Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1996, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1996, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 15 Stóra kaupfélagið Heilbrigðisstefna Gott dæmi um þessa stefnu- breytingu er þróunin innan heil- brigðiskerfisins. Víða í Evrópu nýtur sú stefna mest fylgis í dag að skilja algerlega á milli fjár- mögnunar á heilbrigðisþjónustu annars vegar og framleiðslu á henni hins vegar. Með slíkri að- greiningu skapast möguleikar fyr- ir kaupendur á heilbrigðisþjón- ustu - til dæmis opinbera sjúkra- tryggingasjóði - að bjóða út eða gera samninga við seljendur heil- brigðisþjónustu, þ.e. sjúkrahús, Útboð eða samningar við seljendur heilbrigðisþjónustu eykur t.d. ábyrgð og sjálfstæði seljendanna verulega, segir m.a. í greininni. Því hefur oftar en einu sinni verið haldið fram að skynsamleg- ast sé að hafa bara eitt stórt kaup- félag í hverri byggð sem sér þegn- um sínum fyrir þeirri vöru og þjónustu sem þeir þarfnast. Með slíku fyrirkomulagi mætti bæði spara fjárfestingu og mannafla. Auk þess fylgdi bæði stærri og hagkvæmari innkaup en ella og bolmagn til að takast á við stærri verkefni. En raunin hefur samt orðið önnur. Samkeppni í hinum vestræna frjálsa heimi hefur samkeppnin og ágóðakeppn- in boðið þessari skoðun byrginn. Fyrirtækin hafa starfað mörg á hverjum markaði og barist um að bjóða betri og ódýrari vöru og þjónustu. Þau hafa kallað fram nýjungar og hagkvæmni í rekstri. Þau lakari hafa dáið drottni sínum og þau betri notið ávaxtanna. Þetta ferli hefur víðast hvar átt sér stað í atvinnulífinu. @.mfyr:Opin- ber rekstur Það nýjasta í þessu ferli er þró- unin innan hins opinbera rekstr- ar. Víða í Evrópu er sú stefna að ryðja sér til rúms að samkeppni ' eigi ekki síður við í opinberum rekstri þegar horft er til hins mikla umfangs. í þeirri viðleitni hefur verið reynt að koma fyrir réttri hvatningu innan opinbers rekstrar. Hvatningu sem kallar á samkeppni með eðlilegum hætti. Afleiðingamar hafa orðið aukin afköst, hagræðing, nýjungar og ekki hvaö sist spamaður. Einung- is með þeim hætti verður til lengri tíma hægt að skapa jafnvægi milli hins opinbera rekstrar og einka- rékstrar, það er að segja að fram- leiðnin verði svipuð í báðum greinum. KjáLlarinn Jóhann Rúnar Björgvins- son haqfræðinqur heilsugæslustöðvar eða sérfræði- lækna. í kjölfarið er sjálfstæði og ábyrgð seljenda aukið verulega. Með þessu fyrirkomulagi verður samkeppnin meiri. Seljendur reyna að bjóða betri og ódýrari þjónustu og kaupendur að ná sem bestum samningum. Nýting fjár- muna og vinnuafls verður betra og þjónusta og þjóðarhagur meiri. samruna Landspítala og Borgar- spítala, er rekstrarform sem er á undanhaldi alls staðar í hinum vestræna heimi og þótt víðar væri leitað. Því er áríðandi að skoða bæði heilbrigðisstefnu og orku- stefnu okkar í ljósi þess sem er að gerast með öðrum þjóðum. Lærum af mistökum þeirra og því sem „Hið stóra kaupfélag, hvort sem það á í dag við Landsvirkjun eða samruna Land- spítala og Borgarspítala, er rekstrarform sem er á undanhaldi alls staðar í hinum vestræna heimi og þótt víðar væri leitað.“ Hið stóra kaupfélag, hvort sem það á í dag við Landsvirkjun eða þær gera vel. Jóhann Rúnar Björgvinsson Níðingsverk í nafni frelsisins Fyrir skömmu ræddi ég við ágætan stjómmálamann um Sam- keppnislögin og benti honum á hvernig þau ynnu gegn ýmsu því sem við ætluðum þegnunum til góðs, svo sem ódýrri þjónustu fýr- ir aldraða, framleiðslu ódýrs menningarefnis á sjónvarpinu okkar og fleira. Þá yppti hann öxl- um og sagði til skýringar: „Þetta er samkeppnisþjóðfélagið.“ Mér varð svarafátt en þegar ég hafði næði til umhugsunar datt mér í hug. - Hver bað um það? Hver bað um það? Ekki er langt síðan dómur féll um það í útlöndum að okkur hér úti á íslandi væri bannað að hafa skylduaðild að félögum, hér ætti að vera félagafrelsi. - Hver bað um það? Hér talar nú hver upp í annan um markaðinn, markaðsöflin, framboð og eftirspum. Jafnvel all- góðir vinstri sinnaðir stjórnmála- menn segja sem svo, markaðurinn Kjallarinn Kristinn Snæland leigubílstjóri verður að ráða. - Hver bað um það? Allt er þetta svo í nafhi frelsis- ins. Allt á að vera frjálst og allir eiga að verða ríkir af frelsinu. - Og hver bað um það? Það er vissulega fjöldi manna sem hægt er að sannfæra um að betra sé að vera ríkur þræll en snauður maður en mig uggir að skammvinn verði sæla ríku þræl- anna í fjötrum frelsisins. Róttækan vinstri flokk Þetta þrennt, frjáls samkeppni, frjáls félagsaðild og frjáls markað- ur, allt í nafni frelsisins, er ekkert annað en að i dularbúningi frelsis- ins er fjármagnsstýrendum sleppt frjálsum á hagsmuni almennings og frumskógarlögmál mun ríkja. Samkeppni var stýrt vegna hagsmuna almennings. Félög voru stofhuð og skylduaðild beitt í þágu almennings. Markaðnum var stýrt vegna hagsmuna almennings. Auðvaldinu, fjármagnseigendum, og nú, réttara sagt fjármagns- stýrendum, var í nöp við allt þetta skipulag og stjórnun. Þeir vildu frumskógarlögmálið í gildi á ný. Það er þeim að takast. I nafni frelsisins er auðvaldið að vinna níðingsverk á þjóðinni. Þessvegna er brýnt að stofna á íslandi rót- tækan vinstri flokk. Kristinn Snæland „Hér talar hver upp í annan um markað- inn, markaðsöfLin, framboð og eftirspurn. Jafnvel allgóðir vinstri sinnaðir stjórn- málamenn segja sem svo; markaðurinn verður að ráða.“ Með og á móti Þorskkvóti ekki aukinn Varúð „Ég er þeirrar skoð- unar að það eigi ekki að taka neinar skyndiákvarð- anir í stjórnun fiskveiða. Jafnvel þótt komi gleöileg- ar fréttir af fússon, formaður stórri þorsk- ^varútvegsnefnd- torfu á Halan- um og mikilli fískgengd annars staðar þá er það eitt og sér ekki réttur grundvöllur til þess að ákveða að auka kvótann. Við höfum byggt hinar þjáningar- fullu ákvarðanir undanfarinna ára á upplýsingum fiskifræð- inga. Þær upplýsingar eru taldar það skásta sem við höfum við að styðjast við slíka ákvarðanatöku með öllum fyrirvörum um ófull- komleika þessara visinda eins og fleiri hluta. Við megum ekki gleyma því að það eru enn fyrst og fremst fréttir um mokafla sem um er að ræða, jafh ánægjulegar og þær vissulega eru. Þess vegna þætti mér það óráðlegt að rjúka til og auka kvótann. Því miður sýndu mælingarnar fyrir vestan ekki þannig útslag að það eitt og sér gæfl tilefni til að breyta fyrri niðurstöðum. Sú mikla fisk- gengd, sem sögð er vera allt í kringum landið, gerir það ekki heldur fyrr en menn vita hvað á bak við liggur. Er hér um stór- aukið þorskmagn að ræða? Það vil ég að sé rannsakað og að þær rannsóknir séu gerðar í sam- vinnu við sjómenn." Alls stadar fiskur Grétar Mar Jóns- son skipstjóri „Það er sama hvaða veiðarfæri er bleytt í sjó, alls staðar er fiskur. Það er ekki bara bundið við Halamiðin. Línubátar allt frá Víkurál og austur fyrir land mokfiska. Stóru útilegul- ínubátarnir eru að setja hvert aflametið á fætur öðru og allir eru þeir að fá miklu meiri afla en þeir hafa nokkru sinni fengið áður. Þeir eru að veiða fisk sem er úr árgöngunum þegar hrygn- ing hafði átt að misheppnast. Það er staðreynd að það hefur alls staðar orðið vart við meiri fisk en verið hefur í mörg herr- ans ár og ekki bara meiri heldur miklu meiri fisk. Ef það væri svo að menn væru rétt að merkja meira magn væri ekki ástæða til að segja neitt en þegar slíkt mok er sem raun ber vitni þá er ann- að upp á teningnum. Ég er sann- færður um að Hafrannsókna- stofiiun hefur vanmetið hrygn- ingarstofninn. í öðru lagið virð- ist Ijóst að nýliðun hefur orðið meiri en þeir hafa talið. Ef til vill vegna þess að hrygningar- stofninn er mun stærri en þeir telja þó það þurfi ekki að vera ástæðan. Þess eru dæmi að litill hrygningarstofn gefi góða nýlið- un. Hafrannsóknastofnun mælir aldrei hrygningarfiskinn í togar- arallinu. Þeir ná honum aldrei, það er viðurkennt af sjómönn- um. Fiskurinn heldur sig nefni- lega ekki í torfum þegar komið er að hrygningu. Samt er togar- arallið notað sem mælikvaröi á hvort fiskgengd er mikil eða lít- il. Þess vegna segi ég: Það á aö bæta við kvótann strax."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.