Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 Rekstraraðilar Domino’s á Islandi færa út kvíarnar: Þrír staðir opnaðir í Danmörku á árinu - leyfi fyrir rekstri á allt að 40 stöðum Viðskipti Happdrættismiðar hækkuðu neyslu- vísitöluna Vísitala neysluverðs miðað við verölag í janúarbyrjun reyndist vera 174,9 stig og hækk- aði um 0,4% frá desember 1995. Það sem olli einkum hækkun- inni var verðhækkun á ávöxtum og grænmeti um 9,9% milli mán- aða og hækkun á happdrættis- miðum um 12,3%. Á móti kom að markaðsverð húsnæðis lækkaði um 0,6 prósent. Síðustu tólf mánuði hefur neysluvísitalan hækkað um 1,6%. Vísitalan án húsnæðis hef- ur hækkað á sama tíma um 2,2%. Sambærileg þriggja mán- aða breyting á vísitölunni án húsnæðis svarar til 0,2% verð- bólgu á ársgrundvelli. Skýrr hf. kaupir húsnæði Skýrr hf. hefur nú tekið til starfa og yfirtekið alla starfsemi Skýrsluvéla ríkisins og Reykja- víkurborgar. Ný stjórn hefur tekið við og stjórnarformaður er Hallgrímur Snorrason hagstofu- stjóri. Aðrir í stjórn eru Haukur Pálmason, Magnús Pétursson, Óskar G. Óskarsson og Brynja Halldórsdóttir. Skýrr keypti á dögunum nýtt húsnæði að Ármúla 6 sem er um 500 fermetrar að stærð. Starf- semi fyrirtækisins fer nú fram að Ármúla 1, 2 og 6 en Háaleitis- braut 9 hefur verið breytt í Ár- múla 2. Minnkandi verðbréfaeign Heildareign Seðlabankans á markaðsskráðum verðbréfum ríkissjóðs jókst í nýliðnum des- ember um 900 milljónir króna og er þá miðað við markaðsverð í upphafi og í lok mánaðarins. Spariskírteinaeign jókst um rúmlega 900 milljónir og ríkis- bréfaeign um 800 milljónir. Á móti lækkaði ríkisvíxlaeign um 800 milljónir. Á árinu 1995 lækk- aði heildareign Seðlabankans á markaðsskráðum verðbréfum um tæpa 3,8 milljarða króna. Heildarhlutabréfaviðskipti í síð- ustu viku námu 43 milljónum króna. Þar af námu þau tæpum 27 milljónum í kerfi Verðbréfaþings, VÞÍ, og Opna tilboðsmarkaðarins, OTM, en 16 milljónir voru utanþing- sviðskipti. Síðastliðinn mánudag urðu viðskipti í kerfi VÞÍ og OTM fyrir 17 milljónir, þar af um 11 millj- ónir með bréf Þormóðs ramma á Siglufirði. Hlutabréfaverð hefur verið að hækka á ný ef marka má þingvísitölu hlutabréfa. Sveiflur hafa verið á þingvísitölu húsbréfa sem mældist 142,67 stig á mánudag. Futura hf., rekstaraðili Domon- io’s Pizza á íslandi, hefur náð sam- komulagi við eigendur Domino’s í Bandaríkjunum um rekstur veit- ingastaða í nafni fyrirtækisins í Danmörku. Futura er með leyfi til að starfrækja allt að 40 staði í Dan- mörku en til að byrja með er stefnt að opnun þriggja staða á þessu ári. Futura mun stofna sérstakt fyrir- tæki um reksturinn í Danmörku og framkvæmdastjóri hefur verið ráð- inn Birgir Þór Bieltvedt sem stjóm- að hefur Domino’s Pizza á íslandi. Aðaleigendur Futura eru Sigur- jón Sighvatsson, kvikmyndafram- leiðandi í Hollywood, Skúli Þor- valdsson, kenndur við Hótel Holt, og Hof sf. sem eigendur Hagkaups Af viðskiptum í kerfi VÞÍ og OTM í einstökum félögum í síðustu viku var mest höndlað með hlutabréf Flugleiða eða fyrir 6,2 milljónir króna. Næst á eftir komu bréf Hampiðjunnar með 4,3 milljóna við- skipti. Þrjár skipasölur Þrír togarar seldu í erlendum höfnum í síðustu viku, þar af einn í Hull í Englandi. Skagafjarðartogar- arnir Hegranes og Skagfirðingur seldu í Bremerhaven. Hegranes seldi 133 tonn fyrir rúmar 20 millj- standa að. Reiknað er með að Futura fái í lið með sér danska fjár- festa um reksturinn þar í landi. Futura keppti við danska aðila um að fá rekstrarleyfið í Danmörku og hafði betur. Samkvæmt heimild- um DV eru eigendur Domino’s í Bandaríkjunum ánægðir með hvernig til hefur tekist á íslandi og treysta Futura-mönnum greinilega fyrir frekari landvinningum á Norð- urlöndum. Þannig hefur Futura unnið til flestra verðlauna hjá Dom- ino’s og verið með mestu hlutfalls- legu sölu skyndibitakeðjunnar í heiminum. Fulltrúi frá Bandaríkj- unum var einmitt nýlega staddur hér á landi og tók út reksturinn um leið og samið var við Futura. Þess ónir og Skagfirðingur 219 tonn fyrir um 37 milljónir. Meðalverð Skag- firðings var því mun betra eða 170 krónur fyrir kílóið. Evindur vopni NS seldi 148 tonn í Hull og aflaverð- mætið nam tæpri 21 milljón króna. í gámasölu í Englandi seldust ein- ungis rúm 70 tonn fyrir 11,7 milljón- ir. Meðalverð er hærra en vikuna áður, einkum á þorski. Lækkandi álverð Álverð á heimsmarkaði hefur verið að lækka síðustu daga. Nú er svo komið að þriggja mánaða verð má geta að þegar Futura hóf rekstur Domino’s á íslandi fyrir rúmum tveimur árum var fyrirtækið með leyfi til reksturs veitingastaða ann- Eirs staðar á Norðurlöndum. Ákveð- ið var að einbeita sér að íslandi og afsala sér þessu leyfi. Síðan var ákveðið að sækjast eftir rekstrinum í Danmörku og það tókst. Störf fyrir íslendinga Fyrstu áætlanir gera ráð fyrir 3 stöðum í Danmörku á þessu ári en ef vel gengur verður fleiri stöðum bætt við. íslendingar munu fá störf í Danmörku sem og Danir og verður nokkrum Dönum komið í starfs- þjálfun á íslandi áður en slagurinn hefst ytra. -bjb er lægra en staðgreiðsluverð og er það mjög sjaldgæft. Staðgreiðslu- verð á mánudag var 1.600 dollarar tonnið en 3ja mánaða verð 1.592 dollarar. Markaðurinn er yfirseldur og er það talið merki um hækkandi álverð á næstunni. Á móti kemur að koparverð hefur verið lágt undan- farið og gæti það dregið úr hækkun álverðs. Sölugengi dollars fór yfir 66 krón- ur í gærmorgun en að öðru leyti hefur gengi helstu gjaldmiðla gagn- vart krónunni lítið breyst siðustu daga. -bjb DV Samskip kaupa nýtt skip Samskip hafa fest kaup á nýju skipi til að sinna Evrópusigling- um í stað Helgafellsins sem selt hefur verið úr landi. Nýja skipið hefur hlotið nafhið Dísarfell og tekur 582 gámaeiningar, 156 ein- ingum meira en Helgafellið. Dís- arfellið var afhent í Bremer- haven 11. janúar og er væntan- legt til Reykjavíkur í dag. Skipið var smíðað í Þýskalandi 1982. 1995 metár í hlutabréfavið- skiptum Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Verðbréfaþingi Islands urðu viðskipti á þinginu árið 1995 alls fyrir um 71 milljarð króna. Mest urðu viðskiptin á peningamark- aöi eða fyrir 56 milljarða. Árið 1995 var metár í hlutabréfavið- skiptum. Reiknað er með að heildarvelta á hlutabréfamark- aði hafi numið um 6,6 milljörð- um króna, þar af um 2,2 milljörð- um í desembermánuði og er hvort tveggja met. Utanríkisversl- un 1994 á bók Hagstofa íslands hefur sent frá sér bókina Utanríkisverslun 1994, vöruflokkar og viðskipta- lönd. Bókin inniheldur yfirlit um utanríkisverslun í heild og birtar eru töflur um útflutning og innflutning effir ýmsum flokkunarkerfum með saman- burði við næstliðin ár. Nýmæli er að nú eru í fyrsta skipti birt- ar tölur um utanríkisverslun eft- ir atvinnugreinum. Flutningamið- stöð Suður- lands styrkist Flutningamiðstöð Suðurlands, FMS, hefur fengið liðsauka eftir að Vöruflutningar Sigurðar Ást- ráðssonar sameinuðust fyrirtæk- inu um áramótin. Sigurður hef- ur verið ráðinn flutningastjóri FMS en framkvæmdastjóri verð- ur eftir sem áður Tryggvi Þór Ágústsson. Með sameiningunni vilja aðstandendur fyrirtækj- anna veita viðskiptavinum sin- um aðgang að enn öflugara og sveigjanlegra flutningakerfi. FMS mun verða með þrjár ferðir dag hvern á.milli Reykjavíkur og Selfoss ásamt daglegum ferð- um milli Reykjavíkur og helstu þéttbýlisstaða Suöurlands. Evrópusiglingar Eimskips Eimskip byrjar nýtt siglinga- kerfi til Evrópu 23. janúar nk. þegar beinar siglingar hefjast ffá ísafirði, Akureyri og Eskifirði. í tengslum við þessar breytingar opnar Eimskip þjónustumiðstöð á Austurlandi. Markmið með breytingunum er að stytta flutn- ingstíma vörunnar og gera þannig útflytjendur á íslandi samkeppnishæfari á erlendum mörkuðum. Flutningstími frá viðkomuhöfnum styttist úr 7-13 dögum í 4-7 daga. -bjb Skagstrending- ur á uppleið DV, Sauðárkróki: Uppgjör fyrstu 10 mánaða ný- liðins árs hjá Skagstrendingi hf. sýndi 53 milljóna króna hagnað. Hafði afkoman þai- með sveiflast upp á við um 74 milljónir frá 6 mánaða uppgjöri. -ÞÁ -bjb Bílaleigan Bónus fagnar á þessu ári 10 ára afmæli sínu. Forráðamenn fyrirtækisins ákváðu í framhaldi af vaxandi starfsemi og vexti á bílaleigumarkaðnum að bæta við flotann. í því skyni keypti Bónus sex nýja bíla hjá Brimborg af gerðinni Ford Escort. Á myndinni eru eigendur bílaleigunnar, Helga Sigrún Sigurjónsdóttir og Ágúst Sigurðsson, að taka við lyklum af Jóni Pétri Guðbjörnssyni hjá Brimborg. DV-mynd RaSi 43 milljóna viðskipti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.