - álitamál sem dómstóllinn kveður upp úr með. Bretinn neitaði aldrei samförum Atburðurinn átti sér stað í Reykjavíkurhöfh aðfaranótt 8. októ- ber. íslenska konan og Bretinn hitt- ust á krá í bænum og héldu þau þeg- ar líða tók á nóttina að togaranum Þerney - bæði talsvert ölvuð. Þegar fólkið kom um borð fór það inn í dæluklefa. Konan sagði að Bretinn hefði leitað á sig og síðan nauðgað sér með hrottafengnum hætti en maðurinn taldi sig hins vegar hafa fengið sér sígarettu og síðan sofnaö en haldið á braut er hann vaknaði aftur. Að öðru leyti kvaðst hann ekki muna eftir sér þarna inni. Hann sagði á hinn bóginn við yflr- heyrslur fyrir dómi að „vel gæti verið, þótt hann myndi það ekki, að hann hefði haft samræði við kon- una“. Eftir að maðurinn fór út úr klef- anum sagði konan að atburðarás hefði veriö þokukennd. Þégar hún rankaði við sér hefði hún farið að tína upp hluti sem höfðu farið úr handtösku hennar, buxur og fleira en þá hefði hún fundið smokk á gólfinu sem hún tók og afhenti síð- an lögreglu. Margir ofbeldisáverkar Við rannsókn komu mjög margir áverkar fram á konunni sem bentu til þess að hún hefði verið beitt kyn- ferðisofbeldi. Athygli vekur hins vegar að með hliðsjón af því sem konan bar um aðfarimar við nauðg- unina þá kom ekkert fram sem benti til að lögregla eða læknir hefðu skoðað manninn hátt og lágt eftir að hann var handtekinn sama dag og atburðurinn átti sér stað. Fjöldi atriða studdi frásögn konunnar Það sem Héraðsdómur Reykjavík- ur studdist við í niöurstöðu sínum, það er fyrir utan DNA-rannsóknina, voru eftirfarandi atriði: Framburður mannsins um minn- isleysi, strax eftir að hann kom inn í umræddan dæluklefa, þótti ótrú- verðugur enda hafði hann munað eftir atvikum í smáatriðum um nóttina - allt þar til hann fór þang- að inn. Einnig var bent á það atriði að maðurinn „mundi ekki“ eftir að hafa haft samfarir við konuna. Fréttaljós Óttar Sveinsson Dómurinn taldi fjölda áverkanna og staðsetningu þeirra styðja frá- sögn konunnar um að kynmökin hefðu verið gegn vilja hennar og að ákærði hefði beitt hana harðræði. Auk þess þóttu lýsingar lögreglu- manna, vaktmanns um borð í togar- anum og starfsfólks neyðarmóttöku á bágu andlegu ástandi konunnar styðja framburð hennar. Samkvæmt þessum atriðum var alls ekki ólíklegt, miðað við önnur íslensk nauðgunarmál, að Bretinn hefði verið sýknaöur án tillits til hinnar íslensku DNA-rannsóknar sem þó var vissulega einnig stuðst við. Ekkert hefur heldur komið fram um að annar maður en Bretinn hafi verið á staðnum þar sem atburður- inn átti sér stað. Þruma úr heiðskíru lofti frá Noregi Þegar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi málið lá íslensk DNA-rann- sókn fyrir eins og fyrr segir. Hins vegar hafði annað sýni verið sent út smokknum til Noregs. Þeirri rann- sókn var ekki lokið og var því ákveðið að kveða upp dóm, sérstak- lega í ljósi þess að Bretinn hafði þurft að sæta tveggja mánaða far- banni á meðan á málsmeðferðinni Einn til þrír dómar enn í málinu Verjandi sakborningsins hefur nú krafist þess að Hæstiréttur ómerki héraðsdóminn og vísi hon- um heim í hérað á ný. Dæmi Hæsti- réttur á þá leið er mögulegt að tvo dóma þurfi í viðbót - dóm héraðs- dóms í annað skiptið og síðan end- anlegan dóm Hæstaréttar ef hinum verður áfrýjað. Þegar DV hafði samband við rík- issaksóknaraembættið í gær gat sá fulltrúi sem sækir málið af hálfu embættisins ekkert fullyrt um hvort það yrði rannsakað sérstaklega hvers vegna misræmi væri í DNA- rannsóknunum tveimur. Ekki náðist í Gunnlaug Geirsson, prófessor hjá Rannsóknastofu Há- skóla íslands sem sá um hina ís- lensku DNA-rannsókn. Hann svar- aði ekki ítrekuðum skilaboðum blaðamanns. Dagfari Hin alræmda endurskoðun Þessi sífelldi slettirekuskapur Ríkisendurskoðunar er orðinn gjörsamlega óþolandi. Hálaunaðir skrifflnnar þessarar stofnunar leggja hvert rikisfyrirtækið á fætur öðru í einelti með því að rýna með stækkunargleri í bókhaldið og fetta fingur út alls konar aukaatriði til þess eins aö gera starfsfólk tor- tryggilegt. Hreinn tittlingaskítur er blásinn út og gerður að stórmáli. Til dæmis heldur Ríkisendurskoð- un því fram að starfsmenn kunni ekki á stimpilklukkur og það sé ámælisvert að greiða fólki full laun hafi það ekki stimplað sig inn á vinnustað nema endrum og eins. Hvenær hefur stimpilklukka verið sönnun þess að menn mæti í vinnu og jafnvel þótt þeir mæti og stimpli sig inn er ekki þar með sagt að þeir beri sig að neinu verki nema síður væri. Ríkisendurskoðun lætur að því liggja að starfsmenn á sjúkra- húsinu á Akranesi fái greidd full laun burtséð frá því hvort þeir mæta í vinnuna eða ekki. Þessar aðdróttanir eru eingöngu byggðar á einhverju stimpilklukkukjaftæði sem enginn tekur mark á. Eins og menn muna voru læknar á Landsp- ítalanum mjög á móti því að nota stimpilklukku á sínum tíma og kváðust ekki lækna fólk eftir stimpilklukku. Enda er ekki vitað til þess að stimpilklukka hafi lækn- að neinn einasta sjúkling. Þetta vita þeir á spítalanum á Akranesi og hunsa því klukkurnar. Enda er það löngu sannað mál að stimpil- klukkur eru einkum notaðar til að niðurlægja starfsfólk. Var það ekki einmitt sýslumaðurinn á Akranesi sem dómsmálaráðherra neyddi til að nota stimpilklukku vegna þess eins að hann tók Akraborgina í vinnuna í stað þess að koma ak- andi? Þá er Ríkisendurskoöun að skamma þá á sjúkrahúsinu á Húsa- vík fyrir að borga yfirlæknum hærra kaup en ráðningarsamning- ar segja til um. En það kemur líka fram að læknarnir vinna þarna bara annan hvem mánuð en þess á milli dvelja þeir við lækningar er- lendis. Þar fá þeir auðvitað hærri laun og ef sjúkrahúsið á Húsavik borgaði bara eftir samningum er morgunljóst að læknarnir fengjust ekki til að koma heim annan hvern mánuð og líta á sjúklingana. Menn verða að hafa heilbrigða skynsemi þegar svona mál eru skoðuð, jafn- vel þótt þeir vinni hjá Ríkisendur- skoðun. Þó tekur steininn úr í smá- smygli Ríkisendurskoðunar þegar hún segir að ekkert eftirlit sé haft með störfum launafulltrúa á Borg- arspítalanum. Þetta geti haft í for með sér alls konar villur og mis- ferli. Svona rógburður hlýtur auð- vitað að varða við lög og því verð- ur ekki trúað að launafufltrúamir sitji þegjandi undir svona skít- kasti. Hver er það sem endurskoð- ar Ríkisendurskoðun, með leyfi að spyrja? Hvernig er stimpilklukku- málum háttað á þeim bæ? Er ein- hver sem fylgist með því að Sigurð- ur Þórðarson og hans menn vinni eftir klukkunni? Ríkisendurskoðun virðist ganga út frá því sem vísu að menn ráöi sig til starfa hjá ríkinu í þeim til- gangi að stunda þar vinnu. Þetta er vitaskuld reginmisskilningur. Menn vilja gjarnan komast á launaskrá hjá ríkisfyrirtækjum en þvi fer fjarri að allir hafi geð í sér til að leggja á sig einhver verk i staðinn. Svona hefur það verið gegnum tíðina og allir unað glaðir við sitt allt þar til Alþingi gerði það glappaskot að setja þessa Ríkis- endurskoðun á fót og sleppa henni lausri. Síðan hefur allt farið á verri veg hjá stofnunum og fyrirtækjum ríkisins. Stcirfsandi hefur versnað stórlega og afkomu fjölda fólks ver- ið ógnað svo ekki sé minnst á líf þess og heilsu eftir að Ríkisendur- skoðun fór að heimta að menn ynnu fyrir laununum sínum. Það væri mátulegt á Alþingi að þessi alræmda Ríkisendurskoðun gerði úttekt á því hvernig mætingum þingmanna er háttað á þeirra vinnustað. Það skyldi þó aldrei vera að þar hitti skrattinn ömmu sína? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.