Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 25. MARS 1996 íþróttir Þorbjörn Atli með þrennu Reykjavíkurmótið í knatt- spyrnu hófst á fóstudagskvöld með leik Fylkis og Þróttar. Ár- bæjarliðið hafði betur og sigraði, 1-0. Markið skoraði Finnur Kol- beinsson. Á laugardaginn unnu svo KR- ingar sigur á Valsmönnum, 1-0, með marki Kristófers Sigurgeirs- sonar. í gærkvöldi vann svo Fram góðan sigur á ÍR, 3-0, og skoraði Þorbjörn Atli Sveinsson öll mörk Framara en hann brenndi einnig af vítaspyrnu í leiknum. í B-deildinni vann Vikingur sigur á Létti, 4-3, Fjölnir vann Ármann, 4-2, og Leiknir vann nauman sigur á frísku 4. deildar- liði KSÁÁ, 4-3. -GH/VS Eyjólfur góður Eyjólfur Sverrisson átti mjög góðan leik í vörninni þegar Hertha Berlin gerði markalaust við Armenina Bielefeld í þýsku 2. deildinni í knattspyrnu um helgina. Mannheim, lið Bjarka Gunn- laugssonar, tapaði fyrir Wolfs- burg, 2-0. Bjarki kom inn á í hálileik en náði sér ekki á strik frekar en félagar hans og Mann- heim er komið í botnbaráttuna. Þórður Guðjónsson og félagar hans hjá Bochum eru hins vegar í efsta sæti eftir sigur á Leipzig. Bochum er með 45 stig en Duis- burg er í öðru sæti með 41 stig en á tvo leiki til góða. Hertha Berlin er í 10. sæti með 26 stig og Mannheim í 12. sæti með 24 stig. -GH/DÓ Gunnar fer ekki til Þýskalands Gunnar Beinteinsson, lands- liðsmaðurinn knái úr FH, sagði í samtali við DV í gær að hann væri ekki á leiðinni til Þýska- lands. Eins og kom fram í fjöl- miðlum á dögunum var sagt frá því að hann væri jafnvel á leið til Wuppertal, liðsins sem Viggó Sigurðsson mun þjálfa á næstu leiktíð og Valsmennirnir Dagur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson munu leika með. „Viggó talaði við mig og spurði hvort ég hefði áhuga en ég gaf það frá mér og verð áfram með FH,“ sagði Gunnar. -GH Glæsisigur íslenska snókerliðsins ísland tryggði sér í gærkvöld sigur i sínum riðli í heimsbikar- keppninni í snóker en keppt var í Antwerpen í Belgíu um helg- ina. ísland vann Pólland 9-0, Sví- þjóð 6-3 og Danmörku 8-1 og tek- ur því þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Taílandi í lok október. Það voru Kristján Helgason, Jóhannes B. Jóhannesson og Ed- ward Matthíasson sem skipuðu íslenska liðið í keppninni. -VS Alþjóðlegt fimleikamót í Ósló: Rúnar fékk tvenn gull- verðlaun Rúnar Alexandersson sýndi styrk sinn í Ósló í gær með því að hljóta guil- verðlaun á bogahesti og tvíslá. Rúnar Alexandersson stóð sig frábærlega á sterku boðsmóti í fimleikum í Ósló um helgina. Rún- ar varð fimmti í fjölþraut og komst í sex manna úrslit á fjórum áhöld- um. í gær gerði hann sér lítið fyr- ir og vann til tvennra gullverð- launa á einstökum áhöldum, á bogahesti og á tvíslá. Rúnar vann yfirburðasigur á bogahestinum, sérgrein sinni, og fékk 9,7 í einkunn sem er glæsíleg- ur árangur. Á tvíslánni vann hann líka góðan sigur og fékk 9,3 í ein- kunn. Keppendur á mótinu voru 13 frá Kína, Rúmeníu, Danmörku, ís- landi, Svíþjóð og Noregi. Norðmað- urinn Flemming Solberg sigraði í fjölþrautinni en hann verðúr vænt- anlega eini Norðurlandabúinn sem tekur þátt í fimleikakeppni ólymp- íuleikanna í sumar. Rúnar, sem áður var eistneskur ríkisborgari, var ríkisfangslaus þegar síðasta heimsmeistaramót fór fram og átti því ekki möguleika á að tryggja sér ólympíusæti. Þó er hægt að fá viðbótarsæti þegar um sérstök tilfelli er að ræða og Fim- leikasambandið vinnur að því að reyna að koma Rúnari þannig inn á leikana. Að sögn forráðamanna þess er það erfið barátta og ólíklegt að það takist en þó ekki útilokað. -VS Dormagen enn á sigurbraut Bayern Dormagen, lið Krist- jáns Arasonar, sigraði Hameln, 28-23, í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik um helgina. Dormagen hefur gengið allt í haginn upp á síðkastið og er komið upp í 9. sæti með 27 stig. Kiel er í efsta sæti sem fyrr með 36 stig. -GH Guðmundur hættir með FH Guðmundur Karlsson, þjálfari FH, stjórnaði að öllum líkindum sínum siðasta leik með FH þegar liðið tapaði fyrir KA í Kapla- krika á föstudag. „Ég var eigin- lega búinn að ákveða fyrir nokkrum vikum aö hætta hjá FH eftir tímabilið og eins og staðan er í dag er það óbreytt," sagði Guðmundur við DV. -GH Ferdinand var kjörinn Les Ferdinand, framherji New- castle, var í gær útnefridur knatt- spymumaöur ársins af leikmönn- um ensku úrvaisdeildarinnar. Ann- ar varð Alan Shearer hjá Black- bum, og í þriðja sæti varð Frakk- inn David Ginola hjá Newcastle. Robbie Fowler, Liverpool, var kjör- inn efiúlegasti ieikmaðurinn. -GH Þorsteínn rotaðist Þorsteinn Guðjónsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu úr KR, gat ekki leikið með liði sínu gegn Val í fyrsta leik Reykjavík- urmótsins á laugardaginn. Þor- steinn rotaðist eftir mikið sam- stuð við leikmann Víkings í æf- ingaleik í vikunni og tognaði auk þess á ökkla. -VS Markvorður Koreu vildi i FH - eftir kynni við íslenska stúlku en reyndist alltof dýr Suður-kóreski landsliðsmark- vörðurinn Lee Suk-hyung, sem gerði íslensku landsliðsmönnum heldur betur lífið leitt á heims- meistaramótinu í vor þegar hann varði frábærlega, setti sig í sam- band við FH-inga ekki alis fyrir löngu og lýsti yfir áhuga á að koma til félagsins. „Jú það er rétt. Umboðsmaður hans ræddi við okkur en fljótlega kom í ljós að þetta gat aldrei orðið aö veruleika. Hann fór fram á svimandi háa peningaupphæð svo að þetta komst aldrei á viðræðu- stig,“ sagði Jón Auðunn Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, við DV í gær. Kóreumaðurinn kynntist ís- lenskri stúlku á meðan HM stóð hér á landi og það var kveikjan að því að hann vildi koma aftur til Is- lands og ganga í raðir FH-inga. Jón Auðunn sagði að Kóreumað- urinn, sem leikur með háskólaliði í Suður-Kóreu, væri að kanna handboltamarkaðinn í Þýskalandi og heföu FH-ingar aðstoðað hann við að komast í samband við þýsk félög. -GH Vernharð fékk brons á Ítalíu Vernharð Þorleifsson júdó- maður frá Akureyri vann til silf- urverðlauna á opna ítalska meistaramótinu í júdó í gær. Bjarni Friðriksson keppti einnig á mótinu og hafnaði í 7. sæti. Með þessum árangri-er Vern- harð kominn upp í 7. sæti á Evr- ópulistann en niu efstu vinna sér þátttökurétt á ólympíuleik- unum. Bjarni er hins vegar í 13. sætinu eftir mótið um helgina. -GH Bjarki og Jason ekki til Japans Þorbjörn Jensson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, er ekki búinn að velja endanlegan lands- liðshóp sem tekur þátt á alþjóð- legu móti í Japan 9.-13. apríl. Þorbjöm sagði í samtali við DV í gær að ljóst væri Bjarki Sigurðs- son gæti ekki farið með vegna vinnu og Jason Ólafsson fengi sig ekki lausan frá Brixen en úrslita- keppnin ,á Ítalíu væri þá í fullum gangi. Tveir nýliðar eru í hópi Þorbjörns og samkvæmt heim- ildum DV er Valgarð Thorodd- sen úr Val annar þeirra. -GH „Þetta er gott veganesti" - ÍBV vann mótið á Kýpur og ÍA varð í þriðja sæti Eyjamenn báru sigur úr býtum á alþjóðlega knattspyrnumótinu sem lauk á Kýpur á laugardaginn. ÍBV sigraöi sænska liðið Sirius í úr- slitaleik, 3-1. Skagamenn höfnuðu í þriöja sæti en þeir lögðu Flora Tall- inn, 1-0, með marki Stefán Þórðar- sonar í fyrri hálfleik. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik í leik ÍBV og Sirius. Eyja- menn komust yfir með marki Inga Sigurðssonar en Svíarnir jöfnuðu skömmu síðar. Bjamólfur Lárus- son kom Eyjamönnum yfir með, skoraöi þá glæsilegt mark af um 25 metra færi og Tryggvi Guðmunds- son innsiglaði sigurinn þegar hann skoraði úr vítaspyrnu eftir að Ingi Sigurðsson hafði verið felldur. „Þetta var virkilega gaman. Strákarnir stóðu sig mjög vel á mótinu og sigur okkar í úrslita- leiknum var fyllilega sanngjarn. Ég lit á þetta sem gott veganesti fyrir sumarið og mótið var góð reynsla fyrir Evrópukeppnina," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari Eyjamanna, og bætti því við að þetta væri líklega í fyrsta sinn að íslenskt félagslið í meistaraflokki karla ynni alþjóð- legt mót. Kristinn Jakobsson dæmdi úr- slitaleikinn og fórst það vel úr hendi að sögn Atla og voru flestir sammála um að hann hefði veriö besti dómari mótsins. -GH Kristín setti fimm heimsmet Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR, setti fimm heimsmet í sundi á íslandsmóti fatlaðra í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Metin setti hún í 100 metra frjálsri að- ferð, 50 metra flugsundi, 100 metra baksundi, 100 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. Bára B. Erlingsdóttir, Ösp, setti tvö heimsmet, í 50 metra flugsundi og 200 metra fjórsundi, Ólafur Eiríksson, ÍFR, setti heimsmet í 200 metra fjórsundi og Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp, í 50 metra baksundi. Alls voru því sett níu heimsmet á mótinu sem er glæsilegur árang- ur. -VS Orri sigraði í Landsglímunni Orri Björnsson, KR, sigraði á lokamóti Landsglímunnar 1996 sem fram fór í Reykjavík á sunnudaginn. Þetta var fjórða og síðasta mótið í Landsglímunni á tímabilinu. Orri hlaut þrjá og hálfan vinning, Ingibergur Sig- urðsson úr Ármanni varð annar með þrjá og Jón Birgir Valsson, KR, hlaut tvo og hálfan vinning. Með sigrinum á þessu loka- móti tryggði Orri sér sigur í Landsglímunni. Orri hlaut 18 stig. Jón Birgir Valsson varð í öðru sæti með 12 stig, Ingibergur Sigurðsson varð þriðji einnig með 12 stig. -GH Staða IA er góð DV, Akranesi: Skagamenn eiga alla möguleika á að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni í körfuknattleik eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn í fyrri leik liðanna á Akranesi í gærkvöldi, 113-104. Stað- an í hálfleik var 56-45 fyrir Skaga- menn og þeir náðu yfirburðaforystu í seinni hálfleiknum. „Munurinn var orðinn 23 stig þegar 10 mínútur voru eftir og þá setti ég inn á ungu strákana sem lít- ið hafa spilað í vetur. Þeir brugðust og Þórsarar komust óþægilega ná- lægt okkur en við höfðum það og ég held að við vinnum einnig seinni leikinn á þriðjudaginn," sagði Milton Bell, þjálfari og leikmaður ÍA, við DV eftir leikinn. Bell skoraði 46 stig fyrir ÍAog Dagur Þórisson 19 en Champ Wrencher skoraði 45 stig fyrir Þórs- ara og Atli Sigurþórsson 24. -DÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.