Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996 13 Sælla er að fitna... Við lifum á samdráttartímum. Þeir leiða til spennu. í íslensku máli er ekki til spakmæli um þetta félagslega fyrirbrigði svo ég bý það'til: „Sælla er að fitna en fletta spikinu af sér.“ Skortur á spak- mælum af þessu tæi stafar eflaust af því að fyrr á öldum var fita eða spik ekki til nema á hvölum, sel- um, sýslumönnum og prestum. Samfélagið hékk aftur á móti alltaf á horriminni. Þegar velmegunarfita fór að hlaðast jafnvel á almúgann höfðu tómhausar nútímans ekki andlega burði tU spakmæla og þess að sjá fyrir breytingar á högum manna og skipan mála. Þeir héldu að allt mundi halda áfram að fitna með sama hætti og áður. Dálítið nunnulegar í boð- skap Þar skjátlaðist þeim. Hor er hlaupinn í hagfræðina, þjóðlífið á að megrast á nokkrum árum. Karl- ar og konur, blossandi af fjöri í lok þessarar aldar, geta bara glaðst við samdrátt. Markaðshyggjan og hagfræðin eru vægast sagt dáldið nunnulegar og mótsagnakenndar í boðskap sínum til okkar þegar þær segja að ríkinu sé borgið best með þvi að leggja niður sjálft sig og samneysl- una, við það dreifist valdið, at- vinnan vaxi og einkaneyslan auk- ist. Hvernig getur það orðið ef þjóðin lifir ekki til annars en þess að þola þá félagslegu nauðgun sem heitir „samdráttur á öllum svið- um“? Við skulum ekki skella allri skuld á hagfræði og frjálshyggju, þær eru afleiðing, ekki orsök. Menn hafa jafnan skoðun á einu máli með hliðsjón af öðru. Svo við verðum að þola ýmislegt núna með hliðsjón af því sem við nutum í neyslusamfélaginu: fitunni eru takmörk sett. Enginn fitnar enda- laust án þess að deyja úr fitu. Kjallarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur hjálparhella sem hægrimenn héldu. Og við sem fylgdum Sovét- inu siglum ekki lengur sannfær- ingarseglum þöndum heldur grát- bleðli, þungum af vonbrigðum og hor. Til að kóróna allt er nújiverj- um íslenskum ferðamanni auð- sætt að þjóðin er hvorki gáfaðasta né duglegasta þjóð í heimi: jafnvel latir ítalir hafa reist fleiri hallir en við. Þvi er rétt að taka sér Dag Sig- í augu við sjálfa sig og segja á sama hátt og skáldið í ljóðinu: „Ég er ekkert andskotans sérní!“ Þetta held ég að yrði okkur hollt. Síðan er bara það að leggja megrunarkúrana mátulega mikið á sig svo auður jarðarinnar gangi ekki til þurrðar og saga mann- kynsins endi ekki á því að það hangi, eins og við forðum, á horrim hinnar ófrávíkjanlegu eymdar meðan heimurinn stend- „Svo við verðum að þola ýmislegt núna með hliðsjón af því sem við nutum í neyslusamfélaginu: Fitunni eru takmörk sett.“ Samdráttur í trúnni urðarson to fyrirmyndar. Öll þjóð- ur. in ætti að nema staðar á hádegi á Guðbergur Bergsson Svo er líka samdráttur í trúnni: sunnudaginn kemur, taka upp Bandaríkin reyndust ekki vera sú vasaspegilinn, líta í hann, horfast „Enginn fitnar endalaust án þess að deyja úr fitu“ segir m.a. í grein Guðbergs að þessu sinni. Leifsstöð, Schengen-áhrif - og þekkingarskortur ritstjórans í leiðara DV þriðjud. 12. mars er fjallað um áætlaðan kostnað við hugsanlegar breytingar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar af svo miklu þekkingarleysi og smekkleysi að furðu sætir. Allur er leiðarinn svo undarlegur að þá sem þekkingu hafa á málinu rekur í rogastans. Þegar svo hátt ofan við markið er skotið er vart ástæða til andsvara. Þar sem ætla má að einhver hluti þjóðarinnar trúi enn því sem skrifað er í leiðara blaðsins vill undirritaður ekki láta hjá líða að varpa skýrara ljósi á nokkur þau atriði sem fjallað er um í leiðaran- um. í þessum línum verður aðeins vikið að þeim þáttum leiðarans sem íjalla á ósmekklegan og nán- ast ærumeiðandi hátt um verk embættis Húsameistara ríkisins. Væntanlega verða aðrir til þess að upplýsa ritstjórann um rekstur flugstöðvarinnar og eðli þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Þegar gerð er kostnaðaráætlun um mannvirki þurfa að liggja fyr- ir forsendur áður en vinna getur hafist við að reikna út og komast að niðurstöðu. Góðar og raunhæfar forsendur eru grundvöllurinn að því að nið- urstöður kostnaðaráætlunar séu marktækar. Ef forsendur eru ónákvæmar og/eða rangar verður útreikning- urinn, þ.e. niðurstaðan, þar af leið- andi röng. Forsendur eru almennt mótaðar af eigendum, umráðaaðilum og notendum mannvirkis. Oft að- stoða sérfræðingar (arkitektar, verkfræðingar o.fl.) eignaraðila Kjallarinn Garðar Halldórsson húsameistari ríkisins við að skilgreina forsendur. Það er kunnáttuleysi eða vísvit- andi hrekkir hjá ritstjóra að gefa í skyn að forsendur fyrir viðbygg- ingu við landgang Leifsstöðvar séu mótaðar af embætti húsa- meistara. Hið rétta er að forsendurnar fyr- ir kostnaðaráætlun embættisins eru á hefðbundinn hátt mótaðar sameiginlega af eignaraðila, um- ráðaaðila og notendum. Forsend- urnar eru mótaðar af utanríkis- ráðuneytinu, flugvallarstjórn á Keflavíkurflugvelli og embætti sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, auk samstarfsaðildar Flugleiða hf. Utanrikisráðuneytið fékk emb- ætti húsameistara forsendur í hendur með ósk um að gerð yrði á grundvelli þeirra raunhæf kostn- aðaráætlun. Var það gert í nóv./des. 1995. Það sem aðrir ráðgjafar á veg- um utanríkisráðuneytisins hafa síðan reiknað út hefur augljóslega verið byggt á öörum forsendum og því eðlilegt að útkoman hafi orðið önnur. Hér hefur hvorki verið framinn galdur né kraftaverk Hvort sú útkoma er réttari en niðurstaða áætlunar Húsameist- ara ríkisins verður ekki sagt með neinni vissu í dag. í reynd er mun- urinn á áætlununum miklum mun minni en gefið er í skyn með þeim upplýsingum sem birtar hafa ver- ið opinberlega um málið. Til þess að leggja marktækt mat á þann mun sem er á þessum áætl- unum þarf að leggja í nokkru meiri vinnu við að skilgreina for- sendur af hálfu eignaraðila og not- enda en gert hefur verið til þessa. Enn hefur ekki verið unnin þarfa- greining. Endurbætur á Bessastöð- um Hvað varðar ósmekklegar að- dróttanir ritstjóra um neikvæða aðild embættis húsameistara að endurbótum á Bessastöðum þá upplýsist það hér með að embætt- ið hefur unnið sem arkitekt að hönnun þess verkefnis. Embætti húsameistara er ekki fulltrúi eign- araðila (ríkisins) við stjórn þeirra framkvæmda. Embætti húsameist- ara tekur ekki ákvarðanir um þær forsendur sem þar er unnið eftir. Að mínu mati hafa verið viðhöfð mjög vönduð vinnubrögö við alla stjórnun uppbyggingar á Bessa- stöðum af þeim aðilum sem það hafa haft með höndum. Samteng- ing ritstjóra á báðum þessum framkvæmdum, Bessastöðum og Flugstöð Leifs Eiríkssonar, er jafn mikið út í hött og jafn fávísleg og annað í þessum leiðara. P.S. Framkvæmdasýslan er ekki nýleg stofnun heldur um 30 ára gömul stofnun með nýju nafni. Embætti húsameistara vann með Framkvæmdasýslunni að þarfa- greiningu og skilgreiningu for- sendna fyrir hönnun nýbyggingar Hæstaréttar og á vissa aðild að undirbúningi þess verks sem hef- ur væntanlega m.a. leitt til þess hversu vel hefur til tekist meö að halda utan um það verkefni. Garðar Halldórsson „Það sem aðrir ráðgjafar á vegum utan- ríkisráðuneytisins hafa síðan reiknað út hefur augljóslega verið byggt á öðrum for- sendum og því eðlilegt að útkoman hafi orðið önnur.“ Með og á móti Svefnleysisplástrar sem Landsbjörg selur Jákvæð áhrif „Kínverjar hafa í aldarað- ir notað nál- arstungur og þrýsting á ákveðna staði líkamans til að lækna eða minnka van- líðan. Fjöl- margar rann- markaðsstjóri sóknir á Vest- Landsb<argar- urlöndum á undanfornum árum hafa sýnt að þrýstingur á ákveðna staði líkamans getur haft jákvæð áhrif á ýmsa kvilla og jafnvel hverfa einkennin al- veg. Skýringar á hvers vegna eru hins vegar ekki auðfundnar. Kínverjar halda því fram að líkaminn búi yfir ákveðnu orku- flæði og ef það verður truflun á orkuflæðinu þá líður okkur illa. Með hjálp nálarstungu eða þrýst- ings er hægt að örva ákveðnar orkustöðvar og koma jafnvægi á orkuflæðið aftur. Vestrænir læknar og vísindamenn kaupa ekki alveg þá skýringu heldur er talið að örvun þessara staða valdi taugaboðum til heila sem bregðist við með losun vissra hormóna. Það er ljóst að óhefðbundnar lækningaaðferðir hafa rutt sér rúm I hinum vestræna heimi. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að fjöldi fólks telur sig hafa fengið bót meina sinna í gegnum óhefðbundnar lækningameðferð- ir. Allir sem tengjast lækningum ættu að reyna að öðlast sem mestan skilning á þeim fjöl- mörgu aðferðum sem beitt er og meta þær með opnu hugarfari. Markmiðið er það sama alls staðar. Jú, að okkur öllum líði sem best.“ Skottu- lækningar „Engar á- sættanlegár vísindalegar niðurstöður liggja fyrir sem sýna að plástrarnir hafi tilætlaða verkan á raun- verulegt svefn- leysi. Engin þekkt tengsl eru á milli þrýstings á úlnlið og þess að sofa, eða ann- ars meðvitundarástands manns- ins. Það hlýtur að vera siðferðilega rangt að auglýsa plástrana á þann hátt sem gert var, undir nafni apótekanna, sem fólk þarf að geta treyst tU þess að bjóða ekki upp á skottulækningar. Auglýst var að morgni þegar þeir sem ekki geta sofið eiga hvað erfiðast, líklega til þess að ná betur til þeirra. Fjáröflun björgunarsveita landsins, sem sinna sannanlega ákaflega mikUsverðu samfélags- legu hlutverki, þarf að vera yfir allan vafa hafin og má ekki vera byggð á vafasömum aðferðum við lækningu alvarlegra heUsu- farsvandamála. Engar töfralausnir á borð við plásturinn eru tU, þar sem svefn- vandamál eru flókin fyrirbæri og ekki eins hjá neinum tveimur einstaklingum. Meðferð langvar- andi svefnleysis, þarf að byggja á áreiðanlegri einstaklingsbund- inni greiningu og þekkingu á svefni og svefnvandamálum og hana þarf að framkvæma af kunnáttu og nákvæmni. Skottu- lækningar á borð við títtnefndan plástur uppfylla ekkert af þess- um skilyrðum.“ -bjb Júlíus K. Björns- son, sálfræöingur á geðdeild Lands- spítalans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.